Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. mai 1976. ÞJÓÐVILJiNN — SÍDA 7
jgí '- m . y-Mii , n
V í
ÆSKUFÖLK,
VERKAFÓLK
Á fundi hjá Alþýðu-
ba nda lagsf élaginu í
Reykjavík flutti Svanur
Kristjánsson lektor fram-
söguerindi um þátttöku
æskufólks og verkafólks í
starfi flokksins, en hana
taldi hann háskalega litla.
Margt var athyglisvert í
erindi Svans og fer endur-
sögn á því hér á eftir.
Svanur kvaðst i upphafi með
æskulýð eiga við fólk undir þri-
tugsaldri sem ekki væri verka-
fólk. En verkafólk væri i ræðu
hans faglært og ófaglært verka-
fólk, sem vinnur erfiðisvinnu.
Ef til vill er, sagði hann, ekki
mjög margt sameiginlegt með
þessum hópum tveim. En eitt er
mjög mikilvægt og það er sú stað-
reynd, að báðir þessir hópar
koma litið, allavega alltof litið,
við sögu i starfi Alþýðubanda-
lags. Þetta kemur bæði fram i
fundasókn, þátttöku i almennu
starfi Abl og svo blátt áfram i þvi
að þessir hópar eru tiltölulega fá-
mennir a.m.k. i flokksíélaginu i
Reykjavik.
Gegn sjálfsánægju
Þetta er uggvænleg þróun, sem
menn hafa haft alvarlega til-
hneigingu tiíað hundsa. Þarna er
á ferð sama háskalega sjálfs-
ánægjan sem kemur fram i ýms-
um plöggum eins og drögum að
stjórnmálaályktun 1974, þar sem
segir að sigurvegarar kosning-
anna þá um sumarið séu Abl. og
Sjálfstæðisflokkurinn, og að ,,A1-
þýðubandalagið hefurá hinn bóg-
inn eflst og vaxið jafnt og þétt og
aukið fylgi sitt við hverjar kosn-
ingar hin siðari ár.” Þarna er
ekki litiö á það, aö Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði unnið 6,5% at-
kvæða i þessum kosningum, feng-
ið 42,5% og hafði ekki haft hærra
hlutfall siðan 1933. En Alþýðu-
bandalagið hafði aðeins bætt við
sig 1,2% atkvæða frá 1971 Og var
ekki orðið eins öflugt atkvæða-
lega og það var þegar það var
stofnað 1956.
Þeir sem fóru
Mér sýnist að minna fari fyrir
æskufólki i Abl. nú en var um
tima — sumt af þvi unga fólki sem
kom inn i allrikum mæli 1967—71
fór aftur úr flokknum. Hluti þess
hefur unnið i pólitisku starfi — i
háskólanum, iðnnemasamtökum,
eða þá i samtökum sem talin eru
„til vinstri” við Alþýðubandalag-
ið, þótt sú staðsetning geti orkað
tvimælis.
Það er vissulega þýðingarmik-
ið að gera sér grein fyrir þessu
brotthvarfi og afleiðingum þess að
þetta fólk segir heldur neikvæð
tiðindi af reynslu sinni i Alþýðu-
bandalaginu.
Nú má segja sem svo, að það
hafi hvort sem var ekki verið
neinn ávinningur i mörgum
þeirra sem kjósa að starfa „til
vinstri”. Það fólk er gjarna i leit
að sálufélögum, nýrri fjölskyldu,
afstaða þess er meira eða minna
trúarleg. Og i sambandi við gagn-
rýni þessa fólks má taka það
fram, að við islenskar aðstæður
errétt að hafna hugmyndum Len-
ins um útvalinn hóp samsæris-
manna sem „færir” verkalýðnum
byltinguna.
