Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur. 25. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Norðurlandaráðsverðlaun sigla til tslands hraðbyri á þessum stormasögu dögum : Ólafur Jóhann hlaut bókmenntaverð- laun, Atli Heimir tónskáldaverð- laun. Fyrir Konsert fyrir flautu og hljómsveit. t viðtali sem blaðið átti við Atla Heimi var hann fyrst að þvi spurður, hvað honum fyndist um verðlaun sem þau erhann nú fær, hverju hlutverki þau gegndu. — Bg held að þessi verðlaun hafi orðið til þess að vekja athygli á mönnum og löndum. Skapa nánara samband og efla upplýs- ingastreymi — allavega á Norðurlöndum sjálfum. Þetta er ótviræð þýðing verðlaunanna. Annars veit ég ekki hvaða afleiðingar þessi verðlaun kunna að hafa. Ef að þau vekja athygli á þvi starfi sem hefur verið unnið hér á undanförnum árum, þá er það gott. Verðlaunaverkið — Hvernig varð verðlauna- verkið til? — Forsagan er sú, að ég fékk utanfararstyrk frá Mentamála- ráði. Mig langaði til að fara út i elektrónik og hélt til Kanada og vann i elektróniskri vinnustofu þar sumarið 1973. Ég var viðloð- andi hjá Robert Aitken, sem hefur oft komið hingað og hefur bersýnilega ánægju af þvi. Hann er með albestu flautuleikurum sem nú eru uppi. Ég hafði skrifað fyrir hann og trio sem hann er með og kallar Lyric Arts Trio. (Það var reyndar einu sinni fyrir 4 misskilning kynnt sem Lonely Hearts Trio og hefur það nafn loðað við hjá kunningjum.) Verk þetta, Bizzarerics, hafði verið flutt i Kanada og gekk vel. Við höfðum þá nokkuð góðan tima, hann sýndi mér flautusafn sitt, sem er mikið og gott, við fórum saman i flaututækni og upp úr þessu fór ég aðskrifa. Um haustið gat ég sent honurh flauturöddina og verkið var svo frumflutt um veturinn þegar Robert kom hingað. Ég stjórnaði hljómsveit- inni sjálfur. Verkið hefur ekki verið flutt aftur. Ég er haldinn einskonar endurskoðunaræði og vildi gjarna breyta ýmsu áður en af þvi yrði. Ég er kannski ekki rétti mað- urinn til að lýsa þessu verki. Mér finnst að þarna komi vissir hlutir fram sem hafa loðað við mig siðan — viss austurlensk áhrif einkum undir lokin — þá lék Robert á bambusflautu sem hann hafði látiðsmiða fyrir sig, verkið deyr hægt og hægt út. 1 samtali við Róbert heitinn Abrahams komumst við að þeirri niðurstöðu, að kannski væri þetta verk i klassisku formi, nema hvað þvi hefði verið snúið við — hápunkt- urinn kæmi fyrst — og þá aðdrag- andinn siðast. Snillingar ýmiss konar — Þetta verk er skrifað fyrir snilling, virtuós, ekki satt? En þú hefur ekki alltaf verið sérstak- lega hrifinn af virtúósum? — Það er ýmislegt að athuga í þvi sambandi. Það eru til menn Viötal við Atla Heimi Sveinsson tónskáld sem eru litið annað en fingra- fimin, allt annað virðist hverfa i skuggann fyrir henni. En aðrir menn ráða bæði yfir fingrafimi og músfktilfinningu og þeir eru auð- vitað þeir bestu flytjendur. Robert Aitken er einn af þeim. Ég ætlaði að skrifa mjög erfitt verk, en það var sama upp á hverju ég fann, hann lék sér að þvi öllu. Robert er jafnvigur á alla tónlist. Og hann er að þvi leyti sjaldgæf manngerð, að hann setur sér mjög erfið prógrömm, gerir mikið af þvi að frumflytja verk. Hann hefur t.d. unnið allmikið með islenskum tónlistarmönnum, flutt verk bæði eftir mig og Þorkel Sigurbjörnsson. Það má geta nærri að þetta er óhem juleg vinna — að sinna svo mjög frumflutn- ingi, æfa upp verk, og menn sem gera þetta eru sannarlega ekki of margir. Aö sveifla sprota — Þú stjórnaðir sjálfur