Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ö /, „Ég verð aldrei samur maður EN (MIR), EXIEL PONCE (sósiallistaflokkurinn), ANIBAL PALMA (sósialdemókratafl.) VICTOR TORO (MIR), JORGE MONTES (kommúnistafl.). Allir siðastnefndu sitia i miðstjórn sins flokks. Pyntin gastöðvar Fangelsin sem fangarnir sitja i, eru þrenns konar: I fyrsta lagi vananleg fangelsi, á lögreglu- stöðvum og stærri fangelsum. í öðru lagi gegna ýmsir spitalar hlutverki fangelsis. Þar eru illa á sig komnir fangar eftir pyntingar hafðir, bæði til umönnunar og frekari pyntinga. Dæmi um slik- an spitala er Herspitalinn i Santi- agó, stjórnað af formanni lækna- samtakanna i Chile, DARWIN ARRIAGADA. I þriðja lagi er um að ræða fangabúðir og PYNT- INGASTÖÐVAR Dæmi um slik- ar MELINCA- og RITO- aftur” Tala flóttamanna, eftir valda- ránið i Chile 1973, er i dag um 200 þúsund. Flestir hjfa flúið til nágrannalanda Chile, og er talið, að i Argentinu og Perú séu um 120 þúsund flóttamanna, sem hjálpað hefur verið undan ofsóknum her- foringjaklikunnar i Chile. Albióð- legar hjálparstofnanir svo sem Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna og Amnesty Inter- national hafa greitt götu flestra þessara flóttamanna, og rúmlega 20 þúsund þeirra hafa komið til Evrópu á vegum þessra stofnar.a. Þar af eru um 3000 á Norðurlönd- um, flestar i Sviþjóð, en hér i Noregi dvelja tæplega 130 flótta- menn frá Chile. Fyrir skömmu tók ég einn úr hópi nýkominna flóttamanna tali, og ræddi við hann um flóttafólk, pólitiskar fangelsanir, and- spyrnuhreyfinguna i Chile og fleira. Af ótta við refsiaðgerðir gegn fjölskyldu og vinum i Chile, vildi hinn ungi maður hvorki láta nafns sins getið né láta ljósmynda sig. Rekinn úr háskólanum. Hann skýrir mér stuttlega frá bakgrunni sinum: 28 ára, og með- limur i flokki vinstri byltingar- sinna MIR (Movimiento de Izquierda Revolucionario), sem var einn af sameiningarflokkum UP, Alþýðueiningu Allendes. Eftir valdaránið var honum sem öðrum vinstrisinnuðum sparkað úr háskólanum, þar sem hann stundaði búfræðinám. Undir stjóm Allende hafði hann unnið ötult i endurskipulagningu land- búnaðarins, sem gekk undir nafn- inu CERA (Centro Reforma Agragria), og fólst aðallega i þvi að nýta hinar stóru landeignir óðalsbændanna i þágu smábænd- anna og þjóðarinnar i heild. Eftir valdatöku herforingjanna hugð- ust flestir bændur berjast gegn fasistunum i stað þess að horfa aðgerðarlausir á eyðileggingu endurskipulagningarinnar. Það kom i hlut hins unga búfræðinema og nokkurra vina hans að telja bændunum hughvarf, þvi við ofurefli var að etja, og slik mót- spyma hefði aðeins leitt til blóðs- úthellinga og hreinnar slátrunar. Mótspyrna gegn hinum nýju valdhöfum var heldur ekki reynd, nema i PANGUIPULLI, litlum skógariðnaðarbæ i VALDI- VIA-héraðinu i Suður-Chile. Þar voru rúmlega 200 manns til varnar,og það tók allt að þvi viku að murka lifið úr þeim öllum. Hann segir mér frá ringulreið- inni, sem rikti eftir valdaránið, frá handtökunum,. ofsóknunum, pyntingunum. Augu hans eru augu öldungs, fas hans rólegt, röddin blæbrigðalaus. Ég hef það á tilfinningunni, að hann hafi sagt þetta oft áður, að bikar þján- inganna hafi verið tæmdur i botn. Aðeins i einstaka tilfelli, eins og t.d. þegar hann segir mér frá bóndanum gamla, sem hermenn-. irnir börðu og spörkuðu i hel að vinum hans og fjölskyldu (þer á'- meðal barnabörnum) aðsjáandi, eða þegar herforinginn ölvaði léf þorpsbúana ganga á hnjánum' heilan dag, á meðan hann óð um bölvandi og ragnandi, veifandi whiskyflösku i annarri hendi en skammbyssu i hinni, aðeins i slik- um tilfellum, sé ég móta fyrir viprum i kringum munninn og finn bælt hatur og fyrirlitningu. Annars lætur hann engan bilbug á sér sjá. Allir félagarnir myrtir. Hann segir frá þátttöku sinni i andspy rnuhrey fingunni: „Vitaskuld var erfitt að byggja upp andspyrnuhreyfingu. þar sem vinstrisinnar voru ofsóttir, fangelsaðir og drepnir hvar sem þeir náðust. Útgöngubann og samgönguleysi gerðu lika sitt. Þrátt fyrir þessa erfiðleika vorum við komnir með öfluga andspyrnuhreyf ingu skömmu eftir valdaránið 1973. Við vorum sjö i minni grúppu og var ég for- ingi hópsins. Fyrst af urðum við aðallega að halda okkur i fjöllun- um, þvi bæir og borgir voru_ finkemdar af blóðhundum her- foringjaklikunnar. Okkur til halds höfðum við lögregluradió, þar sem við gátum heyrt og fylgst með sendingum og ákvörðunum lögreglumanna og hermanna. Það bjargaði oft lifi okkar. Vegna samgönguerfiðleika misstum við oft sambandið við aðalstöðvamar og við aðra hópa. 1 eitt skiptið, þegar þannig var komið, var ég sendur til að freista að ná sam- bandi við aðalstöðvarnar, þvi for- ingi hvers hóps er vanalega tengi- liður við aðrar grúppur neðan- jarðarhreyfingarinnar. Þegar ég kom tilbaka nokkrum dögum siðar, voru félagar minir horfnir. Gömul bændakona, sem ég hitti i nágrenninu tjáði mér, að þeir hefðu allir verið teknir til fanga af hermönnum herforingjanna. Skömmu siðarvoru þeir teknir af lifi. Duttlungar örlaganna höfðu bjargað li'fi minu. Ég varð að fara huldu höfði, og það sem verra er, ég gat ekki tekið þátt i starfi and- spyrnuhreyfingarinnar þar sem likur voru á að andstæðingarnir þekktu til min. Ég varð þvi að halda mér að mestu leyti neðan- jarðar þar til ég slapp úr landi sem pólitiskur flóttamaður.” Meðlimirnir bera dulnefni Hann útskýrir uppbyggingu andspyrnuhreyfingarinnar: „Andspyrnuhreyfingin er saman- sett af ótal smáhópum. Sérhver hópur inniheldur 4-7 manneskjur. Einn úr hverjum hóp er tengilið- ur, þeas. hann hefur samband við einn tengilið úr öðrum hópi til að skiptast á upplýsingum, og við einn yfirmann, sem tekur ákvarðanir og gefur fyrirskipan- ir. Reynt er að setja saman hóp- ana þannig, að meðlimir hvers hóps þekkist ekki persónulega. Sérhver persóna notar dulnefni. Þetta er til að fyrirbyggja að upp- lýsingar leki út, eða að hægt sé að pynta upplýsingar úr föngum. Um leið og andspyrnumeðlimur er tekinn til fanga, er hópurinn gerður óvirkur, og ef um tengilið er að ræða, er sú grúppa sem hann hefur samband við, einnig lögð niður. Meðlimir i óvirkum hóp fá ekki að taka til starfa að nýju, fyrr en fullvist þykir, að nöfn þeirra séu ekki á lista her- foringjaklikunnar. Fyrir hvern meðlim, sem gerður er óvirkur, hefur mótspyrnuhreyfingin á að skipa fimm varamönnum. Með- limir verða þeir, sem valdir hafa verið út af yfirmönnum and- spyrnuhreyfingarinnar. Þú getur aldrei haft