Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 18
StDA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 16. mai 1976. ft::'*ÆÆÁ:- —• g4 *. — t > Svipmyndir frá upphafi Kef lavíkurgöngunnar,— um þúsund manns búasttil að leggja af stað í fögru veðri. Þetta er langmesti f jöldi í upphafi göngu andstæðinga hernámsá islandi fyrr og síðar. i gær kom og mikill f jöldi til móts við göngumenn og var blaðinu ekki kunnugt um nánari töiur, þegar það fór i prentun. Eins og sjá má er sú sívökula kempa, Magnús Kjartansson, mættur til leiks og lætur engin veikindi aftra sér. — Myndir EK. Orkumál Framhald af bls. 6. þjóðarinnar fyrir orku og óspillt umhverfi. 4. Eitt sameiginlegt fyrirtæki opinberra aðila annist i fram- tiðinni raforkuvinnslu og flutning raforku um landið og selji hana I heildsölu á sama verði til dreifiveitna hvar sem er á landinu. Þátttaka lands- hluta í stjórnun sliks fyrirtækis er sjálfsögð og ákveðnum rekstrarþáttum yrði væntan- lega stýrt af svæða- miðstöðvum. 5. Jarðvarmaveitur, dreifikerfi og smásala með raforku og jarðvarma til notenda verði i höndum sveitarfélaga og/eða rikisins eftir samkomulagi. 6. Hiðfyrsta verði tryggt jafnrétti landsmanna um raforkuöflun, öryggi (varaafl) og orkuverð á landsvisu, m.a. með samteng- ingu orku veitus v æða , skynsamlegri dreifingu virkjana (m.a. tillit til náttúru- hamfara) og styrkingu flutningslina. 7. Skipulega verði unnið að hús- hitun með innlendum orku- gjöfum og þeim svæðum, sem útilokuð virðast frá jarðvarma- veitum tryggð raforka til hús- hitunar á sambærilegu verði við hitaveitusvæði. 8. Orkufrekur iðnaður verði byggður upp i takmörkuðum mæli, m.a. i hagkvæmum tengsíum við virkjunaráfanga og með sérstöku tilliti til æski- legrar atvinnu- og byggða- þróunar i landinu. Slik fyrir- tæki séu að öllum jafnaði í eigu islendinga einna og a.m.k. að meirihluta i eigu islenska rikis- ins. Komi til samstarfs við út- lendinga um fjármögnun, verði sérstaklega vandað val sam- starfsaðila og sneitt hjá fjöl- þjóðahringum, sem hafa ein- okunaraðstöðu i viðkomandi vinnslu. 9. Forgang hafi iðnaður, sem byggir á innlendum aðföngum (hráefni og orka) og unnt er að koma á fót i áföngum með tilliti til fjárhagslegrar getu þjóðar- búsins. — Dæmi um hugsanleg stóriðjuverkefni, sem byggt gætu á innlendum aðföngum að meginhluta, er að finna i með- fylgjandi töflu. 10. Undirstöðurannsóknir vegna orkumála verði skipulagslega á einni hendí og ætið á vegum islendinga. Rannsóknir vegna orkumála verði efldar verulega þannig að sem fyrst fáist heildarmynd af orkulindum landsins, hugsanlegri hag- nýtingu þeirra og æskilegri umhverfisvernd. 11. Þess verði gætt að skýr heildarmynd (tæknileg, hag- ræn, félagsleg, umhverfisleg o.s.frv.) fáist' áður en ákvarðanir eru teknar um orkuver og hugsanlegan iðnað i tengslum við þau. Stofnanal. undirbúning þarf að samræma mun betur en núer og ætla Alþingi (fastanefndum) mun meiri hlut en nú tiðkast, áður en til ákvarðanatöku kemur af þess hálfu. 12. Stefna þarf að hagfelldri nýtingu orku á sem flestum sviðum, m.a. við hönnun hús- næðis og skipulag byggða (samgöngur), þrepanýtingu varmaorku (raforka, upphitun, ylrækt o.fl.), og orkusparnaði í atvinnurekstri (vélanotkun, vinnsluaðferðir). 13. Innlendir orkugjafar verði teknir i notkun hvarvetna þar sem hagkvæmt er talið, og inn- flutningur orkugjafa (olia, bensin etc.) þjóðnýttur, en smásala höfð i svipuðu formi og nú tiðkast. Brýnar aðgerðir Ekki er rúm til að rökstyðja nánar þau atriði, sem hér hafa veriðreifuð né setja fram drög að áætlun um æskilegar fram- kvæmdir á sviði orku- og iðnaðar- mála. Ljóst er að fjármagnsþörf er mikil og við höfum engin efni á framhaldi þeirrar happa- og glappastefnu, sem fylgt hefur verið af þeirri rikisstjórn, sem nú situr. Augljós nauðsyn er á sam- tengingu raforkukerfa allra landshluta og siðan hring- tengingu sunnan jökla svo og styrkingu dreifikerfa i þéttbýli og sveitum. Nauðsynlegt er að gerð verði framkvæmda- og kostnaðaráætlun um þau efni, en mér er tjáð að hér gæti verið um að ræða kostnað upp á um 15 miljarða króna að spennistöðvum meðtöldum, eða meira en verð einnar stórvirkjunar. Slikar aðgerðir til orkuflutnings að við- bættum meðalstórum virkjunum á Vestf jörðum og Austurlandi eru ef til vill mikilvægasta byggða- málið, og er þó af mörgu að taka á þvi sviði. Að minu mati á stór- virkjun á Suðurlandi (Hrauneyjarfoss) engan rétt á sér fyrr en orkumálum annarra landshluta hefur verið komið i sómasamlegt horf og samræmt heildsöluverð á orku til allra landsmanna er orðið að veruleika frá samtengdu kerfi. 