Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.12.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 19800 „Til þess aö bæta upp ódugnaðinn” Hún bjó hér fyrr hin dökka drós Málfriður Einarsdóttir sendi Þjóðviljanum meðfylgjandi hendingar eftir Þórberg bórðarson. Þær fann hún i gam- alli kompu frá 1951, eða eins og hún segir sjálf: „Visur þessar fann ég af til- viljun i rifrildi af gamalli kompu frá árinu 1951, að þvi er virðist. Þær eru með minni hendi, rissaðar upp i flýti með grænu bleki. Ekki stendur nafn bórbergs undir, heldur á öðrum stað i kompunni, i þessari út- setningu: Mahatma Thorberg- ananda Thordarcharaka, skrif- að með sömu hendi og sama bleki. En ekki sýnist neinn vafi á þvi að visurnar séu eftir Þór- berg Þórðarson. 1 þessari kompu fann ég visu sem Simon Dalaskáld er sagður hafa ort um Þórberg ungan, eða litinn, liklega á ferðum sinum um Austur-Skaftafellssýslu. Hún er Rjóður á kinn scin rööullinn sem rennur upp með fjöllum Bergur minn með blómann sinn ber af sveinum öllum. Og hér koma visur Þórbergs: Hún bjó hér fyr hin dökka drós, drúpir hryggð á glugga, hún var fyr mitt lifsins ljós sem ljómaði i hverjum skugga. Nú er hún burt, sú dýra drós, drúpir hryggð á glugga, samt er hún enn mitt lifsins ljós sem ljómar i hverjum skugga. Hér bjó fyr hin dökka drós, drýpur regn úr skýjum, hún var fyr mitt lifsins ljós, nú logar á perum nýjum. — sagði Lárus Björnsson, sem gaf Alþýðubandalaginu á Akureyri r Aður óbirtar vísur eftir Þórberg Þórðarson húseign sína — Ætli það megi ekki segja, að ég hafi gefið félaginu húsið til þess að bæta það upp hve ég hef veriðóduglegur liðsmaður i gegn- um árin, eða i það minnsta finnst mér það núna, gömlum mannin- um, sagði Lárus Björnsson, hinn aldni baráttumaður sósialista á Akureyri sem fyrir ári siðan gaf Alþýðuba ndalaginu á Akureyri neðri hæð hússins að Eiðsvalla- götu 18 á Akureyri og nú, ári siðar efri hæðina, þannig að félagið á nú allt húsið, sem cr stórt og glæsilegt og kemur til með að gerbreyta allri félagsaöstöðu Aí- þýðubandalagsins þar nyrðra. Við heimsóttum Lárus fyrir nokkru, þar sem hann býr á efri hæð hússins að Eiðsvallagötu 18 og það mun hann gera svo lengi sem hann lifir. Þrátt fyrir háan aldur er Lárus hinn hressasti, enda er hann léttbyggður, gengur mikið og stundar sund reglulega þótt hann sé orðinn 83ja ára gam- all. — Ég er fæddur skal ég segja þér að Höskuldsstöðum nærri Skagaströnd, en ég var ekki nema smáangi þegar foreldrar minir fluttust að Syðra Hóli i sömu sveit, sem þá var kirkjujörð þá, en siðar keypti faðir minn þessa jörð og þar bjó bróðir minn Magnús eftir hann. Ég hinsvegar var heima fram yfir fermingu en fór þá að vinna fyrir mér eins og tiðkaðist að unglingar gerðu fljótt eftir fermingu á þeim árum. Ég vann fyrstu árin sem lausamað- ur, mest við smiðar, enda hefur Lárus Björnsson og Einar Olgeirsson mér alltaf fallið sú vinna vel i geð. Siðar fór ég svo til Reykjavikur til að fullnuma mig i trésmiði og vann nokkur ár i Reykjavik. Til Akureyrar fluttist ég svo 1932 og hef verið heimilisfastur þar siðan 1933. — Fyrst i stað vann ég við smíð- ar hér hjá öðrum en árið 1935 