Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 1
11 ao'önu'
,(> í-a ilifaímttgn:
!;nnstó?shi>f?i
Sunnudagur 21. desember 1975 — 40. árg. 291. tbl
Fyrstu fréttir af Leirhnjúk.
Blaöið fór í prentun kl. 16 á laugardag
.Siuutnlmtnn r
rníixtt tl fi ujtn)<jí|u.r
I órtittu'hírljutfár
Ittiíitjijrirtur
\ V ■>
aoa
Gigur við Leirhnjúk
Gr'ún.%
Ijnimulaníji tjv:
y'G&muíuws m*JGm
'gja t ja rn.ir j ,
h . WPy r
f IJrui<uH>qsUuu^cJWy fo
% { ávj;
2 r ofr ' ti
V* M i K a
’Hlií 9,fka:m.bi/jp
vtnnóitfm
QF/JöRm&á c^lísi'Íírm,rw,iv .. .
Eldfjallið Leirhnjúkur er á þessum uppdrætti merkt sem þrlhyrningur. Borholur og önnur mannvirki Kröfluvirkjunar eru á svæðinu innan hringsins sem dreginn er til hægri við
Leirhnjúk. Til vinstri við eld-fjallið breiðist út hið mikla hraun sem rann úr gigum við Leirhnjúk og í grennd á 18. öld. Neðst tii vinstri sést I Mývatn.
GOS I LEIRHNJUK
— Túristagos segja almannavarmr.
1500 metra löng sprunga.
— Ómögulegt aö segja hve mikið þetta veröur.
Eldgos kom upp i Leirhnjúk
skammtfrá virkjunarsvæðinu við
Kröflu á laugarda gsmorg un.
Það var klukkan 10 að jarð-
hræringa varð vart á virkjunar-
svæðinu við Kröflu, en þá voru
þar staddirtveir vaktmenn. Aðrir
starfsmenn við virkjunar-
framkvæmdirnar voru farnir
heim i jólafri. Um klukkan hálf
tólf hófst eldgos úr Leirhnjúk, en
Leirhnjúkur er i þriggja km fjar-
lægð frá Kröflu.
Eldgosið er i sprungu sem ligg-
ur frá norðri til suðurs vestan i
Leirhnjúk, hraun rennur á einum
stað úr sprungunni og eldur er i
tveimur af þremum gigum, en
gufugos virðist i þeim þriðja.
„Engin mannvirki og engin
mannslif eru i hættu vegna
þessa”, sagði Björn Guðfinnsson,
starfsmaður Kröflunefndar, en
Þjóðviljinn náði tali af honum i
hótel Reykjahlið um klukkan 13 i
dag. Björn kvaðst engar upplýs-
ingar geta gefið, almannavarna-
nefnd Mývatnssveitar sat þá á
fundi I hótelinu i Reykjahlið.
Vaktmennirnir tveir við Kröflu
Snorri Snorrason og Hannes
Hilmarsson gengu að gosstabnum
og höfðu samband við Reykjahlið
með talstöð fyrir hádegið sögðust
þeir þá ekki geta haldist lengur
við I virkjuninni, og legðu þeir á
stab til byggða. Reiknað var meö
mönnunum tveimur til byggða
uppúr hádeginu.
Sprungan 1,5 km
Eldsprungan er 1,5 km að
stærð, að þvi Almannavarnir
rikisins tjáðu Þjóðviljanum, hún
lengist til norðurs, hraunið renn-
ur i þveröfugaátt við vinnusvæðið
að kröflu og engin byggð i hættu.
„Þetta er bara túristagos”,
sagði upplýsingafulltrúi hjá Al-
mannavörnum i sambandi við
Þjóðviljann. „Við vorum komnir
hingað i aðalstöðina snemma i
morgun, þegar við fengum
fregnir af þvi að Mývatnssveit
nötraði af jarðskjálftum. Við
fengum siðan fyrstu fregnir af
gosinu úr farþegaflugvél sem
Gott veður var i Mývatnssveit i
morgun, mökkurinn frá gosinu
stóð i' norðvestur. —GG
Áætlun notuð i fyrsta sinn
Guðnuindur Sigvaldson, for-
stöðumaður Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar, sagði i viðtali við
blaðið, að vegna þessa eldgoss
yröi nú i fyrsta sinn notuð áætlun
Norrænu eldf jallastöðvarinnar
um það hversu bregðast ætti við
eldgosum. Hann var spurður
hvort hann væri sammála þvi að
þetta væri bara „túristagos”.
Þeir geta ekki mikið vitað um
það. Það er ómögulegt að scgja
hversu niikið þetta verður.
Á 18. öld gaus hér í fimm ár nær samfellt. — Lengsta gos á sögulegum tíma.
Við tökum þessu með stillingu
sagði
Starri í Garði
Þetta kemur auðvitað eins og
högg, sagði Þorgrimur Starri
Björgvinsson, bóndi i Garði I
Mývatnssveit, þegar við höfðum
samband við hann út af gosinu
hjá Leirhnjúk um klukkan eitt.
Við tökum samt lifinu með
stillingu og ró, og reyndar þurfti
þetta svo sem ekki aö koma
neinum á óvart, þvi að hér um
slóðir var mikið um eldgos á 18.
og 19. öld, en á þessari öid hefur
ekki gosið hér fyrr en nú nema
inn I öskju.
Óvenju mikið hefur verið um
jarðhræringar á Kröflusvæðinu
frá þvi snemma á þessu ári
svona öðru hvoru. Hafa þessar
jarðhræringar fundist i Reykja-
hlið og jafnvei hér hinum megin
við vatnið. Menn gátu þvi látiö
sér til hugar koma, að eldsum-
Yfirlitsmynd yfir Kröflusvæðiö I vestur.
brot kynnu að vera á næsta
leyti.
Héðan frá Garði að sjá er
mökkurinn norövestur af Kröflu
og er eldsuppkoman á sprungu
vestan til við Leirhnjúk svona
liklega um 3 kilómetra frá
virkjuninni. Hér i Garði urðum
við ekki vör við neina jarð-
skjálfta i morgun, en þeir munu
hafa verið nokkuð snarpir hjá
Reykjahlið, og vaktmennirnir
^tveir, sem voru inn við Kröflu
héldust þar ekki við. Annars var
vinnuflokkurinn við Kröflu far-
inn heim i jólaleyfi nýlega, og
bara þessir tveir menn, sem
voru þar i morgun. Þarna hafa
annars unnið nokkrir tugir
manna að undanförnu vegna
virkjunarframkvæmdanna.
Auðvitað hlýtur gosið að setja
virkjunina i mikla hættu, en
enginn veit þó enn hvað úr verð-
ur. Hér gaus með stuttum
hléum nær samfellt i 5 árá 18.
öld, frá 1724—1729, þ.e. við Leir-
hnúk, i Hrossadal og Bjarnar-
flagi, — er það lengsta gos á
sögulegum tima á Islandi. Þá
tók af bæinn i Reykjahlið, og
hraun rann út i Mývatn. Við
vonum að ekki fari jafn illa, eða
verr nú, en um það verða spá-
dómar að biða.
Við höfum ekki orðið vör vib
öskufall en hraun rennur til
norðvesturs. Veður er hér all-
hvasst á suðvestan en bjart.