Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur. 25. janúar 1976. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 17
I
ÞORSTEINN JÓNSSON:
kvikmyndakompa
Terence Stamp og Anne Wiaqemsky i Teorema.
tlr Matteusarguðspjalli Pasolinis.
Pier Paolo Pasolini fæddist i
Bologna á Italiu 1922. Ætt hans
var af borgaralegum uppruna,
faðir hans foringi i hernum og
sannfærður fasisti. Pasolini var
þekktur fyrir ljóðagerð, þegar
hann byrjaði að fást við kvik-
myndir með þvi að skrifa handrit.
M.a. átti hann hlut að handriti að
einni kvikmynd Fellinis, Le Notti
di Cabiria.
Hann skrifaði handrit að a.m.k.
fimmtán kvikmyndum áður en
hann stjórnaði sinni fyrstu kvik-
mynd 1961, Accattone. Hún fjallar
um samnefndan melludólg og
gerist i skuggahverfi Rómaborg-
ar. Mamma Roma var næsta
kvikmynd hans. Þar er hetjan
vændiskona og gerist myndin i
svipuðu umhverfi og Accattone.
Mamma Roma var sýnd hér á
landi fyrir nokkrum árum.
La Ricotta var hlutur Pasolinis
i kvikmyndinni ROGOPAG. Sú
kvikmynd var gerð úr þáttum
nokkurra mismunandi kvik-
myndahöfunda. La Ricotta þótti
guðlast og Pasolini var dæmdur i
fangelsi.
F'yrsta verk hans þar á eftir var
kvikmyndun Matteusarguð-
spjallsins. Það þótti undarlegt að
marxistinn Pasolini tæki sér það
verkefni. Hann lýsti Jesú sem
viðkvæmum, hjartahlýjum al-
þýðumanni og hinum kunnu at-
burðum guðspjalisins af einfald-
leik. Þar var ekki skrumið og til-
gerðin, sem menn eiga að venjast
i amerisku kristskvikmyndunum.
Enda taldi Pasolini guðspjallið
hættulaust fyrir sinar hugsjónir.
Hins vegar var hann ekki aðdá-
andi kaþólskú kirkjunnar.
Uccellacci e Ucellini (Haukar
og spörfuglar) gerði hann 1966, og
siðan Edipo He (ödipus konung-
ur). Næsta kvikmynd hans
Teorema (1968) var sýnd hér á
landi og gerði Þorgeir Þorgeirs-
son henni skil i útvarpi á sinum
tima. Teorema hlaut mikið hrós
gagnrýnenda.
Siðan er mynd sem heitir Por-
cile. Hún er byggð úr tveim að þvi
er virðist ólikum sögum, annarri
frá endurreisnartimum og hinni
frá okkar tima. Medea (1969) er
kvikmynduð goðsaga og siðasta
verk Pasolinis var myndaflokkur
frá miðöldum, II Decamerone
(1971), Sögur frá Canterbury
(1972) og Þúsund og ein nótt
(1974). II Decamerone, nokkrar
sögur úr safni Decameron frá
endurreisnartimum á Italiu, var
sýnd hér fyrir skömmu um hið
þrönga sýningarop, sem enn»er
notað i kvikmyndahúsum hér, og
vantaði ofaná og neðaná mynd-
ina. Sýningin gaf þó einhverja
hugmynd um verkið.
PUNKTAR
UM
PASOLINI
Pasolini var af sumum talinn
vera kaþólskur marxisti. En af-
staða hans i trúmálum sem póli-
tik olli miklum heilabrotum. Auð-
mýktin i Matteusarguðspjallinu
virtist ekki vera í samræmi við á-
deilu hans á guðshald i ROGO-
myndahátiðunum i Pesaro (1965-
67). Umræðurnar urðu kveikja að
kröftugum rannsóknum á kvik-
myndinni sem tjáningarformi.
Pasolini hélt þar a.m.k. þrjá fyr-
irlestra, sem siðan voru prentaðir
i ýmsum timaritum. Aðalatriðin i
merkingarberandi orð og orðun-
um siðan i setningar, þ.e.a.s.
hugsanir. 1 kvíkmyndinni eru
engar frumeiningar hliðstæðar
við bókstafina I málinu, sagði
Metz. Hvað sem um þennan boð-
skap má segja hvað snertir senni-
Úr Uccellacci e Uccellini.
Accattone
PAG myndinni. En i réttarhöld-
um út af þeirri kvikmynd taldi
hann sig vera að gagnrýna for-
mangaðar hugmyndir um trú
fremur en guðstrúna sjálfa.
Sérstök afstaða hans sem
marxista var sú, að hann hafði
samstöðu með utanveltufólki,
þ.e.a.s. þvi fólki sem talið er úr-
hrök samfélagsins, mellum, smá-
þjófum og niðursetningum.
Margir leikara hans komu ein-
mitt úr þessum hópi og fyrstu
kynni hans af kvikmyndagerð
voru sem sérfræðingur í hegðan
og málfari þessa fólks.
Um svipað leyti og Pasolini
gerði Teorema tók hann þátt i
hringborðsum ræðum á kvik-
hugmyndum hans er að linna i
tveim ritgerðum, ,,Kvikmynda-
póesia og kvikmyndaprósa”
(1965) og ,,Ritmál athafna”
(1966).
