Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.01.1976, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 25. janúar 1976. Umsjpín: Þórunn Sigurðardóttir Betri festingar á endurskinmerkin Sé kvartað undan festingun- um á endurskinsmerkjunum, einkum þeim sem eru næld i föt og hanga i spotta. Þau detta oftast nær eftir nokkra daga, ekki sist af börnum. Þessi merki þurfa að vera fest svo dyggi- lega, að tryggt sé að þau sitji föst; annars er ekkert gagn af þeim. Er dýrara að versla úti á landi en í Reykjavík? Okkur hefur löngum gengið illa að sinna landsbyggðinni hér á siðunni, en hér er litil bragarbót, — samanburður á verði á nokkrum algengum matvælum og timbri á ýmsum stöðum á landinu. Og það kemur i ljós að það er nokkru dýrara i flestum tilfellum að versla á landsbyggðinni en i Reykjavik, þótt ekki sé það alveg einhlitt. I.eggst flutningskostnaður á vörugjaldið úti á landsbyggðinni, en i þeim tilfellum sem verðið er lægra út á landi en i Reykjavik, má gera ráð fyrir að vcrðmismunurinn stafi af þvi að varan er á nýrra verði i Reykjavik og verðið á eftir að hækka á landsbyggðinni þegar nýjar birgðir berast. m * i fjiigiii I n UJÍíWM'TŒl 2ZP’*** fnfcfrbiffiir 3? 3 C/5 n a; o« J w £ « 5J ^ ® S, © ^ Samanburður á útsöluverði nokkurra vörutegunda i 1. Hagkáup Skeifunni 15 Rvik 2. Breiðholtskjör Rvik 3. Laugavegsbúðin Rvik 4. Verslunin Hvammur Ólafsvik 5. Kaupfélag dýrfirðinga Þingeyri 6. Kaupfélag isfirðinga Isafirði 7. Verslunin Valberg ólafsfirði 8. KEA Akureyri 9. Kaupfélag n-þingeyinga Kópaskeri 10. Kaupfélagið Fram Neskaupstað 11. Kaupfélag skaftfellinga Vik sr 85 Ei CT tn Qé v> n 7T c- s C? O- 7T or 5’ C * X & •3* o 7? 7T 85 c © ” c o» 3 c ** l. cr C •-< e.t. 257 278 185 65 101 288 308 203 70 100 293 340 203 66 105 298 318 193 71 e.t. 278 310 203 83 100 280 311 199 90 101 e.t. 320 218 85 e.t. 270 324 211 e.t. e.t. e.t. e.t. 191 82 100 278 337 209 84 e.t. e.t. 339 195 75 verði á mótatimbri (1 metri Samanburður á (1x6)) 1. Völundur Rvik 2. Húsasmiðjan hf. Súðavogi 3 Rvik 3. Byggingarvöruverslun Jóns Fr. Einarssonar Bolungarvik 4. Tómas Björnsson Akureyri 5. Kaupfélag n-þingeyinga Kópaskeri 6. Kaupfélagið Fram Neskaupstað 169. kr. 146 kr. 172 kr. 175 kr. 220 kr. 175 kr. sparnaðar hornið Útsölur að hefjast Sparnaðarhornið minnir á út- sölurnar, sem nú eru að hefjast. Einkum bendum við á útsölur á ýmsum efnum, eða fiikum sem má sauma úr. Oft er litill sparnaður i að versla á útsölum, þar sem fólk kaupir þar stund- um hluti, sem það hefur tak- mörkuð not af. En þeir og þær sem geta saumað geta gert góð kaup i efnum, sem seld eru á lækkuðu verði, bútum eða t.d. kápum, kjólum og jökkum, sem eru úr góðum efnum og tilvalið að sauma úr t.d. barnaföt. Geymsluþol og dagstimplun I mörg ár hafa neytendur hér á landi kvartað undan þvi að dagstimpla vanti á flestar mat- vörur, en næsta sumar kemst i lög reglugerð um dagstimplun og innihaldsmerkingu á unnum kjötvörum. En þótt ennþá sé erfitt fyrir neytendur að vita hversu gamla vöru þeir eru að kaupa, eru seljendur skyldugir að selja ekki vöru sem er eldri en svo sem tilgreint er i ,,hand- bók fyrir matvælaeftirlitsmenn og aðra sem við matvælaeftirlit og framleiðslu fást”. 