Þjóðviljinn - 30.03.1976, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. mars 1976
Höskuidur Skarphéöinsson skipherra. — Myndirnar á siöunni tók skipverji um borö IBaldri.
Mönnuöum
byssum
beint
aö Baldri
eftir aö fjórum sinnum
hafði verið siglt á skipið
A laugardaginn átti varöskipiö
Baldur I erfiöum leik á miöunum
fyrir Norðausturlandi, er
freigátan Diomede geröi yfir 20
ásiglingartilraunir á þaö, og
tókust 4 þeirra. Þar meö er þó
ekki öll sagan sögð, þvi aö tvö
herskip og tveir dráttarbátar eltu
Baldur alveg inn aö 12 mflna
mörkunum ásamt tveim dráttar-
bátum, og var þaö greinileg ætiun
bretanna aö ganga a.m.k. þannig
frá Baldri aö taka þyrfti hann i
slipp eins og Diomede sem
skemmdist mikiö viö ásiglinguna.
Skemmdir á Baldri uröu mun
minni en þó verufegar, en enginn
maöur meiddist. Þjóöviljinn náöi
i gær tali af Höskuldi
Skarphéöinssyni skipherra á
Baldri, en hann var þá á Seyðis-
firöi þar sem veriö var aö gera
við skipið. Gerði hann þá ráö fyrir
aö fara aftur út I gærkvöldi.
Koma Baldri a.m.k. i
slipp.
Það er eiginlega ekki hægt aö
gera lengur upp á milli þessara
ásiglinga bretanna á varðskipin,
hver sé alvarlegust og ósvlfnust.
Þær eru allar á þvi stigi að lengra
finnst manni varla hægt að ganga
i óþverraskapnum, segir Höskuld-
ur. Það verður þó að teljast meö
þvi svartasta sem sést hefur
núna, að hóta skothrið og vera
með beinar ráðagerðir um að
ganga þannig frá varðskipinu, að
þaðyrði ekki til nota, eins og kom
fram i orðaskiptum herskipanna
og dráttarbátanna er við vorum á
leið i land. Þá fékk Lloydsman
það hlutverk að koma okkur
a.m.k. i dráttarbraut, eins og
Diomede verður að fara, og her-
skipin áttu að tef ja för okkar svo,
að hann næði okkur. Frá þessu
sluppum við hins vegar með
þvi að beita öllum okkar ráðum og
slá ekkert af umfram það sem
bráðnauðsynlegast var. Viö urö-
um t.d. að taka sem allra minnst-
ar beygjur, þvi aö i þeim missum
við ferðina og ná nálgaðist
Lloydsman ætið.
Byssurnar mannaðar
Byssurnar á Galatheu voru
mannaðar og eldflaugapallarnir
lika og allt skotliðið herklætt með
hjálma og asbesthlifar fyrir and-
liti og niöur um brjóst og hanska
úr svipuðu efni. Það leyndi sér þvi
ekkert að þeir voru tilbúnir að
hefja skothrið, og við sáum þá
hlaða byssurnar. Okkur var lika
tilkynnt að „frekari áreitni af
okkar hálfu gegn breskum þegn-
um á úthafinu yrði ekki liðin leng-
ur heldur gripið til viðeigandi
ráöstafana”.
Heiftúðugar ásiglingar
Eins og áður er sagt hafði
Diomede siglt fjórum sinnum á
varðskipið áður en eftirförin i
land hófst. Við báðum Höskuld að
lýsa ásiglingunum.
— Við vorum á leið að togurum
þarna austur af Langanesi, stór-
um hópi, og Diomede geröi alls 20
ásiglingartilraunir þar sem fjór-
ar heppnuðust. Fyrst kom hún á
bakborðshlið Baldurs og lagði inn
brúarvænginn auk þess sem glufa
kom niður i Ibúð mina. Hún kom
eiginlega af þvi að skipið er svo
sterkt, að i stað þess að bogna
gengu stoðirnar niður I gegnum
þilfarið.
Hinar þrjár ásiglingarnar voru
svo á okkur stjórnborðsmegin. Þá
kom akkeri freigátunnar i
miðgálgann, en þegar við sveigð-
um undan kom hornið á Baldri á
kinnung Diomede, þar sem komu
3 göt. Freigátuforinginn æstist
allur við þetta og kom næst að
okkur mjög þvert, eða undir ca,
70 gráðu horni. Við sveigðum
náttúrlega undan, en hraðamun-
ur skipanna var svo mikill að
við sluppum ekki, heldur kom
hann á miðsíðuna og skemmdi
hana alla frá krana og aftur að
miðgálga og lagði þar inn lunn-
inguna. Við þessa ásiglingu komu
nokkur smágöt á freigátuna. 1
siðustu ásiglingunni var freigátu-
foringinn orðinn svo vondur að
hann hefur alls ekki gætt sin
heldur kom þannig að okkur að
þegar við beygðum frá, kom hann
á stjórnborðshorniö, sem stakkst
inn i sfðuna og reif þar i sundur
bönd. Kom þá 5—6 m rifa á
Diomede sem er um 1 1/2 m á
breidd. Hún er um milliþilfariö
svo að við sáum inn i ibúðir fyrir
ofan,en tanka eða vélarúm fyrir
neðan. Baldur skemmdist hins
vegar furðu litið við þennan harða
áreksturi á hann kom eitt smá-
Framhald á bls. 14.
# Tvö herskip og tveir dráttarbátar eltu
varðskipið inn að 12 mílna mörkunum í
þeim tilgangi að gera það ósjófært.
#Allirsluppuómeiddir og fór Baldurá miðinígær