Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i smiði á gufuskiljum, raka-
skiljum og hljóðdeyfi vegna Kröfluveitu
fyrir Orkustofnun. útboðsgögn verða af-
hent gegn 5.000 króna skilatryggingu hjá
Virki h/f, Verkfræðistofu Guðmundar og
Kristjáns Laufásvegi 19 og Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen s/f Ármúla 4
Reykjavik. Tilboðum skal skilað 22. mars
1976.
Verkfræöistofa
Guðmundar og Kristjáns
Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen s.f.
Styrkir til framhalds-
náms iðnaðarmanna
erlendis
Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna,
sem stunda framhaldsnám erlendis, eftir þvi sem fé er
veitt i þessu skyni i fjárlögum ár hvert.
Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga
kost á styrkjum eða námslánum úr lánasjóði islenskra
námsmanna eða öðrum sambærilegum styrkjum og/ eða
lánum. Heimilt er þó, ef sérstaklega stendur á, að veita
viðbótarstyrki til þeirra, er istunda viðurkennt tækni-
nám, ef fé er fyrir hendi.
Styrkirnir eru eingöngu veittir til náms erlendis, sem
ekki er unnt að stunda hér á landi. Skal námið stundað við
viðurkennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo
mánuði,nema um séað ræða námsferð, sem ráðuneytið
telur hafa sérstaka þýðingu.
Styrkir greiðast ekki fyrr en skilað hefur verið vottorði
frá viðkomandi fræðslustofnun um, að nám sé hafið.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. april
næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
4. mars 1976.
Leiguíbúðir á
hjónagörðum
Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausar til
leigu fyrir stúdenta við nám i Háskóla ís-
lands og annað námsfólk 26 2ja herbergja
og 4 3ja herbergja ibúðir i hjónagörðum
við Suðurgötu. íbúðirnar leigjast til eins
árs i senn frá og með 1. mai n.k. Leiga á
mánuði er kr. 20.000,- fyrir 2ja herb. ibúð
og kr. 25.000,- fyrir 3ja herb. ibúð.
Kostnaður vegna hita, rafmagns og
ræstingar er ekki innifalinn. Leiga og
áætlaður kostnaður vegna hita, rafmagns
og ræstingar greiðist fyrirfram einn
mánuð i senn.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu Félagsstofnunar stúdenta, sem jafn-
framt veitir frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 19. mars n.k.
Félagsstofnun stúdenta,
Stúdentaheimilinu við Hringbraut,
simi 16482.
Þakka innilega öllum þeim er heiðruðu minningu föður
mins,
Helga Ólafssonar,
Gunnarsbraut 38, Reykjavík,
með nærveru sinni við útför hans, vinarhug og samúðar-
kveðjum.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar og systkina hins látna.
Guðni Helgason.
Útvarp í kvöld
Víxill á síöasta degi
Klukkan hálfniu i kvöld hefst i
útvarpinu þáttur i umsjá Péturs
Péturssonar, sem hann nefnir:
Vixill á siðasta degi.
Pétur fræddi okkur á þvi að i
þættinum fjallaði hann um
margháttuð viðskipti vixil-
sláttumanna við bankavaldið,
enda hefðu oft spunnist
kyndugar sögur af slikum
erindum. Sem dæmi nefndi
hann að ýmsir menn hefðu haft
heppnina meðséri vixilsláttum,
með þvi að þeim hefði tekist að
slá vixil út á nafn sitt, án þess að
þeirra eigin þjóðfélagsstaða
gæfi tilefni til.
Þá ætlar Pétur að fræða okkur
dálitið um vixilsláttur ýmissa
skálda og rithöfunda, og verður
þess m.a. getið er Þórbergur
Þórðarson tók 2000 kr. vixil
árið 1921 til að ferðast til
Parisar og skoða meistarann
Krishnamurti. Þá upph. mætti
sjálfsagt tvöhundruðfalda eða
meir i dag, en upphæð þessa
hafði Þórbergur hugsað sér að
greiða niður með 50 kr. árs-
greiðslum, og hefði þá likast til
staðið á endum, að honum hefði
rétt enst ævin til að greiða upp
lánið.
Þá sagði Pétur að Þórberg
hefði hent það ólán, að góðvinur
hans Sigurður Jónasson hefði
hlaupið undir bagga og greitt
vixilinn. ,,Og þá small botninn
úr lifsgrundvelli minum’’, sagði
Þórbergur um þann greiðann.
Að endingu kvaðst Pétur ekki
efa að bankamenn myndu.
leggja eyrun við þættinum i
kvöld, og þá ekki siður ýmsir
áhugamenn um vixilsláttu. ráa
Engin gjöld á
norðurlanda-
verðlaun
Fundur stjórnar Bandalags
islenskra listamanna og for-
manna aðildarfélaga sem haldinn
var 25. febrúar skoraði á alþingi
að það felli niður opinber gjöld af
þeim norðurlandaverðlaunum
sem islendingar hafa hlotið. Benti
fundurinn á fordæmi á þessu
sviði, svo sem Nóbelsverðlaun og
Sonningverðlaun. Þar sem þessi
fordæmi eru- fyrir hendi, má
nánast lita á það sem formsatriði
að alþingi láti hið sama gilda um
tónlistarverðlaunin og
bókmenntaverðlaunin til Atla
Heimis Sveinssonar og Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar.
