Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJrtDVILJlNN Sunnudagur 7. mars 1976. Tónlistar- nemendur biöja um leiðréttingu mála sinna: Nemendur i framhaldsdeildum Túnlistarskólans i Reykjavik hafa i ýtarlegri greinargerð itrekað beiðni sina til stjornvalda um námslán sér til handa. 1 sam- tali við tvo fulltrúa nemenda Tón- listarskóians, þær Þórunni Björnsdóttur og Margréti Gunnarsdóttur kom fram, að þau telja sig afskipt hvað snertir út- hlutun námsíána til þessa. Með hliðsjón af fyrirhugaðri endur- skoðun námslánakerfis þjóðar- innar vilja nemendur þvi ftreka fyrri málaleitan sina um jafn- rétti við aðra þá, er starfsnám stunda. Tónlistarnámið er oft i senn langt, erfitt, krefjandi og kostnaðarsamt, sögðu þær Margrét (t.v.) og Þórunn. Þess vegna gera nemendur Tón- listarskólans nú tilkall til námslána og benda á, að menntunin sé horn- steinn tónlistarlífsins og því sist þýðingarminna en önnur framhalds- menntun. Tónlistarnám er starfsmenntun Ekki tómstundagaman Þeir þrir höfuðþættir tónlistar- iðkunar, sem jafnframt tengjast framhaldsnámi við Tónlistar- skólann eru: Tónlistarkennsla á grunnskólastigi, kennsla i hljóð- færaleik og hljóðfæraleikur (ein- leikarar). Allt eru þetta hom- steinar litriks tónlistarlifs, sem viðurkennt er nauðsynlegt hverju þjóðfélagi. — Einmitt þess vegna sögðu þær Þórunn og Margrét, — viljum við ekki viðurkenna það álit margra að tónl.nám sé eitthv. tómstundagaman. Þetta er erfitt og krefjandi nám, engu þýðingar- minna en önnur framhalds- menntun. Við þykjumst þvi eiga tilkall til þess, að verða ekki enn einu sinni sett utangarðs við veit- ingu námslána. — Menntunarkröfur eru mjög miklar, sögðu þær stöllur. T.d. má nefna kröfurnar tilþeirra sem kenna hljóðfæraleik eða hyggjast verða einleikarar. Enginn nær þeim áfanga án þess að undir- gangast margra ára stift undir- búningsnám áður en hann kemst í sjálft aðalnámið og þannig er þetta á mörgum öðrum sviðum. Auk þess kostar námið sinn skilding i bóka- og „tækjakaup- um”.- I greinargerð nemenda Tónlistarskólans segir m.a.: „Af framansögðu má ljóst vera að nám sem stefnir að starfi á hinum ýmsu sviðum tónlistariök- unar er starfsmenntun. Það verö- ur að meta það til jafns við annað nám sem stefnir að þjálfun hlut- aðeigandi til ævistarfs. Þetta nám getur þvi ekki frekar en annað starfsnám flokkast undir tómstundagaman þeirra sem það stunda, heldur ber að líta á það sem fullt starf. Hér eins og ann- ars staðar er aðstaða nemenda afar misjöfn, svo að i mörgum tilfellum er þeim fjárhagslega torvelt, jafnvel gjörsamlega ómögulegt að stunda það nám, er hugur þeirra stefnir að án utan að komandi aðstoðar. Þetta sjónar- mið hefur verið viðurkennt i reynd með opinberum stuöningi viö námsmenn á flestum öðrum sviöum, i formi námslána. Þau eru til þess ætluð að jafna aðstöðu þeirra sem stefna að æðri starfs- menntun. Við höfum fært rök að þvi hér á undan, að tónlistarnám á æðra stigi, er fullkomlega hlið- stætt námi i öðrum æðri mennta- stofnunum landsins.” — gsp Kopararm- bönd gera gagn! SINGAPORE Læknar sem saman voru komnir á ráðstefnu i Singapore til að ræða gigtarlækn- ingar, telja sig hafa nokkra stað- festingu á þvi, að hjátrU þeirra sem ganga með kopararmbönd. sér til heilsubótar sé á rökum reist. Athugun á 300 gigtarsjUk- lingum þótti benda til þess, að sá helmingur þeirra sem haföi vanið sig á kopararmböndin væri heldur betur á vegi staddur. Og þar að auki grennri og léttari á sér. Þessi jákvæðu áhrif eru rakin til þess, að litið eitt koparmagn, uppleyst i svita, geti borist inn i iikama manns um hUðina. (j| ÚTBOÐ m Tilboð óskast i eftirfarandi fyrir Hitaveitu Reykjavikur. 1. Þenslustykki af ýmsum stærðum og gerðum. — Opnunardagur tilboða 20. april 1976. 2. Loka af ýmsum stærðum og gerðum. — Opn- unardagur tilboða 21. april 1976. 3. Stálpipur af ýmsum stærðum. — Opnunar- dagur 23. april 1976. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frtkirkjuvegi 3 — Sími 25800 > , " • Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagiö HÆ! Þakka bréf in og ég vona að flestir hafi verið ánægðir rneð ,, ryksugu lagið”. 1 dag tökurn við fyrir garnalt óskalag sern þeir félagar SIMON AND GARFUNKEL endurvöktu á sinurn tirna á LP-plötunni „Bridge Over Troubled Water”. Það heitir: Bye bye love. BYE BYE LOVE F C Bye bye love F C Bye bye happiness F C Hello loneliness G7 C I think I’m gonna cry F C Bye bye love F C Bye bye sweet caress F C Hello emptiness G7 C I feel like I could die G7 C Bye bye my love, goodbye. C G There goes my baby C With someone new G She sure looks happy C I sure am blue F She was my baby G Till he stepped in G7 Goodbye to romance C That might have been. C-hljómur C D (í ) c D h -h (jómur l Cc7- hljómur Verkfallsstyrkur Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavik- ur hefur ákveðið að veita félögum styrk úr vinnudeilusjóði. Styrkur verður veittur fjölskyldum með 3 börn *eða fleiri undir 16 ára aldri, enda hafi framfærandi ekki þeg- ið laun i verkfallinu i febrúar. Umsóknarfrestur er til 10. mars n.k. og þurfa umsækjendur að framvisa félags- skirteini og sjúkrasamlagsskirteini eða öðru óyggjandi vottorði um fjölskyldu- stærð á skrifstofu félagsins að Hagamel 4. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.