Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 25. janúar 1976.
Héöinn Valdimarsson var formaður Dagsbrúnar I 15. ár. — Hér talar
Héöinn á útifundi 1. mai
Kvikmynd um Gagarín
MOSKVU (APN) Gorkikvik-
myndaveriö í Moskvu hefur hafið
töku kvikmyndarinnar „Þannig
hófst ævintýrið”, sem fjallar um
æsku Júri Gagarins.
ftg vil ekki skilgreina kvik-
myndina sem ævisögu, þótt hún
byggist á raun verulegum
atburöum, segir kvikmyndatöku-
stjórinn, Boris Grigorjev. Við
reynum, m eð þvi að hafa sann-
sögulcgar staðreyndir sem bak-
grunn, að bregða upp mynd af
manni, sem mótast i nýju sam-
félagi, að lýsa samræmdum og
sönnum persónuleika.
Atburðarásin nær aftur til
striðsáranna. Vegna alvarlegs
sjúkdóms föður Gagarins gat fjöl-
skyldan ekki flutt burtu heldur
varð að vera um kyrrt á
hernumdu svæði. Júri var þá 7
ára gamail. Heimabær hans var
frelsaður eftir hálft annað ár.
Striðið markaði djúpt spor i líf
Gagarins.
Kvikmyndahandritið skrifaði
hinn kunni sovéski rithöfundur
Juri Nagibin.
Sögufélagsbúðin
Framhald af 24. siðu.
manna mest hefur unnið að þvi að
mennta háskólamenn með þvi að
útvega þeim og visa á bækur.
Stærsta átak félagsins á liðnum
árum eru Aiþingisbækur islands
og er nú búið að gefa út allar
gerðarbækur þingsins frá
1560—1750 og eru það alls 13 bindi
en hið 14. kemur út á þessu ári.
Björn segir að þá hafi fylgt
félaginu frá upphafi að það geti
ekki fylgst með og séu þvi eldri
bækurnar langt undir kostnaðár-
verði. Hins vegar hafi þær verið
gefnar út i takmörkuðu upplagi
og um ieið og þær eru þrotnar
kemst verðið upp úr öllu valdi hjá
fornbókasölum. Hann nefndi
alþingisbækurnar sem dæmi en
þær fyrstu eru þrotnar.
Blaðamaður rennir augum yfir
hillur. Hér eru Landsyfirréttar-
dómar og hæstaréttardómar á
gjafverði, Jól á Islandi, islenskir
ættstuðlar, Sýslulýsingar með
skýrslu um hverja sýslu á landinu
um 1750, Stiftamtmenn og amt-
menn á tslandi, Lögréttumanna-
tal o.s.frv.
Björn dregur fram Ævisögu
Jóns Guðmundssonar eftir Einar
Laxness og segir Jón hafa verið
fyrsta reykvikinginn, sem
eitthvað kvað að i landsmálum
næstan á eftir Þorkatli mána,
vaskekta tómthúsmannsson úr
Reykjavik.
Þau Ragnheiður gripa 2 bækur
sem þau segja að litið hafi verið
auglýstar en verðskuldi það svo
sannarlega. önnur er Stjórnarráð
íslands 1904—1961 i tveimur
bindum eftir Agnar Kl. Jónsson.
Þetta er saga verklegra fram-
kvæmda i landinu á 20. öld, segir
Björn, þvi' að þær hafa meira og
minna verið unnar af rikinu. Hin
er Heklueldar eftir Sigurð
Þórarinsson, falleg bók og vel
samin.
1 samræmi við hugsjón Sögu-
félagsins að sinna Reykjavik
hefur það gefið út Safn til sögu
Reykjavikurog eru bindin orðin 3
alls. Þau eru Kaupstaður i hálfa
öld 1786—1836 og Bæjarstjórn i
mótun 1836—1872. Ef menn eiga
rætur i Reykjavik þá fá þeir að
vita hvað forfeður þeirra voru að
sýsla með þvi að glugga i þessar
bækur. Þriðja bókin i þessum
flokki var gefin út i tilefni af þjóð-
hátfðogheitir Reykjavik i 1100 ár
og er ritgerðarsafn um borgina.
Siðastnefnda bókin er til i sér-
stöku hátiðarbandi sem snilling-
urinn Hafsteinn Guðmundsson
gerði.
