Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. mars 1976. ÞJÓDVILJINN — StDA 7
Sjálfstæöisflokksins og Fram-
sóknarflokksins sýndi engin slik
viöbrögð. Þess i staö gaf utan-
rikisráðherra órökstuddar og
máttlausar yfirlýsingar á Alþingi
um, aö hér væru ekki kjarnorku-
vopn.
tslenska rikisstjórnin ætti vit-
anlega þegar i staö að krefjast
undanbragðalausra svara banda-
riskra yfirvalda og skýrra
fyrirheita af þeirra hálfu um aö
þau viröi þá stefnu islenskra
stjórnvalda aö hér skuli ekki vera
kjarnorkuvopn. Neiti bandarisk
yfirvpld að staöfesta frammi
fyrir alþjóð að þeir haldi gerða
samninga, þá eru islendingar
lausir allra mála af hinum svo-
nefnda varnarsamningi og
bandariskt herlið brottrækt á
stundinni.
Leynd hér
en ekki þar
Fullyrðingar bandariskra yfir-
valda þess efnis, að leynd hvili
yfir þvi hvar kjarnorkuvopn
þeirra eru geymd, eru — auk alls
annars — helber ósannindi. Arið
1957 fóru bandarikjamenn þess á
leit við dani og norðmenn að þeir
fengju að setja kjarnorkuvopn
niður á landi þeirra. Þessari
kröfu höfnuðu danir og norð-
menn, og lýstu þvi sem opinberri
stefnu sinni að kjarnorkuvopn
skyldu ekki geymd I landi þeirra
né skyldi leyfilegt að fljúga með
slik vopn yfir yfirráðasvæði
þeirra. Bandarikjamenn skuld-
bundu sig til að virða þessa stefnu
og hafa aldrei farið leynt með þá
skuldbindingu. Eftir slysið á
Grænlandi, þegar uppvist varð að
bandarikjamenn höfðu brotið
samkomulagið við dani, kröfðust
danir nýrrar yfirlýsingar af hálfu
bandarikjamanna þess efnis, að
þeir mundu virða stefnu dana, og
bandarikjamenr, urðu við þeirri
kröfu. Ekki svöruðu þeir dönum á
þá lund sem þeii' svara íslending-
um nú, að það sé siður þeirra að
gefa aldrei upplýsingar um hvar
kjarnorkuvopn þeirra væru eða
hvar þau væru ekki.
Enn eitt dæmi má tilfæra, sem
er nýtt af nálinni. Það kom nýlega
i heimsfréttum að samkomulag
hefði orðiö milli bandarikja-
manna og spánverja um það, að
fjarlægja skyldi öll kjarnorku-
vopn úr tiltekinni flotastöð á
Spáni og skyldi þvi lokið á til-
greindu árabili. A sama tima og
bandarisk yfirvöld básúna þetta
um heimsbyggðina, reyna þeir að
telja islendingum trú um, að þeir
gefi aldrei neitt upp um kjarn-
orkuvopn sin.
Jafnvel NATO-
sinnuö ríkisstjórn
fslenska rikisstjórnin verður
tafarlaust að gera bandariskum
yfirvöldum ljóst að i þessu máli
dugir engin undansláttur eða
ós^innindi gagnvart islendingum.
Það er lágmarkskrafa að banda-
risk stjórnvöld verði látin gera
hreint fyrir sinum dyrum. Með
hliðsjón af þvi sem rakið er hér að
framan, er framkoma þeirra
þegar orðin svo tortryggileg, að
það jafngildir allt að þvi játningu
um að þeir séu með kjarnorku-
vopn hér. Jafnvel Nató-sinnuð
rikisstjórn eins og sú sem nú
situr, ætti að geta mannaö sig upp
og krafist þess af bandarikja-
mönnum, að þeir virði sam-
komulag við islendinga og farið
þess á leit við þá að þeir amk.
viðurkenni, að þeir viti af sliku
samkomulagi. Til þess þarf ekki
mikla djörfung.
Geri rikisstjórnin þetta ekki, þá
er vissulega ástæða til að spyrja,
hvort hið margumrædda sam-
komulag sé ekki enn i fullu gildi,
eða hvort svo slælega sé frá þvi
gengið að bandarfkjamenn telji
að það nái ekki til allra gerða
kjamorkuvopna.
