Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. Ómetanlegt sjálfboöaliöastarf Við lesum oftsinnis í hverjum mánuði um útköll einnar eða fleiri hjálpar- sveita vegna ófærðar á götum þéttbýlisins, eld- gosa, jarðskjálfta, æfinga almannavarna, flugslysa, sjóslysa o.s.frv. Síðast en ekki síst má svo nefna út- köllin í sambandi við leitir að týndu fólki, rjúpna- skyttum, göngufólki, skíðamönnum og öðrum þeim, sem leita á vit nátt- úrunnar á einn eða annan hátt. Allar þessar fréttir flennast yfir dagblaðasíð- urnar í einn eða tvo daga, sagt er frá fimm hundruð manna leit hér og f jörutiu vélsleða leit þar, leiðangri tíu eða tuttugu björgunar- sveita hingað og sjúkra- þjónustuferðum þangað. Trúlega eru þeir ófáir sem lesa þessar fréttir með at- hygli, en þó án þess að Tryggvi Páll Friöriksson, for- maður Landssambands hjálpar- sveita skáta Við byrjum á þvi að ræða við Tryggva um það, hvenær skát- arnir fóru fyrst að beina augum sinum að þessu hjálparstarfi, sem nú er oröið svo snar þáttur i starfi þeirra. — Fyrsta sveitin var stofnuð árið 1932 hér i Reykjavik, og var upphafið að þvi á Þjóðhátiðinni 1930. Þar voru skátar með hjálp- arbúðir og leituðu m.a. að litlum dreng, sem týndist á hátiðinni. Árið þar á eftir var efnt til hóp- ferðar mikillar á hestum upp á Kjalv. og gengið þaðan yfir Lang- jökul. Þessi ferð mun hafa verið fyrsta hópferðin yfir jökul á Is- landi og það var litið á hana sem nokkurs konar undirbúning að stofnun sveitarinnar ári siðar. Útbúnaður var nú ekki mikill en nánast eingöngu i eigu félaganna sjálfra, eins og það hefur raunar verið alveg fram á siðustu ár. — Hvað eru margar sveitir á ykkar vegum núna? — Þær eru tiu samtals, i Reykjavik, Biönduósi, Isafirði, Akureyri, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Njarðvikum, Hafn- arfirði, Garðabæ og Kópavogi. Hafnfirðingar stofnuðu sina sveit árið 1951 og er hún sú næstelsta sem nú starfar. 1 þessum sveitum er lágmarks- aldurinn átján ár, og ég reikna með þvi að meðalaldurinn sé um eða rétt yfir þritugt. Við teljum okkur vera að langmestu leyti komna út fyrir þetta venjulega skátastarf, það er meiri alvara og eldri félagar i okkar starfi. — Eru margir félagsmenn i þessum tiu sveitum? ■ •lVV. l’ 'S að^ j tssari umf’s!m J*tt tókuT Brejftahiii?- fð ‘ Björgunar- sveitirnar hafa oröið mörgum manninum til lífs leiða hugann verulega að því, að hjálparsveitirnar eru allt annað en sjálf- sagður hlutur, sem hvert þjóðfélag á að geta gengið að þegar þörf krefur. Þær eru allar reknar af vanefn- um, rekstrarkostnaður er mikill, enda eru gerðar ó- mældar kröfur til tækja- búnaðar. Um opinbera styrki er varla að tala, þeir eru það óverulegir, ekki síst þegar miðað er við allt það starf sem lagt er af mörkunum. Það er margt forvitni- legt í sambandi við rekstur og starf íslensku björgun- arsveitanna. Þjóðviljinn mun í þessari viku kynna þetta starf í þremur opnu- greinum. Sú fyrsta birtist hér, og er hún um hjálpar- sveitir skáta. Siðan verður Slysavarnafélag ( íslands kynntog loks Flugbjörgun- arsveitin. Þessir þrír aðil- ar reka allir björgunar- sveitir sem starfa á land- inu utan eina, björgunar- sveitina Stakk í Keflavík, sem starfar sjálfstætt og mjög öflugt. Fyrir svörum hjá skát- unum varð Tryggvi Páll Friðriksson formaður Landssambands Hjálpar- sveita skáta. í spjallinu við hann er komið víða við, rætt um fjárhagslega af- komu, manngerðirnar sem leggja á sig þessa geysi- legu sjálfboðavinnu, þjálf- unardagskrána, spornund- ana og margt fleira. „Sambland af ævintýra- mennsku og tilfinningu fyrir samborgurunum” — Þeir eru um fjögurhundruð talsins sem eru i fullu starfi, þ.e. taka þátt i æfingum þeim og leit- um sem upp koma. Auk þess eru um tvö hundruð manns sem ekki vinna á fullu, en við leitum þó til þeirra ef sérstök þörf krefur. Samtals höfum við þvi á okkar vegum svona um 650 manns gæti ég trúað. 1 sambandi við þessa siðustu leit i Bláfjöllum var að- eins byrjað að ræsa út „varalið- ið” en það var rétt farið að tygja sig af stað þegar leitinni lauk. Bílarnir dýrastir í rekstri — Hvernig skiptast helstu út- gjaldaliðirnar ykkar? — Það má skipta þeim i tvennt til að byrja með. Annars vegar er um að ræða beinan reksturs- kostnað, t.d. kaup á bensini, sjúkravörum o.fl. Hins vegar er siðan eignakostnaur, kaup á bún- aðinum. 