Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJJNN Sunnudagur. 25. janúar 1976. af erlendum vettvangi Italskir kommúnistar á fundi: Kissinger óttast þá meira en rússa. Marchais: Tekur „alræði öreig- anna” út úr stefnuskránni. t byrjun vikunnar laúk fundi helstu leiðtoga sósialdemókrat- ískra flokka í Evrópu, sem hald- inn var i Helsingör i Uanmörku. Siðasta daginn urðu miklar og að sögn allsnarpar umræður um samstarf sósialdemókrataflokka við kommúnistaflokka i Vest- ur-Evrópu. Þegar þetta er ritað er enn ekki nákvæmar upplýsing- ar um þessi mál að hafa. Við vit- um, að Helmut Schmidt, forsætis- ráðherra Vestur-Þýskalands hamaðist mjög gegn samvinnu við kommúnista, einkum ef hún leiddi til stjórnarsamvinnu — væri það stórhættulegt fyrir Nató. En Mitterand og de Martino, frá sósialistaflokkum Frakklands og ttaliu, voru á allt öðru máli. Mitterand taldi náið samstarf við kommúnista afar veigamikið og efaðist mjög um þá kenningu Schmidts (og Kissingers) að varnarkerfi Vestur-E vrópu mundi riða til falls ef að komm- únistar færu með hluta stjórnará- byrgðar. Skiptingin varð reyndar mjög einföld á fundinum: fulltrú- ar þeirra sósialdemókrataflokka, sem hafa mjög smáa kommún- istaflokka við hlið sér, sjá enga á- stæðu til samvinnu. En sósfal - demókratar i löndum þar sem kommúnistaflokkar eru áhrifa- miklir (Finnland, ttalia, Frakk- land) virðast nú alihliðhollir slfku samstarfi. Fjandskapartíminn Það er að sjálfsögðu engin til- viljun, að samstarf verklýðs- flokkanna skipaði svo mikinn sess á Helsingörfundinum. Aðstæður i álfi’nni hafa breyst mjiög á und- anförnum árum og skapað allt aðrar og betri forsendur fyrir samstarfi flokka sem tengdir eru verklýðshreyfingunni, bvort sem þeir kenna sig við sósialdemó- krati, kommúnisma, eða blátt á- fram sósialisma. Fljótlega eftir strið rofnaði sú samstaða, það samstarf sem tek- ist hafði með verklýðsflokkum viða i álfunni i sameiginlegri bar- áttu við fasisma, þýskt hernám. Ein helsta ástæðan var sú, hve al- gjört áhrifavald stóru sigurveg- aranna tveggja, Sovétrikjanna og Bandarikjanna, varð á alla póli- tiska þróun beggja vegna járn- tjaldsins svokallaða. Þarna varð um ýmsar vixlverkanir að ræða, sem fjarlægðu verklýðsflokka i flestum löndum hvern frá öðrum. Sú keð ja atburða verður ekki rak- in hér, en þegar komið er töluvert fram á kalda striðið verður stað- an eitthvað á þessa leið: — Sósi'aldemókratar segja sem svo: með þvi að halda fram hinni sovésku og austurevrópskri fyrir- mynd útiloka kommúnistar um- talsvertsamstarf við sósialdemó- krata. Þeir gefa til kynna að kæmust þeir i valdastöðu mundu þeir afnema borgaraleg lýðrétt- indi (samtakafrelsi, prentfrelsi o.s.frv.) og reyna at gleypa flokka sósialdemókrata heila eða hálfa, setja þá undir sina kenn- ingu og sinn aga, en kasta þeim út i ystu myrkur sem ekki vildu dansa með. — Kommúnistar gerðu hins- vegar harða hrið að sósialdemó- kratiskum flokkum fyrir fylgis- spekt þeirra við bandariska utan- rikisstefnu og ævintýramennsku hennar. Einnig fyrir það að bera verulega ábyrgð á heimsvalda- sinnuðu brölti eigin rikis (t.d. strið frakka gegn þjóðfrelsis- hreyfingu Alsir). Auk þess voru kommúnistar miklu harðari i al- mennri kjarabaráttu i hverju landi, og töldu sósialdemókrata hafa svikið fyrri fyrirheit um breytingar á samfélaginu (Sósialdem ókratar staðfestu reyndar allmikið af þeim ásökun- um