Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. desember 1975. Umsjón: Halldór Andrésson Ðe Lónlí Blú Bojs: „HINN GULLNI MEÐALVEGUR” (Hljómar hf/HLJ. 015) 1975 „Hinn gullni meðalvegur” er gott nafn fyrir þessa aðra plötu Lonli Blú, þar sem ekki er stigið spor út fyrir þá stefnu sem mörkuð var á fyrri breiðskifu Lónli Blú. Þessi plata er afar góð á þessum „meðalvegi” tón- listarinnar og i heild mun betri en „Stuð stuð stuð” sem selst hefur i upp undir sjö þúsund ein- tökum ef ekki betur. En það er varla lag á þessari plötu sem nær vinsældum „Heim i Búðar- dal”,en þau eru samt öll góð, en eru það ekki á „Stuð stuð stuð”. Lónli Blú Bojs er byggð upp i kringum Hljómaútgáfuna og Hljómaútgáfan byggð upp á þeim. Er Gunnar Þórðarson var spurður að þvi hvort ekki væri möguleiki á Lónli Blú á konsert eða ball nú i jólamánuðinum kvað hann nei við, en sagði að það mætti jafnvel búast við þeim með vorinu. t ár hefur hljómplötuútgáfa blómstrað meira en nokkru Hjörtur Blöndal: Hjörtur er kannski ekki mjög vinsæll á markaðinum, en hon- um hefur hér tekist að gera nokkuð skemmtilega smáskifu. Hjörtur var með hið misvinsæla stúdió HB, sem hefur liklega verið upphaf þess sem nú er i stúdióbransanum, hvað sem hver segir. Hjörtur setti svo á laggirnar bilstúdió HB i sam- félagi við Kjartan Eggertsson, fyrrverandi gitarleikara Daggarinnar. En nú hafa þeir selt bilinn og hafa hafið útgáfu hljómjilatna, eins og svo margir aðrir, en fyrirtækið kalla þeir Aðal sf. sinni fyrr og til marks um það er þessi önnur breiðskifa frá Lónli Blú, en að „hljómsveit” hafi gefið út tvær breiðskifur sama árið, og selt báðar, er ekki til dæmi um hér á landi. „Hinn gullni meðalvegur” fylgir sömu tónlistarstefnu og „Stuð .stuð stuð” og kemur lik- lega til með að ná sömu sölu, þó ekki náist hún á jafn skömmum tima. Platan er mjög góð, erlendu lögin eru vel valin og þau frum- sömdu samt ekki siðri. Flestir textanna eru eftir Þorstein Egg- ertsson (9), tveir eftir Rúnar Júliusson og einn eftir Jónas Friðrik. Textarnir eru yfirhöfuð góðir (þ.e. efnisgóðir og skemmtilegir). Hljóðfæraleikur er allur lýta- laus og söngur yfirleitt góður. Hljóðblöndunin hefur orðið þess valdandi að sumir textanna skiljast ekki þvi aðalröddin er of lágt stillt. „Kalli króna” er reyndar lélegra lag plötunnar þó það sé á ,,a”-hlið hennar, en þetta lag hefur verið notað sem auglýsing fyrir Iðnaðarbankann i sjón- varpinu. „Tröllasaga” hefur mestallt sem popplag þarf að hafa; hér er greinilega „producer” á borð við Mike Batt og Jonathan King. Hjörtur likist gifurlega mörgum i þessu lagi þar á meðal Beatles frá „Rubber Soul” tlmabilinu. Ef 10 á toppnum væri enn við lýði, yrði þetta fljótlega vinsælt. A „Stuð stuð stuð” voru þeir að leika nokkurs konar „kántri - rokk” en á þessari plðtu er „rokkið” meira afgerandi. Platan byrjar á frumsömdu lagi Gunnars Þórðarsonar „Harðsnúna Hanna” við texta Þorsteins. Textinn er á sömu linu og „Stuð stuð stuð”-textinn á fyrri plötunni'og lagið er ekta „rokkari” með ,,rokk”-röddun og öllu. Gæti orðið mikið vin- sælt. „Kvöl er kvennaárið” er kvennaárinu i vil ef einhverjum hefur dottið annað i hug. Engil- bert Jensen syngur lagið „a la Heim i Búðardal”. Þetta er ró- legt Merle Haggard lag við texta Þorsteins. „Stigni stál-git- arinn” setur sætan svip á lagið. „Mér liður svo vel” ansi likt „Ast við fyrstu sýn” af fyrri plötunni (þ.e. ekki millikaflinn). Rúnar Júliusson syngur þenn- an góða rokkara og Gunnar