Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur. 25. janúar 1976. IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Umsjón: Halldór Andrésson King Crimson HUÓMSVEIT ÖRLAGANNA Svona leit hulstrið utan um fyrstu Giles Giles & Fripp plötuna út. Hljómsveitin KingCrimson var ein af mest metnu framúrstefnu- hljómsveitum á þeim árum sem svonefnd stefna var i háveguin höfð. King Crimson tókst með nokkuð góðu móti að tengja saman svo ólíkar tónlistarstefnur sem rokk, jazz og klassik, auk „avant garde” og annarra frjálsra tónlistarforma. King Crimson gáfu út niu breiðskifur og af þeim tel ég persónulega 4 vera klassiskar öilum tónlistar- unnendum (þ.e. ódauðlegar); hvað sem öðruin sýnist. Þessar fjórar eru ,,In the Court og the Crimson King”, ,,In thc Wake of Poseidon”, „Lizard” og „Lark’s Tongues In Aspic”. i upphafi. Ár sigra Hljómsveitin King Crimson hiaut hið hljómfagra nafn sitt i nóvember 1968. Þeir sem þá skip- uðu King Crimson voru Robert Fripp, gitaristi, Michael Giles, trymbill, Ian McDonald, sem lék aðallega á gitar i upphafi en lék annars á hvað sem var, Greg Lake, söngvari og bassaleikari og Pete Sinfield, sem orti ljóð og stjórnaði sviðslýsingu, King Crimson, sem átti eftir að hafa mikil áhrif, þó ekki væri hér reyndar um neina frumraun að ræða. Hljómsveitin hafði orðið til þannig að árið 1966 stofnuðu þeir félagar Robert Fripp og Michael Giles trió ásamt Peter Giles, bróöur Michaels, sem lék á bassagitar. Þetta trió stækkaði svo með timanum og Judy Dyble (sem var siðar annar helmingur dúettsins Trader Horn) kom sem söngkona, og siðar kom Ian McDonald, sem annar gitaristi og söngvari, en hann hafði áður leikið með Peter Sinfield.auk þess veriö 5 ár i lúörasveit hersins. Ian McDonald haföi reyndar lika unnið fyrir sér sem tæknimaður fyrir hljómtækjaverksmiðju sem framleiddi Mellotrón. Skömmu eftir að McDonald kom inn i Giles, Giles & Fripp hætti Dyble og svo i nóvember hætti Peter Giles og þá kom Greg Lake inn á bassa og raddbönd, auk Pete Sinfields. Greg Lake hafði áður verið gitarleikari hljómsveitar sem hét Godz. Pete Sinfield vann tilskammstima við það sem kall- að er i auglýsingum hér tölvu-operator. Eftir að hafa spil- að út i þvi starfi stofnaði hann hljómsveit og ferðaðist til Spánar og Marokkó. King Crimson hófu, þrátt fyrir það að hljómsveitin væri stofnuð i nóv. 68, ekki æfingar fyrr en i janúar 1969. Þeir hófu að leika i Marquee-klúbbnum í april sama ár og náðu fljótt nokkrum vinsældum vegna velheppnaðs sambands milli tónlistar og sviðs- lýsingar. t Marquee léku þeir með þekktum jass-saxófónista, John Surman, og hljómsveitinni Circus, og Keith Tippett Group, en tvær þær siðar nefndu koma siðar við sögu. Hljómsveitin lék strax i upphafi einungis frumsamið efni (að fráskildu einu lagi, reyndar, „Get Thy Bearings” sem er eftir Donovan, og Utsetningu þeirra á „Mars” Holz úr „Plánetu-svitunni”). Þrátt fyrir það að hér væri ný hljómsveit á ferð með algerlega óþekktum tónlistarmönnum, var barist um útgáfurétt á hljómplöt- um þeirra sem endaði með þvi að King Crimson var hjá Atlantic i USA en Island i Bretlandi, þrátt fyrir það að Mercury byði mun haérri upphæðir. Fyrsta King Crimson breiðskif- an kom svo út i október 1969, „In the Court of The Crimson King” auk litillar plötu með titillaginu á framhlið. „In the Court of the Crimson King” var hælt á hvert reipi i popppressunni, og t.d. Pete Townshend sem þá hafði nýlega gefið frá sér „Tommy”, sagði að „In the Court Of The Crimson King” væri