1 stað þess að mæna fyrst og fremst á álbræðslur og málm- blendiverksmiðjur, sem byggja á innfluttum hráefnum og tækni- þekkingu biða okkar ólikt verð- ugri verkefni við orkufrekan iðnað, sem nýtir hráefni af inn- lendum toga, styðst við innlenda kunnáttu, sem við þurfum mark- visst að'þróa og stuðlar að viö- gangi hefðbundinna atvinnuvega og f jölþættri iðnaðaruppbyggingu i landínu. Að sliku þarf að vinna um leið og hlúð er áfram af framsýni að þeim atvinnuvegum, sjávarútvegi og landbúnaði, sem vel hafa dugað islendingum til þessa. Samþætt og hófleg auðlinda- nýting i innlendum atvinnu- rekstri, þar sem tillit er tekið til hagsmuna og aðbúnaðar þeirra er að framleiðslunni starfa eða fyrirtækin lúta alfarið þeirra stjórn, ætti að tryggja fjölbreytni og sæmilegt jafnvægi i atvinnulífi okkar og það sjálfsforræði, sem mestu skiptir fyrir smáþjóð i bráð og lengd. Konan Framhald af bls. 3. um nasir alls kyns ónáttúru, óeðli og þviumliku og ef þær hafa átt börn og gefið þau föðurnum við skilnað, þá hefur mælirinn fyllst ogkonan orðið algjörlega óeðlileg og ef til vill fengið að heyra, að hún væri með „karlmannaeðli". Börn hafa fram til þessa verið eitt áhrifamesta vopnið gegn kon- um og þau koma við kjarna kvennabaráttunnar, þvi að ef það á að verða róttæk breyting á stöðu kvenna, þá verður að breyta þátt- töku karlmanna i uppeldi barna verulega og ræða til hvers menn vilja eiginlega ala upp börn og hvernig. A þeim árum sem börn mótast mest og þegar persónuleiki barna verður til, sem er um það bil fyrstu sjö árin, þá eru þau mest innan um konur og lifa mest i heimi kvenna. Það á ekki aðeins við á heimilum, heldur á vöggu- stofum, dagheimilum, skólum o.s.frv. Slik náin tengsl við annað kynið á þessum mótunaraldri hefur augljóslega i för með sér að hið hefðbundna kynjamynstur lif- ir áfram, og það er óendanlega erfitt að breyta þvi þegar fram i sækir, þvi að þá eru karlmenn bara „svona og svona" og kven- fólk ,,svona og svona", þannig hefur þetta alltaf verið, og hinar hefðbundnu hugmyndir eru fast- mótaðar i hugum manna og næst- um óbifanlegar. Ef kvennaárið gæti leitt af sér umræður um börn, barnauppeldi og hlutverk karlmannsins, þá væri kannski hægt að varpa meira ljósi á hvað það er sem felst i hlutverki kvenna sem hamlar þvi að breytingar verði á stöðu þeirra, og slikar umræður myndu efalaust leiða i ljós að börn og allt sem að þeim lýtur er eitt stærsta raunverulega vanda- mál kvennabaráttunnar. Guðfinna Eydal Tóbaksskákmót Sumar samþykktir alþingis eru harla litils virði. Þannig hefur bann við tóbaksauglýsingum, sem alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum, aldrei verið annað en dauður bókstafur, þvi klókir viðskiptamenn hafa fært auglýsingamennsku sina yfir á svið, sem misvitrir alþingismenn sáu ekki fyrir, og auglýsing á tó- baki heldur áfram i landi tóbaks- auglýsingabannsins. Rolf Johansen & co. hyggst gangast fyrir nýtiskulegu skák- móti á næstunni. Ber skákmótið heitið Winston-skákmótið, og greiðir framleiðandi þeirrar siga- rettutegundar kostnaðinn af mót- inu svo og verðlaun sem eru veru- leg eða 250 þúsund krónur. Skákmótið verður haldið á Hótel Loftleiðum dagana 8. og 13. júni nk. Keppt verður i tiu styrk- leikaflokkum og gert ráð fyrir að þátttakendur verði 150-160, en 250 virkum skákmönnum hefur verið sent boðskort um þátttöku. Keppt verður eftir svissnesku keppniskerfi. Fjórir skákstjórar verða á mótinu. Rekstrarráðgjöi sf. hefur séð um undirbúning mótsins og mun sjá um fram- kvæmd þess.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.