Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sumiudagur 21. desember 1975. Lagabákniö Der Kirdiensdilaf lst der gesöndestel Kommen Sie zum Gottesdienstl Tilkynning sú sem hér að ofan er birt hljómar þannig i islenskri þýðingu: — Kirkjusvefninn er lieil- brigðasti svefninn. Komið tii guðsþjónustu. Tilkynning þessi er úr „Fréttabréfi þýskra mót- mælenda i Skotlandi.” Stjórn Hollands hefur gefið út nýja reglugerð um vindmyllur. Samkvæmt lienni er eigiukonum vind my Ilueigenda hér eftir bannað að hengja þvott til þerris á vængi mvllanna „vegna þess að með þvi móti er fegurð lands- lagsins i hættu stefnt.” Jólahefti SAMVINNUNNAR Jólahefti Samvinnunnar er komið út, 72 blaðsiður að stærð. Meðal efnis er grein eftir Berg- stein Jónsson, sagnfræðing, þar sem prentuðu eru áður óbirt bréf til og frá Tryggva Gunnarssyni, sem varða Gránufélagið og Vesturheimsferðir islendinga. Þá er i heftinu nýr sögukafli eftir Jón Helgason, ritstjóra, sem nefnist „Feðgin i Smádölum”, greinin „Eilif listaverk á timum spill- ingar” sem fjallar um snillinginn Michelangelo i tilefni af 500 ára afmæli hans, smásaga er eftir ungan höfund, Trausta Ólafsson blaðamann og nefnist hún „Haustferð”, Sigvaldi Hjálmars- son skrifar ferðapunkta frá Egyptalandi undir heitinu „Dauðinn var hámark lifsins”. bá er viðtal við Jón Sigurðsson, kaupfélagsstjóran Kaupfélags Kjalarnesþings i Mosfellssveit i tilefni af 25 ára afmæli félagsins, grein um miðstjórnarfund Alþjóðasambands samvinnu- manna i Stokkhólmi eftir Eystein Sigurðsson, ferðasaga frá Sovét- rikjunum eftir ólaf Sverrisson kaupfélagsstjóra i Borgarnesi og fleira efni um samvinnumál. Auk þess er i heftinu verðlauna- getraun, þar sem vinningar eru heimilistæki að verðmæti 40 þúsund krónur, stór visnakross- gáta, barnaefni, heimilisþáttur, Visnaþáttur og margt fleira. Blaðinu fylgir þjónusturit Samvinnunnar nr. 2, og fjallar það um hljómtæki. Þar eru birtar nauðsynlegar upplýsingar um hljómtæki og helstu tegundir á markaðnum til hægðarauka fyrir neytendur. Ritstjóri Samvinnunnar er Gylfi Gröndal. . Til þess. Framhald af 17. siðu oft söguleg átök. I þá daga var miklu meiri harka i kjarabarátt- unni og pólitikinni yfirleitt en nú er. Allt var miklu persónulegra i þá daga. Frægastur þessara slaga var Novu-slagurinn svo- kallaði. Þá urðu hér einhver mestu átök sem átt.hafa sér stað i verkalýðsbaráttunni. Þvi miður kann ég minna að segja frá þess- um átökum en ég vildi. Ég var nefnilega veikur á sjúkrahúsi suður i Reykjavik einmitt þegar þetta gerðist, en það hefur svo oft verið sagt frá þessum átökum að ég bæti þar engu við. — En mig langar að segja þér frá þvi svona til gamans að ég var fyrst umboðsmaður Þjóðviljans hér á Akureyri, áður hafði ég ver- ið umboðsmaður Verkalýðsblaðs- ins, en Þjóðviljinn tók við af þvi 1936. Það var býsna mikið verk að sjá um þetta þá. bað lenti nefni- lega nær alltaf á manni að bera blaðið til áskrifenda i bænum, rukka það svo inn, sækja sending- arnar að sunnan og svo framveg- is. En þetta var einn liður i bar- áttunni og menn töldu þetta ekki eftir sér, þvert á móti var gaman að þessu. Á þessúm árum og fram yfir 1940 voru sósialistar mjög sterkir á Akureyri og einu sinni fengu þeir flest atkvæði i bæjar- stjórnarkosningum, þá var nú gaman að lifa og taka þátt i þessu. — Þú minntist áðan á foringj- ann Einar Olgeirsson, þekktust þið vel? — Já, við vorum vel kunnugir, Einar var okkur hér nyrðra ómet- anlegur, segja má að það hafi alltaf verið hátið hjá okkur þegar hann kom. Hann var alltaf siung- ur og dugnaðurinn maður, minnstu ekki á hann. Einar kom um daginn þegar Alþýðubanda- lagið vigöi húsnæðið hérna niðri og mér fannst mjög gaman að hitta hann þá og heyra hann flytja ræðu. Já, það var mikil og góð há- tið sem þá var haldin og gaman að fá að vera með i henni, sagði þessi aldni höfðingi að lokum. —S.dór Dregið eftir 2 daga Happdrætti Þjóðviljans SENDIBÍLASTÖÐIN Hf Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýöandi 4- Enska 4- Rússneska + Þýska Renata Erlendsson, Espigerði 2, Rvik. Simar 36717 og 28133.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 291. tölublað (21.12.1975)
https://timarit.is/issue/221516

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

291. tölublað (21.12.1975)

Aðgerðir: