Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mai 1976.
Sunnudagur 16. mal 1976. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 13
ÞRIÐJI
LANGHUNDUR
FRÁ
Börnin á plantekrunni: klnverjar, indverjar, malajar
Fiskimannaþorp: ein húsaröö i flæöarmálinu
Áður en lengra er haldið
er rétt að taka það fram,
að við vorum mjög heppin
eins og Fúsi vert var á sín-
um ferðum, sællar minn-
ingar. Við hittum fyrir sex
íslendinga í Singapore,
tvær og hálfa f jölskyldu og
einn lausamann: þeir
smiða þar skip, framleiða
kælibúnað og leita að olíu.
Þetta ágæta fólk reyndist
flækingum sérstaklega
gott stórkonsúlat. Svo mik-
ið er víst, að miklu fleiri
gloppur og vitleysur væru í
þessu spjalli ef að Singa-
poreíslendingar hefðu ekki
sýnt forvitni blaðamanns
kurteisi og þolinmæði. Á
hinn bóginn ber blaða-
maður auðvitað einn
skömm af því, sem mis-
sagt er og misskilið í þess-
um greinum.
Hentu aur, manni
Einn sólarmorgun er siglt með
kinverskri djúnku undir upplit-
uðum rauðum seglum (rautt er
farsældarlitur i kinverskri hefö,
rétt eins og sama orð mátti hafa
yfir „rauöur” og „fagur” i
rússnesku). Djúnkan heitir óska-
byr. Hún skríður um þessa fjórðu
stærstu höfn i heimi, þar sem biða
útifyrir hundraö skip frá öllum
heimshornum. Framhjá nokkr-
um eyjum sem tilheyra Singa-
pore: á einni er ferðamanna-
afdrep, á annarri oliuhreinsunar-
stöð, en aðrar eru svotil ósnortnar
og hefur liklega fátt breyst þar
frá þeim tima þegar sjóræningjar
leyndust hér i vikum og sundum
og gerðu mikinn usla á nýlendu-
versluninni, enda þótt þeir hafi
ekki oröið eins sögufrægir og þeir
sem ráku sjórán I Karibahafi.
bar standa kelog, fiskagildrur, á
staurum úti i sjónum. Óskabyr
lagði upp að á einni slikri eyju.
Snaggaralegir strákar busluöu
við bryggjuna hrópandi „Throw
money, man”, kastaðu aur
manni, og köfuðu eftir smápen-
ingum — rétt eins og þegar Björg-
úlfur Ólafsson læknir var á
þessum slóðum fyrir rúmum
fimmtíu árum.
Þarna á eynni var litiö fiski-
þorp malaja, ein húsaröð reist á
staurum i flæöarmálinu. Og fyrir
ofan húsaröðina hefur verið
lagður malbikaður gangstigur
fyrir túrista, sjö minútur á þorps-
enda, sjö minútur til baka,
myndavélar á lofti, þeir for-
vitnustu gægjast inn um opna
glugga. Pinulitlar telpur seldu
hálsfestarúrskeljum: one dollar,
man, buy for your lady.
Æ, það er alltaf jafn ömurlegt
þegar daglegt lif fólks er gert aö
sýningu. Maður fer hjá sér ein-
hvern veginn.
Ég sá i The Straits Times frá-
sögn af bók sem Kurt Pfund,
austurriskur, hafði skrifað um
Trobriand eyjar, sem eru norð-
austur af Nýju-Gineu. Þær eru
kallaðar ástareyjar vegna þess
að þar eru verklegar ástir stund-
aðar af sérlega miklu frelsi og
örlæti. Pfund reyndi að ráða þá
gátu, hvers vegna stúlkur á þess-
um eyjum yröu aldrei þungaðar
þrátt fyrir fjölskrúðugt kynlif —
fyrr en þær giftu sig og tækju að
búa meö einum manni.. Honum
tókst það ekki. Hann varaði að
visu evrópumenn viö að leita til
Trobriandeyja eftir fyrirhafnar-
litlu kvennafari, þeir væru alls
ekki eins heillandi fyrir heima-
stúlkur og þeir héldu sjálfir. En
þvi miður dettur vist fáum i hug
að eyjarnar og hiö sæla mannlif
verði látið i friði eftir að komin er
út heil bók um málið.
4
Soldánar
Hvað um þaö. Annan morgun er
ekið yfir eiðiö sem lagt heíur ver-
ið frá Singaporeyju til Malasiu
sem mi heitir svo. Meðfram hrað-
brautinni liggja vatnsleiðsliw*
digrar, þvi mikiö af vatni Singa-
pore kemur frá Johore, sem er
syðst sambandsrikja Malasiu.
Við seljum ■ þeim 1000 gallón
(minnir mig) á limm sent, segir
malajastúlkan sem hefur
leiösögn. Og þeir i Singapore
hreinsa vatnið og selja okkur það
aftur á 50 sent.
Þetta er eiginlega grasafræöi-
leiðangur til að skoða gúmitré og
oliupálma. En um leið og komið
er yfir til borgarinnar Johore
Bahru og við sjáum höll soldáns-
ins þar, kemur upp þörf fyrir
nokkurn pólitiskan fróðleik.
Hvaöa hlutverki gegnir einn
soldán i þessu múhameðska ríki?
Það kemur á daginn, að það er
ekki mikiö. Malasia er sam-
bandsriki ellefu fyrrverandi
Hinum
megin á
bakkanum
EFTIR ÁRNA BERGMANN
Kelong, fiskagildra úti I sjó.
breskra verndarrikja á Malakka-
skaga og tveggja á norðurhluta
Borneo og var fullskapað áriö
1963. Það er konungdæmi með
þeim sérkennilega hætti, að
soldánarnir kjósa einn úr sinum
hópi til aö heita þjóöhöfðingi tií
fimm ára i senn. En kjörfurstar
þessir hafa litil pólitisk völd, þau
eru hjá „venjulegum” pólitikus-
um og væri of langt mál aö tiunda
flokka þeirra og bandalög hér.
Nema hvað soldáninn i Johore
var hinn hressasti þótt rúmlega
áttræður væri. Það er af þvi að
hann á bara eina konu, sagði leið-
sögukonan. Reyndar er fjölkvæni
ekki algengt meðal malaja, þótt
múhameðskir séu, og konur alls
ekki eins bældar og i mörgum
öðrum múhameðslöndum. Engin
er t.d. með blæju fyrir andliti.
Abdulla, leigubilstjóri og þúsund-
þjalasmiður i Singapore átti að
visu tvær konur: aðra hafði hann i
Singapore, hina uppi i Malasiu og
gekk vel. Hann var 76 ára.
Mörg er mjólkin
En þetta var semsagt grasa-
fræðilegur leiðangur. Malasia er
feikilega frjósamt land og nátt-
úrulegur gróður þar margfalt
fjölbreytilegri en svo, aö islend-
ingur úr hraununum hendi reiður
á. Enda syndgar hann i góðu
samfélagi; náttúrufræöingurinn
Benedikt Gröndal lét sig hafa
það, að yrkja um að hnigiö sé
barr „hám sem að áður á björk-
unum var”. En á seinni hluta
nitjándu aldar var komið með
gúmtréö hingað frá Brasiliu og
mikið land syöst á skaganum var
lagt undir gúmiekrur. Gúmi
ásamt tini hefur siðan verið
örlagavaldur þessa lands en
Malasia er stærstur útflytjandi á
hvorutveggja i heimi. Þaö eru
einnig þessi tvö hráefni sem
valda þvi, aö malajar eru sjálfir
ekki nema rétt um helmingur
ibúa i landi sinu. Kinverjar voru
fluttir þangað i stórum stil til að
vinna i tinnámum auk þess sem
þeir hafa stundað kaupskap á
þessum slóðum lengi. Þeir eru
34% ibúanna. Indverjar voru og
fluttir austur þangað til að vinna
á plantekrum.
Ferðamenn eru leiddir inn i
gúmilund I Ulu Tiram. Trén eru
ekkert augnayndi, en það er
gaman aö sjá gúmimjólkina leka
úr þeim i litla bolla. Þegar þau
hafa náð nokkrum þroska er
skorinn I börkinn gormlaga
hringur i u.þ.b. 150 sm hæö. Niöur
þennan gorm lekur gúmimjólkin i
dropatali i svosem tvo tima, en
aftur má tappa af trénu með
nýjum skurði að degi liðnum.