1 sambandi við tækja- búnaðinn eru bilarnir vafalaust stærsti liðurinn og svo talstöðvar, Vélsleðar og fleira þess háttar. Stærsti kostnaðurinn undir rekstrarliðnum er hins vegar ým- iss konar gjöld til rikisins og opin- berra aðila, t.d. gjöld af talstöðv- um, skattur af bilum og ýmislegt sem tinist til. — Ykkur er ekki sleppt við slikt? — Nei, það hefur ekki verið gert ennþá. Nýlegasta þrætumál- iðþess eðlis varð þegar við keypt- um neyðarrafstöð tileinnar sveit- arinnar. Hún er notuð þegar sett er upp færanlegt sjúkrahús sem er iokkar eigu, og jafnvel i öðrum tilfellum. Við sóttum um niður- fellingu skatts af rafstöð, en þvi var synjað á þeim forsendum að við gætum hugsanlega leigt hana út einhvern timann eða „grætt” á henni á annan hátt. Ég held nú að allir geri sér grein fyrir þvi, að segir Tryggvi Páll um hugsjónir hjálpar- sveitar- manna þessi stifni yfirvalda er ósann- gjörn, en um tilslakanir hefur þó ekki verið að ræða ennþá. — Eigið þið marga bila? — Þessar tiu sveitir eiga 15eða 16 bila. Við höfum lagt á það mikla áherslu undanfarið að end- urnýja flotann, koma gömlu bil- unum frá og láta nýja taka við, sem fullnægja nútima kröfum. A siðasta ári keyptum við t.d. sex bila; allir nýir nema einn, sem þó er nýlegur og mjög litið notaður. I pöntun eru núna þrir bilar i viðbót. Sá sem kemur fyrst mun sennilega kosta liðlega tvær miljónir, en þeir eru fluttir inn sem sjúkrabilar, og fást þannig aðeins ódýrari. Tækin kosta a.m.k. hálfa miljón, — sennilega þó mun meira. Talstöðin ein kost- ar t.d. hátt á fjórða hundrað þús- und. — Hafa sveitirnar einhverja aðstöðu? — Já, þær hafa flestar sæmi- lega aðstöðu i gegnum sveitarfé- lögin á hverjum stað. Húsnæðið er þá ýmis i eigu sveitarfélag- anna eða hjálparsveitanna sjálfra, sem jafnvel hafa þá feng- ið það að gjöf. — Hvað um persónulega út- búnaðinn? — Félagarnir eiga hann að langmestu leyti sjálfir. Þeir kaupa hann að visu i gegnum sveitirnar á lágmarksverði; það er reynt að gera eins hagkvæm innkaup og hægt er. En allur fatn- aður, tjöld, svefnpokar og annað þess háttar, þvi verða menn að leggja út fyrir sjálfir. Þó eiga sumar sveitirnar einhvern út- búnað lika, jöklatjöld, litla bak- poka o.fl.þ.h. — Er þetta mikill kostnaður á hvem félagsmann? — Hann er i einu orði sagt al- veg rosalegur. Ég er viss um að einstaklingsbúnaður á sæmilega löngum ferli i hjálparsveitum leikur á hundruðum þúsunda en ekki tugum. Við getum nefnt sem dæmi að góður svefnpoki kostar upp undir þrjátiuþúsund krónur og gott tjald fæst varla fyrir minna en 50-60 þúsundir. — Þurfa allir að eiga slikan búnað? — Þeir sem fara i þetta af full- um krafti telja sig yfirleitt ekki komast af með minna. Sveitirnar eiga þó eins og ég segi nokkur tjöld sem eru lánuð ef þörf krefur. — Eru tjöld mikið notuð? — Já, það er töluvert um það. I sumum leitum þurfa menn að láta fyrirberast i tjöldum, sömu- leiðis á mörgum æfingum og i jöklaferðum, sem skátarnir fara nokkuð oft i. Einnig þegar staðn- ar eru sjúkravaktir á útisamkom- um og i öðrum tilfellum ámóta. Auk þess má nefna persónuleg- an búnað eins og t.d. gönguskó, skiði og ýmislegt annað, sem sumir eiga en aðrir ekki eins og gengur. Samúð með náunganum eða ævintýramennska En hvað skyldi það vera sem rekur menn út i það að ganga i björgunarsv., láta kalla sig út á rólegu siðkvöldi um helgar, sleppa vinnu i nokkra daga, lenda i hrakningum i lengri eða skemmri tima, verða jafnvel blautur, kaldur og svangur við að leita uppi týnda samborgara eða aðstoða þá á annan hátt? — Það er nú ekki gott að segja, heldur Tryggvi áfram. I stuttu máli má þó kannski segja að þetta sé éinhverskonar sam- bland af ævintýramennsku og einhverri tilfinningu fyrir náung- anum. Sumir koma eingöngu vegna sportmennskunnar, en ég veit um marga sem gera þetta eingöngu vegna samúðar með öðrum og löngun til þess að hjálpa þeim, sem eiga i erfiðleikum. Það vill nú svo til að hérna hjá mér er einn af félögunum úr Vest- mannaeyjum. Þar er hópurinn ansi samstæður og ævintýraþráin mikil. Þeir hafa farið i fjallaferð- ir saman, ferðast til útlanda og lent þar i svaðilförum. Þegar svona samstaða næst er upplagt að sameina þessar tvær kenndir i brjóstum mannanna. — Eru menn aldrei tregir til þess að koma i útköll? — Það hefur nú einfaldlega áldrei komið upp slikt tilfelli svo mér sé kunnugt. Menn neita bók- staflega aldrei að fara i útköll. Það er kannski frekar að þeir maldi eitthvað i móinn þegar æf- ing er i' kulda eða rigningu ef illa stendur á.en það er þó afar sjald- gæft lika. — En hvað um allt vinnutapið? — Það má segja að nær undan- tekningarlaust hafi vinnuveitend- ur hvers og eins ótakmarkaðan skilning á starfi hjálparsveit-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.