Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. desember 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 og þess vegna nota ég þaö eingöngu, sagði Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, sem var að senda frá sér nýja þók Smásagnaformiö heillar mig mest Áður en ég kom til Akureyrar á dögunum hafði ég aldrei hitt Einar Kristjánsson skáld frá Hermundarfelli, en hins- vegar lesið sögur eftir hann og oftar en einu sinni hlustað á hann í útvarpinu' og þótt mikið til. Og mætar manneskjur hef ég heyrt segja það að Einar sé ein- hver skemmtilegasti núlif- andi íslendingurinn og eft- ir að hafa kynnst honum lítillega er ég á sama máli. Þegar norður Kom hringdi ég i Einar og spurði hvort hann vildi ekki spjalla við mig smástund, og þó ekki væri nema i tilefni þess að fyrir nokkru kom út ný bók eftir hann, smásögusafn sem ber heit- ið Eldrauða blómið og Annar- legar manneskjur. — Jú hvort nú er, komdu bara heim til min var svarið. Og þar ræddum við Einar saman stundarkorn,og fyrsta spurningin sem ég lagði fyrir hann var hversvegna hann hefði aldrei skrifað langa sögu, skáldsögu, i stað þess að nota eingöngu smá- söguformið, — Astæður fyrir þvi eru sjálf- sagt fleiri en ein en þó hygg ég að það sé fyrst og fremst vegna þess að smásagnaformið hefur alltaf heillað mig mest, það er lik- ast visunni, knappt og skemmti- legt form, sem lætur mann aldrei i friði. Nú, svo er hitt að ég hef aldrei sóst eftir neinum frama sem rithöfundur, heldur hef ég skrifað þessar sögur mér til ánægju, likt og hagyrðingurinn sem kastar fram visu, hann ætlast ekki til þess að vera kall- aður skáld, heldur er þetta mest gert til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Og þannig hefur þetta nú verið með sögurnar minar. — Og við eigum þá ekki von á skáldsögu frá þér héðan af eða hvað? — Nei, ætli það, ætli ég láti það ekki vera i ellinni, fyrst ég gerði það ekki meðan ég var yngri. —■ Nú eru liðin 10 ár frá þvi siðasta bók þin kom út hvers- vegna leið svona langt á milli bóka? — Þaðerbara ódugnaður minn við að koma þessu á framfæri. Það vantar ekki aö ég hafi verið að krota þetta niður. Ég á sjálf- sagt til efni i margar bækur enn, hvort sem það verður nú gefið út eða ekki, það er allt óráðið með það. — Nú veit ég að þú hefur bæði ort mikið af snjöllum lausavisum og kvæðum, ætlarðu að gefa það út einhverntimann? — Nei, áreiðanlega ekki, en það er rétt að ég hef stundum kastað fram stöku og nokkrum sinnum skrifað niður heilt kvæði og ég er á þvi að ég hefði getað orðið eins gott skáld og Matti Jó, ef ég hef nennt þvi, en mér hefur alltaf fundist þessi skáldskapur minn svo litilsvirði að það tæki þvi ekki að vera að birta hann, enda er þetta sett saman mér og kunningjum minum til gamans. En þó skal ég segja þér eitt, ég hef tvisvar fengið listamanna- laun, hugsaðu þér, heilar 16 þús. krónur samtals, það er ekki svo litið. Og eihu sinni fékk ég heil- mikla peninga fyrir samsetning minn. Það var árið 1956 að ég vann 1. verðlaun i verðlaunasam- keppni sem útvarpið efndi til, 10 þúsund krónur og ef þú snýrð þvi yfir á gengið i dag, þá sérðu að þarna var ekki um neina smá- upphæð að ræða. Þetta var eins og nokkur hundruð þúsund i dag, maður var rikur þá.skal ég segja þér, helviti rikur. — Þú kennir þig við Hermund- arfell, hvar