Þjóðviljinn - 30.03.1976, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. mars 1976
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Bátar í höfn. Er aldrei hörgull á mannskap á þeim bátum sem
afla verr?
„Mann vantar á góðan bát”
„Reglusamt par vantar húsnæði”
— eru tíðar útvarpsauglýsingar
Hvar eru hinir
óreglusömu menn
og lélegu bátar?
Ab undanförnu hafa dunið i
eyrum útvarpshlustenda at-
vinnuauglýsingar af þessu tagi:
"Háseta vantar á góðan
netabát...” eða: "Stýrimann
og vélstjóra vantar á góðan bát
sem er á loðnu, en fer siðan á
troll....” Þegar ég heyri þessar
auglýsingar dettur mér
stundum i hug hvort aldrei sé
neinn vandi að manna lélegu
bátana sem ekki fiska fyrir
meiru en tryggingunni. En
svo skritiö sem það virðist vera
er ekki annað aöráðaafatvinnu
auglýsingum, en þeir séu ætið
fullmannaðir Nú segir mér svo
hugur um að þeir bátar, sem
oftast er auglýst eftir mönnum
á, séu af lélegra taginu, og þvi
Jafnvel
landkröbb -
um blöskrar
stillingin
Þegar sagðar eru fréttir frá
Landhelgisgæslunni i útvarpi og
sjónvarpi tala þulirnir alltaf um
vemdarskip. Hvers vegna má
ekki tala um herskip? Móðgar
það bretann?
Það er ekki ofmælt að rikis-
stjórnin sýni stillingu i þessu
þorskastriöi. Jafnvel land-
kröbbum uppi i afdölum, sem
aldrei sjá sjó, blöskrar stilling-
in, hvað þá þeim sem I eldlln-
unni eru. Er ekki nokkuö mikið
lagt á þann fámenna hóp sem er
við gæslustörf og aðstandendur
þeirra? Hver fylgist með þjóð-
verjum og hvað mega þeir veiöa
hér viö land? Eru þeir felend-
ingum að svo góðu kunnir, aö
ekkert þurfi að fylgjast með
þeirra gerðum ?
Bjarney
er mér spurn, hvort hér sé ekki
um að ræða i flestum tilfellum
villandi upplýsingar, sem þá
brjóti i bága við lög um aug-
lýsingar. Ég þykist nefnilega
vita með vissu að pláss á öllum
betri bátunum séu svo
eftirsótt,að þar séu margir um,
og dæmi veit ég til þess að
iáhöfn góðs loðnubáts voru allir
skipverjar annaðhvort með
skipstjóra eða vélstjóra-
réttindi. Hins vegar voru þeir
öruggir með að hafa hærri hlut
sem hásetar á góöum bát en
vera á lélegum dalli sem
stýrimenn eða vélstjórar.
Þessum auglýsingum skyldar
eru aðrar. Það eru húsnæðis-
auglýsingar. Af þeim verður
ekki annað ráðið en það sé
aðeins reglusama fólkið sem
vantar húsnæði. Allir aðrir
virðast hafa þak yfir höfuðið.
Ég minnist þess ekki aö hafa
nokkru sinni séð óreglusamt
fólk auglýsa eftir húsnæði, en þó
ber að taka það fram aö ekki eru
allir þeir sem auglýsa með þvi
marki brenndir að taka fram
reglusemi sina. Þeir eru þá
liklega ekki góðir og varla til
nokkur sem vill leigja þeim, eða
gengur þeim kannski ekkert
verr en hinum, sem hampa
regluseminni margir gegn betri
vitund i von um að fá frekar
leigt? Trúað gæti ég'að svo væri,
og flestir tækju ekkert mark á á-
skildri reglusemi i auglýsingu,
þvi að öll erum við breysk og
flest vitum við það. Til að
breyta nú út af hinum fasta
vana með reglusemina skora ég
nú á húsnæðislaust fólk að
auglýsa næst t.d. á þessa leið:
”Ungt og óreglusamt par sem
lifir i hórdómi vantar
húsnæði....” Væri ég hús-
eigandi myndi ég þegar i stað
hafa samband við þá er svo
auglýstú óg bjóða þeim
húsnæðið. Þeir ættu það marg-
faldlega skilið bæði fyrir
hreinskilnina og annars fyrir
húmorinn.
Ragnar Böðvarsson:
Hvað ræður skipan manna
í stjórnmálaflokka?
1 tilefni lesendakönnunar
Þjóðviljans hefur einn af les-
endum sett eftirfarandi linur á
blað og sent okkur.
Hann segir:
Ellefti liður spurningalistans
verður mér hvöt til þess að festa
á blað nokkur þankabrot um
einn af mörgum kvillum isl-
enskrar vinstrihreyfingar. Ég
hygg að ég hafi fyrst leitt hug-
ann að þessum kvilla þegar ég
bjó búi minu fyrir austan fjall
og naut sumarvinnu og heim-
sókna reykviskra barna eða
unglinga, sem ýmist komú af
heimilum menntamanna eða litt
skólagenginna erfiðismanna.
