Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. mai 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 JJ Það var kátt hérna um laugardagskvöldið..." Breskur þorskastríðs- maöur svipast um á Hótel Sögu Fyrri hluta slðast liðins vetrar þegar enn þá var nýjabrum á þorskastriðimi, var mikibum það ab erlendir blaOamenn kæmu hingað til lands I leit að æti fyrir stórblöð og fréttastofur. Á meðal þeirra voru. margir bretar. Frétt- ir þeirra héðan fjölluðu ekki aðeins um átök á vígvöllunum, heldur brugðu þeir upp myndum af lifi þeirrar undarlegu þjóðar sem dirfðist að risa gegn bæði Ijóni og drottningu. Þannig var með Alan Smith frá dagblaðinu „Guardian" I Manchester, hann fann mesta fréttaefnið á næstu grösum við hóteherbergið sitt á Sögu: „I þann tjð sem Eirlkur rauði, Ketill flatnefur og þeir félagar sigldu umhverfis Island i leit að heppilegu landnámi, rikti sá siður að kasta skyldi stólum, drykkjar- ilátum og jafnvel flíkum fyrir borö. A þeim staö þar sem gripir þessir bárust að landi skyldu menn faðma land og frumbyggja, setjast að og búast til að geta börn. Astandið á barnum á Hótel Sögu á laugardagskvöldum minn- ir svolitið á þessa fornu tlð. Að visu fleygja menn ekki svo mörgum stólum fyrir borð nú á dögum. Viljinn er þo vissulega fyrir hendi, einkum eftir að fyrstu drykkjarílátin hafa verið tæmd, en siðan drukkna öll setgögn i ólögulegu mannsskrokkasafni. Og að Hkindum fer ekki fram mikiö af fullnuðum barnsgetnaði, að minnsta kosti ekki þar á staðn- um. Það hefur verið komið fyrir allsgáðum manni rétt við lyft- urnar, og hann sér til þess að það rati ekki alltof margir úr skrokkakássunni upp á hótelher- bergin." Að þessu sögðu er Alan Smith búinn að stilla sjálfan sig og lesendur sina inn á þægilegan rabbtón um það sem ber fyrir augu og eyru þess manns, sem heldur að hringiðu þjóðllfsins sé að finna meðal morðingjanna sem reka vlnveitingahús I Reykjavik. Drykkjusiðir Rússneskt vodka kostar um 10 sterlingspund I rikisrekinni áfengisverslun og skárri tegundir af viski kosta um 15 pund. Það er þvl ekki tekið út með sældinni að undirbúa sig sem skyldi undir laugardagskvöldið: Fyrstþarf að hita sig upp á föstudagskvöldinu, siðan að kynda eldana allan laugardaginn og setja svo fulian fýr á dampinn um kvöldið. „Hér beita Islendingar kænsku- bragði. Þeir hella duglega I sig áður en þeir fara á barinn og þá þurfa þeir ekki nema nokkra sopa af rándýru veigunum til að missa það sem eftir var af jafnvægi skilningarvitanna. Gin meö skvettu kostar nefnilega upp undir þrjú pund á barnum". Blómklasi í snjónum Hvað hafði svo gengið á ílti i vetrarnóttinni, áður en komið var inn á barinn? Þvi lýsir Alan Smith svo: „Þaðvar laugardagskvöld fyrir utan fyrsta flokks veitingahús og hljómsveitin er byrjuð að spila inni. Smám saman fyllast blla- stæðin svipað og við þekkjum frá „drive-in-cinemas" (kvikmynda- sýningar undir berum himni sem menn horfa á úr bflum sinum). Fólk situr parað I hnipri I fram- og aftursætum bilanna og lætur flösku ganga á milli sln i allt að eina klukkustund áður en freistað er inngöngu á ballið. Dyravörður- inn er strangur með það að eng- inn smygli inn vínföngum, en hann er til meö að vera svo vænn að hafa auga iheð flösku sem skil- in er eftir uti I snjónum. Þarna standa flöskurnar I snyrtilegri röð upp við vegginn einna likast mjólkurflöskum i úthverfi snemma á sunnudagsmorgni. Oðru hverju skjögrar unglingur út um dyrnar, telur sig áfram eft- ir röðinni til sinnar eigin flösku og gerir henni skil, og þannig gisnar þessi sérkennilegi blómklasi smám saman". Gisting ogx Hann vorkennir þeim vegna þess hvað þeir eru mikið bundnir við völlinn og geta ekki sem skyldi blandað geði við þjóðina. En raunar eigi þeir Htið erindi i byggðir Islendinga þvi að þar sé allt svo miklu dýrara en heima á vellinum. Af þessu dregur blaða- maðurinn reyndar enga ályktun um erindi Islendinga á völlinn og þau ólöglegu viðskipti sem þar muni eiga sér stað. Hinu hefur hann tekið eftir að „gaddavirinn I kringum völlinn muni ekki siður eiga að halda Islenskum stelpum úti en amerikönum inni". Fölsk lífskjör Að lokum fer Alan Smith nokkr- um orðum um llfskjör islendinga. Þessi skritna þjóð búi „I ömur- lega ferhyrndum húskössum I þrúgandi borgarbyggð, þannig að i samjöfnuði viö þaö sýnist úthverfi Glasgow-borgar vera hreint markaðstorg fjölbreyti- leikans. Þeim mun undarlegar kemur sú alþjóðlega skýrslugerð fyrir sjónir sem segir aö nýlega hafi islendingar notiö bestu llfs- kjara i heimi. Eftilvill endur- spegla þær tölur verðbólguna sem náði 55% hámarki i fyrra. Eöa tekið er mið af talstöðvarloftnet- um á bilunum (bráðnauðsynlegt til að komast yfir snævi þaktar heiðar). Eða farið er eftir gliti þeirra neysluvara sem heimilin eru yfirfull af.en þær eru keyptar I óðagoti einsog til tryggingar gegn frekari verðbólgu". Samantekthj— gaddavír Alan Smith er umhugað um að koma þvi á framfæri viö landa sina hvernig át- og drykkjusiðum islendinga sé varið, og má vel vera að þetta geti að einhverju leyti flokkast undir hernaðar- njósnir: Hann hefur nefnilega komist að þvi I Stjörnusalnum á Sögu að Islendingar leggja sér aldrei til munns þá skepnu sem nefnd er þorskur! Vlnföng eru verðlögð á Islandi rétt eins og maður væri á norðurpólnum, andvarpar Smith; sennilega hefur aumingja maður- inn ekki haft næga dagpeninga. Það er svo eðlilegt framhald á þessari Hfsreynslu blaðamanns- ins, að hann tekur eftir reglum um skráningu inn á hótel i Reykjavlk: Heimilisfastir höfuð- staðarbúar fá ekki að leigja sér hótelherbergi. „Að nafninu til er petta gert I siðgæðisskyni, en einhvern veginn finnst manni að þarna liggi það viðhorf að baki, að sannir íslendingar eigi ekkert erindi inn á þessa griðastaði út- lendinga". Alan Smith ver allmiklu rúmi i blaði sinu undir lýsingar á högum bandriskra hermanna á tslandi. Aö mörgu er að hyggja, er þú þarft að tryggja Brunarog slys eru of tíóir viðburóir íokkar þjóðfélagi. Þegar óhapp skeður er hverjum manni nauðsyn, að hafa sýnt þá fyrirhyggju, að fjárhagslegu öryggi sé borgið. Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu. SJÓVÁ tryggt er vel tryggt SJOVA SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.