Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1975. iAF :ERLENDUM tk jKAMAR KAÐ 1 Geist der Utopie Ernest Bloch. Unverdnderter Nachdruck der bearbeiteten Neuauflage der zweiten Fassung von 1923. Suhrkamp 1973. Höfundurinn skrifaði bók þessa á árunum 1915—16, i styrjöldinni fyrri. Hún kom út i fyrstu útgáfu 1918. Þetta rit er svar við tómhyggju, trúleysi og spillingu timanna og boðar nýtt og rikara lif fýrir mannkynið, þegar hylt- ingin hefur sópað burt þeim öfl- um, sem ganga erinda hins illa á jörðinni. Bókin er upphaf rita Blocks um vonina, Das Prinzip Hoffnung, sem komið hefur út hjá Suhrkamp i þremur bindum. Bók þessi er gefin út i flokknum : suhrkamp taschenbuch wissen- schaft 35. The Gothic Revival An Essay in the History of Taste. Kenneth Clark. John Murray 1974. Endurlifgun gotikurinnar var enskt fyrirbrigði i byggingarlist, skreytilist og bókmenntum. Blómatimi stefnunnar var frá þvi um og eftir fyrsta fjórðung 18. aldar og fram um 1870. Stefnan blandaðist rómantisku stefnunni á Englandi og á vissan hátt var gótikin til þess að sérkenna enska rómantik i upphafi. Höf- undur rekur sögu gotikurinnar á Englandi og þá einkum i bygg- ingarlist, en nóg er um byggingar i þeim stil á Englandi. Höfundur gerir forsendum þeim ágæt skil, sem ollu þeim smekksbreyting- um sem mótuðu stefnuna. The World and the Book. A Study of Modern Fiction. Paladin 1973. Vörumerkið modernismi virð- ist oft aðeins falsað vörumerki, innihaldið er þetta gamla, kannski jafngamaltmannkyninu. Eins og Picasso sagði: Fólk sér málverk á nákvæmlega sama hátt og áður, en það imyndar sér að það sjái það öðru visi. Höfund- urinn er af fjölbreyttu ætterni, italskur, rússneskur og rómansk- ur, bjó lengi i Egyptalandi og stundar nú kennslu við háskólann i Sussex. 1 þessu riti efar hann hugtakið módernismi i skáldskap og listum og telur það eiga sér eldri þróun en frá aldamótunum 1900. Bókin er skemmtilega gerð, höfundur hugkvæmur og óbund- inn hefðbundnu mati á skáldskap og bregður nýju ljósi á margt. The Nature of Greek Myths. G.S. Kirk. Penguin Books 1974. G.S. Kirker prófessor i grisku við Cambridge-háskóla. Hann hefur meðal annars ritað The Presocratic Philosophers og rit um mýtur, Myth.its Meaning and Functions in Ancient and Other Cultures. Bók þessi er um griskar mýtur. Fjölmargar kenningar eru um upphaf og tilgang mýt- unnar i eldri samfélögum, sumir telja að þær séu tilraun manna til þess að skýra ýmislegt óskiljan- legt, nokkurskonar visindatilraun ir til skýringar á fyrirbrigðum nátturunnar, aðrir álita að þær séu útsmoginráðrikjandistétta til þess að festa völd viðkomandi i sessi. Strukturalistar hafa sinar skoðanir og sá þeirra sem mest hefur ritað um mýtur frá þeim sjónarhól er Levi-Strauss. Kirk telur að allar þessar kenningar hafi nokkuö til sins gildis og f jall- ar nokkuð um þær, en telur að erfitt sé að finna alhæfa skýringu á uppruna þeirra og tilgangi, þær séu svo margvislegar og fjöl- breytilegar i sjálfu sér. Hann fjallar siðan um griskar mýtur og i lokakaflanum um siðustu tima goðsögunnar þegar heimspekin tekur við hlutverki hennar. The North-West Passage Gcorge Malcolm Thomson. Seck- er & Warburg 1975. Landafundirnir opnuðu nýjar viddir og freistuðu manna til að leita nýrra leiða. Leiðin fyrir Afriku til Indlands og Kina var löng, þvi leituðu menn