Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. júll 1976 Nú er búiö aö sanna fram- haldslifiö. Þaö var gert hér uppi i Garöastræti eins og viö var aö búast. Þar hafa visindamenn stjórnað rannsóknum á landa- mærum lifs og dauöa, og aöeins þunnt ógagnsætt plast-tjald á milli. Það hefur gengið ljóm- andi vel aö ná sambandi viö framliöinn almenning, langtum betur en doktorana tvo sem stjórnuöu visindunum, — aö þvi er heimildarmaöur-fréttarinnar sagði i dagblaöi sinu i höfuö- borginni. Doktorarnir, annar innlendur maöur, hinn Kani, báðir lltillátir og hlédrægir, virtust fara huldu höföi, en blaöamaöurinn var þó ekki von- laus um aö ná tali af þeim. Það kann þó að reynast ýmsum erfiðleikum bundiö meöan þeir eru enn á meðal vor. Einhverjum kann aö finnast skritiö að vera að spandera tima og peningum og fastráða opinberan miðil til aðsanna það sem þjóðin hefur alltaf vitað og búið er aö sanna margoft áöur og aldrei af meiri alvöruþunga en núna siðustu árin á bóka- markaði fyrir jól. En það er svona sem visindamenn starfa, og þessi loka- og fullnaöarsönn- un úr Garðastræti dregur ekkert úr áhrifamætti hinna fyrri, — brautryðjendur framhaldslifs standa jafnréttir eftir sem áöur og fila sig nú heldur betur hinu- megin, spássérandi borubrattir á eilifðarstrætunum, kinkandi kolli glaölega til annarra veg- farenda segjandi: Þetta sagði ég alltaf. En við megum ekki halda að hér meö sé visindunum full- nægt, — það veröur ekki fyrr en úr þvi fæst endanlega skorið hve eilifðin er löng. Sumir segja að hún sé jafnlöng I bába enda, og sé þvi um það bil hálfnuð, — þótt manni finnst einhvernveginn að hún sé að minnsta kosti rúmlega það. Aðrir segja aö það sé til- tölulega stutt siðan hún hófst, og þar áður hafi ekkert verið, — Gamoff prófessor hefur reiknað út og sannað með formúlum að það hafi ekki einu sinni verið tóm — ekki einu sinni hreint ekki neitt — ekki ekkert — hvað þá meir. Þessvegna sé nú ei- iifðin vel á veg komin og henni ljúki svo á sinum tima, — og þá verði aftur ekkert meir — ekki einu sinni ekkert. Það þykir mörgum alvarlega hugsandi mönnum næsta hörð kenning og benda á misrétti sem af þessu hljóti að skapast i framhaldslifinu, til dæmis njóti þá landnámsmenn rúmlega ell- efu hundruða ára lengri sælu- vistar á Himnum en við sem nú lifum. Eðlilegast hljóti aö vera að alltaf hafi allt veriö og verði alltaf, — enda hafa ófáir visindamenn reiknað það út og sett upp i formúlur, þótt Hoyle prófessor sé eitthvað að bila i trúnni um þessar mundir vegna skorts á sönnunargögnum i svip. Auðvitað verður réttlætinu aldrei fullnægt alveg; tölu- verður slatti af mannskapnum hlýtur að sjálfsögðu að njóta þeirra sérréttinda að hafa eitt- hvert forskot, — en það er eins og manni gangi betur að sætta sig við það, ef það fæst alveg klárt að eiliföin sé óendanleg — að minnsta kosti i þann endann sem framundan er. Við sjáum hvað setur, en á meðan við biðum úrslita getum við einbeitt okkur að frekari upplýsingum úr Garðastræti, — hvað er til dæmis að gerast hinumegin? — hvernig verja menn framhaldslifinu yfirleitt? Allir vita að þar skiptir mjög i tvö horn, og ekkert leyndarmál hvernig þaö er i hinu neðra, þangað sem nokkrir fara — viö nefaum ekki nein nöfn — en al- menningur á heimtungu á að fá einhverja vitneskju um fram- haldslifskjör, kvenréttinda- málk, kynþáttamál, lýðræði og frelsi, verðbólgu og kaupg jald á hinum staðnum. Er til dæmis íslensk Bæjarútgerð fyrir handan, þar sem karlar og kerlingar þurfa aö streða 60 klukkustundir á viku til aö hafa i sig og á. eða er þar 40 stunda vinnuvika eins og verkalýðsfor- ystan er alltaf að berjast fyrir hérna? Hafa opinberir starfs menn verkfallsrétt á himnum? Frá New York (Empire State-byggingin) — Bandaríkin eiga tvö hundruð ára afmæli I dag, 4. júif IEILIFÐINNI Eru þeir skyldugir til aö vinna yfirvinnu þegar æðri máttar- völdum býöur svo viö að horfa? Er þar útvarp og sjónvarp — eða njóta framhaldslifendur dagskrárefnis Rikisútvarpsins? Þetta væri fróðlegt að vita, og kynni að verða áhrifamikið framlag I lifsbaráttu opinberra starfsmanna hér i þessum launaflokkadal. Margir andans menn hafa fjallað um tómstundaiöju á himnum og eruekkiá eitt sáttir. Antole France segir i Mörgæsa- eyjunni frá viðtali i Forgarði Vitis viö eitt af