samband við hreyfing- una, hreyfingin hefur alltaf sam- Viðtal við pólitískan flóttamann frá Chile band við þig. Andspyrnuhóparnir eru dreifðir um allt Chile, þeir eru i öllum þýðingarmestu verk- smiðjunum, i öllum stærri bæjum og borgum og einnig innan hers- ins. Yfir öllum þessum hópum er svo einn foringi (ef til vill nokkr- ir) sem eru þeir einu sem þekkja til hina eiginlegu samsetningu andspyrnuhreyfingarinnar. Þeir taka allar stærri ákvarðanir og ákveða samstilltar aðgerðir.” Tilgangur og markmið Hver er þá tilgangur mót- spyrnuhreyfingarinnar? „Það má segja að tilgangurinn sé þrenns konar. 1 fyrsta lagi til að áfla upplýsinga um afdrif horf- inna félaga og annarra atburða, sem ekki er skýrt frá i hinum rit- skoðuðu fjölmiðlum Chile. Einnig að koma þessum upplýsingum á framfæri til fólksins, sem felst aðallega i dreifiblöðum og skrif- um á veggi og hús. Þessi fjölmiðl- um fer aðaliega fram að nætur- lagi og felur i sér lifshættu bæði fyrirþá, sem dreifa upþlýsingum og áróðri, svo og fyrir þá, sem lesa eða hafa að geyma slik dreifirit. Þennan fyrsta lið má kalla áróðurs- og upplýsingar- starfsenii. t öðru lagi skem mdarverk. Fyrst og fremst skemmdarverk, sem koma niður á fjárhag stjórn- arinnar. Fjarlægja þýðingar- mikla hluti úr vélum verksmiðj- anna, láta ljós loga og vatn renna að næturþeli o.s.frv. Skemmdar- verkin mega ekki vera i það stór- um skala, að þau komi niður á „verkafólkinu. þannig getum við ekki sprengt eða brennt stærri framleiðslueiningar einsog verk- smiðjur. Það mundi skapa at- vinnuleysi og bitna harðast á verkafólkinu. Skemmdarverkin eru fyrst og fremst vopn til að grafa undan fjárhag herforingj- anna. Iþriðja lagi að vinna að skipu- legri baráttu fólksins og að end- anlogum sigri yfir fasistastjórn Pinochet. Fjárhagslega hefur ástandið aldrei verið jafn slæmt i Chileognú. Millistéttin ogsmáat- vinnurekendur, sem margir hverjir hrósuðu sigri yfir valda- ráninu, hafa flestir snúið við herforingjunum bakinu. At- vinnuleysið er um 28% og almenningur hefur aldrei átt við jafn bág kjör að búa. Efna- hagsbandalagslöndin hafa hætt lánum ti! Chile og verslunar- sambönd farið rénandi, mörg lönd hafa hætt öllum viðskiptum við Chile. Þessi efnahagslega ein- angrun hefur haft i för með sér skerptar aðgerðir gegn andstöð- unni I Chile. Ofbeldið og ofsókn- irnar eru verri en nokkru sinni fyrr. Herforingjarnir eru búnir að skapa sér sjálfskaparviti, sam- timis sem þeir herða á ólunum, missa þeir álit og traust erlendis. Ef þeir hins vegar slaka á stjórn- inni. eiga þeir á hættu að verða steypt af stóli. Skipuleg barátta fólksins innan landamæra Chile er afar þýðing- armikil, þvi' endanleg taka lands- ins mun gerast innan frá. Engu að siður er nauðsynlegt að hafa skipulagða starfssemi meðal flóttamanna semerlendis dvelja, bæði til að byggja brú milli and- spyrnuhreyfingarinnar og um- heimsins svo og eru þeir i þeirri aðstöðu að geta haft ýmis áhrif, svo sem peningasöfnun i þágu fretsishreyfingarinnar, aðgerðir til einangrunar herforingjaklik- unnar. bæði fjárhagslegrar einangrunar og diplómatiskrar. Siðast en ekki sist, hafa flótta- menn erlendis betur tök . á að skipuleggja baráttuna i þágu pólitiska fanga sem