Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur. 25. janúar 1976. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3
iOMCf •
•Sf.
*j.,\
:■•• JgSHSBí^* * * « «-•- 5a
■:. « fe • : • ss • f ■ÆSM
■■■■ JM—1»8 a & 5 « , »-»MB»
■ v.., *
—» «■■;■: ■ \ ■
B VtaMll«« & « < ;:&%■
ímhI s * w,j\
VÍKÍWhHhR í : ■ » ® f f , IPps X
■ :■, ■ ■ \ \
■
: » • /\ ./ _
(IhhB^ -«!!# -i .k • J>?c
ii|:a:K»!L*®, .1
ss»*
■
Aður en rætt er um framtak
Norr. hússinsskal aðeins vikið að
starfsaðstöðu isl. grafiklista-
manna, þvi hér eins og annars
staðar eru ýmsir þættir saman-
tvinnaðir. Fyrst skal nefna það að
tæki og efni til grafikgerðar eru
óhemju dýr og lúxustolluð, og er
varla á færi einstaklings að koma
sér upp verkstæði á skömmum
tima. íslenskir grafikmenn hafa
að visu fengið inni á verkstæðum
Handiðaskólans, enda sumir
kennarar við þá stofnun, en
skiljanlega eru tækifærin þar
ónóg. Þessi mál hafa oft verið
reyfuð á opinberum vettvangi, en
ætið án þess að ákveðnar tillögur
hafi komið fram um það hvernig
megi leysa úr vandræðunum á
einfaldan máta.
Um langan aldur hefur verið
starfandi Úthlutunarnefnd lista-
mannalauna, skipuð af Alþingi,
og hefur um margt þjónað flokks-
pólitiskum hagsmunum. Þessir
aurar sem nefndin hefur slett i
allar áttir, til fátækra og rikra,
kæmu betur að gagni samansafn-
aðir til stuðnings einhverju einu
málefní, t.d. ef skerfur mynd-
listarmanna hvers árs styddi eina
listgrein, myndlistarmenn fengju
þá aðstöðu sem sárlega
vantar: grafiklistarfólk fullkomið
verkstæði: myndhöggvarar
vinnustofur: vefarar textilverk-
stæði: o.s.frv. o.s.frv. Nú sem
stendur eru listamannalaun
ölmusa, mikil niðurlæging
islenskri myndlist.
Ef þetta draumaverkstæði
grafikfólks væri starfrækt af
fullum krafti, þá væri hugsanlegt
að endurgjalda i verkum þann
stuðning sem opinberir aðilar
láta i té, eitt eintak af hverri
mynd mundi þá smám saman
greiða kostnaðinn, — áfram-
haldandi eintakaf jöldi gæti
borgað verkmenntuðum
kunnáttumanni sem hefði umsjón
með verkstæðinu og væri lista-
fólkinu til aðstoðar. A þvi er ekki
nokkur vafi að tilvera svona
verkstæðis mundi stuðla að
ódýrari myndverkum og jafnari
dreifingu meðal almennings.
Út frá sjónarmiði listkynningar
er framtak Norræna hússins
virðingarvert, hvernig svo sem til
tekst en með tilliti til þróunar
bókasafnsmála (sem hefur leitt
af sér minnkandi sölu á bókum og
hefur verið rökstutt og sannað af
rithöfundum), þá er hugsanlegt
að þróunin geti orðið myndlistar-
fólkinu i óhag og slegið vopnin úr
höndum þess.
011 málefni myndlistarinnar
eru i miklum ólestri og er löngu
kominn timi til að islenskir
myndlistarmenn stofni með sér
stéttarfélag (samanber stéttar-
félag norskra myndlistarmanna)
og skipuleggi, ráðstafi og stjórni
þeim þáttum sem myndlistina
snerta. Ekki aðeins dreifing
grafikverka er fálmkennd, heldur
er öll listaverkadreifing skipu-
lagslaus og ófullnægjandi,
innkaup listasafna villandi og um
of háð listmati einstaklinga,
o.s.frv.