Þórðarson fer á kostum i bak- spilinu. „Vont” er svo „kok’Lsungið að nokkur orð koma út sem „ððððð”. Textinn er annars góð- ur. Þetta er gamla góða Prestley-lagið „Don’t”. Vel flutt rólegt vangalag. „Vilji sveins” er þriðja frum- samda lagið, eftir Guðmund Rúnar Júliusson, og kappinn syngur þennan rokkara betur en hann hefur sungið fyrr. Rúnari hefur farið þó nokkuð fram sem söngvara i ár og mætti hann fara að gera sóló-plötu. „Mamma grét” er eftir Merle Haggard og Þorstein. Merle Haggard þessi er einn besti ,,kántri”-svöngvarinn vestra og Lónli Blú eru hér með 3 lög eftir hann á þessari plötu og „Landa blandan” er eftir hann lika. Björgvin Halldórsson syngur (að þvi er ég held) þetta rauna- lega sjómannalag. Þetta lag getur orðið vinsælt. „Út og suður, þrumustuð” er besta lag plötunnar. Þetta er Chuck Berry lagið „Surfin USA” sem Beach Boys gerðu vinsælt á sinum tima. Þetta var og er besti rokkari Beach Boys og svo á einnig við Lónli Blú. Texti Þorsteins er liklega sá besti sem hann hefur framleitt á þessu ári. Frábært, ætti að geta slegið „Búðardalinn” út(?). „Kalli Króna” og „Tröllasaga” (Aðall sf/A2.001) 1975. „PEANUTS” (Demant hf/DI-003) 1975 Nú hefur Demant hf safnað saman fimm litlum plötum á eina breiðskifu og bætt við lagi Change „Peanuts” og skýrt plötuna eftir þvi. Reyndar seljast litlar plötur litið.enda er verðlag á þeim fáránlega hátt, en eínhverjir hafa liklega keypt litlar plötur og verða þvi fyrir vonbrigðum með það að eiga sama lagið á tveim plötum. En hvað með það, persónulega finnst mér réttara að gefa út svona samsafns-plötur hér á landi heldur en að gefa út smá- skifur. Ég hef áður fjallað um öll Iög- in hérna á plötunni utan „Peanuts” Pal bræðra. Lagið ei i hinum góða sæta pöppstil þeirra likt og „Candy Girl”. Jó- hann syngur aðalröddina og er þetta lag besta popplag plötunn- ar. Þessar fimm smáskifur eru „Wild Night”og „Hver ertþú?” með Bjarka Tryggvasyni, „Hotel Garbage Can” og „Mr. Sadness” með Eik, „Spáðu i mig” og „Komdu og skoðaðu i kistuna mina” með Megasi. „Superman” og „Just Half Of You”með Paradis, og að lokum ,,PromisedLand?”og „GiveUs A Raise”með Borgis og er það i jSpeonuK ewmto NI■■■ TB *íortd Tryusrvoson A *Of«É» s | sinuDddM fyrsta sinni sem ég heyri siðara lagið á óskemmdri plötu og er ekki merkilegt. Annars eru bestu lög plötunn- ar þessi: 1) Spáðu i mig og Komdu og skoðaðu i kistuna mina 2) Peanuts og 3) Super- man. „Hinn gullni meðalvegur” er sungið af Engilbert Þetta er annað Prestley-lagið á plötunni „Can’t Help Falling In Love”. Útsetningin er hin sama og lagið er vel unrið. „Japanska stúlkan” er mjiig vel sungið af Björgvin við texta Jónasar Friðriks Guðnasonar, sem er smellinn, eins og hans er vandi. Þetta lag var vinsælt hérna i útvarpsþáttum þegar ég var smá-patti; ég bara man ekki hvaða lag þetta er. Stórgott, raddirnar eru Hljómanna og Mariu Baldursdóttur. „Erfiði og strit” er siðasta Merle Haggard lagið á plötunni, liklega er það Rúnar sem syng- ur. „Allan sólarhringinn” er lag Donovans „Colours” i ,,reggae”-stil við texta Þor- steins. Þetta lag hefur Rúnar veriðað gutla með lengi og söng það og lék undir á kassagitar i sjónvarpsþætti sem Trúbrot gerði rétt eftir að sú hljómsveit var stofnuð. Textinn er ágætur. „Lónli Blú Boj” er enn eitt Prestley-lagið, textinn sem sunginn er af Engilbert er bara góður og bakraddir „Hljóm- anna” er still þeirra bakradda sem notaðar voru á Prestley- plötum i gamla daga. Gunnar nýtur sin á