er það? — Hermundarfell er i Þistil- firði og þar er ég fæddur og ólst þar upp. Siðan bjó ég þar frá 1937 til 1946, þ.e.a.s. á nýbýli. Siðan fluttist ég til Akureyrar og hef verið þar siðan og likar vel. Það var nú' •. ekkert alltof mikið um atvinnu hér á árunum eftij að ég fluttist hingað og at- vinnuleysi varð einmitt til þess að ég byrjaði að skrifa smásögur. Það var veturinn 1947 að ég hafði alls ekkert að gera og þá settist ég niður og fór að skrifa. Siðan hefur þetta ekki látið mig i friði. Fyrsta bókin min kom út 1952 og heitir Septemberdagar, — smásagna- safn, eins og allar minar bækur. — Hefurðu alltaf átt heima norðan fjalla? — Já, heimili hef ég alltaf átt fyrir norðan, en ég var einn vetur á Reykholtsskóla og siðan næsta vetur þar á eftir á bændaskólan- um á Hvanneyri. Astæðan fyrir þvi að ég fór i skólann á Hvann- eyri var sú, að um vorið átti ég ekki fyrir farinu heim, svo ég vann um sumarið fyrir skólavist veturinn eftir á Hvanneyri, þann- ig að ég er næstum þvi búfræðing- ur, en þó ekki alveg-, til þess hefði ég þurft að vera annan vetur til. En ég var svo heppinn að um vor- ið þegar skólinn á Hvanneyri var búinn, hitti ég fyrir danskan mann sem seldi mérreiðhjól á 20 krónur og á þvi fór ég heim i Þingeyjasýslu. Þess vegna er ég ekki búfræðingur. — Að lokum Einar, fáum við ekki fleiri smásagnasöfn i fram- tiðinni? — Það er aldrei að vita, efnið er til og heldur áfram að verða það sjálfsagt, meðan ég get skrifað. —S.dór ÍSLENSK FYNDNI Arni Jónsson frá Múla sat einhvern tima að drykkju heima hjá sér með fiugmanni nokkrum, sem grob-baði mjög af afrekum sinum I fluglistinni. Hann sagðist hafa flogið þetta og þetta, oft I lélegum fiugvélum, og nærri þvi að segja vélariaust stundum. Arni var orðinn hundleiður á grobbi hans, og þegar flug- maðurinn var að fara, fylgdi Arni honum fram á stigapail- inn, gaf honum vel útilátið spark i rassinn og sagði um leið: „Fljúgðu nú, helvitið þitt!” Laumiö íslenskri fyndni í jólapakkann. Fæst í öllum bókaverslunum og blaðsölustööum Tilraunastöð Háskólans í meinatækni, Keldum : Við tilraunastöðina er laus staða veiru- fræðings. Til greina kemur að ráða til bráðabirgða karl eða konu sem lokið hefur háskólaprófi i dýralæknisfræði, læknis- fræði eða liffræði, en óskar að sérhæfa sig i veirufræði. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 17300. Framkvæmdastjóri Þormóður rammi hf. á Siglufirði óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir um starfið sendist formanni stjórnarinnar, Ragnari Jóhannessyni, Hliðarvegi 35, Siglufirði. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1976. Þormóður rammi hf. Siglufirði. Feter Hallberg:, HAUD0RL Höfundur lýsír þdtttöku Halldórs Laxness i skoöanaskiptum, einkum um eftirtalin efni: 1. Pjóöernis-ísland og umheimurinn. 2. Trú og lífsviöhorf. 3. Stjórnmal og þjóófélag. 4. Listræn viöhorf. í Enginn lesandi Halldórs Laxness ætti aö láta þessa bók vanta i safn sitt. Bókin fæst hjá helstu bóksölum og kostar Kr. 2.400.-(+ sölusk.). Félagsmenn og aö sjálf- sögöu þeir sem gerast félagsmenn nú, fá bók- ina meö 20% afslætti á afgreiöslu Hins íslenzka bókmenntafélags, Vonarstræti 12 í Reykjavík. Hiö íslenzka bókmenntafélag. Hnh'sU "4/a.^n ,n\ xnc,,,IW/a(/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.