Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. desember 1975. WÓÐVILJINN — SIÐA 9 # Flosi Olofsson inusum , teikningor Hrni Elfnr Leikiðlausum hala á jólum Hók Klosa Ólafssonar „I.eikið lausum liala” er ein af þeim bók- um á bókamarkaönum i ár, sem vakið hefur talsvert umtal. Er i hókinni fjallaö um menn og mál-' efni i lettum dúr og viöa komiö viö, raunar svo viða aö sumum liefur þótt nóg um og hefur jafn- vel komið til tals að lögbanna þetta saklausa ritverk vegna meintra ærumeiðinga, en lögbönn eru mjög i tisku um þessar mundir eins og kunnugt er. Bókin ..Leikið lausum hala” er i 32 köflurn og má segja að höf- undur leiki lausum hala i orðsins fyllstu merkingu þar sem hann tekur á rás i þvi umhverfi, sem hann hefur einhvers staðar kallað óperettuþjóðíélag. Aningarstað- irnir á þessu gönuhlaupi eru með óhkindum og nægir i þvi sam- bandi að nefna að formálinn er á kinversku, en aðspurður kveðst höfundur gjarnan vilja gefa þegnum kinverska alþýðulýð- veldisins kost á þvi að fá nokkra nasasjón af islenskri menningu i hnotskurn með hliðsjón af þvi að alþvðuútgáfan i Peking hefur mikinn hug á þvi aö gefa verk Flosa út i viðhafnarútgáfu, að sögn útgefanda. Fyrri bækur Flosa ,,Slett úr klaufunum” gefin út af Heims- kringlu i hittifyrra og „Hneggjað á bókfell” gefin út af Flosa i Reykjavik i fyrra eru nú fágætar og illfáanlegar að sögn höfundar og svo verður vafalaust einnig um þessa bók, sem gefin er út i tak- mörkuðu upplagi. Árni Elfar hefur myndskreytt þessa bók eins og hinar fyrri og þar er sannarlega réttur maður á réttum stað. Hvort sem bók Flosa á eftir að verða bannvara eða ekki, má ganga út frá þvi sem visu að hún eigi eftir að koma mörgum i gott skap yfir hátiðarn- ar og er ástæða til að taka undir kjörorð höfundar: „Leikið laus- um halda á jólunum”. Smáauglýsingar Þjóöviljans 30.000 LESENDUR WMM “U!"9’9 Jarðhiti til raforku Kamtsjatkaskagi i Sibiriu aust- anverðri er eitthvert mesta jarö- hitasvæði heims. t Pázjetkadaln- um standa gufustrókar viða upp i loftiö og hverir hella um 350 smá- lestum af sjóðheitu vatni i ána Pázjetka á hverri klukkustund. A mörgum stöðum er hiti jarðvegs- ins nálægt suðumarki vatns niður á meters dýpi. Það er ekki að undra þótt ein- mitt I þessum dal hafi verið reist fyrsta jarðhitarafstöð Sovétrikj- anna. Afköst hennar eru nú um það bil fimm þúsund kilóvött. Stöðin er mjög einföld að allri gerð. Gufu er veitt beint inn i túr- binur hennar. Siðan fer gufan inn i þétta sem kældir eru með vatni úr ánni. Stöðin er undir stöðugu eftirliti visindamanna sem fylgj- ast nákvæmlega með nýtingu orkunnar og áhrifum brenni- steinsefna á einingar stöðvarinn- ar. Hér er safnað reynslu sem notuð verður annarsstaðar. Jarðgufurafstöðin i Pázjetkadalnum. Bækuf $ HAUSTSKIP eftir Björn Th. Björnsson. Ein sérstæðasta bók ársins. Hún opn- ar ný og áður óbekkt sögusvið Islandssögunnar, hún greinir frá þjóðinni týndu þegar valdsmenn seldu almúgafólk mansali, eins og réttlausa þræla. Björn fer hér á kostum sem rithöfundur. í SUÐURSVEIT eftir Þórberg Þórðarson. Hér er að finna i einni bók æskuminn- ingar Þórbergs, sem áður komu út i þrem bókum — Steinarnir tala, Um lönd og lýði og Rökkuróperan — en auk þess fjórðu bók- ina, sem nú er prentuð i fyrsta skiptið. I M HfRSVKn VATNAJÖKULL texti eftir Sigurð Þórarinsson með myndum Gunnars Hannes- sonar er fróðleg og afar falleg bók um þessa undraveröld frosts og funa. Hrikaleiki einstakrar náttúru, sem hvergi er að finna nema á íslandi, er aðalsmerki bókarinnar. EDDA LEIKRIT SHAKESPEARE VI i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Snilldarþýðingar Helga eru löngu landskunnar. t þessu bindi eru leikritin: Rikharður þriðji, óþelló, Kaupmaður i Feneyjum. YRKJUR eftir Þorstein Valdimarsson. Sjöunda ljóðabók þessa skálds mun verða hinum mörgu lesendum hans ærið fagnaðarefni. DAGBÆKUR ÚR ISLANDSFERÐUM 1871-1873 eftir William Morris. Höfundur, enskur rithöfundur og stjórn- málamaður. var mikill aðdáandi tslands og segir i bók þessari frá tveim ferðum sinum hingað, EDDA ÞÓRBERGS kvæðabók Þórbergs Þórðarsonar. Þar er að finna flest það sem Þórbergur orti bundnu máli, — skáldskapur sem engan á sinn lika. FAGRAR HEYRÐI EG RADDIRNAR Safn islenskra þjóðkvæða. „Hér getur að lita þjóðina með von- um hennar og þrám, draumum bæði illum og góðum, sigrum og ósigrum, sorg og gleði. Tærari skáldskap en sumar visur i þess- ari bók er ekki að finna á islensku.” VÉR VITUM EI HVERS BIÐJA BER útvarpsþættir eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. Skúli er löngu þekktur fyrir ritstörf sin. Hér getur að lita úrval á út- varpsþáttum hans. KYNLEGI R KVISTIR eftir Maxim Gorki i þýðingu Kjartans Ólassonar. Þetta eru þætt- ir úr dagbók skáldsins, sem bera mörg helstu einkenni endur- minninga hans. RAUÐI SVIFNÖKKVINN eftir Ólaf Hauk Simonarson og Valdisi óskarsdóttur. Þetta er einskonar opinberunarbók i ljóðum og myndum — einkar hag- lega samsettum ljósmyndum teknum á þjóðhátiðarári. Á þessu ári hafa ennfremur komið út nýjar prentanir að BRÉFl TIL LARU og OFVITANUM. Aðeins fáein eintök eru eftir af ÆVISÖGU SÉRA ARNA ÞÓRARINSSONAR, ÍSLENSKUM ADLI og FRASÖGNU M. DAGBÆKUR WllllAM i 1B71MDRRIS1873 i OR (SIANDSFERDUM MAX'.Sl CORKi MAL OG MENNING — HEIMSKRINGLA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.