Gagnrýni
En á hitt er að lita, að aðrir
þeirra sem hafa horfið úr Abl. eða
vilja ekki taka þátt i starfi þess
hafa mikið til sins máls þegar
þeir gagnrýna flokkinn. Þeir
telja, að þar sé um of einblint á
þingstarf og kosningafylgi, en
vanrækt fjöldabarátta — á vinnu-
stöðum, i skólum, i ýmsum fé-
lagsmálahreyfingum o.s.frv. Þá
hefur þaðiog haft neikvæð áhrif á
þetta fólk, hve valdalaust Alþýðu-
bandalagsfélagið i Reykjavik
reynist — ákvarðanir eru i reynd
teknar annarsstaðar — i þing-
flokki, af ráðherrum ef flokkurinn
á aðild að stjórn, i miðstjórn, eða
á ritstjórn Þjóðviljans. Þetta
finnst þeim allt draga úr póli-
tiskri umræðu og gildi hennar,
minna frekar á borgaralegan
flokk en sósialiskan.
Hverjir eru í
forystu?
Alltof litil þátttaka verkafólks i
flokksstarfinu á sér ýmsar sögu-
legar orsakir. Þar segja til sin á-
hrif neyslusamfélags, langs
vinnutima, þá er verkafólk i
þeirri merkingu, sem ég nota hér,
minnkandi stétt tiltölulega i sam-
félagi þar sem millistétt stækkar
ört. Hér við bætist að það er hefð i
flokknum að menntamenn séu
mikils ráðandi.
t yfirliti yfir menntun þing-
manna sem hafa setið á Alþingi
1923—71 kemur i ljós:
Háskólapróf..................
Stúdentspróf...........•.....
Starfsmenntun................
Gagnfræðapróf................
Barnaskólapróf...............
eða minna
(Ath: i hverjum dálki eru nú-
verandi flokkar og fyrirrennarar
þeirra — ihaldsflokkur, sósial-
istaflokkur o.s.frv. Með starfs-
menntun er i reynd einkum átt við
kennaraskóla, samvinnuskóla,
bændaskóla og sjómannaskóla).
Miðað viö önnur Norðurlönd er
það sérislenskt fyrirbæri hve
margir háskólamenn og stúdent-
ar eru i forystuliði verklýðsflokk-
anna beggja. t Sviþjóð voru 65%
þingmanna (1962) ekki með neiu
próf umfram barnaskólanám.
Danski sósialdemókrataflokkur-
inn var stofnaður á áttunda tug
fyrri aldar. Þegar Viggo Kamp-
mann var árið 1960 kosinn for-
maður flokksins þótti það nokkuð
varasamt, þvi að hann var há-
skólagenginn.
Frambjóöendur
Ef að litið er sérstaklega á
frambjóðendur Alþýðubanda-
lagsins og fyrirrennara þess, þá
kemur þetta út (Ath: skoðaðir eru
allir frambjóðendur i einmenn-
ingskjördæmum 1931—59, eftir
það þrir efstu menn i öllum kjör-
dæmum — en að þvi er Reykjavik
varðar eru tekin fjögur efstu sæt-
in frá 1931—1974)
Fram til 1949 eru verkamenn i
meira en fimmtungi framboðs-
sæta. Siðan hefur það hlutfall
minnkað og náði ekki 10% i kosn-
ingunum 1971 og 1974. En það skal
tekið fram, að samt er Albl. með
hæst hlutfall allra flokka, af
verkafólki i framboði.
Bændur eru um 10% frambjóð-
*3q Cfl
.2 xL d Á 2 ed Um 2
< < 3? <
42,1% 55,2 28,4 52,4 25,0
• 9,5% 10,3 3,0 7,1 28,6
23,5% 24,2 29,8 20,2 21,4
12,7% 10,3 20,9 8,3 10,7
12,2% 17,9 12,0 14,3
enda, iðnaðarmenn og fólk úr
ýmsum þjónustugreinum eru
önnur 10%. Þetta hlutfall hefur
haldist nokkuð stöðugt.
Stærstir hópar frambjóðenda
Alþýðubandalags og fyrirrennara
þess eru 1) kennarar og skóla-
stjórar 2) rithöfundar og blaða-
menn 3) framkvæmdastjórar og
forstjórar ýmislegra stofnana eða
fyrirtækja. Siðan 1956 hefur hlut-
ur þessara hópa aukist nokkuð
jafnt og þétt. 1974 voru þeir 72%
frambjóðenda.