með þvi' að breyta jafnvel stefnuskrám sinum i átt til aðlög- unar að rikjandi skipulagi — má þá visa til vestur-þýskra krata til dæmis). Nýjar aðstæður En undanfarin ár hafa verið að gerast atburðir sem draga mjög úr þessum andstæðum og gagn- kvæmum ákærum. Siðkapitalismi velferðarrikis- ins reyndist ófær um að leysa ýmsan mikilvægan vanda — og það kom á daginn, að hinn mikli hagvöxtur, sem hafði bætt lifs- kjör um mestalla álfu og skotið alvarlegum pólitiskum átökum og umræðu á frest — hann mundi ekki'til lengdar fá staðist. Upp kom ný kynslóð, sem ekki var mótub af fyrri átökum milli verk- lýðsflokka. Hún lét i ljós mikla „eftirspurn eftir sósialisma”, sem hvorki sætti sig við sósial- demókratiskt kjarkleysi né held- ur austurevrópska fyrirmynd. Við þessu urðu hinir hefðbundnu flokkar að bregðast. Sósialdemó- kratar eignuðust viða vinstriarm, sem blés rykið af framtfðarsýn- inni og neyddi forystuna til að setja aftur á dagskrá mál eins og eignarrétt og verklýðsvöld. „Manneskjan getur ekki lifað án þess að eiga sér útópiu”, fram- tiðarsýn um réttlát samfélag, sagði Olof Palme i jólaviðtali við DN. Víetnamstriðið og gagnrýni yngri kynslóðar varð og til þess, að i heild losnaði um tengsli evrópskra sósialdemókrata við bandariska hagsmuni og pólitik. Allt eru þetta þættir sem með ein- um eða öðrum hætti færa ofar á dagskrá spurningar um samstarf við kommúnista. Kommúnistar verða að sinu leyti eðlilegri samstarfsaðilar Vegna þess að i mörgum löndum hefur farið mikið fyrir róttækri EFTIR ÁRNA BERGMANN endurskoðun þeirra á þjóðfélög- um og kommúnistaflokkum Sovétrikjanna og Austur-Evrópu. Ekki svo að skilja að þarna sé um pólitisk sniðugheit að ræða. Stað- reyndin er sú, að gjörólik þróún samfélaga um austan og vestan- verða álfu og þar eftir gjörólik staða flokka þeirra sem kenna sig við kommúnisma hefur orðið að þeim áhrifavaldi sem hlaut að valda miklum breytingum á evrópskum flokkum sem til vinstri eru við sósialdemókrata. Afstaða til Sovét Hin mikla trú á hina sovésku fyrirmynd átti sér forsendu i kreppu auðvaldsins og fasisma- hættunni á fjórða áratuginum og i þakklæti fyrir hið rnikla framlag sovéska hersins til sigurs yfir Hitler. Allmiklu siðar voru settar á dagskrá herfilegar afleiðingar stalinisma i ýmsum myndum, sem kommúnistar áður ekki skildueða þorðuekki að kannast við. Aillengi var það útbreidd af- staða meðal kommúnista að út- skýra þessi fyrirbæri með afsak- andi hætti: þetta fórnú svona hjá þeim af þvi þeir tóku við snauðum löndum og ólæsum og i rúst, af þvi þeirurðu fyrstir, af þvi þeir höfðu ekki lýðræðislega hefð o.s.frv. En við hér fyrir vestan munum fara öðruvisi að. En svo kemur það á daginn, að sovétmenn eru i reynd ekki á þeim buxum að lita á sitt eigið samfélag fyrst og fremst sem afsprengi mjög sérstæðra aðstæðna. Heldur telja þeir það i reynd algjöra fyrirmynd i öllum meiriháttar atriðum, einkum að þvi er varðar þá kenningu að sósialismi sé óhugsandi án for- ræðis (hegemóniu) kommúnista- flokksins, svonefnda, „alræðis ör- eiganna”. Með innrás i Tékkó- slóvakiu og framkomu við sovéska andófsmenn er i raun verið að leggja áherslu á þessa kenningu. Og þetta tvennt vérður öðru fremur til þess, að vestur- evrópskir kommúnistaflokkar láta sér ekki nægja að „útskýra”, heldur taki upp virka gagnrýni á hin austurevrópsku þjóðfélög, halda fram viðhorfum, sem kenn- ingamenn i Moskvu