Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 24
DJQÐVIIIINN Viðgeröir eru stór hluti af starfsemi Slippstöðvarinnar Sunnudagur 21. desember 1975. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar h.f. — Nú vinna hér 210 manns við nýsmíðina og viðgerðirnar, og á skrifstofu fyrirtækisins. — Þú segir að þið hafið alltaf haft nóg að gera við nýsmiðina, hvað vantar þá uppá? — Það sem vantar er betra skipulag á þessum hlutum. Við verðum að hafa trygg verkefni. Það hefur nefnilega oft verið svo, að við höfum ekkert vitað hvað tæki við þegar þetta eða hitt skip- ið var að vera tilbúið. Að visu hef- ur þetta alltaf bjargast, en með betra skipulagi, þannig að við hefðum getað byrjað þegar á öðru skipi þegareitt var komið vel á veg, þá hefði verið hægt að fá mun betri nýtingu hjá fyrirtækinu en verið hefur; þar á ég við hina svokölluðu raðsm. skipa. Ég tel, að til þess að svona skipasmiða- stöðvar geti náð toppárangri Lendum í erfiðleikum um áramót verði ekki breyting á lánamálunum — sagði Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar í siðustu viku, þegar blaðamaður Þjóðviljans var staddur á Akureyri, leit hann við i hinni myndarlegu skipa- smiðastöð, Slippstöðinni h.f., og ræddi við fram- kvæmdastjóra fyrirtæk- isins, Gunnar Ragnars, um starfsemi stöðvar- innar nú og horfurnar i inniendri skipasmíði. — Sú ákvörðun rikisstjórnar- innar að hætta veitingu rikis- ábyrgðar á lán til skipasmiða er- lendis vekur að sjálfsögðu vonir hjá okkur um, að i framtiðinni verði hlúð betur að innlendri skipasmíði, en gert hefur verið. Sannleikurinn er nefnilega sá, að við erum fyllilega samkeppnis- færir i fiskiskipasmiði við til að mynda norðmenn, bæði hvað verð og gæði snertir,- þess vegna er það undarlegt hve þessum mikilvæga iðnaði hefur litið verið sinnt til þessa. Og nú hefur það gerst, að fisk- veiðasjóður sem lánað hefur 75% til nýsmiði tilkynnti að hann geti ekki lánaðnema 35,5% frá og með 12. nóv. sl., og verði þessi ákvörð- un ekki endurskoðuð og breytt i fyrra form, þá er ljóst að til að mynda Slippstöðin h.f. verður að leggja niður starfsemi sina um næstu áramót. Okkur vantar nú 73 miljónir vegna þessarar ákvörðunar sjóðsins og reynum að þrauka þessar tvær vikur sem eftir lifa ársins, siðan getum við ekki meira, sagði Gunnar Ragn- ars er við spurðum hann um stöðu islensks skipasmiðaiðnaöar i dag, og þá sér f lagi stöðu Slippstöðv- arinnar h.f. — Þú spyrð um afkastagetu Slippstöðvarinnar. Ef við miðum við skuttogara, eins og þann sem nú er i smiðum hjá okkur, þá er afkastagetan svona.um 1,5 togar- ar á ári, já, mér er óhætt að fullyrða að við getum lokið við smiði á 3 togurum á tveimur árum og jafnvel sinnt viðgerðum sem er stór hluti af starfi stöðvar- innar. Þvi hefur stundum verið haldið fram, að það væri nóg fyrir okkur að standa i viðgeröunum, þær væru nægjanlegt verkefni fyrir okkur. Þetta er alrangt. A stundum er meira en nóg að gera við viðgerðirnar, en svo koma langir kaflar þess i milli sem litið sem ekkert væri að gera fyrir starfsfólkið. Þess vegna verðum við að hafa nýsmiðar með, og þegar þetta tvennt fer saman er mjög gott og auðvelt að skipu- leggja starfsemina þannig að alltaf sé nóg að gera fyrir mann- skapinn. Og þegar rætt er um ný- skipasmiðina, þá er þar fyrst til að taka að samdráttar virðist nú gæta i atvinnulifinu hjá okkur. en samt hefur verið eytt hundruðum miljóna af gjaldeyr'i i það að halda uppi atvinnu i öðrum lönd- um með lánveitingum til nýsmiði á islenskum fiskiskipum erlendis. Megnið af þessari gjaldeyris- eyðslu hefði mátt spara með þvi að láta smiða skipin innanlands; hvers vegna er það ekki gert? — Þú sagðir áðan að þið væruð nú með skuttogara i smiðum? — Já, það er 475 tonna togari fyrir Rafn h.f. I Sandgerði, og þetta er fyrsti skuttogarinn sem við smiðum hér I Slippstöðinni. Hann er 50 m langur og 9,5 m. breiður. Við byrjuðum á smiði hans i mars sl. og hann verður sjósettur um mánaðamótin janúar/febrúar nk. Og við erum þegar byrjaðir á smiði annars skuttogara fyrir Þórð Óskarsson á Akranesi og verður sá togari alveg eins. Við vonumst svo til þess að togarinn fyrir Rafn h.f. verð tilbúinn I lok april i vor. Það má segja að við höfum haft nóg verkefni við nýsmiðar frá þvi við tókum til staría. Til þessa höfum við smiðað 16 stálskip til fiskveiða og auk þess strand- ferðaskipin Heklu og Esju. Að sögn útgerðaraðila þessara skipa hafa þau öll reynst mjög vel. — Hvað vinna margir hjá fyrir- tækinu? Fyrsti skuttogarinn sem Slippstöðin h.f. smiðar er kominn vel á veg eins og sjá má á myndinni. Hann verður sjósettur I byrjun næsta árs (Ljósm. S.dór) þurfi raðsmiði að koma til, en ekki að maður þurfi alltaf að biða eftir samningi og geti ekki byrjað á næsta skipi um lei.ö og mögulegt er. — Nú kvarta útgerðarmenn og segja ástandið aldrei verra hjá sér,hvernig gengur ykkur þá að fá greitt fyrir viðgerðir, þar hlýtur oft að vera um háar upphæðir að ræða? — Já, vissulega er það, en það hefur gengið furðu vel að fá borg- að. Hinu er ekki að leyna að sam- dráttur i útgerðinni er fljótur að segja til sin i þessum efnum. Við höfum reynt að hjálpa útgerðar- mönnum eins og við höfum getað i þeirra vandræðum, og aldrei er biluðu skipi snúið frá. Okkar við- skiptabanki, Landsbankinn, hef- ur lika sýnt okkur mikinn skilning og gert allt sem hann hefur getað til að greiða götu okkar. — Að lokum, Gunnar, varðandi þetta stóra vandamál sem við ykkur blasir núna, niðurskurð fiskveiðasjóðs á lánum til smiði fiskiskipa, hvernig verður þeim málum bjargaðog hvernig stend- ur á þessum erfiðleikum sjóðs- ins? — Fjárveiting til sjóðsins var skorin niður á fjárlögum, og hann getur þvi ekki meira en hann ger- ir. Það hlýtur að verða verkefni rikisvaldsins að bjarga þessu máli, ef ekki, þá stöðvast ný- skipasmiði i landinu, við erum ekki einir um að stoppa, haldi svona áfram; það munu allar skipasmiðastöðvar gera. —S. dór Nisht and Straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörgum mynztrum og litum. Einnig i saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik simi28200 Í5 0 ■O TO O) c '{/> CT) CT <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.