Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 10
10. SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 25. janúar 1976.
ÚR GREIN EFTIR
FELIX GUÐMUNDSSON
UM FYRSTA VERKFALL
VERKAMANNAí
REYKJAVÍK, ÁRIÐ 1913
Felix Guðmundsson
i jólablaði, scm fylgdi Sunnu-
dagsblaði Alþýðubiaðsins árið
1927, birtist grein eftir Felix
Guðmundsson um fyrsta verkfall
verkamanna i Reykjavik, en það
var háð árið 1913, þegar hafnar-
gerðin hófst.
i tilefni 70 ára afmælis Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar á
morgun þann 26. janúar birtum
við hér meginiilutann af grein
Felixar, en 70 ára afmælis Dags-
brúnar var einnig minnst i Þjóð-
viijanum i gær.
Felix Guðmundsson, höfundur
greinarinnar, var sjálfur formað-
ur verkfallsnefndarinnar. Hann
var fæddur árið 1884 og dó árið
1950. Felix var um langt skeið
áhrifamaður i Alþýðuflokknum
og starfaði mikið að félagsmál-
um, var m.a. formaður KRON
um skeið. Hann nam múraraiðn á
yngri árum, en siðustu 30 árin,
sem hann lifði var Felix umsjón-
armaður kirkjugarðsins i
Reykjavik. — Fyrirsagnir og
millifyrirsagnir hér eru Þjóðvilj-
ans.
Laun þeirra voru það, að
málstaðurinn, sem þeir
börðust fyrir, hafði þó sigrað
Það var síðari hluta aprflmán-
aðar, eða þrem vikum eftir að
vinna hófst, að allir verkamenn
sem þegar voru byrjaðir að vinna
við hafnargerðina, voru á laugar-
degi kvaddir til fundar, og var er-
indið að tilkynna þeim, að eftir-
leiðis skyldi unnið að minnsta
kosti 12 stundir á dag og yfirleitt
eftir þörfum og ástæðum. Fyrir
þessari nýbreytni voru færðar
þær ástæður. að eftir að vélar
væru komnar i gang, svo sem
kranarnir og brautarvagnarnir,
þá yrði að vinna lengur.
Þótti hart aö láta
útlendan mann
setja skilyrði, þvert
gegn samþykktum
Dagsbrúnar
Nú var svo ástatt, að 10 stunda
vinnudagur var þá þegar orðinn
viðurkenndur af hérlendum at-
vinnurekendum, svo að verka-
mönnum þótti hart að láta útlend-
an mann setja sér ný skilyrði
þvert ofan i samþykktir verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar,
sem viðurkenndar voru.
Þvi var það, að nokkrir menn
tóku sigsamdægurs saman um að
reyna að afstýra þessu ósann-
gjarna valdboði Kirks. Var nú
náð saman fundi með þeim er
unnu, og málið rætt, og voru allir,
er mættir voru, sammála um að
neita þessu skiíyrði, og aðallega
af þessum tveimur ástæðum:
Sumt af þessari vinnu var svo
erfitt, að ærið nóg var að vinna 10
stundir. Þarna unnu rosknir
menn, t.d. við að velta stórgrýti i
for og leðju, og var það svo erfitt
að þeir voru margir svo eftir sig,
að dagar féllu úr hjá þeim. Ætti
að lengja vinnutimann. var það
sama og að ákveða, að þarna
skyldu aðeins vinna hraustustu
menn á besta aldri, öllum öðrum
yrði meinuð vinnan.
Það þótti og ðfært, og enda
hættulegt réttindalega séð, að
láta útlendu félagi haldast það
uppi, aö spilla kjörum og réttind-
um islenskra verkamanna.
