Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 7. mars 1976. ÞJóDVILJINN — SIÐA 21 Sköpun vatnanna — Jörðinni er lokið! — ....Ekki alveg: það er eftir að vökva hana.... — Tveir skammtar af vatnsefni og einn af súr- cfni... Þaö verður kokteill sem slær i gegn! Með verksmiðjuframleiðslu á þessum vökva tvöfalda ég framleiðsluna.. Njósnaö um sendi- ráösmenn STOKKHÓLMI 3/3 — Sænska ör- yggislögreglan (Sapo) rannsakar nú hvaö hæft sé i nýframkomnum lullyrðingum um starfsemi bandarisku lcyniþjónustunnar CIA i Sviþjóð. Þvi er meðal ann- ars haldið fram að CIA hafi ráðið njósnara til að fylgjast með lifnaðarháttum afriskra sendi- ráðsmanna i Stokkhólmi og afla upplýsinga um striðið i Angólu. Einnig hafði CIA áhuga á upplýs- ingum um sænska blaðamenn i Afriku. Fullyrðingarnar um þetta komu fram i grein i timaritinu FIB-Kulturfront, sem á sinum tima hlaut mikla frægð fyrir að fletta ofan af starfsemi sænsku leyniþjónustustofnunarinnar IB. Blaðamaðurinn Jan Guillou, sem átti mikinn þátt i þeirri afhjúpun og fékk fangelsisdóm fyrir, skrif- aði einnig umrædda CIA-grein og einn aðstoðarm. hans sem afl- aði upplýsinga var keniumaður að nafni Arthur Opot, sem gekk i þjónustuCIA til aðfá upplýsingar um starf hennar i Sviþjóð. Þess má geta að margt af þvi, sem FIB-Kulturfront hélt á sinum tima fram um IB, reyndist á rök- um byggt. glens Or kosningaræðu i blaðinu Limerick Echo: — Það er fátæka fólkið sem hefur alltaf kosið mig, og nú eru fátæklingarnir fleiri en þeir hafa nokkru sinni fyrr verið. Sá slæst sem siðast slæst. Sá sem á enga belju getur ekki misst belju. trskt bónorð: — Hvernig mundi þér lika að verða grafin með minni fjöl- skyldu? Parthelon, sem var irskur höfð- ingi i fornöld, fann konu sina i fangi annars manns. Konan sagði við hann: — Ó, Parthelon, heldurðu að það sé mögulegt fyrir barn og köku, kött og mjólk, býflugu og hunang eða mann og konu að vera skilin eftir ein með hvert öðru án þess að þau nái saman? ADOLF J. /2dBÉ\ PETERSEN: V VÍSNAMÁL '^N Hvaö yrkja skal um hreina trú Vetrarveðrin hafa fyrr og siðar orðið mönnum yrkisefni. Sjáfur veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson segir um norðan- veðrin: Gnistir storðir, grös og dýr, grimmdar orðin þylur, drýgir inorð og frá þcim flýr fólskur norðanbylur. Veðurlýsingu gefur Stefán Ólafsson Vallanessklerkur: Ofan drifur snjó á snjó, snjóar hylja flóa-tó, tóa krafsar móa mjó, mjóan hefur skó á kló. Um það, sem undir býr, veit Gisli Ólafsson frá Eiriks- stöðum: Hafs frá hveli heim um fjöll hriðar élin ganga. Blómin felast önduð öll undir héluvanga. í gegnum skýjabakkann sér þó Tryggvi Emilsson, fyrr- verandi ritari Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar: Skýjaþykkni skyggir á, að skini sól á hnjúkinn, þó var áðan geisli að gá gegnum rósadúkinn. Séra Bjarni Gissurarson i Þingmúla, f. 1621, veit samt hvað á eftir kemur: Eftir vetur sumar sést og sól, þó rigna megi. Lognið eftir veðri verst. Víkur nótt frá degi. Fegurð vetrarkvöldsins lýsir Sigurður Breiðfjörð svo á sinni tið: Norður loga Ijósin há lofts um boga dregin, himinsvogum