Ragnheiður skýst inn i pinulitla
panelklædda skonsu og kemur
þaðan með bolla, sjóðandi kaffi
og kökur. Þetta er borið á borð og
nú er eins og við sitjum i húsa-
kynnum þurrabúðarmanns um
aldamót, en ekki i bókabúð i
miðborg Reykjavikur árið 1976.
Svona lætur Ragnheiður lika að
bestu viðskiptavinum sinum.
Hún segir frá þvi þegar hún
stóð fyrir utan i sumar og var að
mála glugga og hurð. Það væri
engu likara en fólk kæmist i
annað tempó þegar bilaniður væri
fjarri. Það hefði gefið sér tima til
að stoppa og spjalla við sig.
Ýmist hafi fólk rekið i rogastans
yfir þessu uppátæki sinu og spurt
hvort hún ætlaði þá ekki bara
næst að leggja i Hákot eða
verið mjög hlyntog ákveðið strax
að ganga i Sögufélagið.
Ragnheiður segist vera fylgj-
andi verndun Grjótaþorps og að
velja félaginu þennan stað sé
óbeinn þáttur i stuðningi við þá
hugmynd.
Margir skemmtilegir islend-
ingar leggja leið sina i litlu búðina
hennar Ragnheiðar. Það er t.d.
hópur af körlum, algerlega sjálf-
menntuðum, sem kaupir hverja
einustu bók. Þeir eru margir
hverjir hættir að vinna og grúska
fyrir sig. Þessir gömlu karlar
minir, segir Ragnheiður. Tryggð
þeirra er svo yfirtak að þeir hafa
upp á staðnum án þess að hann
hafi nokkurn tima verið aug-
lýstur. Mikill sagnfræðiáhugi
blundar með islendingum.
Að lokum uppljóstrar Björn að
mikill atburður sé i vændum. Á
næstunni komi út hjá Sögufélag-
inu bókin Grænland á miðöldum
eftir Olaf Halldórsson handrita-
Iræðing. Þar komi fram nýjustu
rannsóknir á islenskum heim-
ildum um Grænland og Vinlands-
ferðir. Efnið i heild sé tekið til
nýrrar rannsóknar.
Félagsmenn Sögufélagsins út
um allt land eru hvattir til að gefa
sig fram i litlu búðinni hennar
Ragnheiðar sem tilheyrir Garða-
stræti 13b eða hringja þangað i
sima 14620. Opnunartimi er frá 2
til 6.
GjFr
King
Framhald af 15. siðu.
King Crimson upp enn á ný.
Skömmu siðar var svo gefin út
ömurleg hljómleikaplata:
„Earthboúnd” með KC 3 -r Pete
Sinfield.
En Pete Sinfield hóf fljótlega
upptökur á sóló-plötu, sem kom út
1973: „Still” og er ein af merki-
legri King Crimson plötunum.
Sinfield stofnaði hljómsveit upp
úr stúdíómúsiköntum þeim er
hann notaði á plötunni, og hét
hljómsveitin A Bowl Of Soup, en
hún flosnaði fljótlega upp. I henni
voru: Sinfield, gitar, söngur,
synthesizer/Phil Jump: hljóm-
borð/Richard Brunton:
gitar/Min: trom m ur/S te ve
Dolan: bassagitar.
Þeir félagar Boz, Mel og Ian
stofnuðu strax hljómsveit ásamt
Alexis Korner, Peter Thorup og
Gaspar Lawall (slagverk), sem
hét Snape, en siðan hafa þeir
leikið i svo mörgum hljómsveit-
um að ekki veitti af heilli grein til
viðbótar til þess að gera þvi skil.
En Mel Collins leikur nú mest
með Kokomo, Ian Wallace er i
Steve Marriott All Stars, ásamt
Steve, Greg Ridley og Mickey
Finn (gtr) og Boz Burrell er
bassaleikari i Bad Company, svo
ekki þurfa þeir að kvarta.
Robert Fripp endurreisti King
Crimson i júli 1972. 1 KC 4 voru:
Fripp, John Wetton, bassaleikari
og söngvari, Bill Bruford,
trommuleikari, Jamie Muir slag-
verkshamrari og David
Cross, fiðluleikari og flautu-
leikari. Nú, John Wetton hafði
næst á undan verið i Family og
lék t.d. inn á best seldu plötu
þeirra „Bandstand”, áður hafði
hann verið i Mogul Trash, en i
þeirri hljómsveit voru nokkrir af
þeim sem nú eru i Average White
Band. Bill Bruford var i Yes, og
hafði að þvi er mér skilst tekið við
af Gunnari Jökli i Syn. Jamie
Muir kom úr jassheiminum, hafði
verið i samheild sem nefndist
Music Improvisation Company og
rokk-jass-grúppunni Boris (sem
tronimuieikari).