Verkfallið hafið
Næsta dag, sem var sunnudag-
ur, var fundur haldinn, og allt
kapp lagt á að allir þeir verka-
menn, er við hafnarvinnuna
unnu, mættu, og munu þeir all-
flestir hafa komið á fundinn, sem
haldinn var i Bárunni. Var málið
enn rætt, og voru menn yfirleitt
sammála um að hefja verkfall, ef
Kirk ekki fengist til að fylgja
settum reglum Dagsbrúnar um 10
stunda vinnutima, en væri óum-
flýjanlegt að vinna lengur i ein-
stökum tilfellum, þá skyldi greitt
eftirvinnukaup fyrir þær stundir,
er fram yfir yrðu. Nokkurt hik
var á nokkrum mönnum og
hræðsla við að nýir menn fengjust
i stað þeirra, er ráðnir voru, ef
þeir hættu. Þetta var þö ekki
meira en svo, að samþykkt var,
ég held mótatkvæðalaust, að
hefja verkfall næsta dag, ef ekki
Ekkert blað
vildi verja
málstað
verkamanna
gengi saman. Talað hafðí verið
við stjörn Dagsbrúnar um málið
og hún heitið þeim stuðningi. er
hún mætti veita. Á fundi þessum
var kosin þriggja manna nefnd til
aö hafa forgöngu i málinu. og að
siðustu undirrituöu allir skuld-
bindingu um að taka ekki upp
vinnu fyrr en málið væri leyst.
Svo endaði þessi minnisstæði
sunnudagur eftir óslitin funda-
höld.
Næsta dag fór framkvæmda-
nefndin að starfa. Skipti hún með
sér verkum þannig, að tveir fóru
um morguninn á vinnustaðina.
Fg fékk það hlutverk. að rita
grein um málið og fór ég að reyna
að koma henni á framfæri. Lagði
ég leið mina til eina dagblaðsins,
sem þá-mun hafa verið til i bæn-
um, ,,Visis”. Ritstjóri og eigandi
var þá Einar Gunnarsson. Tók
hann mér vel og taldi engin vand-
kvæði á að birta greininda, enda
var hann maður frjálslyndur og
blaðið talið ópólitiskt. en ekki
reyndist þetta eins auðvelt og
sýndist i fyrstu. Við blaðið vann
annar maður og hafði vist allmik-
il áhrif (Július Halldórsson lækn-
ir). Hann ias prófarkir, og honum
fannst greinin of persónuleg i
garð hins danska verkfræðings,
en setti minna fyrir sig það, er
sagt var um landana. Varð ég þvi
að sætta mig við, að nokkuð var
úr dregið, þó ekki svo, að það
skipti verulegu máli, en þetta var
eina greinin, sem viö fengum að
birta i blöðum, þar til Dagsbrún
setti á stað Verkamannablaðið,
sem hóf "göngu sina aöallega
vegna þessa máls, og skal frekar
vikið að þvi siðar.
Af hinum félögunum úr nefnd-
inni er það að segja, að þeir lögðu
leið sina suður á Mela, en þar var
óráðnasti flokkurinn að starfi, og
var þar verkstjóri, sem vel vildi
koma sér við Kirk. Gekk hann
miili manna sinna og krafði þá
svars um það, hvort þeir vildu
taka til vinnu þegar i stað, þvi að
nógir af öðrum mönnum biði,
sem vinnuna vildu fá. Var það að
visu ósatt, eins og siðar sýndi sig,
en það reyndist nóg til að draga
kjarkinn úr sumum verkamönn-
unum. Fáir urðu þó til að byrja
vinnuna strax, og þeir fáu sem
byrjuðu, voru fengnir til að hætta
jafnharðan, ýmist með íortölum
eða með þvi að greiða þeim dag-
kaup, en þrátt fyrir allar fortölur
og kaupgreiðslur, — urðu 7 eða 9
menn til að taka til vinnu, þar á
meðal einn eða tveir af þeim er
búið var að greiða kaup fyrir dag-
inn, og var þetta nóg til þess að
veikja samtökin, svo að i raun og
veru töpuðum við verkfallinu á
þeim, þó að málefnið sigraði upp
úr deilunni. Eskihliðarflokkurinn,
— sem Hermann Danielsson
stjórnaði, og ég hef áður getið,
stóð eins og einn maður i deilunni.
og aðrir flokkar til að byrja með,
að Melaflokknum undanteknum!
Það efast víst
enginn um að
þú sért sósíalisti
Þegar hér var komið sögu, þótti
að visu óvænlega horfa, en það
var eigi at siður ákveðið að haida
áfram þeirri baráttu, er hafin var
fyrirrétti islenskra verkamanna.
Var unnið i fullu samkomulagi, og
i samráði við stjórn Dagsbrúnar,
formaður var þá Pétur G.