styttri leiða og i aldir voru gerðir út leið- angrar til þess að finna norðvest- ur leiðina til Kyrrahafsins, norð- an Ameriku. Um þær tilraunir er fjallað i þessu riti. Menn vissu harla litið um þessar norðlægu breiddargráður, engin kort, mannabyggð á þessum slóðum á- kaflega strjál og isar og ofsaveð- ur hömluðu ferðum. En menn hirtu ekki um erfiðleikana, heldur reyndu hvað eftir annað að kom- ast þessa leið, margir náðu þvi aðeins að frjósa i hel i fimbul- kulda norðursins, aðrir supu sval- an sjá og hurfu undir eilifan is norðurslóða stöku hópar náðu mannabyggðum eftir skipsbrot, þjáðir af skyrbjúg og hungri. Og loks kom að þvi að menn vissu að þessi leið yrði aldrei alfaraleið til kóraleyja suðurhafa eða til postu- lins og silkikaupa i Kina. Bók þessi er sérlega skemmti- lega skrifuð, höfundurinn hefur sett saman bók um Glæpi Mariu Stuart og aðra um sjóræningjann Sir Francis Drake. Illuminations Walter Benjamin. Edited with an Indtroduction by Hannah Arendt. Translated by Harry Zohn. Collins/Fontana Books 1973. Efni þessarar bókar er tekið úr útgáfu Suhrkamp-Verlag á verk- um Benjamins i tveim bindum, Theodor W. Adorno sá um þá út- gáfu. Suhrkamphóf viðameiri út- gáfu verka Benjamins 1972 og er enn unnið að þeirri útgáfu, verður alls 6 bindi. Ef mannlifið og allir mennskir tilburðir eru niðurkerfaðir, bundnir upphaflegri gerð heilans, sem skynjunartækis og tján- ingartækis, þá er endalaus til- breytni til staðar fyrir fjölbreyti- legar útlistanir á mennskum við- fangsefnum, vegna fjölbreytni kerfisins, sem saga mannsand- ans vottar. Hlutirnir lita mismun- andi út eftir þvi frá hvaða sjónar- horni þeir eru séðir, og sjónar- hornin gætu verið óteljandi. Nýjar kenningar og nýtt mat hlýtur þvi alltaf að vera gjörlegt þeim, sem geta virkjað hæfileika sina til að meta hluti að nýju, sjá þá i nýju ljósi. Walter Benjamin var einn þeirra manna sem átti til að bera næma skynjun og nýjan skilning á vissum þáttum mennskra til- burða. Þótt honufn hlotnuðust ekki langir lifdagar og þau rit- verk hans^ sem vöktu athygli manna i fyrstu á honum, væru ekki mikil að vöxtum, þá voru þau þess eðlis að þau veittu mönnum nýjan skilning á viðfangsefnunum sem hann fékkst við. Walter Benjamin fæddist 1892, gyðingur að ætterni og af efnuðu foreldri. Hann las heimspeki i Freiburg og Berlin, kynntist Ernst Bloch, Adorno og Scholem og átti sinn þátt í blóm- legu bókmenntalifi Weimar- lýðveldisins, skrifaði greinar um Goethe, upphaf þýska sorgar- leiksins ofl. ofl. Eftir valdatöku nazista hlaut Benjamin að flýja land og endalok hans urðu þau að hann framdi sjálfsmorð á flótta undan erindrekum nasista i Suður-Frakklandi 27. september 1940. t þessari sýnisbók eru greinar t.d. um hlutverk þýðandans, um Franz Kafka, Proust, mótiv Baudelaires og um söguheim- speki. Hannah Arendt ritar inn- gang, sem birtist upphaflega sem grein i New Yorker. Rit þetta gæti orðið mönnum hvatning til frek- ari lestrar rita þessa gáfaöa höf- undar. ÞORSTEINN FRÁHAMRI TÓKSAMAN: Úr Bárðarsögu „Hetta er nefnd tröllkona. Hún átti byggð i Ennisfjalli og var hin mesta hamhleypa og ill viðskiptis bæði við menn og fén- að. Það vareinmtima.aðhún drap margt fé fyrir Ingjaldi að Hvoli. En er hann varð þess vis, fór hann til móts við hana. Leitaði hún þá undan, en hann elti hana allt i fjall upp. Miklir voru