hljóm- sveitinni þegar konsertinn var frumfluttur. Stundum heyrir maður tónskáld segja sem svo, að þeim finnist eiginlega merkilegra að stjórna hljómsveit en skrifa fyrir hana. —■ Sjálfur hefi ég enganmetnað sem hljómsveitarstjóri. En þegar égvar viðnám iÞýskalandi lærði ég svoli'tið i hljómsveitarstjórn. Ég lauk þvi námi ekki, en ég hafði mjög gott af þvi. Maður kynnist hinum praktisku hlutum, stendur i návigi við öll þessi flutnings- vandamál. Sem kannski vilja gleymast hjá tónskáldi meðan hann er bundinn við sitt skrifborð. Tónskáldið heyrir ekki hvað hann hefur gert fyrr en i flutningi — og ég hefi heyrt kollega láta i ljós skiljanlega öfund i garð t.d. málara sem sjá árangurinn jafn- hraðan, af þvi sem þeir eru að gera. Nú hafa tónskáld oft stjórnað flutningi verka sinna — reyndar með mjögmisjöfnum árangri. Ef að tónsmiðurinn er þvi verki vaxinn, þá er hann kannski besti stjórnandi sem völ er á. En aðrir reyna þetta — og kunna blátt áfram ekki fagið. Ég er þarna einhversstaðar mitt á milli, held ég. Það er gaman að bregða þessu fyrir sig, og áreiðanlega hollt. Uppákomur — Sjálfsagt eru margir vanir þvi að tengja nafn þitt við uppákomur og glannaskap i músiklifi. Það er ljóst að verk yngri kynslóðar tónskálda hafa verið mjög erfið fólki með venju- lega músikreynslu. Finnst þér undirtektir þær sem ný tónlist hefur fengið hér séu dræmari en annarsstaðar i kringum okkur, sambandsörðugleikarnir meiri? — Það held ég ekki. Vib Þorkell Sigurbjörnsson vorum reyndar á dögunum að tala um umsögn eftir Sigursvein i Þjóðviljanum. Þar segir á þá leið aðtónskáld islensk séu farin að höfða meira til almennings og að það sé vel — og er vitað til Albumblatt eftir Þorkel sem flutt var á siðustu sinfóniutónleikum. Ég held að þetta sé rétt — að við höfum breyst. Þessi kynslóð okkar og Leifs Þórarinssonar og fleiri lenti i því sem mætti kalla „hug- þrautarstil”, við bjuggum til tyrfna músik, sem var ekki aðgengileg nema fyrir litinn hóp. Þetta þótti fint þá, um 1960. Við urðum fyrir áhrifum frá þessu. En ég held að þeir sem voru við þetta hafi sjálfir orðið leiðir á þvi að vera i þeirri aðstöðu að höfða aðeins til litils hóps. Og menn fara, hér og annrsstaðar, að leita nýrra leiða til að brúa bilið. En þvi má þá ekki gleyma heldur, að áheyrendur hafa lika breyst og kannski meira en tónskáldin. Ómstriðir hljómar, elektrónisk hljóð hafa komið inn i músikina, einnig i poppið, og eru orðin hluti af okkar umhverfi. Það mætti segja mér, að verk eins og Albumblatt eftir Þorkel hefði þótt hneyksli fyrir 10—15 árum. A föstudaginn var flutt eftir mig verk fyrir flautu og pianó i Norræna húsinu, og það fékk góðar og hlýlegar viðtökur — það hefði áreiðanlega alls ekki átt svo greiðan aðgang að fólki fyrir svosem áratug. Flytjendurnir hafa lika breyst, sýna nýjum hlutum meiri áhuga og skilning. Það var þó ekki pípt Þegar þessi kynslóð sem ég var að tala um kemur skyndilega á vettvang þá er almenningur ekki undir slik ósköp búinn. Ef við litum á prógröm frá þeim tima, á hljómleikum, i útvarpi, þá finnst manni, að það hafi vantað þennan eðlilega hlekk sem tengdi nitjándu öldina við hina róttæku eftirstriðsmúsik. Vantað að menn þekktu vel menn eins og Strav- inski, Bartók og fleiri. Það var ekki nema von að menn yrðu hissa. Og það má lika koma fram, að i raun og veru voru viðbrögðin hér svipuð og annarsstaðar. Þessi músfk var heilmikil bylting i Evrópu. Ég man þá tið i Þýska- landi um 1960, að Stockhausen vakti