óumdeilanlegt meistaraverk. King Crimson (fyrsta útgáfa) fór svo í Amerikureisu i byrjun október, sem reis hæst i Fillmore East i lok nóvember (1969), þeir sem léku lika Nice og Joe Cocker. Ár endalausra skipbrota King Crimson komu heim i desember eftir erfiða reisu og með þær válegu fréttir að tveir meðlimir væru hættir, þeir Michael Giles og Ian McDonald. Astæöan var sú, að þeim fannst bransinn vera siðspillandi og ferðalögin á milli staða niður- drepandi og vildu ekki láta timann renna svona frá sér; einnig ættu þeir konur og heimili sem þeir vildu snúa til að loknu dagsverki. Þeir hugðust taka upp stúdió-plötu og vinna fyrir aðra i stúdiói o.s.frv. McDonald og Giles gáfu út plötu sem hét einfaldlega „McDonald Giles”-,platan er ekki mikið frábrugðin King Crimson tónlistinni, enda var Giles þar styrk stoð. Á plötu þessari eru, auk þeirra, Steve Winwood og Peter Giles, og Pete Sinfield sem- ur texta við verkið „Birdman” sem fyllir hlið 2, McDonald fór svo út i hljómplötu-upptöku- stjómun, fyrstfyrir Gay & Terry Woods, sem þá voru nýhætt i Steeleye Span og lék um tima á saxafón i T. Rex. McDonald var einn af merkilegri hljóðfæraleik- urum King Crimson. Giles stofnaði, eftir plötuna með McDonald, hljómsveit ásamt Andy Powell á bassa og Robin Thompson á orgel, hljómsveitin var skammlif, en Giles er eftir sem áður einn af eftirsóknarverð- ustu trommuleikurum Bretlands, og hefur leikið á óteljandi mörg- um hljómplötum. En King Crimson sátu nú eftir með sárt enni. Þetta var ekki eina skipsbrot ársins; hljómsveitin komst aldrei upp á svið árið 1970. 1 janúar var reyndar kominn saxafón- og flautuleikari, sem ekki mátti nefna strax, en það var Mel Collins, fyrrverandi meðlim- ur fyrrnefndrar Circus. Auk þess voru þeir komnir með trymbil sem hafði leikið meö Jacobs Ladder (?!) I febrúar-mars hófust svo upp- tökur á annarri breiðskifu King Crimson, en þá stóö hljómsveitin svona: Robert Fripp, gitar og mellotrón/Greg Lake, söngv- ari/Peter Sinfield, textar/Mel Collins, saxafónar og flauta/Pet- er Giles, bassagitar. Auk þeirra komu fram á plötunni Keith Tippett (pianó), og Gordon Haskell (söngur í einu lagi). t april 1970 segir svo Greg Lake sig úr King Crimson og stofnaði trió ásamt Keith Emerson úr Nice og Carl Palmer úr Atomic Rooster, sem þeir kölluðu Emer- son Lake & Palmer. ELP voru i fyrstu samblandaí tónlist Nice og King Crimson og mæli ég með fyrstu plötu þeirra fyrir King Crimson aðdáendur; ekki meir, nema vera skyldi litla platan hans Lake sem kom út nú fyrir jólin, en hún er samin ásamt Pete Sinfield: „I Believe In Father Christmas”. Stofnun nýju hljómsveitarinnar féll um sjálfa sig af sameiginieg- um og fjárhagslegum ástæðum eftir brotthlaup Lake. „In The Wake Of Poseidon” kom út i mai og fékk enn betri viðtökur en sú fyrri, enda meira lagt i hana og Keith Tippett einn bestu pianisti sem völ er á. 1 september 1970 var svo gefin út fréttatilkynning til poppblaða að King Crimson væri enn á lifi og væri að taka upp breiðskifu enn á ný. Auk þess stóð til að fara að leika opinberlega i upphafi árs 1971. 