1973, velgengni
að lokum
King Crimson hlaut nú meiri
viðurkenningu en nokkru sinni
fyrr, og átti Muir eflaust mestan
hlut i þvi. En þvi miður hætti sá
merkilegi maður i mars 1973, til
þess að ganga i klaustur (!). En
Muir skildi tónlistaráhrifin eftir
og Crimson hélt áfram hinni nýju
jassuðu stefnu sinni. Ein breið-
sklfa kom út með Muir og
Crimson „Lark’s Tongues In
Aspic” og er hún eina sönnun
ágætis Muir.
Sem fjögurra manna hljóm-
sveit stóð Crimson af sér 3 reisur
til Ameriku, og liggur ein
breiðskifa frá þvi timabili, „Star-
less & Bible Black” og er hlið 2
„live”.
1974, Fripp leysir
Crimson upp
Litið fréttnæmt gerðist svo i
King Crimson fyrr en i júni 1974
er David Cross var rekinn, og
Crimson hélt áfram sem trió.
Trióið sendi frá sér eina plötu
áður en hún leystist upp i septem-
ber 1974, „Red” en á þeirri plötu
eru Dadvid Cross, Mel Collins,
Ian McDonald, Marc Charig og
Robin Miller gestir.
Áður en Fripp ákvað að leysa
hljómsveitina upp stóð til að fá
Ian McDonald enn á ný inn i
hljómsveitina, en það hefði verið
mikill fengur. Eftir að King
Crimson hætti hefur komið út ein
,,live”-plata sem nefnist „USA”
og er hún þó-pokkuð skárri en
„Earthbound”.
John Wetton bauðst strax staða
i Roxy Music og lék hann með
þeim um tima, en gerðist siðan
meðlimur i peningahljómsveit-
inni Uriah Heep. Bill Bruford lék
með Roy Harper og Chris Spedd-
ing i Roy Harper og Trigger, hann
lék auk þess i Gong og Pavlovs
Dog.
Fripp hefur siðan haldið kon-
serta með Eno, en þeir gáfu út
plötu saman 1973: „Fripp &
Eno”. Siðan hefur Fripp verið að
kenna ýmsum listamönnum sál-
fræðilega og tæknilega gitar-
kennslu, meðal nemenda hefur
t.d, verið Robin Trower.
,,A Young Person’s
Guide To King Crim-
son”
Annars er Robert Fripp i þann
veginn að verða búinn að safna
saman efni á „Best of”-plötu King
Crimson, sem kemur til með að
heita þvi skemmtilega nafni „A
Young Person’s Guide To King
Crimson” sem þessi grein gæti
einnig að hluta kallast.
— H.I.A.
Kommar
Framhald af bls. 9.
brcfið). félagsfra-ðingurinn Stcf-
an Amstcrdamski og hcimspck
ingurinn Lcsek Kolakowski. ()g
sem fvrr scgir. telja menn að
rekja megi bein tengsli við bréf
sem þetta til þeirra hugmynda
tim margra afla kerfi. pólitiskan
plúralisma i sósialisku þjóðlélagi.
sem italskir og franskir kommún-
istar hafa verið að refia.
Og Kissinger
Ekki má i þessu samhengi
gleyma þeim aðilum, sem miklu
hræddastir eru við nýjungar i
stefnu vestur-evrópskra komm-
únista og breytingar á afstöðu
annarra flokka til þeirra. Þar.
með er átt við Kissinger og aðra
mótendur bandariskrar utan-
rikisstefnu. Kissinger þreytist
ekki á þvi að láta það i ljós, beint
og óbeint, að Bandarikin muni
ganga mjög langt i þvi að reyna
að hindra samstarf kommúnista
við sósialista eða þá aðra flokka
(kristilega demókrata á Italiu)
sem leitt gæti til myndun sam-
steypustjórna. t þvi ljósi ber ein-
mitt að skoða nýlegar fréttir um
mútugjafir CIA til italskra
flokka: það á að styrkja þá gegn
freistingunni. Kissinger hefur
mjög á lofti hættur þær sem Nató
kunni að stafa af sliku samstarfi.