Hitt er þó fullljóst, að jafnvel
þótt bandarisk yfirvöld fengjust
til að taka af allan vafa og
staðfesta að þeir virtu stefnu Is-
lendinga varðandi kjarnorkuvopn
ilandi sinu, þá er slíkt engan veg-
inn fullnægjandi trygging. Þegar
slys það var á Grænlandi, sem ég
hef vikið að hér að framan, urðu
bandarikjamenn uppvisir að þvi
að hafa brotið samkomulagið við
dani. Það leið m.a.s. hartnær
sólarhringur frá þvi slysið varð
þar til danska rikisstjómin fékk
að vita um, hvað gerst hafði.
Hefði sams konar slys gerst hér á
íslandi I mesta þéttbýlissvæði
landsins, hefði vart þurft að
spyrja að Ieikslokum.
I þessum efnum
er trúgirnin
lífshættuleg
Við Islendingar höfum enga
möguleika á þvi að sannreyna,
hvort bandarlkjamenn segja okk-
ur satt um það, hvort hér séu
kjarnorkuvopn eða ekki eða hvort
þær flugvélar sem hér fljúga yfir
eða lenda, séu búnar slikum tor-
timingarvopnum. íslenskir ráö-
herrar sem gefa yfirlýsingar um,
að hér séu ekki kjarnorkuvopn,
byggja þær yfirlýsingar sinar á
trú, en ekki vissu og þeir hafa
enga möguleika á þvi að sann-
reyna það sjálfir, hvort þær upp-
lýsingar sem þeir gefa islensku
þjóðinni séu réttar. Hér erum við
komin að kjarna málsins. Eigum
við að biða eftir kjarnorkuslysi á
islenskri grund til aö fá úr þvi
skorið með fullri og óvefengjan-
legri vissu, hvort hér séu kjarn-
orkuvopn?
Hér er lif og öryggi islensku
þjóðarinnar I húfi. Hér dugar
ekkert hálfkák. í þessum efnum
er trúgirnin llfshættuleg. Is-
lendingar verða að hafa fullt vald
á þessum málum, lita á málið af
raunsæi og umfram allt gera
eigin ráðstafanir til að tryggja,
öryggi okkar, svo fremi sem
kostur er.
Eina raunhæfa tryggingin er sú
að leitt sé i lands lög að óheimilt
sé að geyma kjarnorkuvopn hér á
landi: að bannað sé að fljúga með
kjarnorkuvopn yfir islenskt yfir-
ráðasvæði og bannaðar séu
lendingar flugvéla sem flytja
kjarnorkuvopn. Jafnhliða þessu
verða islendingar sjálfir að vera
þess umkomnir að tryggja að slik
lög verði virt. Til þess þyrfti ekki
islenskt herlið, en hóp sér-
menntaðra manna sem hefðu
nauðsynlegan aðgang aö her-
stöðinni til þess að ganga úr
skuggaum það af eigin rammleik
og á sjálfstæðan hátt, hvort farið
væri að lögum. Þetta er sjálfsögð
og eðlileg ráðstöfun meðan það
næst ekki fram að herstöðinni hér
verði lokað og landið hreinsað af
öllum hernaðarumsvifum Nató
og bandarikjamanna.
Við eigum nú i striði til þess að
veija náttúruauðlindir okkar. í
skjóli Nató-herskipa er gerð til-
raun til að gereyða fiskistofnun-
um og ræna okkur lifsbjörginni.
Kjarnorkuvopn eru mikilvirkasta
tilræðið við allt sem lifsanda
dregur. A sú ógn lika að fá að
þróast hér óheft i skióli Nató?
ÓLAFUR HAUKUR
SÍMONARSON
SKRIFAR
Ur daglega
Iffinu
1
Skólanemandi, greindur,
sjálfstæður piltur situr i tima i
barnaskóla. Hann er annars
hugar. Það leynir sér ekki.
Hann er að gera áhugaverðar
tilraunir á nefinu á sér. Hann
lætur blýant vega salt. Hann
verður að einbeita athygli sinni.
Uppi við töfluna rekur kennar-
inn garnirnar úr nemanda.
Dælir upp i smáskömmtum hinu
ægifagra kvæði Jónasar Hall-
grimssonar Gunnarshólma sem
flestum kennurum hefur tekist
að fá nemendur til að hata.
„Klógulir ernir...” svo rekur
nemandann f vörðurnar. Yfir-
heyrslan fær brattan endi. Það
verður algjör þögn i bekknum.
Saumnál hefði heyrst falla með
heimsslitagný. Pilturinn með
blýantinn á nefinu hvorki sér né
heyrir. Blýanturinn og eðlis-
fræðin eiga athygli hans
óskipta. • Pilturinn hvorki sér
afmyndað andlit kennarans né
heyrir dúnalognið. I næstu
andrá er pilturinn slegið i rot.
