Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur. 25. janúar 1976. ‘'JÓÐVILJINN — StÐA 13 „Þykjustu”-sjúklingur ferjaöur yfir djúpa gjá. >*- - í. Jf Froskmenn og búningar þeirra er eitt af þvi, sem tilheyrir útbúnabi björgunarsveita. Æfingar eru margar og strangar hjá björgunarsveitunum.og hjáiparsveitir skáta œfa á einn eöa annan hátt oft I mánuði. anna. Meðlimir þeirra fá fri hvenær sem útkall kemur og eins lengi og leit stendur yfir ef þess er óskað. Það er rétt svona einn og einn sem lendir i vandræðum, en þá er rætt við vinnuveitendurna i rólegheitum og þeim gefin innsýn i starfið okkar. Við það gjörbreyt- ist viðhorf þeirra yfirleitt, þeir taka þessu af miklum skilningi. t þeim tilfellum sem menn eru i opinberum störfum er aldrei vandamál; þar eru menn alveg lausir frá vinnu á meðan þess er ósk að. Hitt er svo annað að þessi útköll eru mjög oft um helgar. Rjúpna- skyttur og iþróttamenn eru yfir- leitt á flakki um helgar og að meðaltali gæti ég trúað að á höf- uðborgarsvæðinu sé eitt útkall á mánuði vegna týndra manna. Strangar æfingar — En fyrir utan þessi útköll þurfið þið að æfa stundum? —• Já, svo sannarlega eru æf- ingar i gangi hjá hjálparsveitun- um. Hver sveit æfir út af fyrir sig auk þess sem stórar æfingar eru árlega. Ég get sagt þér t.d. um dagskrána hjá sveitinni hér i Reykjavik. Hér er æft mjög vel. Ein helg- aræfing er i hverjum mánuði og hún stendur frá föstudögum til sunnudagskvölds. Þó er stundum farið á laugardagsmorgnum. Yf- irleitt er þar fyrir utan a.m.k. ein dagsæfing eða tvær i mánuði og siðan einu sinni í viku mætir allur mannskapurinn i einhverskonar kennslu- eða kvöldæfingu. Eitt kvöld i viku hefur sveitin aðstöðu i leikfimihúsi og þar er mönnum i sjálfsvald sett hvort þeir mæta eða ekki. Að öðru leyti er ætlast til þess að menn sæki æfingar og fundi eins og þeir framast geta. Fyrir utan allt þetta er svo fa rið a.m.k. einu sinniá ári i langa ferð út á land. Einu sinni var alltaf farið að vori til i 10 daga ferð upp á Vatnajökul og svo aftur að hausti til i 10 daga ferð um Horn- strandir. Þetta er nú ekki alveg árvisst lengur, en þó eru ekki veruleg frávik. — Þannig að fólk er i góðu formi likamlega? — Já, það á að vera það. Þetta eru strangar æfingar sem það verður að taka þátt i.enda er á- lagiö i útköllum oftmikið og veitir mönnum þá ekki af þrekinu. — Hvernig er með skiptingu eftir kynjum? — Það er dálitið misjafnt hve mikinn þátt konur taka i starfinu. Sums staðar eru sérstakir kvennaflokkar sem starfa að á- kveðnum verkefnum,en taka lika þátt i leitum ef svo ber undir. Þær sjá þá gjarnan um eldamennsku og annað þess háttar en margar standa sig lika vel i labbinu. Ann- ars staðar eru hreinlega starfandi sérstakar kvennadeildir, sem starfa þá á allt öðrum grundvelli, afla fjár og styðja á annan hátt við bakið á sjálfum björgunar- sveitunum. Þær fá lika tilsögn i sjúkraþjónustu og geta þá veitt aðstoð i sjúkraskýlum eða ef um höpslys er að ræða. Flugeldasalan þyngst á metunum — Hvernig er tekjuöflun hátt- að? — Við getum i fyrsta lagi tekið opinbera aðstoð. Hún felst i þvi að okkar sveitir, tiu talsins, fá ásamt sporhundunum tveimur tólf- hundruðþúsundir samtals. 200.000 fara þar af til sporhundanna og 150.000 fara til sameiginlegra fræðslumála. Eftir eru þá krónur 85.000 á hverja sveit til ráðstöfun- ar. Þessar tölur eru frá siðasta starfsári. Sveitarfélögin styrkja starf- semina einnig eitthvað.en ég þori nú ekki að fara með hvað það er mikið á hverjum stað. En það er flugeldasalan sem er þyngst á metunum og er okkar aðaltekjulind. Allar sveitirnar selja flugelda nema i Hafnarfirði. Þar eru seld jólatré og eitthvað svoleiöis til þess að afla fjár. Við treystum mikið á þessar tekju- lindir, viljum ekki fara inn á þessar hlutaveltur, basara, bingó