Stjörnuspá
Framhald af bls. 3.
almenna orðalag þeirra sem i
raun segir ekki neitt. í lengri spá-
dómum, t.d. um heimsatburði
eina árs eða um næsta ár i einu
landi, koma i ljós furðulegustu
andstæður. Spáð er hagstæðum
viðskiptajöfnuði, en samt sé viss-
ara að vera á verði i viðskipta-
málum. Hagstæðar breytingar
verði á vinnumarkaði, en alltaf
megi reikna með atvinnuleysi á
einstaka stað a.m.k. timabundið.
Ófriðarbálið verði ekki algert en
róstur verði i ýmsum löndum og
valdabarátta i þriðja heiminum
o.s.frv.
Sálfræðingar hafa kannað áhrif
stjörnuspádóma á fólk og mark-
aðinn fyrir slíka spádóma. Fritz
Riemanns sem er sérfræðingur i
sálgreiningu i Munchen, kemst að
þvi að niðurstöður sálgreiningar
og stjörnuspádóma séu furðulik-
ar. Furðar vist engan á þvi, þar
sem Riemann upplýsir að sál-
fræðingar leiti sjálfir gjarnan til
stjörnuspámanna um aðstoð til að
ráða fram úr málum.
Þýski rithöfundurinn og iðnrek-
andinn Ludwig Reiners segir i
bók sinni „Stendur það i stjörnun-
um?” frá tilraun sem hann gerði
með þvi að biðja tvo stjörnuspá-
menn að segja sér æviferil manns
sem hann gaf vissar upplýsingar
um, og þær sömu á báðum stöð-
um. Annar sagði að hér væri um
að ræða drykkfelldan, kimni-
snauðan skipstjóra sem þjáðist af
syflis. Hinn sagði þetta vera þras-
gjarnan og flogaveikan negra
sem að lokum myndi lenda i
kjaftinum á villidýrum. Reiners
hafði lagt fyrir spámennina fæð-
ingarstund og -stað Johans Wolf-
gangs Goethe ásamt vissum ævi-
atriðum hans.
Rannsókn á spætum
bjargar mannslífum
Hvernig geta spætur lamið
goggi sinum ótt óg titt I tré án
þess að rotast? Þetta er spurn-
ing sem visindamenn eru að
velta fyrir sér og vona þeir að
niðurstaðan geti orðið til að
bjarga mannslifum.
Þar með er átt við að leyndar-
dómar spætunnar geti hjálpað
sérfræðingum við að finna
öruggari hjálma fyrir ökumenn
bifhjóla og ýmsa þá sem eiga
höfuðhögg á hættu i starfi.
Spætur taka til við barsmið
sina allt að 600 sinnum á dag og
höggva svo titt, að kvikmynda-
vél getur ekki náð hreyfingum
þeirra nema hún sé sérstaklega
til þess búin. Samt rotast þessir
fuglar aldrei, fá ekki höfuðverk
einu sinni.
Visindamenn hafa komist að
þvi, að spætan er búin ýmsum
þeim vörnum, sem i hag mega
koma. Heili hennar er þéttpakk-
aður inn i frauðkennt bein, sem
svipar til umbúnaðar um brot-
hættar vörur. Sterkir vöðvar
haldi goggi flglsins i fjaður-
mágnaðri spennu og einkenni-
legir slöngvulaga vöðvar
umlykja hauskúpuna og geta
virkað á svipaðan hátt til
varnar heilanum og öryggis-
belti i bil.
Tansanía styöur Mósambik
DAR ES SALAM 4/3 Málgagn
Tansaniustjórnar, Uhuru, lýsti
þvi yfir i dag, að tansaniumenn
mundi berjast við hlið Mósambik
ef til beinna styrjaldarátaka
kæmi milli þess rikis og minni-
hlutastjórnar hvitra manna i
Ródesiu.
1 gær bað forseti Mósambik,
Samora Machel, þjóð sina að
búa sig undir strið um leið
og hann tilkynnti að landamærum
Ródesiu og hins nýfrjálsa rikis
sins hefði verið lokað. Þá hafa
eigur ródesiumanna i Mósambik
verið gerðar upptækar, en um
hafnir þar fór mikill hluti út-
flutnings ródesiumanna áður,
meðal portúgalir réðu Mósambik.
Uhuru sagði að frelsisbaráttan i
Ródesiu væri komin á það stig að
engin leið væri lengur til baka.
Myndu tansaniumenn styðja
skæruliða þar og Mósambik. Þá
hafa blöð i Zambiu (sem áður hét
Norður-Ródesia) tekið það fram,
að ekki sé lengur hægt að komasl
hjá styrjöld afrikumanna við
stjórn Ians Smiths i Ródesiu.
Talsmenn stjórnar Smiths i
Salisbury báru sig mannalega i
clag og sögðu, að efnahagur
Ródesiu mundi ekki skaðast að
ráði enda þótt austurlanda-
mærunum hafi verið lokað.
Pípulagnir
Xýiagnir, breytingar,
hitaveitutengingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og l og eftir kl.
7 á kvöldin).