Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. mai 1976. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 PÓLSK PLAKÖT Nú i mai og júni verður uppi á Kjarvals- stöðum sýning á 48 pólskum plakötum. Pólverjar voru þeir menn um austan- verða Evrópu sem á árunum eftir heims- styrjöldina sluppu best frá þröngri kreddu um það hvað væri rétt og góð myndlist i sósialisku sámfélagi. Voru þeir framan af einskonar vandræðabörn hjá grönnum sinum og var oft horft á þá i forundran eða hneykslun, eða þá öfund. Hvað sem öðru leið sputtu margskonar jurtir i garði pólskrar myndlistar og liklegt má þykja að hún hafi orðið listamönnum i grann- rikjum bæði hvatning og að sumu leyti fyrirmynd. Plaköt eru eitt af þvi sem pólverjar hafa lagt sérstaklega mikla rækt við og hefur hugvit þeirra og frumkvæði i þeim efnum verið viðurkennt i reynd með þvi, að alþjóðleg viðrun á plakataframleiðslu fer fram i Varsjá annað hvort ár. t sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfs- son á þessa leið: „Helstu einkenni á pólskri plakatahönnun og jafnframt ástæðan fyrir viðurkenndum listrænum yfirburðum hennar er það, að grafiska listamanninum einum er ekki falin hönn- um plakats, heldur er það unnið i nánu samstarfi við listmálara, arkitekta og aðra listamenn. t þessu sambandi er einn- ig mikilvægt að i Póllandi er ekki litið á plakatahönnuð sem auðmjúkan þjón þess sem auglýst er hverju sinni, heldur er hann hvattur til þess að vinna plakat sitt eins og sjálfstætt myndverk og nota það sem tilefni til þess að segja eitthvað um umhverfi sitt og tilveru... Einna hæst ris pólsk plakatalist á árunum eftir 1950 og i henni sjáum við pólska sögu, menningu og hugsun yfirfærða i sanna alþýðulist götu- list, sem allir vegfarendur skildu — án þess að listrænu gildi sé varpað fyrir róða..... Flest plakatanna sem sýnd eru á Kjarvalsstöðum eru unnin i þágu leikhúss og sirkus. Efri röð frá vinstri: Krauze og Mroszcak hafa gert þessa auglýs- ingu fyrir sýningu á Málaferlun- um eftir Franz Kafka: Herra Joscf K, er þar sýndur sem partur af samsetningarþraut sem ekki gengur upp. Þá kemur i miðjunni plakat eftir O. Axer i þágu óperettu sem nefnist „Maður frá La Mancha", og yrði það seint upp talið hve margir hafa viljað beita fyrir sig Don Quijte karlin- um — það er t.a.m. til einnig um hann allfrægur ballet. Lengst til hægri er svo einfalt plakat frá Alþýðuleikhúsinu, Norwid (höf- undur Chwedzuk). 1 neðri röð sjáum við fyrst aug- lýsingu um hina miklu óperu rússans Mússorgskis Boris Godúnof (höf J. Mroszak) — og er þetta plakat dæmi um all- algenga stiliseringu i anda þjóðlegs naivisma: höfuð og kóróna valdaræningjans Borisar hverfast i einn af turnum Kremlar. Siðustu tvær myndirnar eru úr fjörlegum flokki plakata um sírkus, sumar þeirra eru reyndar frumlegri en þessar hér, en verða þvi miður útundan vegna þess hve litadýrð þeirra fer illa út i svarthvitri prentun. (áb) ¦ ¦ AKJARVALSSTOÐUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.