stórmennum fornaldar, sem þegið hafði boð um vist á Himnum. Hann dvald- ist þar um hriðT'en tók svo hatt sinn og staf, kvaddi og fór, — Empire-State að nóttu. þar var verið ab spila klassiska músik á hörpur frá morgni til kvölds og hann vildi heldur dveljast i rökkurþögn Forgarðs- ins. Honum hefúr verið svipað innanbrjósts og gamla New Orleans-negranum sem sat við hliðina á mér i ljóðalestursjazz- kvöldi i Ameriku, og ungt fram- liðiö skáld — sem þó var enn á meðal vor — muldraði kvæða- bálka með jazzistana baulandiá búsúnur og saxafóna umhverfis sig á sviðinu. í þriðju rimu hnippti gamli svertinginn I mig og sagði: Excuse me sir — I can’tstandnomore ofthis, — og stóð upp, en við hinir gengum i halarófu út á eftir honum. Seinna frétti ég aö jazzhljóm- sveitarstjórinn væri búinn að Séð frá annarri hlið. segja skáldinu upp, — og heföi rekiö jrfanistann lika I öryggis- skyni, — en ráðið dansara á sviðið í staöinn. Ég bendi hér með á þessa lausn i Norræna húsinu á næstu jazzljóöasam- kundu þar — en auðvitað er óþarfi að spandera peningum i að ráða dansara — billegra væri að hafa dömufri, og skáldkonur gætu þá boöiö kollegum sinum upp i nútima-snúning i staöinn fyrir ljóö. Ég vona fyrir mitt leyti að fá staðfest I Garðastræti að svoleiðis nokkuðtiðkistekki i Norræna húsinu fyrir handan — má ég þá heldur biðja um hörpurnar og klassikina. Ég þykist lika vita að stundum verði hlé á hörpuslætti i eilifð- inni, þvi að Louis Armstrong Kirkja heilags Patreks Jón Múli Arnason skrifar sem var maöur guðhræddur og bænheitur söng skömmu fyrir andlátið: I hope Gabriel likes my music when I meet him up there, — en þeir eru báðir trompetleikarar eins og kunnugt er. Louis á 76 ára afmæli i dag á tvöhundruðasta þjóöhátiðardegi Bandarikj- anna, — maður sendir öllum góðviljuðum Könum bestu kveðjur yfir hafið og Louis hamingjuóskir um Garða- strætisstöðina. Biðjum að heilsa Gabrieli. En meðal annarra orða — er þjóðum heims skipt I andstæðar fylkingar hinumegin — hvað segja Garðastrætismenn um það? Ég spyr vegna þess að framliðnir islendingar hafa stundum gert erlendum frelsis. og lýðræðisvinum sem hér eru til að vernda okkur. lifið leitt. Þegar Bandarikjaher kom hér fyrst 1941 voru þar i fremstu röð landgönguliðar flotans — U.S. Marines. Þeir hétu Sea-Bees og voru taldir ein sval- asta manndráparasveit ver- aldar. Þeim var faiiðað vernda Oliustöðina i Hvalfirði og reistu von bráðar virki um Stóra-Sand, og rammlegast þar sem tankarnir standa á hæðinni vestanviö Þyril. Það hét á Bunker Hill i höfuðið á svartoli- unni fyrir flotann. Einvalalið gætti dælustöðvar við þjóöveg- inn yfir hæðina, grátt fyrir járn- um og hugumstórt. Ekki veitti af, þarna er mikill veðrarass og landslag hrikalegt, einkum i haust- og vetrarrigningum. Jeppi Benedikts á Hofteigi bilaði þarna einu sinni i ljós- askiptum i byrjun október. Hann fór út. leit upp i gilið og sagði: Andskoti er hér ljótt — þaðer eins og Djöfullinn sjálfur hafi búið þetta tili reiðisinni. — Svipaöar hugsanir hafa eflaust sótt á Marinana i dælustöðinni, — en ekki einn framliðinn Hval- firðing sem vildi ekki h£ifa dát- ana þarna og tók að sækja aö þeim. Þeir vörðust lengi vel með plstólum og vélbyssum — plöffuðu á draugsa allar nætur ogaðlokum var beitt skriðdrdc- um. En allt kom fyrir ekki, hinn framliöni varö ekki veginn, samanber visuna sem þýski draugurinn söng fyrir Jón Hreggviösson: manngi vas tvi- heingdr fyr mold ofan. Fór svo aö úrvalslið Bandarikjahers varö að láta undan siga, og fengust ekki einu sinni harðsviruðustu sjálfboðaliðar landgöngusveitanna til að berj- ast við Hvalfirðinginn, hvað sem i boði var. Dælustöðin á Bunker Hill var þvi óvarin öll striösárin og siðan jöfnuð viö jörðu. Nú er landslag á einum stað i Hvalfirði ennþá ljótara en á Bunker Hill. Það er á Grundar- tanga. Þar hafa Union-karbitar hörfaö, en landsstjórnarmenn reyna að fá i staðinn frændur vora járnblendikappa af konungakyni i Noregi að reisa hið fallna stóriðjumerki. Ekki vildi ég vera i sporum þeirra skrifstofublóka i Reykjavlk sem nústanda i þvi samningamakki, — ekki einu sinni þó ég fengi staðfestar yfirlýsingar að handan frá visindamönnunum i Garðastræti um að allt væri i lagi af hálfu eilifðarveranna. JMA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.