Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 7. mars 1976. ÞJÖÐVILJINN — SIDA 17 EINNAR EFTIR GUNNAR GUNNARSSON MÍNÚTU SÖGUR Einnarminútusögur skipa sérstakan bálk í heimi sagna. Raunar geta þær verið með ýmsu móti, en eiga það sameiginlegt að vera tilf inningavekj- andi, skrifaðar af hraða og öryggi, stundum ætlaðar til að vekja stríðsmóð manna, ættjarðarást eða aðrar heitar tilf inningar, sorg eða gleði. Líka er hægt að beita þessari sögugerð í þágu fyndninnar, og sú að- ferð er heiðarlegust, sak- lausust. Flestar einnar- mínútusögur eru afar ruglukollslegur samsetn- ingur, efnið er gripið úr ómi stundarinnar, miklir viðburðir sagðir í kæru- leysi og niðurstaðan hend- ing, grátur eða hlátur. Hér fylgja tvær einnar- mínútusögur. ,,Þóroddur hét maður" er verri saga. Hún er lesanleg á einni minútu, og er að því leyti sérstæð, að hún er líka samin á einni mínútu. Sag- an er væmin, eins og oft er um þessi fyrirbrigði. Hin sagan, „Þyngdar- laus grínisti af öðru plani", er mun betri, enda tók lengri tíma að skeyta hana saman. Þar er reynt að byggja út tilfinningum, enda er sagan einskorðuð við einn tiltekinn aíburð, ekki margar mannsævir og framkomu sjómanna hvers í annars garð! —GG. ÞÓRODDUR HÉT MAÐUR Þóroddur hét maöur og vissi enginn um það. Samt var hann á togara. Hann hafði séð marga brotöld- una og ólgusjóinn og fjórtán fé- laga hafði hann séð hverfa i hafið. Stundum hafði kallinn kastað þorskhausum aö Þóroddi, en það var löngu liðin tið, komin nýtisku skip og nýir kallar sem höfðu fengið sina nasasjón af sósial- isma og kenningum spekinga varðandi mannúð. Nú er bara æpt og gólað, enda sagði Þóroddur það vera þannig um borð núna, að margir væru fullir, og væri kast- að i þá þorskhausum, myndu þeir kasta til baka. Jafnvel kasta kall- inum i sjóinn og hlæja. Nú verður litið úr Halaveðrunum þegar við komum á þessum nýtiskulegu, sagði Þóroddur, daginn sem þeir jörðuðu móður hans og boraði upp i nefið. Mamma varð ótrúlega gömul, sagði hann, vanur þvi að það fólk sem hann batt vinskap við, dæi snögglega i hafi. Það var ekki moldarlyktin þarna af gröfum þeirra dauðu, heldur lagði fyrir vitin þessa sjóaraangan, salt, fiskur, tóbak, áfengi, allt blandað saman og saltkjötshendurnar voru rauðar og sterkar. Ég fór aldrei útbyrðis, sagði hann ofan i gröfina, en það er ein- mitt það sem ég ætti að gera, maður maðkar af að liggja i mold. Það ætti nú að skrifa um hana i blöðin, sagði Þóroddur og potaði tánni i moldarbinginn sem nú hélt móður hans i jörðinni, það ætti að skrifa. Hún átti nú börnin tiu sem öll eru dauð nema ég. Hún gaf lösnu fólki kaffi árið um kring og hafði aldrei orð á nokkrum hlut. Þannig var það, sagði hann og fiskaði brennivinspela úr buxum sinum. Það er gott að borða rúg- brauð með brennivininu, sagði hann, en það var ekkert rúgbrauð og Þóroddur varð votur til augn- anna, eins og hefði pusað yfir hann. Ég ætti nú að halda ræðu, sagði hann, en ætli það bætti nokkuð um fyrir henni. Það er nokkuð um lúxus um borð núna, sagöi Þóroddur og saup á pelanum um leið og hann fór gegnum sáluhliðið, sumir eru að baða sig, ég les nú bara. Svo er útvarp og oft hægt að fara i skjól á vaktinni. Þeir fara samt útbyrðis. Bráðum kemur röðin að mér. Hann var i