gitarnum. En einn bakþanki fylgir; er engin þörf fyrir texta? Mér per- sónulega finnst þá sárlega vanta á flestar þær plötur sem Hljómaútgáfan hefur gefið út I ár, og ég býst við að fleiri séu mér sammála um það. Bestu lögin eru: 1) Út og suður, þrumustuð, 2) Harð- snúna Hanna, 3) Kvöl er kvennaárið. „ÁFRAM STELPUR” (Aðall sf/A1.001) 1975 Það tók sinn tima að blása i sig kjark til þess að dæma þessa plötu sem er ætlað það markmið að halda uppi málstað kvenna á hljómplötumarkaðnum. Er það vegna þess að mestallt kven- fólk telur þessa plötu til sóma i alla staði og hefur i flestum til- fellum verið tilbúið að „púa niður” öll min andsvör. Plata þessi minnir fremur á söngleiksplötu en baráttuplötu, flest form tónlistarinnar eru brúkuð og textar ekki alltaf hnitmiðaðir. Söngurinn er upp og ofan og hljóðfæraleikur lika. En á plötu þessari eru samt mörg gullkorn svo sem „1 eðli þinu ertu bara reglulega kven- leg.Signý”, „Framtiðardráum- ar” og „Einstæð móðir i dagsins önn”. Platan byrjar á „Söngur um kvenmannslausa sögu „Islend- inga””;ekta söngleiksandi svif- ur yfirlaginu,engar upplýsingar eru um höfund laganna eða textanna sem er fullkomlega ó- afsakanlegt af forráðamönnum. „Framtiðardraumar” er mjög vel sungið (mjög kven- legaD.Textinn erperla, ólýsan- lega smellinn. „Siðasta sumarblómið” er jazzlag sungið af Kristinu Ólafs- dóttur. Textinn er ekki mark- viss. „Sagan af Gunnu og Sigga”er sungið i reviustil. Skemmtilegt hvernig hrynjandin er f „Tóna- bær”. Textinn er raunsær. „Morgunsöngur litlu beima- sætunnar” er fallega sungið, lagið er örugglega gömul islensk þjóðvisa. Textinn er hrollur við þetta lag. „I eðli þinu ertu bara reglu- lega kvenleg.Signý”er besta lag plötunnar. Textinn er mjög skemmtilegur. Reyndar eru til jafnvel mun eymdarlegri kjör kvenna en koma fram i þessum textum, en það sem fram i þeim kemur er löngu timabært að hafa hátt um. Jazzstill lagsins er mjög aðlaðandi. „Ertu nú ánægð?” er ein af þessum frábæru giftingum lags og ljóðs. Afar islenskur still. „Lokasöngur” er kórsungið við trumbuslátt, ætlað að hafa sömu áhrif og „öxar við ána, árdags i ljóma...” eða hvað?(!) „Hvers vegna þegjum við?” reviustillinn kominn aftur með tilhey randi söngle iksöskrum. Annars minnir þetta illþyrmi- lega á lagið sem var við ljóð Omars Ragnarssonar „Hott hott á hesti”(!) „Þyrnirós” er sungið af Kristínu ólafsdóttur. Gott lag, góð útsetning. Textinn er góður. „Viðihlíð” er ljóð og lag Megasar sem var á fyrstu breiðskifu hans, sem nú hefur verið endurútgefin. útsetning stelpnanna er sú sama, en ég kýs Megas frekar. „Deli að djamma” er einn besti og hnitmiðaðasti textinn! Stutt innskot til að koma að þessu algenga fyrirbæri i Islensku þjóðlifi. Og næsta lag á eftir er í beinu framhaldi... „Einstæð móðir I dagsins önn”er gott ljóð og lagið dregur litið úr þvi. „lslands fátæklingar” er jazzlag úr einhverjum söng- leikjanna sem hafa verið vinsælir hér á landi i áraraðir. „Afram stelpur” er að sjálf- sögðu titillag plötunnar og var kyrjað á Lækjartorginu 24. október i ár. . Undirleik á plötunni annast Magnús Ingimarsson og fleiri jazzistar okkar, en Magnús út- setti lika lögin. Bestu lögin eru: 1) I eðli þinu ertu bara reglulega kvenleg Signý 2) Framtiðardraumar og 3) Ertu nú ánægð?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 291. tölublað (21.12.1975)
https://timarit.is/issue/221516

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

291. tölublað (21.12.1975)

Aðgerðir: