Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. mars 1976. toJáÐVlLJINN — SIÐA 5 Grænlandsmynd eilifðarinnar. i hvers konar samfélagi munu þau lifa? Ný pólitísk hreyfing á Grænlandi Það væri rangt að halda þvi fram, að islendingar væru áhuga- lausir um næstu granna okkar, grænlendinga. Enda væri það harla einkennilegt ef svo væri — svo margar eru hliðstæður á þeim vanda sem grænlendingar glima við i dag og þeim erfiðleikum sem við höfum orðið að glima við og höfum ekki leyst enn. t báðum tilvikum er um að ræða smáþjóðir sem lifað hafa i einangrun við tiltölulega einhliða atvinnulif. Báðar eiga svipaðra hagsmuna að gæta að þvi er varðar verndun fiskimiða. Báðar hafa þurft að sækja rétt sinn til sjálfstjórnar og sjálfstæðis i hendur danskrar nýlendu- stjórnar.Báðar þurfa að geraþað upp við sig, með hvaða hætti verðmætum hefðbundinnar menningar og lifshátta verður bjargað yfir i nútimann, sem ryðst yfir þjóðirnar með miklum hraða og afli. Hvernig hægt sé að taka við tæknivæðingu og vitundariðnaði án þess að týna sjálfri sér. Taka við nútimanum á forsendum eigin þarfa. Og siðast en ekki sist: hvernig unnt er að hrinda ásælni stórvelda og auð- hringa sem berja að dyrum ýmist með herstöðvasamninga upp á vasann eða með tilboð i náttúru- auðlindir. Það er þvi ekki nema eðlilegt að hin fræga sýning Inúkshópsins yrði til. Og ýmsir menn ágætir hafa sótt Grænland heim og skrifað um vandamál landsins af ágætum skilningi og samúð. Ég minni t.d. á skemmtilegt framlag Asa i Bæ og Einars Braga til þessara mála. Það sem ólíkt er En auðvitað er margt ólikt með islenskum og grænlenskum vandamálum þrátt fyrir hlið- stæðurnar. Þeir eru fjórum sinnum fámennari en við. Menning þeirra og sjálfstraust enn viðkvæmari en okkar. Gliman við að innbyrða „nútimann” góðar og illar hliðar hans, hefst allmiklu siðar hjá grönnum okkar en hér, en sú innrás verður þá þeim mun stór- felldari og háskalegri. Það er þvi ekki að undra þótt allmargir menn hafi látið i ljós efa um að grænlendingar fengju lifað þær sviptingar af, ótta um að þeirra biði að verða ráðlausir og áhrifa- litlir annarsflokks ibúar á mikilli hráefnastassjón, mæltir á fátæk- legri dönsku. Aðrir hafa svo reynt að safna röksemdum fyrir þá von, að grænlendingum takist sjálfum að ráða þróuninni til sjálfstæðrar tilveru, þvi sannast sagna eru þeir einir allra smárra veiðiþjóða norðurhjarans sem eiga nú slika möguleika. Móguleika sem stað- festa mætti með stofnun eigin þjóðrikis. Þessar spurningar eru mjög á dagskrá nú. Bæði vegna þess, að það hefur komið i ljós, að Efna- hagsbandalagið, sem Danmörk er nú aðili að, hefur mikinn hug á að fella náttúruauðæfi Grænlands (oliu, málma ofl.) inn i fram- tiðaráform sin. Og svo vegna vaxandi pólitiskrar vitundar grænlendinga og umræðu sl. 3-4 ára um aukið sjálfsforræði og heimastjórn. Tilraunir En eitt af þvi sem sýnir vel hve erfið vigstaða grænlendinga er, er sú staðreynd, að þeim hefur enn ekki tekist að koma sér upp pólitiskri hreyfingu með mark- sækinni stefnuskrá. Hingað til hafa tvær tilraunir verið gerðar, en þær hafa ekki hlotið nægilegan hljómgrunn til að heppnast. Á miðjum siðasta áratug reyndi hópur grænlenskra menntamanna að stofna flokk sem nefndist INUIT, sem einkum setti á oddinn jafnréttismál, kröfur um jafnan rétt danskra og grænlenskra þegna. Þessi hópur hratt af stað umræðu um sam- bandið við Danmörku, sem all- margir tóku þátt i, ekki sist yngra fólk. En flokkur þessi dó eftir nokkur ár, vegna þess að honum tókst ekki ab ná að ráði út fyrir fremur þröngan hóp til lengdar, né heldur að vinna bug á miklum samgönguerfiðleikum i þessu mikla landi. Næstur varð Knud Hertling, siðar grænlandsráðherra, til þess að stofna flokk, SUKAQ, sem átti að vera einskonar grænlenskur sósialdemókrataflokkur, en honum tókst ekki heldur að sann- færa grænlendinga um kosti póli- tiskra samtaka til baráttu fyrir sameiginlegum málum. Áfram Af þessum sökum hafa þær raddir heyrst að það væri yfir höfuð ekki jarðvegur fyrir skipu- lögð pólitisk samtök i Grænlandi. En meðal þeirra sem andæfa slikri kenningu eru nokkrir áhrifamenn eins og Lars Emil Johanesen, sem nú er annar af þingmönnum Grænlands á danska þinginu, og fyrirrennari hans, Moses 01sen.,Asamt þriðja manni, Jonathan Motzfeldt hafa þeir stofnað nýtt blað, sem nefnist Hluti af innrás nútimans. „Sujumut” (Afram) og á það að verða stofn að nýrri pólitiskri hreyfingu. Lars Emil Johanesen segir i nýlegri