Skurðirnir færast smám saman
neðar á trénu, en það heldur
áfram að vaxa, og að ofan endur-
nýjast ysta lag barkarins — þann-
ig mun eitt tré geta mjólkað i ein
25 ár.
Olíupálminn
En gúmiræktin er á undanhaldi
fyrir gerfigúmi efnaiönaðarins:
Malasia hefur ekki aðeins reynt
að slást fyrir gúmiverði heldur
reynt, ásamt öðrum náttúru-
gúmilöndum að ná samkomuiagi
við t.d. japani um aö þeir haldi
gerfigúmiframleiðslu sinni i
skefjum. önnur viöbrögð eru þau.
að draga saman gúmirækt en
rækta oliupálma i staöinn. Oliu-
pálminn er mikið tré og fallegt og
vaxa á honum rauðgular hnetur i
stórum klösum. Klasarnir eru
skornir niöur meö sigðum á firna-
löngum sköftum, og þaö er mesta
furða, hve litið þeir splundrast
við fall úr um það bil tiu metra
hæð. Það er einnig hægt aö láta
gerjast pálmavin þar uppi i krón-
unni, og var fimur indverji
sendur upp i einn pálma með
brúsa að sækja gestum slikan
mjöð, var hann súr nokkuö og
yrðu brennivinsmenn liklega
seint hifaðir af honum. Þar i Ulu
Tiram er fabrikka sem gjörnýtir
hnetur oliupálmans. Pressar úr
þeim bæði hnetuoliu og kjarna-
oliu, sem notaðar eru i kerti,
margarin, mataroliu, ilmvötn —
og úr trefjum og öðrum afgangi
er geröur áburður og eldsneyti
handa verksmiðjuni.
Þrællinn
kostar ekki neitt
Það má sjálfsagt margt
jákvætt segja um búskapinn i Ulu
Tiram, en plantekrurnar voru
breskt fyrirtæki og forstjórinn
var reyndar sjálfur með i
skoðunarferðinni þennan dag.
Þokkaleg hús höfðu verið reist
yfir starfsfólkið og barnaheimili
og ýmislegt fleira þarflegt haföi
verið gert. Hitt er svo ljóst að
kaup er mjög lágt. Það taldist
dagsverk að tappa af 250
gúmitrjám og safna ellefu pund-
um af gúmimjólk, en fyrir þaö
Hann sækir pálmavin, það er kallað toddi
Hvlt gúmimjólkin drýpur hægt I bollann
Gúmisólar i sportskó og hagfræði þriöja heimsins
fengust aðeins 5—6 malajadollar-
ar, sem er litiö fé, hvernig sem á
það er litið.
I gúmifabrikku var kvoöan hert
með ýmsum efnum, siðan völsuð i
þunna dregla með miklum vatns-
austri, þá hengd upp til þerris.
Þaöan fóru þynnurnar i stóran
sal, þar sem urmull af fólki, mest
kornungar stúlkur, lagði þynn-
urnar saman i æ þykkari renn-
inga, skar utan af, sortéraði,
pressaöi saman afganga, pakkaði
inn. Það var ekkert skelfilegt við
þessa mynd. Þetta var hreinleg
vinna og ekki hávaöasöm (nema
völsunin), og svo er fólkið fritt og
brosmilt. En samt var það svo, að
i þessum sal fannst mér að ég
væri að horfa á einfalt og áleitið
skóladæmi um þá hluti, sem
sifellt eru á dagskrá i sambúð
iðnrikja og þróunarlanda:
Hvernig er verðmyndun háttað i
heiminum, hvaða verð á að koma
fyrir vinnslu hráefnis i þróunar-
landi og hver er hlutur þeirra sem
beita fjárfestingu sinni og tækni-
kunnáttu til að framleiöa tilbúna
vöru úr sama hráefni á hálauna-
svæöi þúsundir kilómetra i burtu?
Þetta var mjög þétt setinn salur,
frumstæð vinnubrögð, margar
hendur á lofti en þvi færri vélar —
enda hver hönd ódýr: þrællinn
kostar ekki neitt, sagöi hressileg-
ur bisnessmaður á bar I Singa-
pore.
