Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur. 25. janúar 1»76. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
andi eftir þvi sem áhrifasvið
sósialismans veróur sta>rra.
Margir flokkar
Marchais leggur mikla áhcrslu
á þýðingu pólitiskra flokka, sem
eigi að halda álram að þróast
frjálsireftir leikreglum lýðræðis i
frönskum sósialisma. ,,Það er
grundvallaratriði, segir hann, að
i visindaleguni sósialisma er ekk-
ert að l'inna sem réttlæti staðhæf-
inguna um að forsendan fvrir
uppbyggingu sósialísks samfé-
lags sé að einn flokkur sé til stað
ar sem stjórni landinu” og við
þetta bætir hann röksemdum i þá
veru, að einflokkskerfið sovéska
sé fyrst og fremst afkvæmi sér-
stakra aðstæðna: ungt og veik-
byggt byltingarriki berst fyrir lffi
sinu. Marchais segir ennfremur
að kommúnistar muni ekki hætta
að afhjúpa ýmislegt gervifrelsi i
borgaralegu samfélagi og hræsni
sem þvi fylgir ,,en það þýðir ekki
að við metum litils það frelsi og
réttindi sem þjóðirnar hafa áunn-
iðséri langri baráttu. Við viljum.
þvert á móti, gera þetta frelsi að
raunveruleika lyrir alla, skapa
forsendur til að allir geti notið
þessara réttinda.
Og kirkjan
Bersýnilegt er að Marchais er
eins og itölskum lélögum hans
meinilla við hina hörkulega af-
stöðu sovétmanna til kirkju og
trúarbragða. Ilann endurtekur,
að hugmyndafræðileg átök um
skilning á mannlegu félagi og
leiðir til að breyta þvi geti aðeins
farið fram i frjálsri og alvarlegri
umræðu þar sem engin geistleg
eða leikkenning hefur einokunar-
stöðu. ,,Þetta þýðir einnig uð við
liöfnum þeirri hugmynd að sósial-
iskt riki eigi að berjast gegn trú-
arbrögðum .. Sérhver ai'staða
sem fylgir ofsóknum, áreitni eða
andtrúarlegri kreddu er að okkar
skilningi fáránleg (absurd)”.
Þess má geta til fróðleiks að ef
til vill eru hvergi belri lorsendur
fyrir samra'ðu marxista og krist-
inna manna en i Frakklandi. Fyr-
ir tveim árum lýsti kaþólsk bisk-
upastefna i Lourdes þvi ylir, að
engar takmarkanir ba*ri að setja
afskiptum kristinna manna af
stjórmoálum nema að þau af-
skipti mættu ekkivera i andstöðu
vió i'ftirfarandi siðaboð: ,,Þ<'im
fátæku skal sýndur sómi. þeir
veikbyggðu verndaðir, auða'fi
skulu torlryggð. vald peninganna
fordæmt. alræðiskerfum skal
steypt '. ('g samband Iranskra
motmælendakirkna hefur meira
að segja lýst þ\ i yfir að ..mestu
skiptir að linna svar við þvi
hvernig land eins og Frakkland
retur tryggt ser hreytingu Irá
kapitalisma til sósialisma '.
Smitun?
t-cssi þróiin innan helstu
k o m iv ti n i s t a f I o k k a V e s t
ur-Fvropu \ckur áhyggjur
Kremlarliænda m a. vegna þess.
aðhún gæti haft „smitandi" áhrif
um ausUinverða Fvrópu. Nýlegt
(i.æmi i' |>essa veru cr Irá Pnllandi.
Fnginn þarf að vera i ela um að
kommúnistaliokkurinn 1 Verka
mannaliokkurinni i Póllandi ræð-
nr þar lögum og lolum Kn það er
ckki l'yrr en nú. að bornar eru
fram stjórnarsk rárbreyt inga r sem
l-veða beinlinis á um að hann
skuli hala forystuhlutvcrki að
ecrna t þessu tilefni hafa um i»0
forysttn' cnn i pólsku nienntalifi
skril'að bróf til að motmii'lá jx-ss-
,-iri þróun Tclja þcir liiina bcra
\ itni iim ' kort á virð-
ingu fvrir lýðrettindum og lyrir
þjóðlegri ht'fð þar með er látið
að | vi liggja. að stjórniirskrár
brevtingin \ rði i sovesk.uni anda ).
Ilöfundar brel'sins Ijalla námir
íii' mannrcttindi og nota tækilær
ið til að niotma'la ritskoðun,
krefjast rettar vcrkamanna lil að
I jósii sér lorýstumenn án af-
skiptii flokksins og svo vcrkl'iills-
réttiir, keljast þéss að trúarskoð-
anir séu ekki látnar hala áhrif á
stiiðin eitingar o.s.lrv. t 'm þctta
l'lagg samcinasl kiiþólskir.
nokkrir þekktir rithöf. eins og
/bigniew Ilerbert og Antoni Slon-
imski. og svo marxistiir eins og
hiifúðpiiur hagfra'ði i Póllandi.