svörtum jakkaföt- um, finröndóttum, slitnum. ein tala framan á jakkanum til að halda honum saman, lúð skyrta fráhneppt i hálsinn og allt gúlpaði frá i norðangjólunni, hálfrökkr- inu, gamlir blankskórnir, támjó- ir, hælaskakkir voru að springa á fótum hans þvi hann tróð sér i þá i ullarsokkum, fékk sér brenni- vinssopa og gekk beint fyrir strætisvagn þar á umferðargöt- unni og ég fekk slettu af heilanum eða var það hjartablóð i andlit mér. (Janúar 1975) ÞYNGDARLAUS GRÍNISTI AF ÖÐRU PLANI Hann var kallaður Beggi fini og þótti sjálfsagt mál, þvi hann átti popplinfrakka, þvældan reyndar, uppsnúna skó og hafði slaufu festa með járnklemmum við lú- inn, gulleitan skyrtukragann sem i byrjun var flott. Það er sko soleiðis, var hann vanur að segja, og renna langri fitugri hendi gegnum ljósrautt hárstrý, að við fasistarnir þrif- umst best hér út við sjó. Ég er sonur himinsins, bætti hann svo við og litil, kimin augu kvikuðu einhvers staðar djúpt i tóftinni, bak við rismikið nef og voru freknur á þvi. Svo heyröi maður hann aldrei segja annað fyrr en daginn sem karlinn faðir hans dó. Nú er pápi dauður, sagði hann þá til að segja eitthvað þar sem við himdum undir bárujárns- klæddum kofavegg og áttum flösku. Svo veifaði hann i leigubil eins og ráðvandur maður að stjórna sinfóniunni, náði tappan- um af i aftursætinu, svolgraði, gretti sig; skritið með þetta is- lenska brennivin, óbragðið hangir alltaf upp við tappann. Heyrðu, sagði hann nokkrum dögum seinna. Hér er pápi nú kominn og upp úr frakkavasanum kom sultukrukka, full af brúnu dufti. Mér hefur verið falið að koma karlinum i grafreitinn fyrir norö- an , þetta er nefnilega sveita- maður, sagði hann til skýringar, kaus framsókn. Leigubillinn brunaði af stað úr bænum, ég og Beggi fini i aftur- sætinu og höfðum nóg að drekka, pápi sá til þess svona dauður eins og hann var orðinn. Arfurinn átti að duga fyrir skemmtiferð norður i land, sagði Beggi. Billinn brunaði um ómilda nátt- úru landsins og við fórum ekki að þrá félagsskap fyrr en i Húna- vatnssýslu og við tókum hús á landsfrægum hagyrðingi til að fá erfiljóð. Nú var ort og drukkið og rikti sæla, þrátt fyrir óbliða náttúru og angraði okkur ekkert utan skort- ur á sigörum, en hagyrðingurinn bætti úr þvi með þvi að bjóða nef- tóbak. Gegnum neftóbak fengum við Beggi nú nýja útsýn til lifsins og settumst eftir hamingjurika helgi i leigubilinn og ókum á stað. Nú var farið að ganga á áfengið og neftóbak hagyrðingsins entist okkur skamma stund. Þegar Beggi renndi á handarbak sér sið- ustu fingurlengdinni af þvi brúna dufti, gerðist hann kimileitur og sagði: þarfer vinstra herðablaðið af honum pápa minum og i sætinu lá krukkán tóm. Viö ættargrafreitinn i grænum dal, beið prestur og barðist hempan um fótieggi hans i vind- inum, ungur maður, hélt i pipu- hattinn og skildi alvöru lifsins. Kvenfélagið stóð lifvörðinn um kring og horfði fólkið eftirvænt- ingarfullt á leiguvagninn koma. okkur Begga fina stiga út og Beggi kastaði tómri krukku á loft. greip með annarri hendi, kom ilátinu fyrir á sáluhliðsstólpa, hneigði sig ofan i jörð eins og væri hann galdraður þangað. þyngd- arlaus grinisti af öðru plani og var farinn. (Janúar 1975)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.