stofnsetti ég mitt eigið verkstæði og hóf amboðasmiði og alla tið siðan hef ég stundað amboða- smiði og um margra ára skeið hef ég verið sá eini sem hana stunda. Nú er ég hinsvegar orðinn svo gamall að ég get ekkert unnið lengur sem heitið getur, rétt að ég stend við hefilbekkinn stund og stund hérna niðri i kjallaranum. — Upphaf þess að ég fór að vinna sjálfstætt var fyrst og fremst það mikla atvinnuleysi sem rikti á þessum árum, krepp- an var þá i algleymingi Ég keypti um a an heim eru DlLJMacn hljómflutningstækin þekkt fyrir framúrskarandi gæði og hagstæft verð. Hlustið á og skoðið Oft/IUaCOtækin. Verö kr. Verö: 77.686,00 kr. Orka hátalara: 2x40 sínusvött Tíönissvörun: Frá 15 riðum upp í 50.000 riö. Hálfleiöir: 20transistorar, 10 díóður. I BÚ Ð*l N Skipholti 19. Simar 23800 & 23500 Klapparstiq 26 — sími hálft verkstæðið af Sveinbirni Jenssyni i Ofnasmiðjunni, siðar keypti ég svo verkstæðið allt. Það var alltaf nóg að gera hjá mér i amboðasmiðinni og þótt árferði væri erfitt hjá mörgum, gekk allt- af vel að selja amboðin, þannig að éghafði það ágættþrátt fyrir allt. Siðar tók ég uppá þvi að smiða amboðin úr áli og mun hafa verið fyrstur til þess hér á landi. Þau likuðu betur, voru sterkari og endingarbetri og þvi fór svo að ál- ið varð allsráðandi við þessa smiði. — Hvernig stóð svo á þvi, að þú sveitapilturinn verður róttækur i pólitikinni? — Ég get nú eiginlega ekki svarað þessu. Strax ungur maður hneigðist ég til róttækni og eftir að ég fór að vinna fyrir mér og fór að fylgjast með verkalýðsbarátt unni var aldrei neinn vafi hvar ég myndi skipa mér i sveit og svo þegar kommúnistaflokkurinn var stofnaður gekk ég i hann. Auðvit- að kynntist ég verkalýðsbarátt- unni mest og best hér á Akureyri og þá voru hér frábærir foringjar svo sem Steingrimur Aðalsteins- son og Elisabet Eiriksdóttir svo ég nefni einhver nöfn, nú og á undan þeim hafði verið hér ekki ómerkari foringi en Einar 01- geirsson, þannig að vel var unnið. — Ég hef alltaf tekið nokkurn þátt i starfsemi sósialista hér á Akureyri, átti sæti i nefndum og sliku, en meira var það nú ekki. Auðvitað sótti maður svo alla fundi hjá félaginu og eins hjá minu stéttarfélagi trésmiðaféiag- inu. — En hvernig stóð á þvi að þú gafst Alþýðubandalaginu húseign þina? — Nú, ég er nú orðinn gamall maður og get farið hvenær sem er og mér fannst enginn annar betur að þvi kominn að eiga húsið en Al- þýðubandalagið og svo eins og ég sagði áðan til að bæta upp ódugn- aðinn. Við búum hér bara tvö. systir min og ég. hún er nokkuð eldri en ég og það er aldrei að vita hve lengi við getum haldið heim'ili úr þessu. Ég er mjög ánægður hafi ég getað gert félaginu gagn með þessari gjöf. þá er takmark- inu náð. — En svo við snúum okkur aftur að gamla timanum hér á Akur- eyri. hér urðu frægar vinnudeilur á árunum áður? — Já. blessaður vertu. hér urðu Framhald af 22 siðu Vísa t tilefni af aðgerðum rikis- stjórnarinnará alþingi siðustu dagana var þessi visa ort og send Þjóðviljanum: _ i orustuiiiii Islandsbörn ekki virðast sigurgjörn. Slefnir þjóð i kvalakvörn. Kári er fvrir aftan Björn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.