Fdward l.ipinski 1 sem -iimdi
Framhald á 22. siðu.
Hver vill ekki
SPARA GJALDEYRI,
þegar innlenda varan
er BETRI
og á JAFN HAGSTÆÐU
VERÐI?
Við framleiðum úr beztu hráefnum
Línu — alla sverleika.
Teinatóg: Staple fiber, sérstaklega stamt — hvítt
með bláum þræði.
PEP gamla góða grænýrótta teinatógið.
PPF, filmukaðall blár.
Færatóg: PE, grænt með gulum þræði.
Kúluhankaefni úr Sísal.
Steinahankaefni PPF blátt.
Botnvörpunet og vörpugarn.
STAKKHOLTI 4 Reykjavik
X
Þessi hugsunarháttur lifði sína
gullöld á miðöldum, en við lifum
ekki á miðöldum. Við segjum ekki
að græðgin sé undirrót alls ills.
Við reynum að gera okkur grein
fyrir hinum sögulegu, hagrænu og
pólitisku áhrifaþáttum, sem hafa
leitt til þess að til varð nútima-
heimur arðráns og kúgunar, og
þetta gerum við til að skapa
möguleika á að gripa inn i rás at-
burða og breyta.
Sænska blaðið Dagens
Nyheter hefur að undan-
förnu birt greinaflokk
sem nefnist ,,Sjö dauða-
syndir”. Hér fer á eftir
sýnishorn af þessum
flokki — grein um
Græðgina eftir Kjell
Sundberg.
Græðgi felst i þvi að róta til sin i
æði og safna á haug. Hún er ein af
dauðasyndum og samkvæmt
Bibliunni, sú versta, þvi hún er
rót alls ills. Það sem nú var nefnt
köllum við lélega skilgreiningu,
en áður en við förum nánar út i þá
sálma : Gegn hverjum eða hverju
syndgar hinn gráðugi?
Svörin eru þrjú. 1 fyrsta lagi
syndgar hann gegn guði og kemst
Ein af sjö dauðasyndum
Græögin
þvi ekki inn i himnariki. 1 öðru
lagi syndgar hann gegn náunga
sinum, sem hann rænir, merg-
sýgur eða drepur vegna græðgi
sinnar. I þriðja lagi syndgar hann
gegn sjálfum sér, þvi græðgin
spillir honum og leggur lif hans i
rúst. Imynd þessa getur verið
einbúinn sem snauður, vinalaus,
kaldur, og vesæll deyr á divani
sem hann hefur troðfyllt af pen-
ingum.
Hið fyrsta af þessum svörum —
það sem snýr að guði og himna-
riki getum við látið liggja milli
hluta, við sem leitumst við að
bjarga jarðnesku lifi. Þess i stað
getum við bætt við hina tvöföldu
synd gegn mannfólki bætt við
einni enn : syndinni gegn jörðunni
og þvi sem lifir.
Augljósust græðgi —- og dauða-
synd i bókstaflegum skilningi —
er eitrun lofts, jarðar og vatns,
rányrkja hafs, skóga og akur-
lendis, tortiming æ fleiri dýrateg-
unda, afskræming erfðastofna
okkar með geislavirkni og annað i
þá veru sem ásamt með offjölgun
og fæðuskorti tryggir að stórslys
eru ekki nema nokkra áratugi
framundan.
Hugtakið getur einnig sýnst
merkingarlaust. Þvi við litum á
græðgi sem persónulegan eigin-
leika. Orðið kallar á skömm og
blygðun. En við erum ekki i
sunnudagaskóla og þegar við
bendum á græðgina þá bendum
við ekki á einstaklinga, heldur á
kerfi. Það skiptir ekki máli hvort
bankastjórinn A. er gráðugur
maður eða ekki, það sem skiptir
máli er græðgi kapitalismans. A
sama hátt eru stóriðja, heims-
valdastefna, tæknifræðingaveldi
og skriffinnskubákn haldin
græðgi. Og kerfin skammast sin
ekki. Þvert á móti, þau eru viss i
sinni sök jafnlengi og siðferðis-
kennd okkar snýst aðeins um
prfvatsiðgæði, þvi við erum svo
flækt i þessi keríi, að flest okkar
þjóna græðgi kerfanna með þvi
blátt áfram að vinna. Það skiptir
ekki máli hvort við gerum það
með „réttu” hugarfari eða ekki,
það breytir engu.