Ástæöur
Astæðurnar fyrir þessari þróun
eru margskonar. Rikjandi hug-
myndafræði, hugmyndir um að
við búum i þjóðfélagi „hinna
jöfnu tækifæra”, að „hver sé
sinnar gæfu smiður” koma þar
við sögu. Rikjandi mat á vinnu og
skólagöngu. Verkafólk hefur með
ýmsum hætti fengið trú á
menntamönnum en vantrú á
sjálfu sér. En menntamenn hafa
afturá móti trú á forystuhæfileik-
um sjálfra sin (gildi sérþekkingar
o.fl.).
Útkoman er siðan svo, að mjög
mikið fer fyrir þvi fólki i flokkn-
um sem kenna má til menningar-
róttækni. Þetta fólk stundar
gjarna einhverskonar millistétt-
arstarf (kennarar, leiklistarfólk,
opinberir starfsmenn, rithöfund-
ar, blaðamenn o.s.frv.). Það les
góðar bækur, sækir leikhús,
sinfóniutónleika. Er á móti hern-
um og bandariskri heimsvalda-
stefnu. Hefur áhuga á verndun
gamalla húsa og les sunnudags-
blað Þjóðviljans af kostgæfni
o.s.frv.
Áherslur
t sjálfu sér er ekkert rangt við
þetta. Spurningin er hinsvegar
sú, hvort þessari menningarrót-
tækni hætti ekki til að missa sjón-
ar á nokkrum höfuðatriðum i
stjórnmálum. Að minnsta kosti
leggja ekki áherslu á þau sem
skyldi. Ég á við stéttabaráttuna
sjálfa, baráttu fyrir jöfnuði i
þjóðfélaginu, baráttu fyrir mann-
sæmandi kaupi fyrir dagvinnu,
fyrir breytingum á þjóðfélaginu
— og þar með verkalýðnum sjálf-
um. Áherslu á það, hvaða stéttir
mynda grundvöll þjóðlifsins. Við
skulum ekki gleyma þvi, að það
ætti að vera hlutverk mennta-
manna að berjast gegn þeirri
hugmyndafræði, sem hindrar
þróun og þroska verkalýðsstétt-
ar.
Hvaö ber aö gera?
Ef að spurt er hvað skal til
bragðs taka þá er sjálfgert að
nefna markmið eins og meira lýð-
ræði innan flokksins, meiri áhrif
flokksmanna, meiri umræðu.
Baráttan sé viðtækari — þ.e. ekki
bundin við þing og kosningar. Það
má einnig benda á praktisk atriði
eins og blátt áfram það, að skrif-
stofan sé betur rekin, að ekkert
standi á framkvæmdaratriðum.
Þá er mjög nauðsynlegt að
berjast i öllum áróðri gegn rikj-
andi hugmyndafræði. Og þar und-
ir fellur að við beitum okkur fyrir
öðru matiá gildi vinnu og skóla-
göngu. Við þurfum ekki endilega
skýrari stefnuskrá en við nú höf-
um, en allavega skýrari stefnu.
Ég veit vel að breytingar sem um
munar eru erfiðar i framkvæmd.
En við verðum að muna, að
sósialiskur flokkur verður að
varðveita sérkenni sin, annars á
hann það á hættu að úrkynjast og
verða að kosningamaskinu. 1
þeim efnum er þróun Alþýðu-
flokksins viti til varnaðar. Sósial-
istar eiga að móta stefnu sina
sameiginlega. Og fylgja henni
eftir, fela fulltrúum sinum að fara
eftir henni og sjá til þess að svo sé
gert.
Vanrækslusyndir okkar eru
margar. Það væri ofmælt að
segja að við flytum sofandi að
feigðarósi. En kannski erum við i
þessum efnum eins og milli
draums og vöku.