Guðmundsson, en það sérkenni-
lega við þessa deilu var það, að
það voru verkamennirnir sjálfir,
og margir þeirra ófélagsbundnir,
sem hófu deiluna og verkfallið.
Til þess að það verði ekki misskil-
ið, skal þess getið, að stjórn
Dagsbrúnar átti ekki sök á þvi
hvernig fór, ef um sök var að
ræða. Samtök verkalýðsins voru
bara ekki lengra komin en þetta.
eða orðin þroskaðri. Sá, er þetta
ritar, hafði þá litið hugsað um
verkamannasamtök, eða kynnt
sér þau. Ég held nærri þvi, að það
hafi verið i fyrsta sinn, að ég
heyrði minnst á sósialismann
þegar D. östlund mætti mér á
götu, daginn, sem Visisgrein min
birtistog sagði, að það efaðist vist
enginn um það, hér eftir, að ég
væri sósialisti.
Skal sagt til lofs
eyrarvinnumönnum
Næsta sporið i þessari deilu og
það sem mest á reið, var að fyrir-
byggja það, að aðrir verkamenn,
sem ekki höfðu stundað vinnuna
tækju til starfa i stað þeirra, er
lagt höfðu vinnuna niður. Stjórn
Dagsbrúnar beitti sér fyrir þvi
eftir megni að engir aðrir tækju
upp vinnu, og lét aðvaranir berast
til sinna félaga, og skal það strax
sagt til lofs eyrarvinnumönnun-
um, eins og þeir voru nefndir i þá
daga, að þeir stóðu þétt saman
um það, að spilla ekki árangri
verkfallsins með þvi að fara i
hafnarvinnuna, enda munu þeir
þá hafa verið aðalkjarni Dags-
brúnar. En það var hér margt
manna, sem vann i annarri lausa-
vinnu, og svo var alltaí töluverð-
ur straumur af mönnum i bæinn,
bæði i atvinnuleit um stundarsak-
ir og til að setjast hér að. Flestir
voru þeir ófélagsbunnir. Eins og
áður er getið, hafði verkalýðurinn
ekkert blað, og var þvi erfitt að
koma orðsendingum út til fólks-
ins. Var þvl tekið það ráð, að
festa upp auglýsingar á götun-
um. Auglýsingin var samin af
formanni Dagsbrúnar og form.
verkfallsnefndarinnar.
Kosningadagarnir
einu dagarnir, sem
„ættjörðina” varð-
aði nokkuð um þá
Það er rétt að geta þess, að
nærri lá, að auglýsingin ætlaði að
verða prentsm. Gutenberg til ó-
þæginda, en þar var hún prentuð,
en einsog sjá má var auglýsingin
ekki undirrituð með nöfnum,
heldur stóð, „margir verka-
menn” undir. Þetta kom svo við
taugar lögregluvaldsins, að það
var réttsvo, að prentsmiðjustjór-
inn, sem var Þorvarður Þor-
varðarson, slapp með áminningu.
enda kom hann nú meira við
þessa sögu, þvi hann gekkst fyrir
þvi, að Blaðamannafélagið hélt
fund, og var þar svo látið, að rétt
væri að blöðin almennt lýstu van-
þóknun sinni á þessari aðferð og
kúgun hins danska verkfræðings.
En það kom hinsvegar ekki fram i
dálkum blaðanna: heldur þvert á
móti höfðu sum þeirra það eftir
Kirk, að miklu fleiri byðust til
vinnunnar en hægt væri að taka.
Auðvitað voru það hrein ósann-
indi, þvi að lengi vel voru það að-
eins örfáir menn, sem vildu fara i
vinnuna að minnsta kosti meðan
að flestir af starfandi flokkunum
ekki byrjuðu. En blöðin voru ekki
að hafa fyrir þvi, að rannsaka
það, eða yfirleitt að gera sér rellu
út af kjörum verkamannanna eða
réttindum þeirra, þeir máttu eiga
sig, nema rétt fyrir kosningarnar.
Þá máttu þeir heita „háttvirtu
kjósendur” einsog hinirog þá var
farið heim til þeirra, til að fá þá
til að mæta og kjósa rétt. Kosn-
ingadagarnir voru yfirleitt þeir
einu dagar, sem heill ættjarðar-
innar hvildi á þeirra herðum, eða
„ættjörðina” varðaði nokkuð um
þá.