Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJ'ÓÐVILJINN Vilborg Haröardóttir Asthildur ólafsdóttir Hafnarfjöröur Jafnréttisnefnd tekin til starfa 0istein H^lleland: MÓÐIRVORIÐ MÓÐIR VOR Þú sem ert vor á meðal helgist þitt nafn tilkomi þitt riki verði þinn vilji svo með konum sem með körlum gef oss i dag vorn daglegan styrk fyrirgef oss vora vanþekkingu svo að vér getum barist gegn hleypidómunum eigi leið þú oss i bása heldur frelsa oss frá oki þvi að þitt er hálft rikið mátturinn og dýrðin i framtiðinni amen (þýtt úr norsku) Egypsk leirstytta frá forsögulegu tlmabili Jafnréttisnefnd hefur tekið til starfa á vegum bæjarst jórnar Hafnar- f jaröar, en áður hafa verið kosnar slíkar nefndir a.m.k. i Kópavogi og Garðahreppi og heyrst hefur af undirbúningi víðar, svo sem á Neskaup- stað. Virðist hugmyndinni hvarvetna vel tekið nema í Reykjavtk, þar sem íhalds- meirihlutinn felldi tillögu um jafnréttisnefnd. Rikisskipaða kvennaársnefndin hefur beínt þvi til bæja- og sveita- stjórna landsins að vinna að jafn- réttismáium hver á sinum stað m.a. með þvi að skipa til þess sérstakar nefndir. t Hafnarfirði þrýstu konur á framkvæmd með áskorun Bandalags kvenna i Hafnarfirði á bæjarstjórn að „skipa nefnd i tilefni kvennaárs S.Þ. til að vinna aö athugun og eflingu jafnréttismála i bænum.” Hlutverk nefndarinnar var þannig skilgreint: i mörg horn að líta A.H. sendir meðfylgjandi úrklippu og skrifar: Á opnu Alþýðublaðsins fyrir skömmu var sagt frá „óþrjót- andi möguleikum fyrir islenska kvikmyndagerð” og blaðamaðurinn „rekur inn nefnið” hjá kvikmyndafyrir- tækinu Kvik s.f. Þar eru birtar sex myndir af þeim Asgeiri Long, Ernst Kettler, Páli Steingrimssyni og Óla Andreassen, öllum „önnum köfnum við vinnu sina” Númer sjö er svo hin fallega nafnlausa mynd lengst i horn- inu til hægri með þessum uppfræðandi texta: „Skrif- stofan hefur i mörg horn að lita.” Baráttukveðja úr þögn- inni Heyrnarlaus kona, Ólöf Agústa Kristjánsdóttir, skrif- ar jafnréttissiðunni langt og 1. Aö gera úttekt á stöðu kvenna i bænum og vinna að skrá um óskir þeirra að þvi er varðar stjórnun og rekstur bæjarins. 2. Að beita sér fyrir þvi, að fræðsla um stöðu kynjanna verði liður i námsefni skólanna á nýbyrjuðu skólaári. 3. Að hafa með höndum almenna fræðslu og upplýsingastarf- semi meðal almennings um jafnréttismál. Tillagan hlaut samþykki bæjar- ráðs og bæjarstjórnar, sem siðan kaus þriggja manna nefnd til samstarfs við Bandalag kvenna I Hafnarfirði um tilgreind atriði. Nefndina skipa þær Ásthildur ólafsdóttir form., Helga Guð- mundsdóttir og Sjöfn Magnús- dóttir. Frá fund: kvenna i Hafnarfirði 24. október sl. Að fundi loknum fjöl- menntu þær á útifundinn á Lækjartorgi I Reykjavik. akk*rft«k mjög athyglisvert bréf, sem þvi miður er ekki hægt að birta hér nema i útdrætti, en hún byrjar bréfið meö þessari spurningu: Hvernig er að vera heyrnar- laus á kvennaárinu? Og svarið er: Þá er að nota sjónina einsog hægt er, eða annan frumstæðan skilning. Það er þetta eilifa vandamál að skilja. Ólöf Ágústa segir, að brýn þörf sé fyrir heyrnarráðgjafa, ma. i sambandi við atvinnu- mál. — Við erum sér i hópi sem erum með mjög skerta heyrn eða af þvi að náttúrunni varð það á að gera manneskj- una heyrnarlausa. Við verðum fyrir þvi, sum okkar, að missa heyrn einhverntima á aldurs- skeiðinu og erum þá illa undir það búin að taka við slikri fötl- un. En við viljum sjálfsagt ekkert okkar vera utangarðs- fólk eða þiggja ölmusu og þurfum að vera virk einsog þið hin. Við gætum þurft að vera fyrirvinnur heimilis auk þess sem oft er ekki hægt að framfleyta heimili með tekj- um eins einstaklings. Hún segist hafa farið á nám- skeið i táknmáli hjá dönsku stúlkunni Agnete Munkesö, sem hún hrósar mikið, og seg- ist hafa haft mikið gagn og gaman að. Er hérmeð komið á framfæri þakklæti til Agnete fyrir að opna lás með tákn- málinu, svo andinn fékk útrás. Fyrir okkur sem ekki þekkj- um það af eigin raun að geta Sólhvarfafundur rauösokka í kvöld Ársfjórðungsfundur Rauð- sokkahreyfingarinnar verður haldinn i kvöld, sunnudaginn 21. desember kl. 8 i Sokkholti, aðsetri rauðsokka á Skóiavörðustig 12. Arsfjórðungsfundirnir eru aðai- fundir rauðsokka, haldnir um jafndægri á vori og hausti, sumarsólstöður og vetrarsól- hvörf, sem eru reyndar á morg- um i kvöld ætla starfshópar einnig að gefa skýrslur um vinnu sina i vetur og fleiri mál verða rædd eftir þörfum. Tækifæri gefst til að láta skrá sig i hópa og koma með tillögur um nýja hópa og fá fólk til samstarfs. A ársfjórðungsfundunum er skipt um einn af fjórum I miðstöð hreyfingarinnar, sem er ekki stjórn, heldur tengiliður milli starfshópa og framkvæmdaaðili um almenna fundi og fl. Á fundin- ekki notað öll skynfærin er oft erfitt að setja sig i spor hinna, en meðal þess sem Ólöf lýsir úr sinum heimi er sjónvarpið, þetta hversdagslega tæki, sem við setjumst fyrir framan og látum miðla okkur án nokk- urrar áreynslu af okkar hálfu: — Ég verð stundum einsog sprengja sem er komin að þvi að springa, segir ólöf um sjálfa sig, — ég verð svo gröm út af þvi sem ég fer á mis við að heyra. Mikið vildi ég að gerðir væru textar við mark- verðustu innlendu þættina td. leikritin. Hún skrifar, að hún sé búin að ljúka sinu ábyrgðarstarfi, þe. móðurhlutverkinu og barnauppeldinu og sé nú i hús- móðurstarfi, en oft sé litið við að bera og litill tilgangur i starfinu frá degi til dags og nú á kvennaárinu sárni sér þegar hún litur til baka og hugsar um það sem hún hefði átt að gera, en hafði yfirsést. — Ég fór á kvennafrisfund- inn á torginu og lifði mig al- gjörlega inn i hann, enda var hann svo vel undirbúinn að allir skildu á hverju hann var byggður. Kannski má segja, að þrasið á kvennaárinu haf verið um of. En allt þarf þetta að koma fram til að fá fólk til að skilja. Og allt sem sagt hef- ur verið finnst mér passa ein- hversstaðar, þar sem ég þekki til. En nú held ég að fólk sé að vakna, það hefur orðið svo griðarleg breyting á að þvi leyti. Hún bendir á, að margir þeir sem sjúkdómar ýta til hliðar og sem sitja þvi afsiðis i þögninni séu með I andanum. Hún segist lita til kvennaárs- ins með söknuði þegar þvi ljúki. — En ég veit að barátt- unni verður haldið áfram! Það hefur margt brotist út i mér á kvennaárinu, skrifar Ólöf Agústa að lokum, og ef þetta er einhver vitleysa þá er bara að fleygja þvi i rusla- körfuna. En það er verið að segja öllum að tala og nú hef ég talað, en stundum finnst mér að ég eigi að þegja og mig klæði það best. Þakklæti til ykkar, sem standið i baráttunni!” Skrif iö Ég er viss um aö lesendur jafnréttissiðunnar eru mér sammála um að Ólöf á svo sannarlega ekki að þegja, en halda áfram að tala og vekja athygli á þvi sem aflaga fer, bæði gagnvart þeim sem búa við þögnina einsog hún sjálf og okkur öllum hinum og ég vil taka undir með henni, að bar- áttunni verður haldið áfram þótt árinu ljúki, þessu kvennaári SÞ sem við eigum eftir að sjá, hvaða áhrif hefur haft i raun i áttina til jafnrétt- is, þróunar og friðar i heimin- um. Við þurfum að halda áfram að berjast og halda áfram að vekja athygli á misrétti hvar oghvenær sem það birtist. Til þess stendur ykkur lesendum ma. þessi dálkur og þessi siða opin. Skrifið til jafnréttissiðu Þjóðviljans, Skólavörðustig 19, Reykjavik, eða hafið sam- band við umsjónarmann hennar i sima 20482. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.