1 handbók þessari er skýrt gefið upp geymsluþol ýmissa matvæla, og segir ennfremur að dagstimpill skuli vera á umbúðum með skýrum stöfum. Við ætlum að birta hér lista yfir meðal- geymsluþol ýmissa matvæla, en i öllum tilfellum eiga þessar vörur að vera geymdar i sér- stökum kæliskáp eða kæliborði i versluninni. Meðalgeymsluþol Ekki loftþéttar umbúðir: Hráar pylsur (vinarpylsur, medisterpylsur) 1-2 dagar. Kjöt, niðursneitt 1-3 dagar. Svinakjöt, niðursneitt 3 dagar. Hrá lifur 3 dagar. Viðkvæmt álegg 3 dagar. Flestar soðnar og léttreyktar pylsur, svo og soðið eða létt- reykt álegg 5 dagar. Vörur i loftþéttum umbúðum: Soönar eða ósoðnar, léttreyktar kjötvinnsluvörur (lægri daga- fjöldinn á við lifrakæfu, soðið svinakjöt (skinka), kálfakjöts- sneiðar, grisasultu o.fl.) 8-10 dagar. Reykt medisterpylsa (sé hún ekki látin liggja i of sterku ljósi) 15 dagar. Svinakjöt, reykt við einirunna- eld 20 dagar. Spægipylsa og reykt flesk 20 dagar. Hngikjöt og hákarl 20 dagar. Tilbúinn matur: Kjöt- og fiskréttir i sósu eða hlaupi (degi styttra eða svo, um sumartimann) 3-4 dagar. Réttir, gerðir úr mjölefni (t.d. pönnukökur og grjónaréttir) 5-6 dagar. Réttir fyrir kalt borð 2-3 dagar. Réttir úr nýjum skeldýrum og eggjum 2-3 dagar. Kjöthakk og -fars skal selja sama dag. Kjöt má ekki hakka i- dagvöruverslun. Steikur, sem fylltar eru með nýju grænmeti, ávöxtum og steinselju skal selja samdægur. Látið frá ykkur heyra Við viljum hvetja lesendur til þess að skrifa okkur eða hringja ef þeir hafa hug- myndir i sparnaðarhornið. geta t.d. bent á skemmtilega heimatilbúna hluti, ódýru vöru o.s.frv. og einnig ef þeir vilja kvarta undan einhverju (t.d. verðlagi, þjónustu, vöru) og komum við þvi þá á fram færi i ..gæti verið betra”.Látið heyra frá vkkur. siminn er 73586 og ef þið skrifið þá merkið bréfin ,,Til hnifs og skeiðar”. GÆTIÐ YKKAR Á LEIKFÖNGUM, SEM FYLLT ERU MEÐ SVAMPI Þessi fallega dúkka var næstum búin aö valda dauöa 2ja og hálfs árs telpu í AAalmö. Barninú var bjargað á síðustu stundu, en þaö var orðið meðvitundarlaust, eftir að hafa troðið upp í sig tættum svampinum sem dúkkan var fyllt með. Dúkkan er þýsk, og hefur nú verið bönnuð sala á henní. Ástæðn fyrir þvi að hún er svona hættuleg, er sú að höfuðið má auðveldlega losa af búknum, og þá er greiður aðgangur að svampfyllingunni, en tættur svampur er mjög hættulegur og getur auðveldlega kæft barn sem treður honum ofan i sig. Tættur svampur er mikið not- aður i fyllingu á leikföngum, púðum og fleiru, en þess þarf ætið að gæta vel að ekki sé hægt að komast auðveldlega að hon- um, ef smábarn er á heimilinu. Það er t.d. ekki nóg að hafa tættan svamp i plasti innan i púðaveri með rennilás, þvi þá er mjög auðvelt fyrir barn að opna lásinn og rifa plastið i sundur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.