En þar að auki getum við vitnað i
nýleg ummæli i Washington Post
sem voru á þessa leið: Kissinger
óttast miklu meira sósíalisma á
Italiu en Iriðsamlega sambúð við
Sovétrikin. Vegna þess að slikur
sósialismi hefði miklu meira að-
dráttarafl fyrir verkamenn i
Yestur-Evrópu en hinn sovéski...
AB.
Vísindi
Framhald af bls. 4.
var rannsóknanefnd, sem á að
skila áliti nú i vor. Til þessa hefur
verið stungið upp á þvi, að bannað
verði að nota freonefni i lykteyð-
andi efni. En iðjuhöldum er illa
við slikt bann og segja að það
muni leiða til aukins atvinnuleys-
is.
Enskir visindamenn hafa lika
verið efins um slikt bann. Þeir
segja að náttúran sendi fjórum
sinnum meira af klórefnum út i
stratosferuna en iðnaðurinn; auk
þess eru uppi kenningar um það,
að náttúran stjórni með sjálfvirk-
um hætti þykkt ozonlagsins.
Menn halda þvi fram, að núver-
andi vitneskja manna um hring-
rás klórs og nitrogens i náttúr-
unni sé ófullnægjandi.
Meðal fræðimanna virðist þvi
uppi ágreiningur um þær póli-
tisku ákvarðanir sem á að taka i
málinu, en þeir eru hinsvegar
sammála um „faglegar stað-
reyndir”.
Til dæmis segir J. Lovelock,
leiðandi breskur sérfræðingur i
þessum efnum I Nature, aö ef
menn haldi áfram að sleppa freon
án takmarka út I andrúmsloftið
þá geti það leitt til „hættu-
ástands” — enda þótt hann vilji
enn ekki gripa til banns.
Hugsanlegri takmörkun á
framleiðslu freonefna i
Bandarikjunum yrði að fylgja
eftir með hliðstæðum ráðstöfun-
um annarsstaöar. lönaðarins bíö-
ur að finna efni sem geta komið I
staðinn fyrir freonefni og ganga
beint inn i hringrás náttúrunnar
en trufla hana ekki.
(Information).
ALÞÝÐUBANDALAG
Neskaupstaður:
Sjóðakerfi sjávarútvegsins
er efni helgarerindis fyrir almenning sunnudag
25. janúar kl. 16 I Egilsbúð (fundarsal).
Málshefjandi Jóhann K. Sigurðsson útgerðar-
stjóri.
Umræður og fyrirspurnir. — Allir velkomnir.
Stjórn Alþýðubandalagsins.
Opiö hús í Kópavogi.
Opið hús fyrir unglinga á aldrinum 12—16ára verður sunnudaginn 1.
febrúar frá klukkan 8—11 i Þinghól. Diskótek.
AB i Kópavogi.
Árshátíð kópavogsmanna
Árshátið Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldin 7. febrúar.
Leiktrió mun spila fyrir dansi. Skemmtiatriði auglýst siðar. Þorra-
matur verður á borðum.
Athugiö að sala aðgöngumiða fer fram þriðjudaginn 3. febrúar frá
klukkan 20.30 til 2200. Þá verða einnig tekin frá borð. Miðinn kostar kr.
1.750 og þeir sem koma eftir matinn greiða kr. 600.—
Stjórnin.
Féiagsmálanámskeið i Kópavogi
Alþýðubandalagið i Kópavogi mun efna til félagsmálanámskeiðs á
næstunni. Leiðbeinandi verður Jóhann Geirdal. Námskeiðið tekur sjö
vikur miðað við eitt kvöld i viku. öllum er heimil þátttaka og tilkynnist
hún stjórnarmönnum, sem veita nánari upplýsingar. Asgeir, 43357,
Baldur 41962, Grétar 43231, Margrét 40047, Ragna Freyja 42462 og Þor-
leifur 32308.
Stjórnin
Viö þökkum af alhug þá miklu vináttu og samúð sem okk-
ur var sýnd við andlát og útför eiginmanns mins, föður
okkar og tengdaföður
Jóns B. Hjálmarssonar
prentsmiðjustjóra
Brúnavegi 12
Laufey Karlsdóttir,
Aðalheiður Jónsdóttir, Erlendur Björnsson,
Hjálmar Jónsson,
Sigriður Erla Jónsdóttir