1 hinni nýju hljómsveit, sem telst ópinberleg King Crimson 2, voru: Fripp Sinfield, sem lék nú á syntheziser, Mel Collins, Gordon Haskell, sem lék á bassa og söng, Hljómplötur King Crimson og pöntunar- númer (ensk) Breiöskífur: IN TIIE COURT OF THE CRIMSON KING (Island ILPS 9111) útgefin 1969 IN THE WAKE OF POSEI- HON (Island ILPS 9127) 1970 LIZARD (Island ILPS 9141) 1970 ISLANI4S (Island ILPS 9175) 1971 EARTHBOUND (Island HELP 6) 1972 LARK’S TONGUES IN ASPIC (Island ILPS 9230) 1973 STARLESS & BIBLE BLACK (Island ILPS 9275) 1974 RED (Island ILPS 9308) 1974 USA (Island ILPS 9316) 1975 Smáskifur: IN THE COURT OF THE CRIMSON KING/ I TALK TO THE WIND (Island WIP) CAT FOOD/GROAN (Island WIP) Breiöskifur sterklega tengdar Crimson tónlist- arlega: STILL (Pete Sinfield). (Manticore MC 66667) 1973 McDONALD & GILES (Island ILPS 9126) 1972 EMERSON LAKE & PALMER (Island ÍLPS 9132) 1970 THE CHEERFUL INSANITY OF GILES GILES & FRIPP (Deram SML 1022) 1968 og Andrew McCullough, sem lék á trommur. Eina breytingin sem hafði raunverulega átt sér stað var að nú var kominn fastráðinn trymbill og Gordon Haskell, sem tók við sönghlutverkinu strax i april, tók yfir bassaleik af Peter Giles. Auk þeirra voru sem auka- menn þeir Keith Tippett, Nick Flvans (básúna) og Marc Charig (comet), sem taldir voru laus- ráðnir i King Crimson. Svo ekki söguna meir fyrr en i desember, en þá kemur út þriðja og besta platan „Lizard” og ber hlið 2 upp merki King Crimson sem merkilegrar hljómsveitar. þar sem hinum ýmsu tónlistar- stefnum er mjúklega fléttað saman. Samstarf Robert Fripp og Keith Tippett var i hápunkti á þessari plötu, og liklega er það ástæðan fyrir stórfengleik verks- ins. Hljómsveitin sem varö vinsæl eftirá t bvrjun 1971 gufaði s\o þessi opinbera KC 2 hljóðlaust upp. en King Crimson 3 var ekki eins lengi að mótast; hún var tilbúin i feb. að öllu leyti öðru en þvi, að bassaleikara vantaði. en John Wetton, bassaleikari Family og góðkunningi Fripp. hafði alþakk- að boð Fripp um að ganga i hljómsveitina. Fripp kenndi þvi söngvaranum Boz Burrell bassa- leik frá grunni og hljómsveit hóf að leika i april! Þeir hljóðfæraleikarar sem nú voru hættir voru Gordon Haskell •og Andy McCullough. En fyrst nokkur orð um Peter Giles. Giles var með Fripp áður en KC var stofnuð; hann var meira inni i jass en rokki og var besti bassa- leikari sem King Crimson nokk- urn timann höfðu. Samleikur þeirra bræðra Michael og Peter ereitt af þvi besta sem ha’gt er að hugsa sér. Gordon Haskell hafði i október 1969 gefið út breiðskifu hjá CBS sem hét „Sail in my boat” og fékk hún góða dóma. Hann hafði lika verið i hljómsveit sem Fluer de lys stofnaði ásamt Brvn Haworth og Pete Sears (1966). Andrew McCullough stofnaði eftir veru sina i King Crimson. ásamtGraham Field fvrrverandi orgelleikara Rare Bird (Sympathy). og Bill Hain. bassa- leikara, hljómsveitina Fields. McCullough var ekki lengi i Fields, heldur gekk hann fljótt til liðs við tvo fvrrverandi Colosseum - meðlimi. Dave Greenslade < org) og Ton.v Ree ves (os) og stofnaði Greenslade ásamt Dave Lawson (hljómborð) fyrrum meðlim Web. Greenslade eru reyndar ný-uppleystir. t King Crimson 3 voru Fripp. Siniield, Collins, lan Wallace. (trommur) og Boz Burrell (bassi og söngur). Wallace kom úr World. hijómsveit Neil Innes. fyrrverandi Bonzo Dog Band meðlim, en Boz hafði litið að- hafst, en einhvern timann var hann þó söngvari i hljómsveit með Ian McLegan (orgelleikara Faces). „Island” fjórða breiðskifa KC kom út i desember og hvarf nokk- urn veginn i jólaflóðinu. þar sem hún náði ekki fyllilega þeim gæðaflokkisem KChöfðu sett sór. 1972, nýir félagar og breytt tónlist King Crimson fara i lok árs 1971 i Amerikureisu sem endaði á jafnvel enn sorglegri atburði en fvrr er Robert Fripp rak smn haldgóða samstarfsmann. Pete Sinfield, i lok desember 1971. Og um miðjan janúar levsist Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.