Auk þess er hugtakið græðgi
ekki raunhæft. 1 Bibliunni er hið
illa einskonar vald sem getur sest
að i manneskjunni og tortímt
henni. Mennirnir verða tæki og
fórnardýr hins illa, og hið illa er
þvi eitthvað ofar mönnum, sem
aðeinserhægtaðberjastvið með
tilstyrk annarra yfirmannlegra
afla — hinna góðu og guðdóm-
legu. Hugtök eins og græðgin eru
einskonar virkar eilifðarverur.
Hugtak eins og græðgi þýðir þá
ekki neitt — eða hvað? Það er
hvorki orsök né vald eða útskýr-
ing. Hversvegna ættum við að
kenna kapitalismann við græðgi?
Þegar hann er blátt áfram
kapitalismi?
Og þó. Við þurfum á orðinu að
halda til að lýsa glæp, til for-
dæmingar. Við verðum að geta
bent og sagt : þetta er græðgi —
til þess að halda fram grund-
vallarrétti mannsins. Ef menn
vilja bregðast við — þá eru þeir
þeim mun betur færir um það þvi
önugri og barnalegri sem þeir
eru. Betur i stakk búnir til að
verja landamerkin milli þess sem
mennskt er og ómennskt, þessi
landamæri sem verið er að færa
til á degi hverjum með alkunnum
aðferðum. Til að eiga sér tilfinn-
ingar — sjálft tilefnið til að skil-
greina kerfin og ráðast gegn
þeim.
Þvi það er verið að ræna okkur
tilfinningum okkar með mörgum
ráðum. Þær eru gerðar að
iðnaðarframleiðslu og söluvöru
og þeim er dreift til neyslu. Við
erum sviptir tilfinningum okkar
með þvi að samstaða okkar er
rofin og við erum eftir skilin ein-
mana. Persónulegar tilfinningar
— hvilík heimska! Þær eru gerð-
ar óskaðlegar með þvi að
manneskjan sjálf er gerð óskað-
leg. Þú ert efniviður, i þér er ekk-
ert heilagt að finna. Tilfinn-
ingarnar eru ræktaðar af kerfinu
þannig að þær séu skiljanlegar,
námfúsar og þýðingarlitlar. Þær
eru stimplaðar með hugtökum
kerfisins og brotnar niður eins og
þeir baldstýrugu i tukthúsi og
deyjandi fólk á sjúkrahúsi. Þær
þynnast út i uppgjöf okkar.
Við verðum að halda vöku okk-
ar til að halda virðuleik okkar.
Við verðum einnig að benda á
græðgina i hversdagsleikanum.
Þegar matvörubúðinni þinni er
lokað, þá kallar þú það kannski
ekki græðgi. En þegar þú i stað-
inn ekur á vörumarkaðinn og ert
að drukkna þar i firnalegu vöru-
flóði, þá grunar þig ef til vill
græðgina að baki. En þegar þessi
risaverslun setur upp sjónvarps-
vélar til að fylgjast með ráfi þinu
innan um vörurnar — þá hlýtur þó
græðgin að verða augljós : af-
brotið gagnvart mannfólkinu,
skerðing þins virðuleika. ,
Eða tökum til dæmis bilismann.
Fáir munu kalla bilaiðnaðinn
gráðugan, en ef hægt væri einn
góðan veðurdag að raða þeim öil-
um upp á leikvanginum sem lét-
ust eða voru iimlestir i umferð-
inni á liðnu ári — þá myndi vist
enginn er mætir þeirri ömurlegu
sjón neita græðgi þessa kerfis. Og
þar yrðu, vel á minnst, rekin upp
mikil ramakvein. Uss, það er
andstyggilegt að sýna manni ann-
að eins. En hvað er andstyggilegt
ef ekki bilisminn og græðgisglæp-
ir hans?
En menn geta andmælt og sagt
sem svo : Já en af þessu kerfi lif-
um við öll. Ef við lokum fyrir um-
ferðina þá lokum við samfélag-
inu. Vist eigum við hlut að máli.
Við erum læst inni i kerfi græðg-
innar. Einnig þetta gerir sitt til að
hleypa kyrkingi i tilfinningar
okkar og mannlegan virðugleika.
Þetta afskræmir okkur rétt eins
og græðgin afskræmir veslinginn
sem liggur mergsoginn á divani
auðæfanna. En einmitt þess
vegna þurfum við að geta bent og
sagt : Þetta er græðgi.
Það verndar okkur. Það breytir
ekki kerfinu, en það er upphaf og
byrjun breytinganna.
Það er ekki rangt að benda i eitt
ár eða tiu ár eða hundrað ár. Það
erhinsvegar rangt að benda ekki.