Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 16
Ifi SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mai 1976.
Umsjón:
Magnús
Rafnsson og
Þröstur
Haraldsson
Þeir timar eru löngu iiönir,
þegar islenskir táningar
skiptust i tvær fjandsamlegar
fyikingar — aödáendur bitianna
og aödáendur Stones. Samt eru
þessar kempur enn aö. Sem ein-
staklingar vekja bitlarnir tölu-
veröa lukku, og rifandi sala er
alit I einu oröin á gömlu
iummunum þeirra. Stones
halda hins vegar enn hópinn,
trylla æskulýðinn á hljómieik-
um, gefa út miljónaplötur og
eru i efstu sætum langflestra
dálka í vinsæidakosningum.
Hvað eru Stones?
Andstætt súkkulaði-
drengjunum frá Lifrarpolli voru
Rolling Stones frá upphafi tákn
fyrir uppreisnargjörn ung-
menni. Meðan bitlarnir báðu
stúlkunasina sætt um að halda i
höndina á sér, höfðu Stones öllu
minni umbúðir um kynhvötina,
— voru opinskáir i textum og
fluttu taktfasta, holdlega tön-
list. Uppreisnarblærinn á Stones
fólst ekki bara í ögrandi fram-
komu, heldur settu þeir upp
„verkalýðssvip”, fluttu tónlist
ættaða frá svertingjum
Ameriku og létu i ljós litla virð-
ingu fyrir borgaralegu þjóð-
félagi og helgum stofnunum
þess. Þannig urðu þeir eins-
konar tákn fyrir vaxandi óróa
meðal ungs fólks.
En allt fram streymir, og
Stones urðu með timanum eins
og hvert annað stuðband á
markaðnum. Um 1968 „endur-
fæddust” þeir. Þeir fengu sér
ný'jan framleiðanda og tónlist
þeirra varð töluvert brattari en
hún hafði veriö um skeið. 1 stað
ástar, kynlifs og sýruróman-
tikur setti félagslegur boðskap-
ur svip á texta þeirra á timabili.
Stúdentauppreisninni var flutt
lof i „Street fighting man” og
sunginn óður til verkalýðsins i
fjölmörgum lögum „Beggars
Banquet”, sem er ein albesta
LP-plata þeirra. Upp úr þvi
urðu Stones að goðsögn á nýjan
leik, ekki sist i kringum hljóm-
leikahald. Tónleikar þeirra urðu
stöðugt vandaðri sem „show”,
og þar var gælt miskunnarlaust
við nýja imynd Stones, sem tákn
og útsendara djöfulsins.
Tónlistarlega ná þeir há-
punkti á þessum árum 1968-1972,
en á tveim siðustu plötum
þeirra, Goat's Head Soup og Its
only Rock and Roll hefur gætt
töluverðrar þreytu og endur-
tekningar.
Black and Blue
Það kemur þvi þægilega á
óvart að töluverðs krafts og ný-
sköpunar gætir á Black & Blue, ,
þó að platan sé ekki nógu heild-
stæð til að jafnast á við það
besta sem þeir hafa áöur gert.
Söngurinn er þó jafnvel enn
A meðan Mick Jagger sér um hoppið og sönginn, er Keith
Richard maöurinn á bak viö tónlist Roliing Stones.
Gamlir
drengir í
toppformi
betri en áður. Ekki þarf að fara
orðum um Mick Jagger, en á
óvart kemur, hve mikið er um
góðar raddanir og samsöng.
Mick og Keith tekst vel upp
samaniMemory Motel, og Billy
Preston og Mick gera frábæra
hluti i Melody.
Þósvoenginn fastur maður sé
i stað Mick Taylor á plötunni
(en Taylor hætti i Stones fyrir
meira en ári) kemur það ekki
niður á gitarleik. Þrir
menn skiptast á um þessa
hlið málsins og Keith
Richard sýnir þar, að hann
getur fengið flesta sæmilega
gitarleikara til að falla inn i
Stones-sándið. Keith á sjálfur
frábæra hluti t.d. i Crazy
Mama, og Wayne Perkins og
Harvey Mandel eiga prýðilega
sólókafla. Nokkru siðri er hins
vegar Ronnie Wood, þótt Stones
hafi fyrir nokkru ráðið hann
sem fastan arftaka Mick
Taylor.