I þann tima fiski- róðrar á Snjófellsnesi, og lét þó engi betur sækja en Ingjaldur. Var hann og hinn mesti sægarp- ur sjálfur. En er Hetta dró undan, mælti hún: ,,Nú mun ég launa þér fjártjón það, er ég veld, og visa þér á mið það, er aldrei mun fiskur bresta, ef til er sótt. Þarftu og ekki að bregða vanda þinum að vera einn á skipi, sem þú ert vanur að vera.” Hún kvað þá visu: Róa skaltu fjall Firða fram á lög stirðan, þar mun gaur glitta, ef þú vilt Grimsmið hitta. Þar skaltu þá liggja, Þór er vis til Friggjar, rói norpur hinn nefskammi Nesið i Hrakhvammi. Skildi þar með þeim. Þetta var um hausttima. Annan dag eftir reri Ingjaldur á sjó og var einn á skipi og rær allt þar til, er frammi var fjallið og svo Nesið. Heldur þótti hon- um lengra en hann hugði. Veður var gott um morguninn. En er hann kom á miðið, var undir fiskur nógur. Litlu siðar dró upp flóka á Ennisfjalli og gekk skjótt yfir. Þar næst kom vindur og fjúk með frosti. Þá sá Ingjaldur mann á báti, og dró fiska hand- stinnan. Hann var rauðskeggj- aður. Ingjaldur spurði hann að nafni. Hann kveðst Grimur heita. Ingjaldur spurði, hvort hann vildi ekki að landi halda. Grimur kveðst eigi búinn, — ,,og máttu biða, þar til er eg hefi hlaðið bátinn.” Veðurgekk upp eins, og gerði svo sterkt og myrkt, að eigi sá stafna i milli. Tapáð hafði Ingjaldur önglum sinum öllum og veiðarfærum. Voru og árar mjög lúnar. Þóttist hann þá vita, að hann mundi ekki að landi ná sakir fjölkynngis Hettu og þetta mundu allt henn- ar ráð verið hafa. Kallaði hann þá til fulltings sér á Bárð Snæ- fellsás. Tók Ingjald þá fast að kala, þvi að drjúgum fyllti skip- ið, en frýs hvern ádrykk, þann er kominn var. Ingjaldur var vanur að hafa yfir sér einn skinnfeld stóran, og var hann þar í skipinu hjá honum. Tók hann þá feldinn og lét yfir sig til skjóls. Þóttihonum sér þá visari dauði en lif. Það bar til um daginn heima aðlngjaldshvoli um miðdegi, að komið var upp á skjá um máltið i stofu og kveðið þetta með dimmri raust: Út reri einn á báti Ingjaldur I skinnfeldi. Týndi átján óngluin Ingjaldur i skinnfeldi og fertugu færi Ingjaldur i skinnfeldi. Aftur komi aldrei síðan Ingjaldur i skinnfeldi. Mönnum brá mjög við þetta, en þaö hafa menn fyrir satt, að Hetta tröllkona muni þetta kveðið hafa, þvi að hún ætlaði, sem hún vildi að væri, að Ingjaldur skyldi aldrei aftur hafa komið, sem hún hafði ráð til sett. út reri einn á báti En er Ingjaldur var nálega að bana kominn, sá hann, hvar maður reri einn á báti. Hann var I grám kufli og hafði svarð- reip um sig. Ingjaldur þóttist þar kenna Bárð, vin sinn. Hann reri snarlega að skipi Ingjalds og mælti: „Litt ertu staddur, kumpán minn, og voru það mikil undur, að þú, jafn vit- ur maður, lést slika óvætt ginna þig sem Hetta er, og far nú á skip með mér, ef þú vilt, og prófa, að þú fáir stýrt, en eg mun róa.” Ingjaldur gerði svo. Hvarf Grimur þá á bátinum, er Bárður kom. Þykir mönnum sem það muni Þór verið hafa. Bárður tók þá aðróa allsterklegaog allt þar til, er hann dró undir land. Flutti Bárður Ingjald heim, og var hann mjög þjakaður, og varð hann alheill, en Bárður fór heim til sins heimilis.” Miðavisur — Þorbjörn kólka Margt er i sögnum og þjóðtrú er varðar aflabrögð og aðra sjó- heill, þar á meðal hinar ýmsu miðavisur um leiðir og lending- ar, en visa Hettu tröllkonu mun vera elsta miðavisa islensk, er varðveist hefur, þótt gildi hennar reyndist Ingjaldi bónda heldur hæpið. Frá siðari öldum er til margt miðavisna, svo sem þessi af Snæfellsnesi: Þó langt sé fram á Lúðuklett, legið getur þar bátur, Bjarnarfoss undir Búðaklett, breiðan Gölt í Látur — og fleira slikt. 