I fjórða tölublaði franska tima-
ritsins „Comunications” árið 1964
birtist grein eftir Christian Metz
undir nafninu „Kvikmyndin:
Tjáningarform eða mál (langué
ou langage).” Þar leiddi þessi
málfræðingur og táknfræðingur
rök að þvi, að kvikmyndin væri
ekkert mál heldur aðeins tjáning-
arform. Meginrök mannsins voru
þau, að kvikmyndin, hefði ekki
kerfi eins og lungumál (mál-
fræðikerfi), þar sem merkingar-
lausum bókstöfum er ráðað i
leika eða gildi, þá hefur á síðustu
árum ekki verið meira um annað
rætt meðal visindamanna i kvik-
myndum en hugleiðingar þessar-
ar greinar og bókar sem fylgdi og
ber sama nafn.
Pasolini leggur út af grein þess-
ari og fullyrðir að merkingar-
lausu táknin, bókstafirnir, séu
ekki nauðsynlegir svo að um mál
sé að ræða. Hins vegar hafi kvik-
myndin hliðstæðar frumeiningar
og bókstafir og sé þvi mál án alls
vafa. Frumeiningar kvikmynd-
arinnar eru ekki myndskeið hjá
Pasolini — fremur en hjá Metz —
hcldur þær einingar sem mynd-
skeiðið er byggt upp af, þ.e.a.s.
borð, stóll, bók o.s.frv. En ekki
aðeins hlutir heldur einnig atvik
og allt það sem eitt myndskeið er
samsett úr.
An þess að ákvarða nánar
frumeiningar kvikmyndarinnar
gefur Pasolini þeim nafn
„cinémi” (samsvarandi bókstöf-
um málsins). Ölikt bókstöfum eru
þessar myndeiningar óendanlega
margar. En Pasolini leggur á-
herslu á það, að þarna eru engir
tungumálaerfiðleikar. Myndein-
ingarnar eru hinar sömu i mis-
munandi samfélögum.
Pasolini notar likingu til þess
að skýra afstöðu tungumálsins
annarsvegar og mál kvikmynd-
arinnar hins vegar til raunveru-
leikans. Ef raunveruleikinn er
táknaður með beinni linu, þá er
rituð lýsing hans önnur bein lina
samsiða hinni fyrri. Mál kvik-
myndarinnar mætti hins vegar
tákna með röð lina hornrétt á linu
raunveruleikans. Þær „veiða”
upp úr linu raunveruleikans og
draga hluti til sin úr raunveru-
leikanum til þess að nota þá sem
myndeiningar (cinémi) i kvik-
myndinni.
\ Til þess að sýna fram á að mál
kvikmyndarinnar hefur málfræði
engu siður en tungumál dregur
hann upp kerfi, sem hann nefnir
málfræði k vikm yndarinnar.
Kerfið telur Pasolini koma að
gagni við að greina einstakar
kvikmyndir. Þvi til sanninda-
merkis tekur hann tvær kvik-
myndir til greiningar og kemst að
þeirri niðurstöðu, að önnur sé
kvikmyndapóesia og hin kvik-
myndaprósa.
Allir geta verið sammála um að
kvikmyndin sé eftirmynd raun-
veruleikans. Pasolini gengur
lengra og segir: Kvikmvndin er
raunveruleikinn sjálfur og raun-
veruleikinn er náttúruleg kvik-
mynd (film in natura).
Athafnir manna og umhverfi
þeirra er upprunalegasta málið
sem til er, og það er einmitt þetta
mál sem kvikmyndin notar.
Pasolini nefnir kvikmynd, sem
tekin var af tilviljun þegar John
F. Kennedy var myrtur. Sú kvik-
mynd sýnir atburðinn eins og
hann leit út frá einu ákveðnu
sjónarhorni. Frá öðru sjónar-
horni hefði atvikið sýnst öðruvisi.
Þessi kvikmynd ásamt kvik-
myndum sem hugsanlega hefðu
verið teknar frá öðrum hornum er
tilbrigði við hið sama. frásögn á
máli raunveruleikans.
En það er stór mismunur á
raunveruleikanum og frásögn
kvikmyndarinnar af honum.
Meðan atburðurinn er að gerast.
er merking hans óljós. Þegar at-
burðurinn og ummerkin. i formi
minninga eða fvrst og fremst
kvikmynd. hafa verið samræmd,
þ.e.a.s. klippt og raðað upp þá
' kemur i ljós ákveðin merking.
Fyrst þegar atburðinum er lokið
er hægt að sjá merkingu hans:
eins og þegar lifi einnar persónu
er lokið er hægt að fá yfirsýn á at-
hafnir hennar. i lifi einnar mann-
eskju er dauðinn merkingargef-
andi þáttur: og i kvikmyndinni.
sem notar mál raunveruleikans.
gegnir klippingin sama hlutverki
Talmálið er mikilvægasti þátt-
ur tungunnar Hitmálið er motað
úr talmalinu til þess að gevma’
munnleg boð. Hliðstætt þessu er
það. þegar mál athafnanna er
„skrifað” með kvikmvndatöku-
vélinni. Þvi er hægt að lita á kvik-
myndina sem ritmál athafna.
Hér læt ég staðar numið að
sinni og nægir þetta vonandi til að
gefa hugmvnd um hinar sér-
kennilegu og persónulegu kenn-
ingar Pasolinis. Þótt margt megi
gagnrýna með köldu visindalegu
hugarfari, er Pasolini virtur sem
einn merkasti fræðimaður i kvik-
myndum á siðustu árum auk þess
að vera meðal fremstu kvik-
myndahöfunda.
(Aðalheimild min fyrir kenning-
um Pasolinis er Filmsemiologi
(1975) eftir Sören Kjörup).