Hjá þessum unglingum kom
fljótt fram gifurlegur mismunur
á hugðarefnum og lifsviðhorf-
um, og birtist hann með ýmsu
móti. Sem dæmi get ég nefnt að
börn óskólagengna fólksins
höfðu yfirleitt miklu minni
áhuga á t.d. alls konar list-
um.Þau litu allt öðrum augum
á bókarmennt yfirleitt og virt-
ust oft telja hana eins og hverja
aðra leiðinlega skyldu, á meðan
börn menntamannanna höfðu
miklu frekar lifandi áhuga á
ýmsu þvi sem ekki kom beinlin-
Verður
Sjálfstæðis-
flokkurinn í
framtíðinni
flokkur flestra
verkamanna?
Eftir að þessir unglingar hafa
elst og þroskast hefur það ekki
aðeins komið fram i misjöfnum
áhugamálum heldur einnig i
þeirri furðulegu staðreynd að
menntamannabörnin sem öll
hafa gengið langskólaveg, hafa
orðið sósialistar, eða a.m.k.
mjög vinstrisinnuð, en verka-
mannabörnin, sem yfirleitt
vinna fyrir sér með höndunum
einum saman, hallast undan-
tekningarlitið að Sjálfstæðis-
flokknum. Vitanlega þekki ég
ekki nema litinn hluta æskufólks
á Reykjavikursvæðinu, en ég
þeirra afla sem vilja veg hennar
sem mestan.
Mig grunar ef svo fer fram
sem nú horfir, að þess verði
ekki langt að biða, að Alþýðu-
bandalagið verði fyrstog fremst
menntamannaflokkur, en Sjálf-
stæðisflokkurinn verði flokkur
flestra verkamanna.
Og hvað skyldi þetta svo
koma við efnisvali i Þjóðvilj-
ann? Jú — ef þið Þjóðviljamenn
hafið raunverulega áhuga á að
eignast lesendur og áhangendur
meðal þeirra stétta sem skarð-
astan hlut bera frá borði, verið
þið að sjálfsögðu að skrifa þann-
ig að fleiri en fagurkerar og
menningarvitar finni enduróm
hugsana sinna á siöum blaðsins.
Ég er þó alls ekki að fara
fram á fækkun greina um svo-
nefnd menningarmál, heldur
aðeins að benda á hættuna af of-
notkun þeirra og vara við að
fylla þær af sams konar hroka
og einkenndi myndina „Fisk
undir steini”. Þvi miður örlar
stöku sinnum á slikum hroka i
Þjóðviljagreinum Ó1 afs Hauks
og fátt er betur fallið til þess að
fá marga lesendur til þess að
hugsa eitthvað á þessa leið:
Hvað ræður skipan manna i stjórnmálaflokka á islandi, — hvaða listabókstafur höfðar til þegna úr hóp-
um menntalýðsins og hvaða stafur til þeirra sem haft hafa mcir af yfirvinnu en skólum að segja um
dagana.
is við hinu daglega brauðstriti.
Þessi skipting var þó að sjálf-
sögðu ekki án einhverra undan-
tekninga, en oft hvarflaði að
mér að þessir unglingar væru
fæddir inn i tvo ólika heima og
bilið milli heimanna væri alltaf
að breikka. Og bilið er alltaf að
breikka.
hygg að þessi þróun sé rikjandi:
að boðskapur vinstri manna á
greiðan aðgang aö menntafólki,
sem tekst yfirleitt með námi
sinu að tryggja sér miklu betri
lifsskilyrði og tryggari afkomu
en erfiðismenn njóta, en þeir
sömu erfiðismenn eru tryggir
fylgjendur auðhyggjunnar og
„Þetta er ekki mitt fólk. Það er
svo háfleygt að ég á enga sam-
leið með þvi. Ég skil Moggann
miklu betur”.
Um ýmis atriði þessu skyld
mætti skrifa langt mál, en nú
mun rétt að slá i botninn.
Með von um betri tið.
Ragnar Böðvarsson
UNDIRSKRIF TAS ÖFNUN
fyrir vörumarkað KRON
Arni Jón Jóhannsson hringdi:
Ég skora eindregiö á Verka-
mannasamband tslands og
Verkamannafélagiö Dagsbrún
að hefja undirskriftasöfnun til
stuönings því að KRON fái leyfi
til að reka vörumarkað I húsa-
kynnumSÍSvið Elliðaárvog. Þá
undirskriftasöfnunber að setja i
gang um alla borg og á hverjum
vinnustaö. Nú dynja verðhækk-
anirnar yfir og eru svo gifurleg-
ar, aö þegar er búið að stela þvi
litla, sem fékkst meö kjara-
samningunum, sem geröir voru
á Loftleiöahótelinu. Þegar slikt
og þvilikt dynur yfir, verður þaö
enn frekar en áður áriðandi
fyrir láglaunafólk að fá vöru-
markaðinn. Þama í vörumark-
aöinum, sem KRON ætti með
réttu að fá leyfi til aö koma
upp., á efnalitið fólk að versla
þangað til KRON fær aðstöðu I
nýja miöbænum svokallaða.
Þessi staður þarna innfrá er á
flestan hátt mjög hentugur.
Þessi vörumarkaður er
kannski einu raunhæfu kjara-
bæturnar, sem mögulegt er að
trýggjá verkafólki meðan að
völdum situr núverandi óhappa-
rikisstjórn.
UMSJÓN: ERLINGUR SIGURÐARSON