Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 16.05.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 16. mai 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 %***> Sköpun •^ð^ vatnanna Sköpun issins. — Þetta er það besta sem hann hefur skapað hingað til... Jöklarnir — E( ég geymi ekki desertinn þar sem þeir ná ekki ihann, veröa þeir alltaf á eftir honum! Skriðjöklarnir — Er hann nú kominn á mölina? Stöðutákn — Hvers vegna eruö þiö búin aö selja aftur bllinn ykkar? — Kjóllinn sem ég keypti viö hann var oröinn of þröngur. — Nágrannar okkar eiga hest, og nú er konan min búin að bita það i sig að við verðum að eiga hest lika. — Og hvað með það? spyr sálfræðingurinn, er það svo slæmt? — 1 sjálfu sér ekki, en hest- urinn hleypti mér ekki lengur inn i svefnherbergið. — Konan min telur að nýi bíll- inn okkar sé ekki nógu þægilegur — Þvi miður svarar bílasalinn, við eigum enga bila sem eru þægilegri. Þér skuluð heldur reyna að fá yður nýja konu. — Já en Palli, hvað ertu að gera, þetta er ekki okkar barn. — Þegibu bjáninn þinn, sérðu ekki að barnavagninn er miklu flottari en okkar. Jökulsprungurnar Loockheed múturnar hrella japani Þannig lýsir einn teiknarinn hrakförum bandaríska auð- hringsins Lockheed út af mútu- hneykslunum i sambandi við þann hring, sem nú eru á hvers manns vörum. Komið hefur i ljós að Lockheed, sem meðal annars er stærsti viðskiptavinur banda- riska hersins, hefur i stór um stfl borið fé á erlenda ráða- menn i stjórnmálum, fjármál um og hermálum i þeim til gangi að greiða fyrir sölu á flug- vélum, sem hringurinn framleið- ir. Meðal þessara mútuþega Lockheeds eru sagðir vera Bern- harð prins, maður Júliönu Hol- landsdrottningar, og margir á- hrifamenn i stjórnmálum og við- skiptalifi Japans. Það eru liklega múturnar i Japan, sem komið hafa teiknaranum til að láta Lockheed fremja sjálfsmorð á þjóðlegan japanskan hátt, nema hvað hann notar nýtisku þotu i staðinn fyrir sverð. ADOLF J. PETERSEN: Vl'SNAMÁL SKEÐUR FLEIRA EN SKYNJAÐ FÆR Að kveðast á er gömul íþrótt sem iðkuð var til skemmtunar þar sem einn ljóðaði á annan og svarað var I sömu mynt. Oft voru það konur og karlar sem kváðust á. Ein kunnasta visa af þeirri gerðerþessisamkveðlingur þar sem konan byrjar svo: Karlmenn eru kvalarar konungsins á himnum. Hann svaraði: Einmitt þvi hún Eva skar eplið trés af limnum. t elstu heimildum sem ég þekki eru þau hjónin Eufemia Benediktsdóttir og Gisli Kon- ráðsson sagnfræðingur höfund- ar visunnar. Um 1880er sagt þau hafi verið i leyndum festum Sigriður Jóns- dóttir og Halldór Sæmundsson á Blönduósi, en ákveðið að slita þeim. Hann kvað: Okkar þrjóta yndiskjör i hafróti kifsins. Skilja hljótum, veigavör, á vegmótum Ufsins. Hún svaraði: Veit ég beinn minn vegur er, verður neinn ei skaðinn. Kemur einn, þá annar fer ungur sveinn i staðinn. Guölaugur Guðmundsson, eitt sinn prestur á Staö i Steingrims- firði, byrjaði visu þannig: Nú skal byrja nýjan leik, nýtt þarf ljós að skina. En kona hans, Margrét Jóns- dóttir var fljót að bæta við: Verst er, ef þig vantar kveik i vonartýru þina. Stefán Stephensen amtmaður á Hvitárvöllum gerði þennan. visuhelming: Hvað er það, sem bætir bú svo berst ei út á hauga? Leit svo tiURagnheiðar ddttur sinnar og sagði: „Bættu við, Ranka". Hún hugsaði sig um litla stund og sagði svo: Gððlynd kona, geðugt hjú og gætið bóndans auga. 1 langferðabfl hóf einn farþeg- inn upp raust sina og sagði: Dvaldi þrátt við dýran hátt, drungi mátti vikja En kona botnaði: Eðlið kátt og opinskátt aldrei láttu svfkja Höfunda er ekki getið að þess- um samkveðlingi, og svo er um fleiri sem hér fara á eftir. Þau voru farin að reskjast, fóru samt á skemmtun. Hann fyldi henni heim, hún bauð honum inn til kaffidrykkju, en hann afþakkaði boðið, þvi nú væri gigtin farin að ásækja sig. Hún kvað þá i hans orða stað: Gigtin brennir beinin min. breyting kenni hraður. Ekki nenni ég inn til þin, er |)ó kvennamaður Hann svaraði á sama hátt i hennar orðastað: Ég er ein i ástarþröng, eðlismeinum hlaðin, ætla að reyna önnur föng, ungan svein I staðinn. Það gerðist vlst í Vesturbæn- um, að stúlka, sem þar dvaldi við sauma og fleira, fékk heim- sókn af kunningja slnum að kvöldlagi. Ekki varð af því nein háreysti, svo húseigandinn kvað: Ekki þrátta þau til meins, þráfalt sátt I ráðuin. Fara að hátta undireins er þá kátt hjá báoum. Hagorð kona var viðstödd og heyrði visuna, áleit húseiganda er var ókvæntur vera afbrýðis- ".aman,svo hún kvað: Býr I holdi bitur fleinn, bælist gremja inni. Þeim sem háttar alltaf einn oft er þungt I sinni. •¦ I visnakeppni milli borg- firðinga og húnvetninga kváðust þau á Sveinbjörn Beinteinsson á Draghálsi og Þórhildur Sveins- dóttir frá Hóli I Svartárdal. Hann byrjaði þannig: Hversu fagnað fram I sveit fyrir norðan yrði, kæmi þar I konuleit karl úr Borgarfirði. Hún svaráði: Ferðin yrði ekki góð, — engu er vert að leyna —. Þar er orðið fátt um fljóð, en fjöldi piparsveina. Ung og ástfangin höfðu hjúin verið, en slitið festum, og hittust svo nokkru siðar. Þá kvað hann: Einlifinu unir Disa illa, og reikar föl um haga. Ekki þarf ég þvi að lýsa, það er ný og gömul saga. Disa svaraði fyrir sig: Rauðeygður og rýr á kroppinn, reiðigjarn og svarabráður, syfjaður og saman skropinn, sist af iillu betri en áður. Orðaskipti þeirra urðu ekki meiri. Höfundar ekki nefndir. Að undanförnu hafa blöðin veriö að f ræða lesendur sina um kláðamál húnvetninga, átök og dóma i þvi sambandi. Um það hefur Böövar Guðlaugsson i Kópavogi þetta að segja: Menn láta sér gjarnan annt um að uppræta hvað. óþrif sem kunna að leynast i hárum og skinnum og þess vegna er talið svo bráfi nauðsynlegt að bað Björn á Löngumýri tvisvar" sinnum Um sama mál eru svo hér tvær aðsendar vlsur, sin frá hvorum höfundi: Tvisvar sinnum baðið Björn bleytið vel I snáða, það er eflaust eina vörn við óþrifum og kláða. Og önnur: Þrifabaðið Bangsi kaus, bölvun fylgdi kláða. Heilagur og lúsalaus lagðist svo til náða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.