Fleiri hljóðfæraleikarar koma
við sögu, og má fræðast um
framlög þeirra á pokanum utan
um plötuna, sem gefur óvenju
greinargóðar upplýsingar. Það
er til litils að fjaUa um frammi-
stöðu þeirra, — þeir eru fyrst og
fremst partar af þeirri tón-
listarheild, sem Jagger-Richard
hafa hannað.
Black & Blue er ekki í jafn
heildstæðum stil og sumar fyrri
plötur Stones. Annars vegar eru
lög sem minna á ýmis fyrri
skeið, hins vegar eru nýjungar
og tilraunir sem leita i ýmsar
áttir.
Þau lög sem eru i klassiskum
Stones-stil, samsvara mörgu af
þvi besta sem þeir hafa áður
gert. Þannig minnir Memory
Motel á það besta á Goat's Head
Mick getur lika verið sætur og höfðaö til vissra tauga i báöum
kynjum.
Soifl) (einkum 100 Years Ago) ,
en Crazy Mama ogHand of Fate
á hápunkt Stones 1968-72.
Tilraunastarfseminn er mis-
jöfn að eðli og gæðum,
Reggae-lagið Cherry oh Baby
tekur maður mátulega alvar-
lega, og Fool to Cry er bara ein
af þessum ballöðum. Það getur
verið að Hot Stuff sé mis-
heppnað discolag, en a.m.k. eru
þar smekklegar krúsidúllur og
þessi gamli Stones^sjarmi. Billy
Preston hjálpar Stones aö fá
svört jass-sciul áhrif i tónlistina,
i laginu Melody. Þar gerir
hljómsveitin tilraun sem tekst
frábærlega. Besta lagið á
plötunni. Textarnir á þessari
plötu eru ekki jafn sláandi góður
kveðskapur og áður heyrðist frá
Stones. Hins vegar er ánægju-
legt að þeir hafa, eftir nokkurt
hlé, endurvakið rennusteinstil-
finninguna”, þ.e. þeir syngja
fyrir munn hins snauða, ekki
verkamannsins heldur tötraör-
eigans og bóhemsins.
Það er óþarfi að orðlengja það
frekar. Platan er góð, en hún er
ekki samstæð og segir litið um
það á hvaða leið Stones eru. Til
þess að vita það verðum við
bara að biða eftir næstu plötu.
Varan verður að
vera i umbúðum
Annars segja plötur ekki
nema hálfa söguna um Stones.
Þeir eru kannski fyrst og fremst
sviðsfyrirbæri og á þaulskipu-
lögðum, iburðarmiklum hljóm-
leikum byggjast þær þjóðsögur,
sem halda Rolling Stones á
toppnum enn, eftir næstum 15
ára úthald.
P o p p s p ek ú 1 a n t a r og
framkvæmdastjórar Lista-
hátiðar hafa alla tið svikið
islenska æsku um að fá að sjá
undrið gerast i Laugardalshöll-
inni. Að sj.á Mick Jagger dansa
á við besta listdansara og
fimleikamann itvo tlma og hafa
allan salinn á valdi sinu — með
dyggri aðstoð bandsins. Menn
hafa varla áttað sig á fyrirbær-
inu poppmenning, ef þeir hafa
aldrei upplifað hljómleika ein-
hverrar topphljómsveitar, og
þar standa fáir eða engir Stones
á sporði.
Það er dálitið athyglisverð
pæling, hve popp er að litlu leyti
tónlist en að miklu leyti
framkoma. Hljómsveitir senda
ekki bara frá sér plötur, þær eru
jafnframtimynd, semersköpuð
á hljómleikum og i fjölmiðlum.
Poppið er orðið mjög háþróuð
vara, i gylltum og glæsilegum
umbúðum, sem stöðugt vaxa i
hlutfalli við innihaldið. Að sama
skapi aðlagast innihaldið að
umbúðunum. — Þannig er
greinilegt, að Stones semja og
flytja lög inn á plötur að mjög
miklu leyti út frá væntanlegum
flutningi á hljómleikum, sbr.
