Þjóðviljinn - 16.11.1975, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. nóvember 1975.
Upplýsingar
um magn
og innihald
vantar á
flestar
íslenskar
tegundir af
ávaxtasafa -
verðmis-
munurinn
ótrúlegur —
l' skammdeginu
reynum við gjarnan að
bæta okkur upp sólar-
leysið með aukinni neyslu
á C-vítamíni, en það
fáum við einna helst í
ávöxtum. Ávextir eru
nokkuð dýrir og margir
drekkar frekar ávaxta-
safa, enda úr nógu að
velja í þeim efnum.
Að minnsta kosti 7 islensk
fyrirtæki framleiða nú ávaxta-
safa, blandaðan og tilbúinn til
neyslu, eða eins og algengara
er: safa, sem blanda á með
vatni. Nú eru algengir drykkir
eins og mjólk og kaffi orðnir all-
dýrir og enginn vafi er á þvi að
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Verslun 1 Verslun 2 Verslun 3 Verslun 4
jSamanburður á verði á ávaxtasafa í nokkrum
Iverslunum
Tegund:
Svali (21) Av.
Svali (2.1.) app.
Thule (21.) áv.
Sanitas (2.1.) app.
Valur (21.) app.
Tropicana (dós)
Troipicana (litil d.)
Tropicana (grape 1. d.)
Tropic..erl.bland.
Seald Sweet
Sunland
Robinson
Tree Top
Polynesian (dós)
Tropicana (Isl. 21.)
613,- 613,- 679,-
611,- 676,-
521,- , 875,-
848,- 846,-
676,- 737,-
277,- 290,- 290,-
150,- 150,- 150,-
128,- 160,- 160,-
514,- 487,-
398,- 432,-
212,- 195,-
318,- 243,- 256,- 229,-
350,- 248,- 313,-
277,- 277,; . 277’.,- 277,-
Hvaða ávaxtasafa er
best að kaupa?
það eru drjúgir fjármunir sem
flestar fjölskyldur eyða i kaup á
ávaxtasafa. Við gerðum þvi litla
könnun á verði á hinum ýmsu
tegundum af ávaxtasafa, blönd-
uðum og tilbúnum til neyslu eða
óblönduðum, og i ljós kom ævin-
týralegur verðmunur. Við
sleppum nöfnum á verslununum
að þessu sinni, þar sem við
eftirgrennslan i enn fleiri versl-
unum kom i ljós að verðmunur-
inn þar var svipaður. Það er þvi
greinil. að það borgar sig að
gæta vel að verðinu, áður en
þessi vara er keypt, og er
raunar furðulegt að þegar um
islenska vöru er að ræða skuli
verðmunurinn vera svona
mikill. Ef til vill er hér um að
ræða nýtt verð og gamalt i ein-
hverjum tilvikum, en þessi vara
geymist allvel, og ætti þvi ekki
að koma að sök þótt keyptur sé
ávaxtasafi á gamla verðinu, svo
framarlega sem ekki er um að
ræða hreinan safa, sem geyma
þarf i kæli og hefur takmarkað
geymsluþol.
Rétt er að geta þess, að ákaf-
lega mikið vantar á að islenski
ávaxtasafinn, (sá óblandaði) sé
nægilega vel merktur, yfirleitt
vantar bæði upplýsingar um
magn (Svali undanskilinn). Til
þess að unnt sé að gera sér grein
fyrir raunverulegum saman-
burði, t.d. á innlendum og
erlendum safa, en sá erlendi er
raunar oftast ódýrari, er
nauðsynlegt að á umbúðunum
fylgi allar slikar upplýsingar,
svo og upplýsingar um það
hvernig blanda á safann. Svo
virðist sem safinn sé mjög mis-
munandi sterkur, sumar teg-
undirnar þarf sáralitið að
blanda, og verður innihaldið þvi
mjög ódrjúgt. Þær tegundir af
islenskum ávaxtasafa, sem
getið er um hér i saman-
burðinum á siðunni, munu
almennt vera i 2ja litra
umbúðum, og við sjáum að
verðið er mjög mismunandi,
ekki aðeins á milli verslana,
heldur og tegunda, þótt um
sama magn sé að ræða.
tslenski, hreini Tropicana-
safinn var alls staðar á sama
verði, þar sem við sáum hann,
en þótt mörgum virðist hann
Látiö frá
ykkur heyra
Við viljum hvetja lesendur
til þess að skrifa okkur eða
hringja ef þeir hafa hug-
myndir í sparnaðarhornið,
v \
\
geta t.d. bent á skemmtilega
þeimatilbúna hluti, ódýra
vöru o.s.frv. og einnig ef þeir
vilja kvarta undan einhverju
(t.d. verðlagi, þjónustu, vöru)
og komum við þvi þá á fram-
færi i ,,gæti verið betra”.Látið
heyra frá ykkur, siminn er
73586 og ef þið skrifið þá
merkið bréfin „Til hnifs og
skeiðar”.
dýr, er rétt að benda á aö 2ja
lltra hyrna af honum kostar 277
kónur, en sama magn af
óblönduðum safa, sem væntan-
lega þarf að blanda i hlut-
föllunum 1 á móti 4—5, getur
kostað allt að 875 krónur. Þarna
verður þvi ekki um svo mikinn
verðmun að ræða, en enginn
vafi er á að hreini safinn er
hollari, þar sem hann er hreinn
og sykurlaus, og auk þess finnst
væntanlega flestum hann mun
bragðbetri. Heldur dýrara en
islenski Tropicana-safinn er að
kaupa Tropicana i litilli dós,
frystan, og blanda siðan vatni,
en fyrir 150 krónur færðu 1,5
„pint” (innan við litra).