1 Landnámabók segir að Þorbjörn kólka nam Kólkumýrar og bjó þar meðan hann lifði. íslenskar þjóðsögur frá siðari tlmum hafa langar frásagnir af Þorbirni þessum, svaðilförum hans, bragðvisi og tröllskap: þar er og visa hans um fiskimið á Sporðagrunni: „Þorbjörn hafði til beitu fó- horn og flyðrugarnir, mannaket I miðjum bug og mús á oddi. Hann sagði að þegar kippa skyldi, skyldi kippa um fet og þverfet (það er lengd og breidd skipsins). Þegar hann var kom- inn i land frá skipinu segja menn að hann hafi kveðið visu til að visa mönnum á fiskimið það sem hann var vanur að róa á og Sporðagrunn heitir: visan er þannig: Mið veit ég mörg: Matklett á Björg, beri neðri nöf i naglfara röf, hirði ég ei, þó Kaldbak kali, Kyrpingsfjall i Leynidali. Komi þar enginn kolmúlugur úr kafi, þá mun ördeyða á öllu norðurhafi.” Sögu þessari fylgir svofelld útskýring á visunni, eignuð Birni Ólsen á Þingeyrum: „Matklettur er örnefni á heið- inni (Skagaheiði) upp undan Selnesi, sem er innsti bær á Skaga austan til. Björg eru Ketubjörg : þar þau eru hæst er há þúfa á þeim og þar yfir á Matklettur að bera. Kyrpings- fjall kallast fjallbungan fyrir of- an Tjörn i Nesjum: heitir fjallið lika Tjarnarfjall: á það að bera i Leynidali er liggja upp undir Klettum þeim sem eru ofan til norðan i Spákonufellsborg. Kaldbakur er fjallið sem liggur fyrir ofan bæinn Siðu og Vatna- hverfi i Refasveit. A það aðeins að vaka vestan til við taglið á Spákonufellsborg. A þessu miði fann ég tólf faðma djúp, en hafði þó heyrt að þar ætti að finnast sex faðma djúp. Enginn veit ég til róið hafi á þetta mið siðan ég fór af Skaga.” Róðrarþula Kolfreyju Ekki er langt úr vegi að minn- ast þess sem sagan segir um beitu Þorbjarnar, „fóhom og flyðrugarnir, mannaket i miðj- um bug og mús á oddi”. Jón lærði segir i sögu af marbendli, að marbendill hafi svo ráð til lagt bónda þeim er dró hann úr sjó: „Tuggið járn og troðið skal til öngla hafa og setja öngla- smiðju þar sem heyra má til ár og lár, og herða öngul i jóra mæði, hafa gráan graðungsvað og hráan hrossskinnstaum. Til beitu skal hafa fuglsfóarn og flyðrubeitu, en mannskjöt i miðjan bug, — og muntu feigur ef þú ekki fiskar. Fráleitur skal fiskimanns öngull”. Ýms af- brigði em til af þessum tillögum um öngulsmið: sum hafa þvi við að bæta að likkistunagli skuli vera á oddinum og aldrei megi sól skina á öngulinn beran! hann skuli hertur i hafurs blóði og geymdur I vasa greyptur svinshári. Róðrarþula Kol- freyju sameinar i einu fræðistefi áriðandi miðafróðleik af Aust- fjörðum og formála um öngul- smið og beitu: Róum út og norður, fást mun flyðrusporður. Róum út á sjá svo allt standist á: Kötturinn og Kambsfellið og Krossavikurgjá, Súlurnar og Sauðaból og saman Njáll og Bera, þar skaltu vera. Með tuggið bæði og troðið járn, og fráleitan með fiskikrók, með músabeitu á miðjum bug og maðkabeitu á oddi — og muntu feigur, ef þú fiskar ekki. (Bárðarsaga Snæfellsáss: Þjóðs. Jóns Arnasonar: Fagrar heyrði ég raddirnar o.fl.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.