Þetta gúmi fór m.a. i sportskó
ágæta, sem gerðir eru á
Englandi. Það eru dýrir skór
þegar þeir eru komnir hingaö aft-
ur sagði malajastúlkan, sem
fylgdi okkur i þessa ferð.
Kína og USA
Singapore er i miðju svæöis
sem fimm riki mynda, sem hafa
með sér samstarf sem ASEAN
heitir: hin eru Malasia, Thailand,
Indónesia og Filippseyjar.
Samkomulag þeirra hefur áður
verið miklu stiröara en nú, m.a.
vegna þess að bæði Filipseyjar og
Indónesia gerðu tilkall til noröur-
hluta Borneó þegar Malasia var
stofnuö.
| Stjórnir þessara um margt óliku
rikja eiga við svipaöan utanrikis-
pólitiskan vanda að glima: hann
er i skemmstum orðum tengdur
ósigri Bandarikjanna i Indókina.
Viðbrögð þeirra eru i stuttu máli
þau, að þessi riki reyna mjög að
bæta sambúð sina við Kina um
leiö og skorin er niöur þaö sem á
feimnislegu máli er nefnt „hern-
aðarleg nærvera Banda-
rikjanna”. Þessa daga i Singa-
pore mátti einmitt lesa um til-
burði filippseyinga i þá átt og
stjórn Thailands var að loka
siðustu bandarisku herstöðvun-
um I landinu. Siðustu bresku her-
mennirnir fóru frá Singapore
fyrir nokkrum vikum — en um
það gegnir nokkuð öðru máli, það
var endahnútur á þróun sem
byrjaði 1971 með ákvörðun breta
um að hætta hernaðarumsvifum
„austan Súesskurðar”.
önnur viðbrögð ASEAN-rikja
eru að efla sin i milli efnahagslegt
pólitiskt samstarf, stofna eins-
konar efnahagsbandalag Suð-
austur-Asiu.
Sku Idaskil
En þar með er fátt eitt sagt um
framvindu mála I þessum rikjum,
sem ætla sér að vera utan
hernaöarbandalaga, en um leið
að vera hluti af kapitalisku efna-
hagskerfi, sem mjög er tengt
bandariskri, breskri (Malasia) og
þó einkum japanskri fjárfestingu.
Við getum sagt sem svo, að
Singapore sé tiltölulega „rikt”
land á þessu svæði, hafi um
margt sérstööu. En i stórum
dráttum eru þetta mikil gósen-
lönd erlends fjármagns i leit að
ódýru og réttlausu vinnuafli —
japönsk auðfélög t.a.m. flytja nú
allmikið af vinnuaflsfrekum
verkum út til þessarra landa,
vegna þess aö lifskjörin heima
fyrireruorðin „of góö”. Þar fyrir
utan eru þetta gósenlönd fjár-
málaspillingar (nema þá kannski
Singapore) — það er eins og hver
annar sjálfsagður hlutur, að það
þurfi að „smyrja” embættis-
menn”. Þessa daga var reyndar
veriðað yfirheyra pótintáta einn i
Kuala Lumpur Dato Hussein
Idris, sem hafði fengið 225 þúsund
dollara hjá banka einum i Hong
kong fyrir lóð undir mikið
| stórhýsi i Kuala Lumpur. Þau eru
I mörg Armannsfellin.
Spillingin og hiö frjálsa spil
alþjóölegs auðmagns skerpa i
þessum löndum þjóðfélagslegar
andstæður, sem ekki verða
afgreiddar með þeim einfalda
hætti aö visa til áhrifa kinverja
eða byltinganna i Indókina.