Erlendur Tropicana i glerdós-
um er lika dýrari en sá
islenski, en 64 únsur (ca 8
bollar) kosta allt að 514 kr.
Avaxtasafi I tindósum er
stundum jafnvel ódýrari en ef
maður blandar sjálfur safann,
þótt yfirleitt séu ekki góð kaup i
litlum dósum og erfitt sé að
geyma það sem af kann að
ganga I stóru dósunum. Vert er
að benda á, að sykursnauður
safi er oft ódýrari, en þvi miður
oft einnig bragðdaufari og þvi
ódrýgri.
Vonandi verður þess ekki
langt að blða að sett verði reglu-
gerðum merkingará Islenskum
ávaxtasafa, hliðstæð þeirri sem
tekur gildi á næsta ári um unnar
kjötvörur, þannig að auð-
veldara verði fyrir neytendur að
velja á milli hinna fjölmörgu
tegunda islenska ávaxtasafans.
Svona er hægt aö
nýta barnafötin
Alfheiður sagði okkur frá
stórsnjallri aðferð, sem íbúar I
stúdentahverfi I Uppsölum not-
uðu til þess að nýta notuð barna-
föt og verða sér úti um ný með
litlum tilkostnaði. Og svona var
fariðað: Ibúar i litlum fjölbýlis-
húsum tóku sig saman og aug-
lýstu vor og haust sölu i einu
þvottahúsinu á barnafötum og
ýmsu fleiru sem heilt var og vel
nýtilegt, en orðiö of litið á við-
komandi börn. Fötunum var
safnað saman, sett á þau mála-
myndaverð (mjög lágt) þau
merkt verði og eiganda og siðan
skiptust allir á fötum eftir vild,
sumir keyptu bara og aðrir
seldu, og fólkið skiptist á að
selja einn sunnudag. Þegar
kassinn var svo gerður upp um
kvöldið mátti sjá á miðunum,
sem settir voru I kassann um
leið og flikin seldist, hver átti
hversu mikla peninga I kassan-
um.
Þannig losaði fólk sig við fulla
skápa af barnafötum ,og fékk i
staðinn alklæðnað á sin eigin
börn fyrir sáralitla peninga.
Einnig voru hengdir upp listar
yfir stærri vörur, t.d. barna-
vagna o.s.frv., sem fólk vildi
selja eða kaupa. Hvernig væri
nú að eittthvað af húsfélögunum
I öllum okkar mörgu og stóru
fjölbýlishúsum beitti sér fyrir
sliku? Fyrir utan spapnaðinn,
sem er liklega enn meiri hér en
erlendis, þar sem t.d. vetrarföt
á börn eru óheyrilega dýr hér á
landi er þarna um skemmtilegt
tækifæri að ræða til þess að fólk-
ið I sambýlishúsunum kynnist
og eignist eitthvað annað sam-
eiginlegt en aö borga I sama
hússjóðinn. Reyndar erum vib
Islendingar studum óheyrilega
hégómlegir hvað snertir það aö
láta börn okkar ganga i notuð-
um flikum af öðrum, ég tala nú
ekki um ef þau eru af börnum
utan fjölskyldunnar. Þó eru
dæmi þess að islenskar konur
(sem eru saman I saumaklúbb)
safni saman öllum ungbarnaföt-
um (og stærri hlutum einnig) og
láti siðan ganga á milli eftir þvi
sem fjölgar hjá hverri og einni.
Kona hringdi og vildi koma á
framfæri umkvörtunum, vegna
þess að hvergi I bænum er hægt
að fá keyptar tágakörfur, sem
gerðar eru fyrir börn, þ.e. sem
burðarrúm eða til þess að
hengja I loft og nota sem
vöggur. Hún var að leita að
körfum, sem fást viða erlendis
og eru einkum notaðar sem
burðarrúm, en hér fást aðeins
stóru körfurnar frá Blindrafé-
laginu, sem eru reyndar ágæt-
ar. Hins vegar hafði hún séð
óteljandi tegundir af tágakörf-
um fyrir hunda af ýmsum
stærðum og vildi gjarnan að
hugað yrði að slikum vörum
fyrir börn lika, með fullri virð-
ingu fyrir hundahaldi, sem á þó
að heita bannað.