og annað slikt. — En fyrir hvað kaupið þið ykkur tækjabúnað upp á tugi miljóna? — Þaðer nú varla hægt að gefa neina skýringu á þvi. Það er varla að menn geri sér almennilega grein fyrir þvi hvernig farið er að þessu. Það er þó ljóst að með allri þessari sjálfboðavinnu má ná ó- trúlega miklu fram, en vissulega eru greiðsluerfiðleikar alltaf geysilegir, sérstaklega þó fyrir sveitirnar úti á landi. — Er mikill matarkostnaður? — Nei, það er ekki hægt að segja að hann sé neitt yfirgengi- legur. Það er reiknað með þvi að hver maður komi með í leitir m«t fyrir sig til eins sólarhrings, en eftir það sé honum séð fyrir mat. Þegar hins vegar er leitað i snjó og kulda er reynt að hafa nóg af heitum mat, og i frystikistum eiga sveitirnar forða sem fljótlegt er að gripa til og raða ofan i ferðakisturnar. Sjúkraþjónustan endurgjaldslaust Nú farið þið i leitir að mönnum og veitið aðstoð á neyðarstundum endurgjaldslaust i öllum tilfellum og fáið yfirleitt ekki svo mikið sem bensin- eða matarkostnað greiddan. En hvað um þessa þjónustu ykkar á útimótum um verslunarmannahelgar eða aðra daga ársins? — Þar er allt unnið i sjálfboða- vinnu lika, en efniskostnaður er greiddur að öllu leyti, s.f. lyfja- kostnaður, sárabindi, bensin o.f.rv. Við reynum að hafa gott sam- starf við Almannavarnir, sem leita þá til okkar einna helst i sambandi við sjúkraþjónustu á borð við þá sem þú nefndir. Margar sveitir eiga nokkuð full- kominn útbúnað til slikra starfa; t.d. er til hér i Reykjavik færan- legt sjúkrahús og er það hið eina þeirrar tegundar sem til er i eigu islenskrar björgunarsveita. 1 þvi er leguplass fyrir um þrjátiu sjúklinga, tvær aðgerðarstofur og fullkomin aðstaða á margan hátt. í þessu liggja miklir fjármunir og ég veit t.d. að við eigum lyf jabún- að fyrir hundruðir þúsunda. Þetta skýli hefur nokkrum sinnum ver- ið sett upp, en þó aldrei að öllu leyti; það má hafa það alveg eftir hendinni hve mikill hluti þéss er settur upp hverju sinni. Sporhundarnir þra utþjá Ifaöir — Hvað kanntu að segja mér af sporhundunum? — Þeir eru i eigu sveitanna i Reykjavík og Hafnarfirði og starfið i kringum þá er geysilegt. Það hefur lent mest á hafnfirð- ingunum til þessa þar er laun- aður maður sem sér um þjálfun þeirra. Hann fær laun sin greidd úr rikissjóði og eru þau tekin af peningum sem eiga að fara til löggæslustarfa. Hundanir þurfa mikla þjálfun. fjóra tima annan hvern dag hvor. Auk þess var mikið fyrirtæki að þjálfa þá upp sem sporhunda; til þess þurfti margfalt meiri vinnu. Hundarnir kalla lika á mikla natni, t.d. eru þeir miklir mat- hákar og borða áreiðanl. á við marga menn á hverjum sólar- hring. Við erum núna að reisa fyrir þá nýtt hundabú eða aðstöðu úti á Álftanesi. Slikt er nokkuð dýrt; það þarf rúmgóða girðingu utan um þá,fyrir utan það að hús- ið þarf að vera rúmgott og þægi- legt. — En hundarnir eru góðir, er það ekki? — Jú, það er alveg stórfurðu- legt hvað þeir geta rakið slóðir manna. Margir furðuðu sig á þvi að hundurinn skyldi ná spori skiðamannsins i Bláfjöllum sem leitað var að nýlega, töldu að erf- itt hlyti að vera að finna lykt af skiðunum hans. Þeir geta þó gert betur en það; þess eru dæmi að þeir reki slóð manna sem aka á bil sinum eitthvað út i buskann. Menn velta þvi raunar fyrir sér hvað það er sem hundarnir skynja. Það er nær óhugsandi að lyktnæmin ein sé svona mikil, og þeir eru margir, sem halda þvi fram að einhverjir straumar liggi milli hunds og manns þess, sem leitað er að. Visindamenn hafa reynt að finna á þessu skýringu en án verulegs árangurs. Þeir sem hallast að þvi að hundarnir nái einhverju sambandi við hið iýnda fólk benda t.d. á það, að þeim gengur yfirleitt ver að finna dáið fólk heldur en það, sem siðan finnst á lifi. —6SP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.