Cherry oh Baby á Black & Blue.
Poppið er aðeins að litlu leyti
list, það er framleiðsla á tisku-
varningi með tilheyrandi aug-
lýsingaskrumi og ímyndasköp-
un. Yfirleitt er útkoman álika
banalt fyrirbæri og tiskukjólar
og tiskuklipping, en stundum
verður blandan svolitið
skemmtileg, og þá er ég að
hugsa um Stones. Þó að mörg
fyrirbæri poppsins séu bara um-
búðir utan um ekki neitt, þá
hafa hinar glæsilegu umbúðir
ekki enn þá tæmt allt innihald i
fyrirbærinu Rolling Stones.
Þessir strákar hefðu eflaust
getað orðið góðir listamenn, en
þeir völdu þá leið að vera 20%
listamenn og 80% sjóbissness-
menn, og það verður að dæma
þá sem slika.
Skelfileg fáfræði Klásúlna
Klásúlum hefur borist eftir-
farandi bréf frá Róbert Guð-
finnssyni á Siglufirði, en það er
reyndar stilað til einnar ákveð-
innar klásúlu, Þrastar Haralds-
„Kæri félagi.
I Klásúlum þann 28. mars tal-
ið þið um „áhrifasvæði” hljóm-
sveita. Mér finnst þið skelfilega
fáfróðir um landsbyggðar-
hljómsveitir og hvað þá um ,,á-
hrifasvæði” þeirra. Ég minnist
þess t.d. bara einu sinni að B.G.
og Ingibjörg hafi komið norður i
Skagafjörð og Ingimar Eydal
hefur ekki farið langt út fyrir
senuna í Sjallanum nema þegar
hann hefur skroppið suður til að
gera grútlélegar plötur eða enn-
þá lélegri sjónvarpsþætti.
Nei, hér fyrir norðan eru til
mun betri hljómlistarmenn og
vil ég þá fyrst benda á hljóm-
sveitina Gauta frá Siglufirði
sem hef ur valinn mann i hverju
rúmi en þið-þekkið það nafn lik-
lega ekki nema i sambandi við
lög eins og t.d. öldur risa eða
einhverju álika sem tilheyrir
lortiðinni. Svo eiga sauðkrækl-
ingar lika ágæta hljómlistar-
menn eins og t.d. Geirmund og
hina bráðefnilegu hljómsveit
Fræ sem á liklega eftir að láta
mikið frá sér heyra.
Hér geturðu séð kæri félagi að
það hefur verið tóm rökleysa
sem þú segir um áhrifasvæði
B.G. og Ingimars Eydal. Og
svona að lokum finnst mér þó
Bob Dylan sé frábær hljóm-
listarmaður og Steinar Berg
mikill umboðsmaður að þú
megir ekki gera þá of pláss-
freka á þessari einu siðu sem
þið hafið til umráða.
Með kærri kveðju
Róbcrt Guðfinnsson
Hliðarvegi 6
Siglufirði.
Satt segirðu félagi Róbert, fá-
fræði Klásúlna um tónlistarlif á
landsbyggðinni er átakanleg
enda þær allar uppvaxnar á
mölinni og fara vart upp fyrir
Elliðaár nema i neyðartilvik-
um. Auk þess sem fréttaritara-
netið er ansi götugt. 1 þessu til-
viki var byggt á heimild sem
virðist ekki ýkja áreiðanleg og
skal henni hlift við nafnbirtingu.
I Þeim mun meiri ástæða er til
að fagna bréfum sem þinu til að
rétta hlut landsbyggðarinnar og
væri óskandi að meira heyrðist
frá lesendum um það menning-
arlif sem þar er lifað.
Hvað varðar þá félaga Bob
Dylan og Steinar Berg þá var
það aldrei meiningin að gera
siðuna að einkamálgagni
þeirra. Tilviljun ein réði þvi að
þeir breiddu sig svo mjög yfir
hana.' Vonandi tekst okkur að
bjóða upp á eitthvað fleira i
framtiðinni. Það er allavega á
stefnuskránni. Klásúlur