Malajasambandið hefur allt frá
þvi i striðslok átt i höggi við rót-
tækar skæruliðahreyfingar, sem
hafa einmitt aukiö umsvif sin aö
undanförnu (N.b. menn greinir á
um, að hve miklu leyti hér er um
stéttaátök að ræða og að hve
miklu leyti um uppreisn hins rót-
tækari hluta kinverska minni-
hlutans, sem um margt á undir
högg aö sækja). Sighvatur
Pétursson, landmælinga- og oliu-
leitarmaður, hafði nýverið séð
thailenska flugherinn gera loft-
árásir miklar á skæruliða i norð-
anverðu Thailandi: hann hélt að
það land yrði „falliö” innan tiu
ára. A Filippseyjum er mikill
þjóöagrautur sem flækir mynd-
ina: þar eru nú að verki m jög rót-
tækir skæruliöahópar, en þeir
sem eru Marcos forseta mestur
höfuðverkur eru múhameðskir
aðskilnaöarsinnar syðst á eyja-
klasanum.
Sprengiefni
En þegar velt var upp áherslum
á stétt, eða þjóöerni eða trúar-
brögð i ýmiskonar samtölum i
Singapore, þá kom oftar en ekki
þar samtalinu, að Indónesia,
stjórnarfar þar,fæli i sér þær and-
stæður sem einna mest sprengju-
efni væri i. Agæt kona og liklega
frekar ópólitisk hafði verið á
Borneó i litlu plássi, sem
ameriskt oliuleitarfélag hafði
reist fyrir sitt starfsfólk. Ég
spurði hana að þvi hvort
Indónesia væri erfitt land að búa
i. Hún sagði blátt áfram: þar hefi
ég aldrei veriö. Þessar sjötiu fjöl-
skyldur, sem voru i oliuplássinu,
höfðu tekiö Bandarikin með sér
með neysluvöru, bridsi, golfi og
öðru sem til þarf. Hún felldi eng-
an dóm um þessa staðreynd:
þetta var bara svona. Samt haföi
hún þó verið i Indónesiu i þeim
skilningi, að hún sagði: þetta er
það dæmi þegar hinir riku veröa
rikari, og hinir fátæku fátækari.
Og getur það fariö nema á einn
veg?
Björgúlfur læknir
En úr þvi aðeins er minnst í
veru evrópskra og bandariskrí
sérfræðinga og bisnessmanna í
þessum slóöum, þá get ég ekk
stillt mig um aö ljúka þessi
spjalli á rúmlega sextiu áre
gömlu dæmi. Það er tekið úr ból
Björgúlfs Olafssonar, í Malaja
löndum, en hann var herlæknir :
hollenska nýlenduhernum á Java
og Borneo og kom þangat
skömmu fyrir fyrra strið. Hanr
varð fyrir þvi einu sinni, þegai
verið var að flytja hann til skips
að ræðarar hans ætluðu að setja
honum afarkosti, en hann fékk aC
visu hrundiö þeirri atlögu
Björgúlfur kemst á skip út og
segir siöan sem svo — og taki
menn eftir tvibentri, mjög sér-
kennilega tvibentri afstöðu þess
sem frá segir:
„Major einn var meðal farþega
á skipinu. A leiðinni fór ég að
segja honum frá þessu atviki.
Hann sagöi aö ég hefði mátt sjálf-
um mér um kenna, þvi ef ég hefði
verið i liðsforingjabúningnum,
hefðu flutningsmenn aldrei reynt
að hafa neina hrekki I frammi. Ég
sagöi eitthvaö á þá leið, aö ég
hefði haft gaman af þessu enda
heföi ég engan baga liöið við þaö.
En hefðu þessir mórauðu
Madúramenn getað látiö hvitan
mann sæta afarkostum, væru þeir
menn að meiri i minum augum.
Majórnum þótti þetta öldungis
ófær hugsanagangur: Hvitir
menn ættu að heimta til hins
Itrasta, að innlendir menn sýndu
þeim virðingu og undirgefni, en
mættu aldrei þola þeim neina
litilsvirðingu, það væri stórhættu-
legt fyrir alla aðstöðu hinna hvitu
og yfirráð þeirra. Ég skildi að
þetta myndi vera mikilsvert fyrir
nýlendupólitik hollendinga og veit
reyndar fullvel að þetta var i alla
staði rétt á litið, að minnsta kosti
þá, 1914. En það kemur þvi ekki
viö, þó samúö geti vaknaö með
litilmagnanum, ef maður sér
hann hrista af sér slenið og reyna
að standa uppi I hárinu á þeim,
sem óbeðnir hafa sest I eignir
þeirra.”