I Norræna húsinu eru nú sýnd
172 verk af þeim 180 verkum sem
munu verða til útlána þegar þar
að kemur. Ógjörningur er að
fjalla um einstök verk, hvað þá að
gagnrýna framlag listamann-
anna af örfáum myndum, sumir
eiga ekki nema eitt verk eins og
t.d. norsku myndlistarmennirnir
(28 listamenn og 34 verk). En
sjálfsagt er að gleðjast yfir
ágætum árangri þegar svo vill
verða. Af dönunum er rétt að
nefna Palle Nielsen og Poul Skov
Sörensen. Finnarnir Lauri
Ahlgrén og Out i-Heiska nen
standa fyrir sinu. Norðmennirnir
Knut Flatin, Atle Færöy, Yvonne
Hjertling og Ole Johan Jörud eru
sannfærandi i fáum verkum. Frá
Sviþjóð virðist Gunnar Norman
fágaðastur. Islensku myndlistar-
mennirnir eiga verk á sýningunni
og hafa flest verið á sýningum
áður.
NÍELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
NORRÆN
GRAFlK
Listlánadeild
Fer ekki best á þvi að vitna i
sýningarskrána: ,,A fundi
Norræna grafikbandalagsins,
sem haldinn var i Norræna húsinu
i Reykjavik i júni 1972, var fyrir
alvöru byrjað að ræða mögu-
leikana á þvi að koma á fót
norrænni listlánadeild i Reykja-
vik. Else Mia Sigurðsson, þá
settur forstjóri Norræna hússins,
sýndi máli þessu mikinn áhuga og
tók þátt i að semja nákvæma
áætlun, og svo fór að sótt var um
styrk til Norræna menningar-
Mynd eftir finnann Lauri Ahígrén (f. 1929), gerð áriö 1973 meðsérf-
graflskum hætti: Lit er þrýst I gegnum opna fleti á þéttofnum vef úr
silki, monyl og nyloni, en hefur áður verið undirbúinn með sérstökum
fylli eða á Ijósmyndatæknilegan hátt.
Mynd úr myndaflokknum Orfeus og Eyrydike III eftir danann Palle
Nielsen (f. 1920). Myndin er skorin i dúk og þrykkt á pappir. 1974.
Litografia eftir norsku listakonuna Marianne Heske (f. 1946). Ljós-
myndafilma er færð yfir á álplötur með sýru og er hver litur þrykktur
af sér plötu.
Æting eftir sviann Georg Krallis (f. 1937). Koparplata er þakin sýru-
heldum grunni, með sérstökum verkfærum er teiknað i þá hluta lians
sem eiga að gefa liá pappirinn. Með mislöngum sýruböðum er hægt að
ná fram styrkleik i tónum, frá ljósu idökkt.
Vatnslitaþrykk eftir Barböru Arnason (1911-1975). Myndin er skorin i
tréplötur og þrykkt á pappir, hver litur fyrir sig. Ath. Hvað pappirinn
gcgnir stóru hlutverki i áfcrð myndarinnar.
sjóðsins til kaupa á grafikverkum
i þessa listlánadeild. Myndirnar
skyldu gefnar Norræna húsinu og
verða þar til útlána, á sama hátt
og bækurnar i bókasafninu.
Þegar i upphafi var ákveðið að
myndirnar yrðu ekki eingöngu til
útlána i Reykjavik, heldur einnig
að hægt yrði að lána þær út frá
öðrum bókasöfnum islenskum,
sem Norræna húsið hefur sam-
starf við.
Norræni menningarsjóðurinn
veitti styrk til listaverkakauþ-
anna 1974, og voru siðan keyptar
180 myndir á sýningu Norræna
grafikbandalagsins i Bergen i
mai 1975. Norræn dómnefnd valdi
myndirnar.”
Grafiklistin var um langt árabil
nokkur hornreka i islenskri list-
framleiðslu, það var útbreidd
skoðun að grafikmynd væri eftir-
prentun annars verks og þar af
leiöandi litils virði, fjöldi eintaka
þótti lika rýra gildi þeirra. A
siðasta ári var eftirtektarvert
hvað grafiksýningar voru margar
og margbreytilegar i sýningar-
húsum Reykjavikur, tækni og út-
færslumáti listafólksins heillaði
þá sem gera miklar kröfur, og
siðast en ekki sist eru grafik-
myndir ódýrar.