Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur. 25, jainiar 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23
JÓLASAGA
Það var aðfangadags-
kvöld jóla og Palli var að
horfa á sjónvarpið. Það
voru margar skemmti-
legar jólasögur. Kvöldið
áður hafði Palli farið
snemma að sofa.
Mamma og pabbi höfðu
skreytt jólatréð svo
fallegaað Palli hætti ekki
að horfa á það. Nú kom
mamma inn með
bögglana, en Palli sá
hvergi böggul til sín frá
mömmu og pabba. Palli
spurði mömmu hvar væri
böggullinn til sín frá
mömmu og pabba.
Mamma sagði að það
mundi Palli fá að sjá
seinna í kvöld.
Þegar sjónvarpið var
búið fór Palli með pabba
aó keyra út bögglana til
ömmu og afa, frænda og
frænku. Svo fengu þau
alltaf böggla til baka.
Þegar þeir komu heim
fór Palli strax inn í stofu
til þess að gá hvort bögg-
ullinn TIL PALLA FRÁ
MOMMU OG PABBA
væri ekki kominn. En allt
í einu kom pabbi með
böggul sem var til Palla
frá mömmu og pabba. Þá
varð Palli glaður
Svo fór Palli í jólafötin.
Hátíðin var að byrja. Svo
sögðu þau öll GLEÐILEG
JOL. Það var góður jóla-
matursem mamma hafði
búið til. Þegar allir voru
búnir að borða las pabbi
jólaguðspjallið. Siðan
sungu þau jólasálma. Svo
las mamma utan á
bögglana. Oll fengu þau
sjö böggla. Palli fékk
stóran bíl frá mömmu og
pabba. Palli lék sér að
bílnum. Síðan kallaði
mamma í þá að drekka
jólakaff ið.
Þórný Snædal, 9, ára,
Espilundi 13,
Akureyri.
LITLI BRÓÐIR
Þegar litli bróðir fæddist var ég voða spennt. Ég
horfði á mömmu skipta á honum. Þegar hann varð
þriggja mánaða gamall sagði mamma við mig: ,,Vilt
þú keyra litla bróður úti?" Þá sagði ég: ,,Já." Og svo
keyrði ég litla bróður minn úti í snjónum.
Gunnvör Rósa, 8 ára, Eskihlíð 6, Reykjavík.
Hva^a orí er Ipett a?
• -p
s
3 c
6-R
KROSSGÁTA
5t£?/i/£iÍK. £///t)RSSOH 3 'fMfí
Stykk/sHót mf.
Það er góð skemmtun
að ráða krossgátu. Sumir
byrja aldrei á þvi, af því
að þeir halda að það sé
svo erfitt. Auðvitað eru
krossgátur misþungar,
en krossgáta Kompunnar
er létt, ef rétt er f arið að.
í númeruðu reitunum
byrja orðin. Bæði er
mynd og orðskýring.
Skýringarorðin er u
prentuð fyrir neðan og
bera sömu númer og tölu-
settu reitirnir, fyrst
lárétt svo lóðrétt. Myndin
hjálpar til að finna sam-
heiti skýringarorðsins.
Dæmi: 2. lóðrétt veitinga-
hús. Ef við nú athugum
myndina sjáum við að
tveir menn eru að drekka
og bak við þá stendur
BAR. Hvar eru þeir
staddir? Þeir eru á Bar.
Hvaða önnur orð eru
notuð um bar: krá,
knæpa. Hvort orðið
passar? Auðvitað KRÁ.
Nú skaltu reyna, en
athugaðu vel myndirnar
og lestu skýringarnar
nákvæmlega. Byrjaðu á
orði sem þú ert alveg viss
um, þá færðu staf i í fleiri
og svo léiðir 'hvað af öðru.
SKÝRINGAR.
Lárétt: 1. þvær, 5. stríðir,
6. fægja, 7. sunna, 10.
lemja, 11. smá korn, 12.
sífelld hreyfing.
Lóðrétt: 1. hvílist, 2.
veitingahús, 3. andstætt
inn, 4. bakhluti, 8. algengt
strákanafn, 9. land.
m
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
J É
5 m: F/Wnor.
SA/JókftR/..