Þjóðviljinn - 16.11.1975, Side 21

Þjóðviljinn - 16.11.1975, Side 21
Sunnudagur 9. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 — Reyniö nú bara aö hiröa mjólkurlsinn af vetrarbraut inn. Ég get ekki mjatlaö hann oni hvern og einn! — Einhver er aö setja hala á stjörnurnar. Þetta eru skemmdarverk! Satúrnus er settur á braut. Þaö er aideilis þú hengir upp heiöursmerkln Fasistar og sadistar sleppa refsingalaust Róm séu þeir af ríku foreldri Átján ára stúlka var fyrir fáum dögum myrt í Róm að undangengnum misþyrmingum og kyn- ferðislegum svívirðing- um, sem stóðu yfir í tólf tíma. Morð þetta hefur vakið gífurlega og al- menna reiði í Róm, þar eð tveir morðingjanna höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir nauðgun — en hvorugur verið settur inn. Þeir, sem og aðrir, sem hlut áttu að morðinu, eru synir ríkra foreldra, og ef ast enginn um að þar sé að finna ástæðuna fyrir þvi að þetta pakk er látið ganga laust. — Þetta eru spilltir letingjar, sem skáka i skjóli forréttinda og njóta verndar peningavalds og dómara, sem hafa samúö með fasistum, sagði rúmlega sjötug- ur sóknarprestur, Pierluigi Occelli, þegar hann jarðsetti stúlkuna sem myrt var. Og rómverjar yfirleitt eru sam- mála um að þessi lýsing eigi ágætlega við þann hluta æsku- lýðs borgarinnar sem kallaður er Pariolini, eftir hverfinu Parioli i einni útborg Rómar, þar sem auðmenn borgarinnar búa margir. Synir auðmann- anna hafast litið annað að en að flækjast á börum á kvöldin eða þvælast um á nýjum bilum og bifhjólum. Fjórir ungir menn hafa verið handteknir vegna umrædds morðs og eru þeir allir frá Pari- oli. Sem fyrr segir höfðu tveir þeirra áður hlotið dóm fyrir nauðgun og allir eru þeir þekkt- ir fyrir fasistiskar skoðanir. Likt og þegar Manson-hópur- inn framdi sin morð i Kaliforniu spyrja menn: Hversvegna gerðu þeir þetta? Meðal liklegra ástæðna má nefna stéttahatur, fasistiskar hugmyndir, kyn- ferðislegan öfuguggahátt og sið- laust hugarfar yfirleitt. Stúlkan sem myrt var, Rosaria Lopex, bjó i fátækra- hverfi i sjö systkina fjölskyldu. Foreldrar hennar höfðu flust til borgarinnar frá Sikiley i von um vinnu. Vitni að morðinu var stallsystir hennar seytján ára, Donatella Colasanti, sem morð- ingjarnir misþyrmdu einnig. Hún slapp lifandi einungis vegna þess, að morðingjarnir héldu hana látna. Þar eð tveir morðingjanna höfðu áður verið dæmdir fyrir nauðgun, spyrja menn i Róm nú hvernig á þvi standi að þeir hafi sloppið við fangelsisvist. Almennt er litið svo á að ástæð- an sé sú að þeir eiga rika for- eldra. Auðstéttin á Italiu hefur réttarfarið þar að miklu leyti i hendi sér og á milli hennar og fasistiskra hreyfinga er náið samband. Hvernig komust þessar tvær stúlkur úr fátækrahverfi i kynni við unga menn úr efnafjölskyld- um i Parioli? — Margir Pariolini vilja heldur stúlkur úr fátækrahverf- um en sinu eigin umhverfi, segir Parioli-stúlka nokkur. — Fá- tæku stúlkurnar falla frekar Framhald á 23. siðu. Ný íslensk prjónabók Elin heitir ný íslensk prjóna- öllum geröum Gefjunargarns. bók, sem unnin er aö öllu leyti Stærö, verö og gæöi bókarinnar hérlendis. 0 eru svipuð og stærri prjónabóka á Elín birtir fjörutíu nýjar öörum norðurlandamálum, sem uppskriftir, geröar sérstaklega hér hafa veriö notaöar um árabil. fyrir þessa bók, og fylgir lit; Gefjun hefur þessa útgáfu í mynd af hverri þeirra. Þar er þeirri von, aö prjónabókin Elín megi aö finnaflíkur á börn, unglinga bæði örva tii hannyrða og kveikja og fulloröna, mottur, teppi og nýjar hugmyndir listrænna kvenna púöa, prjónaö og heklaö úr nær' og karla, sem fitja upp á prjón. 40 litpnmiaðar pijónauppshiftir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.