grein um hreyfingu þessa, að hann efist ekki um að hún eigi sér framtiö ef að hún, n.b. getur mætt pólitiskum þörfum ekki aðeins litils hóps menntamanna heldur þörfum alls almennings og byggt á raunsæjan hátt á þörfum grænlensks samfélags i dag. Þingmaðurinn segir m.a.: Aödragandi „Margra ára fjarstýring og einhliða boð frá Kaupmannahöfn hafa að sjálfsögðu leitt til þess, að mikill hluti grænlendinga eru i óvissu um þá möguleika sem samfélag þeirra hefur upp á að bjóða. Það nægir að lita á atvinnulifið heima á Grænlandi, sjá hverjir það eru sem þar ráða ferðinni. Allavega eru það ekki grænlendingar. Ég er þeirrar skoðunar, að póli- tisk meðvitund almennings sé forsendan fyrir þvi að skipulögð pólitisk starfsemi verði virk. Og þvi tel ég lika að slik póiitisk vakning sé nauðsynlegur undan- fari þess að stofnaður sé einn eða fleiri pólitiskir flokkar á Græn- landi.” Lars Emil Johanesen segir að hann og áðurnefndir félagar hans hafi frá þvi 1971 reynt að hvetja til slikrar vakningar. Það hafi verið freistandi fyrir þá að reyna að koma sér upp flokksvél — einkum þegar þeir hafi lent i.þvi að verja „óvenjulega” stefnu sina and- spænis rammefldum dönskum þjóðfélagsstofnunum. En þeir hafi, með tilliti til fyrri mistaka, ekki viljað flýta sér i þessum efnum, heldur reynt hver um sig að efna til umræðu, safna áhang- endum. Nú hafa þeir komist það langt áleiðis, sem fyrr segir, að blaðið SUJUMUT er orðið veru- leiki. Lars Emil telur, að það muni ekki liða á löngu þar til SUJUMUT verður að pólitiskum flokki, og hann telur einnig, að hreyfingin geti reitt sig á stuðning um 10.000 kjósenda og er það mikið fylgi á Grænlandi — ibúar þar munu 40-50 þúsundir. Stefnuskrá Stefnumál SU J UMUT-hreyf- ingarinnar munu enn i deiglu.. enda eiga þeir þrir foringjar sem áður voru nefndir sér ólika póli- tiska fortið. En i nýlegu tölublaði hefur Moses Olsen, sem mun einna róttækastur i hópnum.lagt fram drög að stefnuskrá fyrir hreyfinguna, og er hvatt til op- innar umræðu um hana. 1 þessum drögum segir að aðal- .márkmið hreyfingarinnar sé að „skapa samstætt og starfhæft samfélag sem getur tekið örlög sin i sinar eigin hendur ba'ði með ábyrgri nýtingu auðlinda landsins og með naubsynlegum tilfærslum (?) að utan. Þetta þýðir ekki að hafnaðsé jákvæðum tengslum við einn eða neinn utan Grænlands". 1 drögunum er itrekað, að grænlendingar vilji ekki eiga aðild að Efnahagsbandalaginu. 1 launamálum verði stefnt eins ört og unnt er að launajöfnuði. Atvinnulifið beri að reka fyrst og fremst með tilliti til hagsmuna veiðimanna, sjómanna, fjár- bænda og annars verkafólks og stefna skal að aukinni samstöðu vinnandi fólks með eflingu sam- vinnuhreyfingar. Erlenda fjár- festingu skal þvi aðeins leyfa. að ekki séunnt að útvega grænlenskt fjármagn, enda sé svo gengíð frá samningum. að þeir séu hag- kvæmir grænlenskri alþýðu. Um sjávarútveg segir: Viö berjumst fyrir fiskveiðilögsögu sem á hverjum tima tryggir að fullu hagsmuni okkar, einnig að þvi er varðar aðra hluta hins danska rikis. Heimastjórn og auðlindir Um heimastjórnaráforni segir. að þau verði grænlenskir stjórn- málamenn sjálfir að móta i sam- ræmi við grænlenskan hugsunar- hátt og réttarvitund. Mælt er með þvi að rammalög um heimastjórn verði sett sem fyrst og kveðið á um. i hvaða röð heimastjórn tekur að sér verkefnin. Þá segir i drögum Mosesar Olsen. að heimastjórn sem ekki hafi fulla stjórn yfir auðlindum i landinu og umhverfis það muni aldrei risa undir nafni. Þvi verði löggjöf og samningar um nýtingu auðlinda að kveða skýrt á um það. að land og auðlindir tilheyri þeim sem hafa fasta búsetu i landinu (Selstöðufvrirkomulagið á dagskrá rétt enn einu sinni). Og að nýtingu auðlindanna verði stjórnað af þjóðkjörnum full- trúum og arðurinn komi græn- lenskri alþýðu til hagsbóta. Þá eru og ákvæði um hlutdeild „fastra búsetumanna" i störfum að oliuvinnslu og námagreftri og fleira i þeim dúr. Stefnuskrárdrög þeirra , SUJUM UT-manna verða ekki rakin hér nánar. Þau benda til nokkuð opinnar vinstristefnu sem likleg má þykja til góðra undir- tekta hjá þjóð sem frá fornu fari ermótuðaf viðhorfum sameignar og samvinnu. Að þvi er varðar sambandið við Danmörku þá mundi ýmsum sjálfsagt þvkja að i skjali þessu gæti full mikillar varfærni. En hæpið er að gera til- raun til að dæma um þá varfærni. nema að ráða yfir drjúgri þekk- ingu á grænlenskum veruieika. Arni Bergmann tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.