Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 7. mars 1H76. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 15
i
Umsjón:
Magnús Rafnsson og
Þröstur Haraldsson
Nostalgia er hugtak sem
gagnlegt væri aö finna orö yfir i
islensku. Þaö þýöir eiginlega
mikil heimþrá, en hefur auk
þess merkinguna þrá eftir ein-
hverju langt i burtu eöa löngu
liönu. Þvi minnist ég þessa að
nostalgía hefur verið töluvert
áberandi i engilsaxneskri
dægurtónlist undanfarið, og
hennar orðiö vart hér heima.
Mikiö er um endurútgáfur frá
upphafi og sögu poppsins i form i
safnplatna, ýmist með efni
einnar hljómsveitar og einstak-
linga,eða þá aö þær spanna viss
timabil i sögu poppsins.
Astæðan fyrir þessari nostalgiu
er vafalaust sú lægð sem nú
rikir i þeirri tónlist sem hefur
yfirgnæft allt annað siöan bitla-
æðið hófst. Lifshlaupið er orðið
æði langt á tuttugustu aldar
mælikvarða, sjálfsagt ekki sist
vegna þess að tónlistin náði
ævinlega að endurnýja sig með
áhrifum þeirrar alþýðutónlistar
sem hún á völ á i heimalönd-
unum. Breskar hljómsveitir
sóttu efni og stil i ballöður og
aðra þjóðlagamúsik, og am-
eriskar i þjóðlög, blues, negra-
sálma og countrytónlist. Nú
virðisthinsvegar hlaupin tregða
i innspýtingar, tónlistin staðnar
textum og lélega tónlist með
góðum textum, útkoman verður
alltaf jafn afburða léleg.
Samsetningur laga og texta er
þvi ekki fráleitur grundvöllur til
að kanna litillega þær tilhneig-
ingar sem gert hafa vart við sig
i islensku poppi. Skiptingin yrði
þá þrenns konar: Erlend lög
(gjarnan gamlir kunningjar)
með islenskum textum, frum-
samin tónlist með enskum
textum og loks frumsamin tón-
list með islenskum textum.
Fyrstnefnda flokkinn ætla ég
ekki að gera að umræðuefni hér.
Frumsamdir, þýddir, stældir og
stolnir textar við útlend lög er
gamalt fyrirbæri. Ctkoman er i
heildina heldur slæleg en þará-
meðal eru nokkrir klassikerar i
islenskri dægurtónlist svosem
Lóa litla á Brú og Sveitaball
Ómars. Allt frá þvi fyrst var
reynt að skipta um mál á þess-
ari músik hefur verið kvartað
yfir stirðleika islenskunnar,
hrynjandin er of ólik þeirri
ensku til að falla að tónlistinni
nema i einstöku tilfellum. Og
þegar islenskir popparar taka
að semja eigin útgáfu á poppinu
næstum einngöngu undir engil-
saxneskum áhrifum, verður
sami vandinn þeim fjötur um
ÍSLENSK
Guðmundur dúllari.
HEIMSFRÆGÐ
og þá er kominn timi til að átta
sig á þvi undangengna.
Hér heima urðu áhrif popps-
ins töluvert ólik þvi sem gerðist
annarsstaöar og popp-nostalgi'a
vekur aðrar minningar og
vangaveltur. Þessi mismunur
helgastað miklu leyti af aðstæð-
um og viðbrögðin við stöðnun-
inni þvi önnur. islensk plötuút-
gáfa tekur stökk og enginn
hörgull virðist á efni og flytj-
endum. Á sama tima verða upp-
tökur minna fyrirtækienáðurog
framleiðslan allavega ódýrari
sem nemur flugfargjöldum. Það
ætti þvi að vera ástæða til að
athuga hvað sé til af islensku
poppi. Allar tilraunir i þá átt
hafa hingað til drukknað i engil-
saxneskri tónlist. Yfirstandandi
lægð veldur hér tómarúmi og
maður skyldi ætla að þar væri
vert að fylla upp með þjóðlegri
tónlist.
„isienskir tónsmiðir hafa
fiestir veriö hcimilisiausir
förumenn fram á þennan
dag, truflaöir i augnaráöinu
cinsogmenn.sem hafa vcriö
i strföi og tapaö minninu og
gleymt hverir þeir eru eöa
hvert sé land þcirra: Þeir
hafa ekki uppgötvað sitt
eigiö iand.”
Broddur þeirrar tónlistar sem
hérum ræðirersöngurinn, hann
er sá hluti heildarútkomunnar
sem fyrst er tekið eftir og góðir
söngtextar þvi töluvert atriöi.
Yfirlýsingar poppara um að
þeir leggi alla áherslu á tón-
listina og skeyti ekki um hvað
þeir syngi er undarlegur skiln-
ingur á músik sem frá upphafi
hefur byggt á söng og gerir enn.
