Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓOVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976. PJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSlALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Frainkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Frcttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsbiaði: Árni Bergmann Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skóiavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. SPILLING, AFBROT, PÓLITÍK Við höfum til þessa vanist þvi islend- ingar að horfa úr nokkrum fjarska á tiðindi af skipulagðri glæpastarfsemi. Á hvita tjaldinu sjáum við stórgróða af smygli, vændi, eiturlyfjasölu hrúgast upp með keyptum góðvilja mútuþægra emb- ættismanna, og ef eitthvað ber út af er stutt i að óþægileg vitni gerist úr heimi höll. 1 annan stað má nú á degi hverjum lesa af yfirheyrslum yfir fulltrúum ým- issa helstu stærstu auðhringa heims, að það sé frekar regla en undantekning ef meiriháttar viðskipti komast á um her- gögn, oliu, flugvélar ofl. án þess að miklar mútur séu greiddar til að smyrja með fyrirgreiðslukerfi háttsettra manna. Nú hafa fjársvikamál i tengslum við alvar- legri glæpi færst miklu nær okkur. Nú finnst mönnum sem mafiudólgar séu komnir i næstu hús veifandi tilboðum sem torvelt verður að hafna. Þróun i þessa átt er vafalaust tengd þvi, að lögmál þau er ráða atferli manna i auðvaldsþjóðfélagi hafa verið að festast i sessi, fá aukið vægi. Með öðrum orðum: hver er sjálfum sér næstur og andskotinn hirði þann aftasta. í frumskógarandrúms- lofti slikrar samkeppni truflast fljótlega hugmyndir, sem áður kunna að hafa átt sér nokkra fótfestu um rétt eða rangt, lög og glæpi. Hvað er hagnaður og hvað þjófn- aður? Hvar endar umbunin fyrir skipu- lagshæfni, hagsýni og aðrar dyggðir i rekstri og hvar taka við bókhaldsbrellur, skattsvik, fjárflótti, mútur? öll gildi verða það teygjanleg að einna algengust viðbrögð hjá almenningi þegar spyrst um tiltekin fjársvik hafa verið þau að spyrja, hvort þessi sem nú lenti i súpunni sé nokkuð verri en aðrir. Hvort ekki séu allir eins. Menn hrökkva ekki við fyrr en menn eru farnir að hverfa, einn, tveir eða fleiri. Kannski verður sljóleikinn það mikill, innan tiðar að menn kippi sér ekki upp við morð heldur. Hér er m.ö.o. vikið að gamalkunnum hugmyndum um samfélagslegt umhverfi sem mótar framgöngu einstaklingsins: hlutur sem liggur i pækli tekur i sig salt. En það væri mikil yfirsjón hjá sósialistum og öðrum vinstrisinnum að láta við það sitja, að slá þessu föstu með nokkurri sjálfsánægju i þá veru, að við höfum svosem alltaf vitað hvernig þetta auðvaldsþjóðfélag var. Þau lögmál gróðahyggju sem áður voru nefnd eru svo sterk og áleitin, að þau munu i einhverjum mæli hafa áhrif á allar pólitiskar hreyfingar sem ná nokkurri stærð. Gegn þeim áhrifum er blátt áfram lifsnauðsyn að berjast. I þvi samhengi skal vitnað til óvenjulega sjálfsgagn- rýninnar athugasemdar Sigurðar E. Guð- mundssonar i Alþýðublaðinu fyrir skemmstu: ,,Talsmenn jafnaðarstefn- unnar hér á landi hafa alls ekki verið nógu harðir gagnrýnendur alls kyns forréttinda auðvaldsþjóðfélagsins, hvað þá nægilega miklir boðberar siðbóta og nýs hugarfars. Þvert á móti hafa þeir löngum látið glepj- ast til að verða samdauna þvi kerfi, er auðhyggjusinnarnir höfðu komið á lagg- irnar”. Og öll vitum við hvernig þessi 'af- sláttarhyggja hefur leikið Alþýðuflokkinn. Það er alveg ljóst, að þeir boðberar stór- felldra breytinga á þjóðfélaginu sem vilja láta taka sig alvarlega, verða að sýna gott og ótvirætt fordæmi, taka skýra afstöðu til fjárglæfra og annarrar spillingar. Annars verða þeir grunaðir um að vera „samdauna” eða verða það i reynd. Einn hluti slikrar afstöðu er að láta ekki fræðilegar vangaveltur um orsakir spillingar og glæpa né heldur efasemdir um hvatir einstakra boðenda betra siðgæðis dreifa huganum frá þvi sem meira skiptir. En það er: að þeim seku og hálfseku gefist ekki friður til að drepa á dreif eða svæfa þær kröfur, sem nú eru vakandi um bætt réttarfar, um raunveru- legt jafnrétti fyrir dómstólum, um skjóta og virka rannsókn, sem engum hlifir, á samhengi þeirra ljósfælnu mála, sem nú er allsstaðar um rætt, hvar sem þrir eða ■ fjórir islendingar eru komnir saman. —áb Fiktiö ekki við veðrið Greinargerð um veður- fræðilegan hernað Um þessar mundir hafa menn auknar áhyggjur af tæknilegum möguleikum til að hafa áhrif á veöurfar og liðan