iða á af vindflogum slegin. Sem gullreimuð blæja blá breidd sá eimi viður ljósin streyma ofan á okkar heima niður. En svo kemur vorið með yl yfir landið og ljóðin. Jón Guð- mundsson i Garði i Þistilfirði heillast af ómum vorsins: Vorsins ómar ymja dátt, árdagsgeislar skina. Himindjúpsins heiði blátt heillar sálu mina. Vestfirðingurinn Dósóþeus Timóteusson skynjar fegurðina i ilmblænum: Ein þú stendur út við sæ, yst við lendinguna. Þér ég sendi i sunnanblæ sólskinshendinguna. Undir áhrifum náttúru- fegurðar Þórsmerkur kveður Karl Sæmundarson verlsunar- maður svo: llrnar reyrinn, angar björk, andar á kinnar rjóðar. llér eru engin eyktamörk, allar stundir góðar. Alltaf er gott að hlusta á vor- kveðlingana. Lilja Björnsdóttir frá Þingeyri lét vorbjarmann fylla sálina þar sem hún sat við ströndina: Min er lundin ljósi fyllt, ljúf cr grundin angar. Ót við sundin sólargyllt sit ég stundir langar. Með vorinu koma farfugl- arnir, en fleiri flytja sig til. Um roskinn prest, er kom frá Kross- þingum á Rangárvöllum til Eyjafjarðar, kvað Jónas Jónsson i Villingadal: Loks þegar snjóa lcysti i ár lands um flóa kunnan. kom með lóum grcttur og grár grallaraspói að sunnan. Um kirkjuna kvað sr. Matthi- as Jochumsson tæpitungulaust: Hvað skal yrkja um hreina trú? Hvað er kirkjan orðin nú? Hruniö virki, brotin brú, bráðunt tyrkneskt þrotabú. Þorlákur Kristjánsson, fyrrverandi kennari hefur liklega hugsað likt og Matthias, þegar hann var eitt sinn við messugjörð og kvað um þá athöfn: A ég hlýddi orðin tóm, yfir féllu skuggar. Herrans voru i helgidóm hélaðir allir gluggar. Með einn hest i taumi til að sækja sér björg i bú fór Einar Andrésson i Bólu, en mætir þá sveitunga sinum meö lest klyfj- aðra hesta, er sagði við Einar: ,,Þú flytur þá á einum, karltetrið”. Einar svaraði þá með þessari landskunnu visu: Auðs þó beinan akir veg ævin treynist nteðan, þú flytur á einunt eins og ég allra seinast héðan. Fyrrverandi kaupmaður á Sauðárkróki, Isleifur Gislason, segir um róður fjáröflunar- manns: Yfir bárur ágirndar elligrár og slitinn réri árum rógburðar, rann af hárum svitinn. Bankarnir hafa byggt hvert stórhýsið af öðru bæði i Reykja- vik og viðar. Guðmundur Illugason, er verið hefur hrepp- stjóri á Seltjarnarnesi, gekk franthjá einni slikri byggingu og kvað: Eru að byggja upp á stáss yfir bankaþjóna. Alltaf þarf hún aukið pláss okkar litla króna. Arni Gislason bóndi i Höfn, f. 1724, var mikilmenni i sjón og raun, sjósóknari, mikill afla- maöur, örlátur og velgerður, þótti samt gott brennivin og sparaði ekki áratog i erlendar duggur til að ná i það, en kvað svo: Þótt hann geri þokumuggu, það gerir mér enga pin. Við skulum róa úr duggu i duggu og drekka brennivin. En þrátt fyrir atorkuna og aflann var örlæti Arna oft það ntikið, að þröngt varð i búi hjá honum: Margir klaga óársöld. Ég er farinn að gjalda: Grautur i dag og grautur i kvöld og grautur unt aldir alda. Arni vissi hvert hann réri að lokum: Þegar ég skil við þennan heint þreyttur og clliboginn. ég mun róa árum tveim inn i Sæluvoginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.