Það er jafn fáránlegt að sætta
sig við góða tónlist með lélegum
Aö dúlla
fyrir
heiminn
fót. tslensk tunga hefur ekki
þann sveigjanleika að hægt sé
að beygja hana undir enskan
hljóm. Hugmyndin er i sjálfu
sér fjarstæðukennd. En það er
til önnur leið til að sjóða saman
islenska texta og enska tónlist.
Hún er sú að notfæra sér
sveigjanleika tónlistarinnar
utanum málið. Poppið hefur
ekki sist mótast af ensku máli
og það hversu tilbrigðarikt það
er sýnir best sveigjanleika tón-
listarinnar. Svo framarlega
sem menn hafa snefil af til-
finningu fyrir móöurmálinu ætti
þessi leið að vera auðveldari.
Og varla er ennþá hægt að
imynda sér islendinga hafa
frdtar tilfinningu fyrir ensku,
a.m.k. leyfi ég mér að efa að
nokkrum manni takist að ein-
angra sig svo frá þvi umhverfi,
■máli, sögu og menningu sem
gerir okkur að islendingum.
Tónlistin hefur hingað til verið
viðurkennd enskættuð, en skip-
brot þeirra sem gefist hafa upp
fyrir islensku máli virðast ekki
hafa verið hugleidd þvi' björg-
unaraðferðirnar hafa alltaf
verið jafn heimskulegar. í stað
þess að skapa mótvægi við
útlend áhrif og snúa sér að þvi
samfélagi ^em hefur alið upp
þessa músikanta, þá skal mál-
unum reddað með útflutningi.
Allt frá Thorshammers-ævin-
týri Hljóma hafa islenskar
hljómsveitir staðið á þröskuldi
heimsfrægðar i islenskum
músikheimi, en enginn samt
náð lengra en að verða heims-
frægur á íslandi. Og ennþá
gengur dæmið ekki upp.
Astæðan er einföld. Hingað til
hefur ekki verið hörgull á mönn-
um til aö tjá enskumælandi fólki
þá menningu sem islendingar
þekkja varla nema sem gestir.
Þetta forskot hafa íslendingar
hinsvegar ef þeir kjósa að tjá
sitt eigið umhverfi fyrir þeim
sem þeir upplifa það með. Og
likast til hafa útlendingar meiri
áhuga á sérislenskum fyrir-
bærum sem væru þó töluverð
nýjung, en eftiröpun og stælingu
þess sem þeir skapa sjálfir.
„Nú er það menningariegt
lögmál, aö engin list getur
oröið aiþjóöicg, nema hún sé
i fyrsta lagi þjóðleg. Allar
hermur og eftirstæiingar i
listum fæðast andvana, fyrst
og fremstaf þvi að siik iist er
ekki borin uppi af þjóölegu
nteginafli: af þvi hún túlkar
ekki hjarta né háttu ákveöins
mannlegs samféiags, sem
lifir og best fyrir iifi sinu
undirsérstökum skilyröum, i
sérstöku landi: meö sérstaka
sögu aö baki sér: viö sér-
stakar náttúruraddir og
hrynjandi: sérstakt lands-
lag. Stælingar á list, setn
aðrar þjóöir hafa skapað
sem rökrétta afieiðingu af
sinum lifsskilyrðuin, þaö er
hið andstæöa viö list, svik
undan nterkjum, tilraun til
aö kontast undan þvi aö tala
utáii þeirrar striöandi lifs-
heiidar, sem islenskt þjóð-
erni táknar, i gleði og
harnti.”
Ég hef aldrei getað sætt mig
við þá hugmynd að heimsfrægð
sé hægt að kaupa af finum
umboðsmönnum. Allavega ekki
ef einhver meining liggur á bak
við það að skapa tónlist. Það er
forkostulegur misskilningur að
alþjóöleg tónlist geti ekki verið
þjóðleg, og þvi sé nauðsynlegt
að selja sig til að ná árangri úti
heimi. Sannleikurinn er sá að
„öll fullkomin verk bera þjóð-
erni mannsins i sér, „lika ensk-
amerisk popptónlist. Hún túlkar
öðru fremur það umhverfi sem
hún er sprottin úr, umhverfi
fólks sem talar þjóðtunguna
ensku og þessu fólki er hún fyrst
og fremst ætluð. Alþjóðleg
verður hún ekki án þess að hafa
tilvisun til þessa samfélags. Ef
hún er sköpuð i tómarúmi, án
slikrar tilviljunar, dettur hún
dauð og ómerk niður. Það
skiptir ósköp fáa máli hvernig
islendingar tjá eftiröpun á
annarra reynslu, en það skiptir
töluverðu máli hvernig þeim
sömu tekst að tjá það samfélag
sem þeir lifa i. Fyrir þá sem
hafa áhuga á heimsfrægð er
þetta möguleiki allra útkjálka-
manna, aö lifa á sérstöðu sinm.