manna, sem nota mætti i hernaði. Bandarikjamenn beittu fyrir sig slikum aðferðum i hernaði sinum i Vietnam, en margt nýtt hefur komið til skjalanna siðan. Enda eru þátttakendur afvopn- unarráðstefnunnar i Genf að velta fyrir sér drögum að samn- ingi, sem á að banna hernað gegn umhverfi mannsins. Dr. Bhupendra Jasani er einn af starfsmönnum hinnar virtu Friðarrannsóknarstofnunar i Stokkhólmi (SIPRI). í nýlegri grein sem hann ritar i Ambio, timarit Sænsku visindaakadem- iunnar, heldur hann þvi fram, að það sé tæknilega mögulegt aö búa til risavaxnar flóðbylgjur til að senda að ströndum andstæðinga og svo skjóta göt á ozonlag and- rúmsloftsins með þeim afleiö- ingum að skaðlegir útfjólubláir geislar komist i gegn. Að sá i skýin Hann segir að þegar séu alkunnar aðferðir til að ,,sá” efnum i ský sem leiöa til mikillar úrkomu. Þessar aðferðir má nota i hernaði til aö torvelda liðs- flutninga andstæðingsins, einnig mætti nota slika „sáningu i ský” sem væri stunduð til lengri tima, til að hafa áhrif á úrkomu á Gróðureyðing I Vietnam: ekki i mjög stórum stil enn.... vissum svæðum og þar með afkomu fólks sem þar býr. Valda t.d. með þvi móti matvælaskorti meðal þeirra bænda sem skæru- liðar hafa vistir sinar frá. Ein hugsanleg afleiðing af þvi, að slikar aðferðir eru alþekktar, getur orðið sú, að dómi dr. Jasani, að þjóðir fari að ás^ka hvor aðra — með réttu eða röngu — um að hafa valdið uppskeru- bresti með skipulögðum þurrkum eða þá flóðum. Hann segir ennfremur, að eitt af þvi sem sé sérstaklega iskyggi- legt, að þvi er varðar „tilbúið veöurfar”, sé það, að það er unnt að hafa slik áhrif án þess að eftir sé tekið. Annars konar „sáning” getur verið notuð annaðhvort til að tor- velda eða fela innrás með þvi að breiða þoku yfir innrásarliðið. Dr. Jasani gerir einnig grein fyrir þvi, hvernig koma mætti af stað hvirfilbyljum. Þeir verða til með eðlilegum hætti yfir höfum i sambandi við lægðir og geta náð afli sem svarar til miljóna smá- Umhverfishernaður hófst þar, en lesta af sprengiefni. Unnt væri að „búa til” slika hvirfilbylji með þvi að hafa áhrif á eðlilega upp- gufun sjávar. Meðal annars mætti gera þetta með þvi að dreifa þunnu lagi t.d. af oliu yfir sjóinn. Þessa tækni mætti tengja við sáningu i ský til að beina hvirfilbyljunum i vissa átt og láta þá eyðileggja strandvarnir and- stæðingsins. Flóðbylgjur og fleira En margir praktiskir örðug- leikar mundu koma fram i þessu sambandi — eins og reyndar i sambandi við aðrar þær tækni- brellur til hernaðarþarfa sem dr. Jasani fjallar um. Það mætti til dæmis mynda „gat” i ozonlagið með atóm- sprengingu i andrúmsloftinu. En vilji menn vita um áhrif sliks verknaðar, þurfa þeir að hafa mjög nákvæmt yfirlit um vind- stöður allar, svo og hve ört ozon mundi flæða inn i þá eyðu sem myndast heföi. Risastórar flóðbylgjur (tsun- ami), sem stundum fylgja i kjöl- far jarðskjálfta og fremja hin mestu hervirki, mætti búa til með keðju hnitmiðaðra sprenginga. önnur aðferð væri sú að nota kjarnasprengingar, annaðhvort neðansjávar eða meðfram mikilli isbreiðu, sem mundi renna i sjóinn við sprenginguna. Að skjóta á heilann Greinarhöfundur segir, að þegar til lengdar lætur kunni það að verða mögulegt að hafa áhrif á hegðum einstaklinga með þvi að fitla i stórum stil við rafmagns- virkni á mannsheilann. öll verðum við stöðugt fyrir áhrifum smárra rafsviöa — frá rafstraumi götuljósa, frá ýmsum hlutum og fyrirbærum úti i geimnum. Tilraunir hafa sýnt fram á það, að styrkist þessir kraftar þá minnkar starfshæfni manna við það. Dr. Jasani ber fram kenningu um það, að ef að hægt væri að auka þessi áhrif með þvi að hleypa rafsegulbylgjum frá efri lögum andrúmsloftsins niður, þá megi með þvi móti draga úr starfshæfni stórra hópa manna á vissum svæðum. Dr. Jasani bætir þvi reyndar við þessar athugasemdir sinar, að margt af þessari tækni sé aðeins i orði en ekki á borði. Nokkur hluti hennar getur gegnt nytsamlegu hlutverki, en aðeins við vissar veðurfræðilegar aðstæður og á vissum svæðum. Það sem helst dregur úr þeirrí hættu, að þessum aðferðum verði beitt er það, að erfitt er að tak- marka áhrif þeirra við ákveðin svæði, og það getur eins verið að þær snúist gegn upphafsmönnum sinum. Sér grefur gröf.... (Byggt á Rcuter) Sovéskar bækur og tímarit (á ensku), hljómplötur og nótur. Opiö frá kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19, laugardaga ki. 10—12. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.