Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1975. Guömundur Sæmundsson, Sigrún Finnsdóttir og dæturnar Edda og Linda. Xtil hnífs og skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Marfa Einarsdóttir. Alexander Guöbjartsson. Hvað kosta jólin? 30 þúsund krónum i jólainnkaup fyrir utan matinn, sem þau töldu um 50% dýrari i ár en i fyrra. „Ætli jólavikan kosti ekki einar 10 þUsundir i mat,” sagði Guð- mundur. Þannig gæti kostnaður- inn hjá þeim verið nálægt 40 þUs- und krónum og ekki kváðust þau kaupa minna i ár en i fyrra nema siður væri. Mæðgurnar Halldóra Valdi- marsdóttir, Blöndubakka 14, og Erna dóttir hennar voru i jólainn- kaupum, og sagði Halldóra að kostnaðurinn við jólin hjá hennar fjölskyldu (4ra manna) yrði ná lægt 40þúsundir, þar af um 20-30 i jólagjafir. „Það er miklu dýrara að versla nUna en i fyrra, og kostnaðurinn verður þvi mun meiri. Ég býst ekki við að við spörum neitt sér- staklega við okkur og matarinn- kaupin verða væntanlega svip- uð,” sagði Halldóra ennfremur. Mari'u Einarsdóttur Hólmgarði 6, hittum við þar sem hún var að skoða efni i Vogue og sagðist hún ekki eyða miklu i jólagjafir i ár, en kannski heldur meiru i mat. „Ég vonast til að jólagjafir og jólaföt á börnin kosti innan við 10 þúsund krónur, en ég sauma sjálf á börnin sem eru tvö. Þaö er geysilegur sparnaður i að sauma sjálfur, ekki sist barnaföt, þau eru mjög dýr. Það kemur af sjálfu sér að við spörum fyrir þessi jól, enda er ég við nám. Það er heldur ekki ástæða til að binda allar gjafir við jólin,” sagði Maria. „Þetta kostar vist tugi þús- unda. Við erum bara tvö i heimili — ætli jólagjafirnar einar kosti ekki 20-30 þúsundir. Nei, maður dregur ekki beint saman þótt flestar vörur séu helmingi dýrari i ár en i' fyrra,” sagði Gunnar Gunnarsson frá Lambhól, þegar við ræddum við hann. Að lokum hittum við ungan snæfelling, Alexander Guðbjarts son sem er hér i Iðnskólanum. „Ég er i skóla og hef úr litlu að spila i sagði hann. ,,Ég eyði ná lægt 10 þúsund i jólagjafir býst ég við, en að öðru leyti losna ég við kostnaðinn af jólunum þvi ég verð hjá tilvonandi tengdaforeldrum minum yfir jólin og þarf þvi ekki að kaupa mat. Ég eyði varla miklu meiru i ár en i fyrra, þótt allt hafi hækkað,” sagði Alexand- er að lokum. Rætt við nokkra vegfarendur í bænum um kostnaðinn við jólahaldið Nú er jólaundirbúningurinn i hámarki og eyöslan væntanlega sömuleiöis, aö minnsta kosti viöa. Sá kostnaöur sem fylgir jólunum er margvlslegur, bæði beinn og óbeinn. Nær öli vinna leggst niöur yfir jóiadagana og flestar fjöl- skyldur eyða töluverðum fjár- munum I aö halda jólin hátíðieg. Hvort sem viö litum á jólin sem trúarhátiö eða sem kærkomna hvild i skammdeginu eöa eitthvaö enn annaö, fylgja jólunum i lang- flestum tilfellum aukin útgjöld. Hjá sumum eru útgjöldin mikil, öðrum minni, og stundum er það ekki aðeins fjárhagurinn sem ræöur. Kapphiaupiö viö aö standast samanburð viö ná- Gunnar Gunnarsson. granna getur gengið hart að buddu fjölskyldufóiks, sem hefur þó kannski ekki \ir of miklu aö spila fyrir. Og allt er gert til að glepja okk- ur á þessari hátiö, — allt i einu verða ótrúlegustu vörur ómiss- andi og hátiðin kannski mest hjá þeim seni best tekst að ginna kaupendurna. Ekki má gleyma börnunum, en jólin eru jafnan mikill viðburður i lifi barna, ef þess aðeins er gætt að spenna bogann ekki of hátt og gera þau ekki svo spennt með endalausum undirbúningi og um- tali, að sjálf eftirvæntingin verði meiri en ánægjan þegar til kem- ur. Kannski er stærsta ánægjan sem fylgir jólunum einmitt sú, að þá loksins gefst fjölskyldum og vinum tækifæri til þess að vera sman i friði og ró, eða menn hvila sig með góða bók eða matarbita. Sú ánægja er einmitt þýðingar- mest og skiptir miklu meira máli en gjafir og glys. Til þess að grennslast fyrir um kostnaðinn við jólahaldið tókum við tali nokkra vegfarendur i bænum á dögunum og spurðum þá hversu mikið jólin kostuðu þá og þeirra fjölskyldur. Fyrst hitt- um við 4ra manna fjölskyldu þau Guðmund Sæmundsson, Sigrúnu Finnsdóttur og dæturnar Eddu og Lindu, en þau búa i Mávahlið 7. Þau sögðust búast við að eyða um Ársgamlar smákökur Guðrún benti okkur á að nú væri sumstaðar hægt aö fá danskar smákökur á gömlu verði, sem væri i meira lagi vafasamt. Kökurnar væru frá þvi fyrir siðustu jól ef ekki eldri og þvi orðnar bæði þurrar og bragðvondar, farnar að molna. Þessar gömlu smákökur munu yfirleitt kosta um 150 krónur pokinn, en umbúðirnar eru glærar að mestu leyti og auðvelt ætti að vera að sjá hvort kökurnar eru gamlar i gegnum umbúðirnar. Kínverskir sveppir Sveppirnir i jólasósuna fást nú i verslunum og er verðið æði mismunandi. ödýrustu sveppirnir sem við höfum rekið okkur á eru kinverskir sveppir i 1/2 dósum á 215 og 228 krónur, sem hlýtur að teljast injög ódýrt. Þeir virðast fást allviða (m a. i Breiðholtskjör) en eru ágætir á bragðið, ekki sist I sós- ur. Þeir. eru nálægt helmingi ódýrari en sumar dýrustu teg- undirnar. Halldóra Valdimarsdóttir og Erna dóttir hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.