En það er lika hægt að verða
heimsfrægur á tilbúinni þörf
fyrir rjómakökur.
tslenskt popp varð til strax i
upphafi bitlaæðisins, menn
öpuðu einfaldlega hrátt það sem
hingaö barst að utan. Ná-
kvæmni eftirlikingarinnar réði
gæðamatinu til að byrja með og
kannski var eftiröpun eðlileg
einsog á stóð. Siöari þróun hefði
þá átt að leiða af sér nýja tón-
list, samsuöu þess besta i popp-
inu og hins sem haföi tilvisun til
islensks þjóðernis. En af þessu
varð aldrei einhverra hluta
vegna. Og nú þegar treglega
gengur að fá innspýtingu utan-
frá vaknar maöur glaður við
fjörkipp i islenskri tónlist.
Plötuframleiðsla siðasta árs
sýnir lika best hvað við höfum
farið á mis við siöasta áratug.
Það er eftirtektarvert að tiltölu-
lega ný nöfn i bransanum eru i
meirihluta þeirra sem undan-
farið hafa gefið út frumsamda
tónlist með islenskum textum.
Hinsvegar eru svo þeir sem
hvað lengst hafa spilaö stæi-
ingará útlendum lögum, allt frá
þvi að bitlaæðið hófst, og eru
enn að gera hosur sinar grænar
fyrir enskumælandi þjóðum.
Þessir menn hafa fest allillilega
i tónlist sem er þeim framandi
og ekki veriö þess megnugir að
skapa nokkuð nýtt. Svo lengi
sem þeir neita að viðurkenna
hvert aðhald málið hlýtur að
vera verður tónlist þeirra
endurómur af ensk-ameriskri.
Það ætti að vera augljóst
hvernig þeir standa i samkeppni
við þann hressileika sem ein-
kennir þá tónlist sem sungin er
með islenskum textum. islend-
ingar eiga nú kost á fleiru en að
vera aukaatriði næst á eftir
enskumælandi hlustendum. Það
er ólikt vænlegra til árangurs að
geta skirskotað til eigin reynslu
1 sköpun sinni, tjáð það
umhverfi sem menn lifa i, en
sitja tilbúnir sem varaskeifur i
framandi umhverfi. Ég verð
samt að viðurkenna að arðurinn
er meiri á stærra markaði, og ef
það skiptir öllu þá er um að gera
að hafa biðlund eftir þjóðlausri
heimsfrægð.
M.R.
Tilvitnanir i römmum:
IIALLDÓR KILJ AN
LAXNESS:
Um þjóðlega tónlist.
Rauðirpennar, 1935
POPP
á Lista-
hátíð
Stones, Elton og
David Bowie
líklegastir um
þessar mundir
Vmsar flugufregnir liafa
gengið um að hin og þessi stór-
stirni poppheimsins væru
væntanleg á Listahátið i vor.
Yið ræddum við iirafn Gunn-
laugsson frkvstj. Listahátiðar
ogbáðum hannaðsegja hvernig
málin standa.
Hrafn kvað það vera mjög
ákveðið markmið þeirra sem að
hátiðinni standa að fá gott
erlent popp á hana. Hann hefur
þvi skrifað ýmsum umboðs-
skrifstofum austan hafs og
vestan og spurst fyrir um ferðir
ýmissa listamanna. Hefur
komið i ljós að ýmsir frægir
menn verða á ferðinni i grennd-
inni i vor og sumar en ekkert er
þó ákveðið.
Meðal þeirra sem reynt hefur
verið að fá eru Rolling Stones.
Elton John og David Bowie en
þeir fara allir i Norðurlandaferð
isumar. Þær ferðir hafa þó ekki
verið dagsettar enn og þvi
ekkert ákveðið hvort þeir sjá
sér fært að stoppa. Það er lika
bundið þvi að þeir verði á ferð-
inni á sama tima og hátiðin
stendur yfir, þe. dagana 14.-16.
júni'.
Einnig hefur verið haft sam-
band við Bob Dylan. Joni Mit-
chell og The Who. Dylan sýndi
áhuga en umboðsmenn hans
ekki. Ekki er útrætt við Mitchell
en Who verða ekkert á feröinni i
vor svo sennilega yrði það
hátiðinni ofviöa að greiða sveit-
inni sérstaklega fyrir að koma
hingaö til lands.
Vonandi bera þessar tilraunir
árangur þvi langt er nú orðið
siðan islenskur æskuiýöur hefur
fengið tækifæri til að berja há-
tinda poppmenningarinnar
augum á tónleikum hér á landi.
—ÞH