Islenskt hversdagslif i barna-
skóla.
Verkamaður kemur heim frá
vinnu. Þetta er lágur maður
vexti, óframfærinn, næstum
feiminn, segja vinnufélagarnir,
en vel liðinn, heimilislifið til
fyrirmyndar, talar mikið og oft
um konu og börn. Þennan dag
þegar hann kemur heim sefur
kona hans börnin eru að leik i
ibúðinni. Hann tekur klauf-
hamar uppúr skúffu gengur inn
til konu sinnar og slær hana
banvænu höggu i höfuðið.
Kyrkir siðan börnin með raf-
magnsleiðslu.
önnur saga úr hversdags-
lifinu. Frá Danmörku:
Ungur maður situr yfir glasi á
vinveitingastað. Hóp af ungu,
glæsilegu og vel klæddu fólki
ber að, spyr hvort ungi
maðurinn vilji ekki flytja sig,
hann sé fyrir, þau ætli sér að
sitja hér. Ungi maðurinn þráast
við: hann hafi fullan rétt á að
sitja þarna. Næst veit þessi ungi
maður af sér utan dyra, liggj-
andi I blóði sinu með brotnar
tennur.
H v ersdagssaga úr
skemmtanalifinu. íslensk.
Ofbeldi og misbeiting valds —
allsstaðar, alltikring. A
heimilum, I skólum og öðrum
opinberum stofnunum, i fyrir-
tækjum, á samkomum, i
viðskiptalifinu.
Bilstjóri leggur lykkju á leið
sina til að skvetta yfir þig úr
tjöm á götunni. Daglegt islenskt
lif.
Bilstjóri leggur lykkju á leið
sina til að reyna að keyra niður
vegfaranda. Daglegt lif i New
York. (Sjálfur varð ég fyrir
þeirri reynslu að sitja i leigubil i
sumar með bilstjóra sem forðu-
fellandi af geðsýki gerði itrek-
aðar tilraunir til að keyra niður
fólk) A þessum dæmum er
stigsmunur, kannski sá stigs-
munur sem er á ofbeldisþróun-
inni i Bandarikjunum og hér á
landi.
2
1 krafti eigin reynslu af
islenskum skólum finnst mér
engin goðgá að ætla að þeir séu
einn helsti vetvángurinn þar
sem ofbelsis- og valdbeitingar-
mynstrið er inngrætt i fólk.
Áreiðanlega eru kennarar
ekkert verri og óeðlilegri en
annað fólk, en einhvemveginn
er það nú svo að I skólanum,
innan fjögurra veggja kennslu-
stofunnar, haga þessir menn sér
oft eins og hreinar bestiur. Þeir
iðka misbeitingu valds sem
þeim héldist hvergi uppi nema
einmitt i skólastofunni — og
heima hjá sér. Tiðni geðveiki-
kasta hjá kennarastéttinni er
kannski svipuð og hjá öðrum
stéttum, en skólastofan virðist
vera sá vetvángur sem einkum
kallar fram brjálsemi og
ofbeldishneigð hjá þeim.
Leiksviðiö er óvenjulegt. Einn
maður hefur alræðisvald yfir
heilum skara af börnum eða
unglingum. Orð hans em lög:
það eru einu lögin sem geta
tekið breytingum frá degi til
dags án þess að nokkuð sé til-
kynnt um breytinguna. Innan
þessara fjögurra veggja hefur
kennarinn fullt vald til að leggja
sömu börnin i einelti árum
saman, pina þau og plaga: og
fullt vald til að gripa til marg-
faldra hefndaraðgerða þegar
nemanda verður á að særa hé-
góma kennarans: fullt vald til
að leitast við að gera nemanda
hlægilegan og brjóta hann
þannig niður.
En það sem sorglegast er við
þetta allt: okkur er tamið að
horfa I gegnum fingur á
ofbeldið. Kennarinn ákvarðar
hvað er eðlilegt. Hann er
náttúruafl: froðufellandi geð-
veikiköst hans eru EÐLILEG.
Það er nefnilega eðlilegt að
kennari hagi sér eins og
ofbeldismaður. Okkur er öllum
kennt að haga okkur eins og
brjálæðingar. Og við erum löngu
farin að lita á ofbeldi sem
EÐLILEGAN HLUT. Við
komum útúr þessum stofnunum
sem okkur þóknast að kalla
skóla með þá vissu að ofbeldið
borgi sig, það sé eðlilegt.
