Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. mai 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Stjörnuþoka Einar Vilberg: Starlight. Steinar h/f. 004 Ugglaust heföi aldrei veriö fjallaö um nýútgefna plötu Einars Vilberg hér i dálkunum, ef undirritaöur heföi ekki rekist á Einar i mannfjöldanum i Lækjargötu eftir göngur 1. mai. Hann stóö ráövilltur einsog nýfallinn engill innanum stétt- visa verkalýöinn þrieina og varf aö leita sér aö leigubil. Hér voru merkin, stundin var komin. Plata Einars er sú þriöja frá sögulegri innkomu hans i popp- heiminn. Otgefandinn hefur upplýst aö útgáfan hafi kostaö mikla vinnu og fjármuni. Timar i upptöku og vinnslu uröu 160, og má þaö teljast i meira lagi. Kostnaöur var 2—2,3 miljónir viö aö koma fyrstu 1500 eintök- unum á markaö. Ekkert er þvi til sparaö. Þeir sem undirleik- inn annast eru færustu menn i bransanum. Platan er þvi hvort tveggja i senn, yfirlýsing ungs útgáfufyrirtækis og vitnisburö- ur um getu þeirra sem leika á hljóöfæri i poppi. Skoöum nú nánar hvort Einar á erindi sem erfiöi á markaðinn. Oll lögin á plötunni eru eftir Einar sem og textar sem eru á ensku. Tónlistin er byggö upp af rokkfrösum meö hægu biti. Lög- in nálgast þaö sum aö vera ballööur. Flest þeirra hljóma kunnuglega i eyrum, nokkur er auövelt að ættfæra. Star- collector, fyrsta lag á hliö a, er meö millikafla úr lagi Bowies, Hang on to yourself. Annað lagiö á sér hálfbræöur I lögum eftir Lennon og Gylfa Ægisson, etc. Þaö er meinlaust. Rokk er þannig. Stef og frasar flækjast um, eiga sér speglanir og endurspeglanir svo hundr- uöum skiptir. Spurningin er hvernig Utsetning og hljóðfæra- leikur er, hvort textar og upplif- un gera lögin áheyranda þekki- leg. Og þar skitur Einar i nytina sina. Ensku textarnir eru illa samdir, skáldinu tekst ekki aö koma fátæklegum hugmyndum sinum i orö svo vel sé, enda hef- ur hann ekkert vald á málinu. Þaö sem meira er, hann skilur ekki hljómfall ensku, getur ekki fellt máliö aö hijómunum. Hann apar eftir en getur þaö ekki einu sinni. Islenskir hafa lengi þurft aö sitja undir þeim ósköpum aö popparar sem tæpast eru mellu- færir á máli engilsaxneskra isöngljóðum sinum ekki tjáö sig á ööru máli. Einar rennir sér á rassinum onl gryfjuna til Gunnars Þóröar, Spilverksins og allra hinna. Textar Einars eru þvi stórt lýti, óskapnaöur. Þær hugmyndir sem Einar reynir að tjá á þessu framandi máli eru lika heldur klénar. Starcollector find me, starcollector try to find me, syngur hann biöjandi. Þegar hann loksins dettur niöur á sæmilega hugmynd I Nowhere, um konuna sem tekur söngvarann meö sér I för út á ystu nöf, mögulega I glötunina, þá er þaö i million dollar silver cadillac sem þau keyra út i buskann. Má ég þá heldur biöja um draumadis á þvottaefnis- pakka. Þannig er efniö á plötu Einars vanhugsaö, óvandaö. Og þrátt fyrir mörg góö nöfn er undir- leikurinn slappur. Gunnar Þórðarson, Ásgeir Oskarsson Þóröur Árnason og Jakop Magg standa sig slælega. Undirleikur- inn nær aldrei aö hefja rödd Einars upp, sem veitir ekki sist af. Hún er hljómlitil, blæbrigðin eru engin, hvergi tekst aö spenna upp meö mismun rödd- unar og undirleiks. Þar skiptir væl Spilverksins engu. (Þaö annast bakraddir I nokkrum lögum). Þaö er helst aö Þórður eigi rispur góðar i Starcollector og Nowhere en þær sólóur koöna niöur, hann fær ekki næöi til aö ná sér á strikiö og upp. Þar er eins og fyrr að kenna mullulegum undirleik. Þaö dæmist þvi rétt vera aö kostnaðarsamt framtak Steina h/f hafi mistekist. Vonandi lær- ir stjórn þessa fyrirtækis sem og aðrir aöstandendur af reynsl- unni. Útgáfa sem þessi er skaö- leg. Hún tekur tima og tækifæri frá þeim sem frekar