mikla reiði manna og fékk yfir sig niðursallandi skrif. Viðbrögðin hér heima voru ósköp eðlileg og að þvi leyti stilltari en sumsstaðar annarsstaðar, að hér taka menn ekki upp á þvi að púa niður verk á tónleikum. Fjölbreytni En það var annað sem ég hjó eftir i grein Sigursveins. Hann sagði réttilega að hljómsveitin hefði staðið sig vel i þvi að flytja nýja islenska tónlist i vetur. Og hann bætti þvi við ab sér fyndust verkin hvertöðru lik. Út frá þessu tali okkar Þorkels, kom þar að okkur fyndist það einmitt ein- kenni islensks tónlistarlifs hve ólikir menn væru. Það er mikið samið og margt vel, en mér finnst að sameiginleg einkenni séu heldur fá. Þetta er liklega tengt þvi, að allir hafa farið út að læra og leitað viða fanga: Bandarikin, Þýskaland, Holland, England. Svipaö má einnig segja um eldri menni við eigum fulltrúa allra helstu strauma. Mér finnst fjöl- breytnin miklu sterkari en sam- eiginleg einkenni. — Manstu einhvern sérstakan vanda i músiklifi sem væri öðrum brýnna að leysa? — Nei. Þaðhefurt.d. tekist gott samband milli höfunda og flytjenda.betra en verið hafði um hrið. Flytjendur hafa i vaxandi mæli tekið það upp hjá sjálfum sér að fá islensk verk til flutnings, jafnvel láta skrifa fyrir sig bein- linis. Þetta er mjög jákvætt. Þá og nú — Hvenær gerðir þú þér grein fyrir þvi, að þú myndJr smiða tónverk? — Ég byrjaði reyndar snemma að pára eitthvað, og lærði pianó- leik með menntaskóla. En ætli það hafi ekki verið með mig eins og marga aöra, að ákvörðun um ævistarf verður til um tvitugt. — Hvað var fyrsta verkið sem var flutt eftir þig opinberlega? — Það var Hlými, sem fluttvar fyrst i Köln, en svo hjá Musica Nova, ég held 1963. — Þú átt það til að bregða þér i ýmissa kvikinda liki, t.d. með leikhúsmúsik? — Það er bakteria sem loðir i manni, að hafa gaman af að þefa svolitið af leikhúsheiminum. Það er lika góður skóli — ég tala nú ekki um ef ég ætti eftir að lenda i þvi að semja óperu. Þetta er lika holl æfing i fjölbreytni, i þvi að skrifa mismunandi stil. Útkoman er ef til vill ekki merki- leg músík, en passar vonándi vel á stund og stað. — Hvað um verkið sem þú ert að vinna að? — Það er eiginiega of snemmt að tala um það, nema þetta á að verba meiriháttar verk fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Þvi hefur ekki miðað áfram sem skyldi. Sumpart vegna anna, sumpart vegna þess að ég vissi ekki sjálfur hvað ég vildi. En það átti nú að taka sprett i þessu bráðlega. Eftir að manni er ljóst hvað maður vill, þá getur út- færsluvinnan gengið mjög greið- lega. Mig hefur oft undrað hve miklu margir kollegar minir hafa afkastað — þegar hugsað er til þess hve önnum kafnir þeir eru. við kennslu og annað. Nefnum til dæmis Jón Ásgeirsson — hann fær smáfri og fyrr en varir er heil ópera orðin til. Og mörg dæmi önnur mætti nefna. Það er alveg undravert hvað menn hafa komist yfir. A.B. Atli Heimir er fæddur i Reykjavik 1938. Stundaði nám i pianóleik hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni við Tónlistarskólann. Var við nám i pianóleik og tónsmiðum i Köln og Darmstadt 1959—62 og i elektróniskri músik i Hollandi 1964. Hefur samið fjölda verka fyrir hljómsveit (Tengsl, Flower Shower ofl.) kammermúsik (Fansanir, Hlými), verk fyrir einleikshljóðfæri og segulband (Nótt i Dómkirkjunni) elektróniska músik (Búr), tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús ofl. Höfundur margra útvarpsþátta um tónlist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.