mundu blátt áfram ekki viðurkenna sem marxisma eða þá leninisma. Og frakkar líka Þessi þróun hefur verið hvað gleggst á Italiu: sjálfstæð stefnu- mótun og gagnrýnin afstaða hins volduga italska kommúnista- flokks er löngu orðin staðreynd sem jafnvel tortryggnustu borg- aralegir fréttaskýrendur geta ekki sneitt hjá. Mjög skyld við- horf hafa komið fram hjá spænska kommúnistaflokknum sem þegar er áhrifamikill í sinu landi. Hollenski flokkurinn hefur lengi verið afar óvæginn i gagn- rýni á sovétmenn. Nýlega má lesa i blöðum útfærða gagnrýni á frelsisskerðingar i Sovétrikjun- um og á gyðingafjandskap þar eftir einn helsta forystumann breska kommúnistaflokksins, John Gollan. En það sem vekur mesta at- hygli að undanförnu er sú þróun sem átt hefur sér stað i kommún- istaflokknum franska, sem for- maður flokksins, Georges Mar- chais, hefur alls ekki dregið dul á. Hann hefur hvað eftir annað tekið fram i greinum og blaðaviðtölum að undanförnu, að það rikti á- greiningur milli franska flokksins oghinssovéskaum skilningá lýð- ræði og frelsi. Það hefur komið til orðahnippinga milli málgagna flokkanna vegna þessa — og Mar- chais hefur tekið þátt i þvi að fá leystan úr geðveikrahæli sovésk- an andófsmann (stærðfræðinginn Pljúsj). Menn hafa þóst mega lesa það af nokkrum greinum i Prövdu, að sovéskir ráðamenn hefðu stórar áhyggjur af þessari „itölsku villu”, sem hefði gripið um sig i Frakklandi — en i des- ember i fyrra ræddi Marchais einmitt við Berlinguer, formann italska flokksins, i Róm og gáfu þeir út sameiginlega yfirlýsingu sem Prövdu þótti harla „krat- isk”, þegar blaðið fjallaði um málið undir rós. Auk þessa hefur það sjálfsagt sin áhrif á Marchais og flokk hans að bandalag þeirra við sósialistaflokk Mitterands, heldur stöðugt á dagskrá spurn- ingunni um það, hvað gerist i landi eftir að kommúnistaflokkur og sósialistaflokkur taka við stjórnartaumum eftir kosninga- sigur. Viðhorf Marchais má lesa af læsilegri bók eftir hann sem ný- lega er komin út i danskri þýð- ingu (hjá Gyldendal!) undir nafn- inu „Den demokratiske udfor- dring”). Mikill hluti bókar þess- arar er bein eða óbein ritdeila við sovétmenn um ýmis algengustu viðhorf þeirra. Það er t.d. alvég ljóst að hverju eftirfarandi ummæli i bókinni lúta: Sósíalismi og frelsi „Nú um stundir svarar orðið „alræði” ekki til þess sem við viljum. Það hefur niðrandi merk- ingu, sem er andstæð þvi sem við keppum að og er grundvallarat- riði hjá okkur. Jafnvel orðið „ör- eigar” á ekki lengur við, þvi við viljum fylkja meirihluta laun- þega með verklýðsstéttinni. En þetta þýðir ekki að við hverfum frá markmiði okkar: sósialisma i frönskum litum. Þvi án sósial- isma er engin leið út úr krepp- unni”... „Sósialismi er samheiti frelsis. Þetta á við öll lönd og all- ar aðstæður. Það er útilokað að gripa tii kúgunar eða stjómskip- ana gegn þvi að hugmyndir séu settar fram... Þaðer ágreiningur milli okkar og Kommúnistaflokks Sovétrikjanna að þvi er varðar sósialiskt lýðræði”. Hann talar og i sambandi við þetta um að nú þegar sé mikill munur á sósial- iskum samfélögum (nefnir Kúbu, Sovétrikin og Kina) og segir að þessi mismunur muni fara vax- Nokkrir af helstu foringjum sósfaldemókrata fró vinstri: Mitterand, Itabin, Willy Brandt, Mario Soares, Olof Palme, Harold Wilson, Trygve Bratteli, Anker Jörgensen, Helmut Schmidt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.