sitja i fang- elsum og pyntingarstöðvum fas- istanna.” Leynifangar Um 8 þúsund sitja i fangelsum herforingjanna fyrir pólitfskar skoðanir eða fyrir að vera skyldir eða tengdir fólki með óæskilegar skoðanir. Samkvæmt tölu Friðar- hreyfingarinnar i Chile (samtök' trúarbragða, með kaþólsku og lútersku kirkjuna i fararbroddi) eru um 3 þúsund fangar sem ekki eru til á skýrslum. Herlöringja- stjórnin kannast ekki við að hafa þá i haldi, og dómstólarnir i' Chile viðurkenna þá ekki sem fanga. Þetta eru svokallaðir „leynifang- ar”. Þar á meðal eru helstu for- menn vinstri flokkanna. þeir.sem ekki voru teknir af lifi eftir valda- ránið. Nöfnsem LUIS CORVAL- AN (Forrn. kommúnistaflokks- ins), PEDRO FELIPE RAMI- REZ, (form. kristilegra sósial- ista), BAUTISTA VAN SCHOW- QUE-fangabúðirnar i nágrenni Santiagó, og meðal fjölmargra pyntingastöðva, sem liggja flest- ar i höfuðborginni, má nefna VILLA GRIMALDI (fyrrverandi tesölustaður) og NO. 1315 JOSE DOMINGO CANAS, sem ber nafn af heimilisfanginu sinu. Flestall- ar pyntingastöðvar eru til húsa i dýrum og glæstum einkahúsum betri hverfanna. Einnig má geta þeirrar frelsisskerðingar, sem felst i að flytja fólk á milli lands- hluta, Desterrados Politicos, þar sem óæskilegt fólk er einangrað i þorpumog minni bæjum til sveita. og verður að gefa sig fram við lögregluyfirvöld viðeigandi staðar á degi hverjum. Eins kon- ar stækkun á stofufangelsi. Górillurnar Ilverjir taka ákvarðanir um handtökur og sjá um framkvæmd þeirra? „Innan hersins eru starfandi ley niþjónustur. Þannig hefur landherinn sina leyniþjónustu SIM (Servicio Inteligencia Mili- tar) flugherinn SIFA (S.I. Fuerza Aerea) og sjóherinn sina levni- þjónustuk, SIMA (S.I. Marina). Auk þess hefur lögreglan i Chile eigin leyni- og upplýsingaþjón- ustu, SIC (Servicio Inteligencia Carabineros) að ógieymdri einkaleynilögreglu Pinochets. DINA (Dirección Inteligencia Nacional), sem oft hefur verið likt við (iestapo Hitlers. Allar þessar leyniþjónustur hafa það hlutverk að leita uppi fólk með óæskilegar skoðanir og hugsjónir, að fangelsa það, pynta eða drepa. Og einnig að afla upp- lýsinga um öll þau öfl sem vinna gegn herforingjaklikunni. Af öll um þessum levnilögreglum er DINA sú stofnun sem mestan orðstir hefur sér getið i barátt- unni gegn andstæðingum Pino- chets. DINA hefur á að skipa um tvöþúsund manns og hefur >1ir umsjón með fangabúðum. pynt- ingastöðvum og fangelsum. Þeir taka við skipunum frá Pinoehet persónulega, og eru jafnframt yfirstofnun allra hinna lcyniþjón- ustanna.” Verkalýðsfélög bönnuð Hvð með verðalýðsfélög og verkamannahreyfinguna i Chile? „Allar verkalýðshreyfingar eru bannaðar i Chile. Landssmband verkamanna. CUT tCentral Unica De Trabajadoses) var lagt niður og bannað með lögum eftir valdaránið 1973. I stað þess setti herforingjaklikan á laggirnar verkalýðseiningar. sem i samein- ingu bera nafnið SINDICATOS. þar sem valdir hægri menn. hlið- hollir fasistastjórninni. ráða lög- um og lofum. CUTer nu leynilegt og starfar sem hluti ai’ and- spyrnuhreyfingunni. SINDICAT- OS eru gott dæmi um tilraun her- foringjanna að fá alþyðqna i lið með sér. Arangur þess erfiðis eru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.