eiga viö okkur erindi og lengir enn svartnættið i alþýöutónlist eyjarskeggja. Minnist þess á komandi timum þegar þiö rekist á plötuna Starlight á útsölum. pb. Sólskinsdagurmeö BG og Ingibjörgu 1 siöaftansól á fjöröum vestra erþaö vandi yngra fólks aö kýla á hresstfylleri og si'öan ball meö BG og Ingibj. þegar færi gefst, og þá getur oft verið heljarins stuð. Sú tónlist sem hljómsveit- in leikur er tvimælalaust meö þvi' skárra sem islenskum áheyrendum er boöiö aö hlýöa á viö slik tækifæri. Fátt er þó um bjarta bletti i Sólskinsdegi BG og Ingibjargar, þvi vægast verður skifan aö teljast heldur fátækleg viöbót viö þaö er þegar hefur þjakaö óskalagaþættina um árabil, og seint eöa ekki viröist ætla aö taka enda. Á skifunni er allt i einum graut. Þar má finna sjómanna- lög sem heföu þótt góö á frivakt- ina fyrir svona tiu árum, gömul nokkur, góö erlend dægurlög sem engin ástæöa er til aö setja aftur og ver gerö á plötu, og nokkur frumsamin lög hljóm- sveitarmeölima, sem aö undanteknu laginu Baldursbrá eftir BG veröa aö teljast jafn litt bjóöandi og önnur lög plötunn- ar. Fátt er um fina drætti; helst mætti þar til nefna oft ágætan söng þeirra Ingibjargar og Ólafs, og aö bakhliö plötuum- slagsins er smekklega unnin og prentuö. Ingibjörg Guömundsdóttir' Textar eru eftir þau i BG, og Jónas Friörik semur einnig nokkra. Jónasi tekst oft allvel upp, en sama er ekki aö segja um þau BG og Ingibjörgu, eins og sjá má af eftirfarandi úrdráttum úr kveöskap þeirra. tlrlifsflóttatextanum Langtútá sjó: t landi er erUI og ys til og frá, og eintómir veggir scm rekst maöur á. Þegar af heimskunni hausverk égfæ, ég ræ, ég ræ, ég ræ, ég ræ. Og úr kúrekatðffarabragnum Hesta-Jói: Hesta-Jói er haröur karl af sér, ekki vild’ann nokkur mótisér. Ef aö einhver mundi móöga þennan mikla hestamann, þá mundi hann skjóta beint á hann. Plötunni viröist vera þaö ætl- aöafforráöamönnumhennar aö komast i sem flesta óskalaga- þætti, og jafnframt þaö aö vera minningarvaki einhverskonar gömlum ballgestum og hljóm- sveitarmeðlimum sjálfum. Ekki er óliklegt aö óskalaga- formúlan gangi upp, en minningarvaki er platan ekki um böllin hjá BG og Ingibjörgu; til þess heföi hljóöritun þurft aö fara fram viö allt aörar og sann- ari kringumstæöur. BG og Ingibjörg er ágætis dansstaöahljómsveit, en óskandi væri aö hún héldi sig viö þaö sviö. HÞ. Vantar yður starfsfólk? Höfum vinnufúst fólk vant marg- vislegustu störfum. Atvinnumiðlun stúdenta, simi 15959 Hjúkrunar- fræðingar! Sjúkrahús Siglufjarðar óskar eftir hjúkr- unarfræðingum til sumarafleysinga og i föst störf. Upplýsingar hjá forstöðukonu s. 96-71502 og framkvæmdastjóra s. 96-71669. Staða yfirlæknis við Sjúkrahús Siglufjarðar er laus til um- sóknar nú þegar. Staðan veitist frá 1. sept. nk. Umsækjendur hafi haldgóða reynslu i skurðlækningum. Umsóknir berist stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir 1. júli 1976 með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar. Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur verður haldinn i Iðnó sunnudaginn 23. mai kl. 2.00 eh. Reikningar félagsins fyrir árið 1975 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórnin. œ! Þróunarstofnun \ Reykjavíkurborgar ARKITEKT TÆKNITEIKNARI Þróunarstofnun Reykjavikurborgar óskar að ráða nú þegar arkitekt með þekkingu á skipulagsmálum og tækniteiknara. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar Þverholti 15. ÚTBOÐ Tilboö óskast I bendistál I steypu fyrir Reykjavikurhöfn. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, fimmtudaginn 10. júni 1976, kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegl 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.