3
Sú ofbeldisalda sem nú
gengur yfir þjóðfélagið og hefur
náð hástigi i morðum er bara
það sem hlaut að koma. Skatt-
svik, smygl, prókúrusvindl — er
ofbeldi, ofbeldi hinna útsmognu,
hinna koppagljáandi ofbeldis-
manna. Það eru bara smá-
gangsterarnir og ruglukollarnir
sem drepa. Samfélagið logar af
ofbeldi. Og það er ekki bara i
þeim geirum sem við nefnum
opinbera eða i viðskiptalifinu —
þaðer lika i einkalifinu, á heim-
ilinum, i partýunum.
Misheppnuð þéttbýlismyndun
ásamt yfirþyrmandi inn-
flutningi á skrils- og skepnu-
fyrirmyndum frá Banda-
rikjunum hefur gert islendinga
að ruglaðri þjóð sem veit hvorki
i þennan heim né annan, þótt
húnhugsiaðallega i annan til að
losna við að horfast i augu við
þennan.
Og það situr enginn einn með
alla sökina — hér er um sam-
eiginlegt vandamál að ræða.
Vinstri menn eða sósíalistar á
þessulandi hafa alls ekki birtst
sem neinir siðferðilegir yfir-
burðamenn, hvorki opinberlega
né i einkalifinu.
Það er ekki nóg fyrir
sósialista að hugsa til breytinga
á efnahagskerfinu, við verðum
að snúa okkur að þvi að móta
hugmyndir um nýtt samlif, nýtt
kynferðislif, nýtt tilfinningalif.
Manneskjan lifir ekki bara
efnahagslifi.
Skref i þessa átt gæti verið að
stofna sósialskan barnask<Wa —
eða menntaskóla.
Meyjarfæðing í enskri aðalsfjölskyldu?
Þann 23. febr. hófu tuttugu
breskir lavarðar að rannsaka
kynlif látinnar aðalsfrúar, sem
eitt sinn hélt þvi fram að hún
hefði orðið þunguð, þrátt fyrir það
að hún hefði samkvæmt gildandi
mati á meydómi talist hrein mey.
Aðalsmennirnir eru að reyna að
komast að raun um, hvað gerðist
aðfaranótt 18. desember 1920, i
svefnherbergi Lady Christabel
Ampthill, hinnar fögru eiginkonu
Johns Russell, þriðja barónsins af
Ampthill.
1 skilnaðarréttarhöldum það
sama ár, sem vöktu mikla
athygli, hélt frúin þvi fram fyrir
rétti að hún hefði orðið þunguð
fyrrnefnda nótt eftir „húnverska
hegðun” eiginmanns sin. Barón-
inn hélt þvi aftur á móti fram að
hann hefði aldrei samrekkt konu
sinni eftir hjónavigsluna og hlyti
sonur hennar þvi að vera barn
annars manns, sem hánn vissi
ekki hver væri.
1973 dó barón þessiog var málið
þá vakið upp að nýju, þar eð tveir
gerðu kröfu til að erfa titilinn.
Þeir eru fyrrnefndur sonur Lady
Christabel, nú 54 ára, og John
Russell, 25 ára gamall sonur
Ampthills lávarðar af þriðja
hjónabandi. Sjálf dó Lady
Christabel i siðasta mánuði, átt-
ræð að aldri.
1 réttarhöldunum út af skiln-
aðinum 1920 játaði hún um siðir
að hún hefði aldrei haft samfarir
við mann sinn, en neitaði þvi jafn-
framt að hafa iagst með nokkrum
öðrum. Læknisrannsókn sýndi að
likamlega séð var hún ennþá
hrein mey, og komust læknar að
þeirri niðurstöðu að sonur hennar
hefði sennilega komið undir við
ófullkomnar samfarir.
Rétturinn komst þá að þeirri
niðurstöðu, að sonurinn, sem
heitir Geoffrey, væri ekki sonur
Ampthills lávarðar og var hann
þvi gerður arflaus, en tveimur
árum siðar ógilti lávarðadeiid
breska þingsins þann úrskurð og
varð Geoffrey þá aftur erfingi
barónsins. Fjölskylda Ampthills
lávarðar neitaði að hlita þeim úr-
skurði.
Umræddum aöalstitli fylgir
enginn auður, svo að það er
einungis virðingin sem titlinum
fylgir, sem sonur Lady Christabel
og hugsanlegur hálfbróðir hans
keppa um.