Þjóðviljinn - 04.07.1976, Page 3
Sunnudagur 4. júlí 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA :i
Ljóð Einars Braga fá
frábæra dóma í Svíþj óð
EiMr uragi
pásvenska
\ \$\MV
““r ''' „-l'osten
Sb-.el'íí.6/-
*
Pllar vásterifrán
«a ici. us/^U320
Jsland i vára hjartanj
Einar Bragis dikter \
Eins og getið hefur verið frétt-
um, gaf Bo Cavefors Bokförlag i
Sviþjóð nýlega út ljóðabókina Pil-
ar av ljus (Ljósörvar) eftir Einar
Braga i sænskri þýöingu eftir
Inge Knutsson.
Bókinni hefur verið frábærlega
vel tekið. Daginn eftir útkomu
hennar var i sænska útvarpinu
hálftima dagskrá undir nafninu
Pilar av ljus, þar sem eingöngu
var fjallaö um ljóðlist Einars
Braga og Clafs Jóhanns Sigurðs-
sonar, rætt við höfundana og lesið
úr ljóðum þeirra.
Fyrstu ritdómar sænskra blaða
um bók Einars Braga hafa nú
borist til landsins.
í Arbetarbladet skrifar Kenn-
eth Jonsgárden undir fyrir-
sögninni: „tsland i hjörtum vor-
um’LHann ber i upphafi mikið lof
á þýðandann, segir verk hans
vera i háum gæðaflokki, heldur
siöan áfram: „Nafn Einars
Braga er vel þekkt langt utan við
stormbarða'r strendur Islands...
Sjálfur kveöst hann jafnan hafa
verið verkasmár við ljóöagerð:
talið vel, ef sér auðnaöist aö yrkja
eitt frambærilegt ljóð fyrir hvert
ár ævinnar. Þegar aö er gáð, er
það allt annað en lágt markmið.
Bækurnar hafa sem sagt hvorkí
komiö ýkja þétt né verið þykkar,
en efni þeirra er mikilsháttar og
býr yfir innri þrótti, sem gefur
skáldskap hans almennt gildi
langt utan Islands. Svo er einnig
um ljóð, sem bera þó staðbund-
inn blæ, eins og þessi litla fimm-
henda:
Kvöldsnekkja snjóhvit.
Snortið oddrauðum vængjum
silfurfljót svefnhljótt.
Sytrandi dropum teiur
cilifðin stundir okkar.
Maöur les ljóðið á ný og sér
ljóslega, hvernig öldur þess fær-
ast næstum ógreinilega út yfir
stærri teig af veruleika vorum,
sem er einnig veruleiki Einars
Braga. Þannig á ljóðlist að vinna.
fslendingar eru fámenn þjóó
með marga rithöfunda, sem þrá-
faldlega taka þátt i átökum um
málefni þjóðarinnar. Þegar Ein-
ar Bragi varð stúdent 1944, var
ekki langt i 17. júni, daginn sem
islenska lýðveldið var endurvakið
á Þingvöllum. Það var dýrmæt
stund fyrir Einar Braga og alla
hina endurfæddu þjóð.
Einar Bragi hefur alla tið unnið
tslandi. Hann er harðskeyttur
andstæöingur herstöðvarinnar i
Keflavik: virkis bandariskrar
hernaðarstefnu á Islandi. Meðan
herstööin er i landinu, njóta is-
lendingar ekki frelsis i raun: hún
er þeim sifelld ógnun. önnur ógn
stafar frá ameriskri menningu,
sem dreift er um landið með sjón-
varpi og útvarpi. Það nægir ekki
að byrgja úti sjónvarpsgeislann.
Þetta veit Einar Bragi. Lesiö til
dæmis Ættjarðarljóð ... Þar felst
mikið að baki ljóölinum, sem ó-
brotnar virðast við fyrstu sýn...
Ég má ekki gleyma að geta þess ,
að Pilar av ljus er rikulega mynd-
skreytt bók...Það er náinn vinur
Einars Braga i listinni, Hörður
Agústsson, sem gert hefur hinar
mörgu og ágætu myndir.”
„örvar að vestan” nefnist rit-
dómur eftir Gunnars Irbe I Göte
borgs Handels- och Sjöfartstidn-
ing. Hann segir:
„Pilar av ljus heitir litið ljóða-
val eftir islendinginn Einar
Braga... Það er bók, sem ég vildi
óska að allir ljóðaunnendur
öfluöu sér meðan hana er enn að
finna innan um allt hitt á borðum
bókabúðanna: ég var búinn að
hafa af henni mikla gleði, áður en
þetta var ritað, og á eftir að gripa
til hennar aftur við og við ... Hér
gefst ágætt færi á innsýn i heim
islenskrarljóðlistar, þegar hún er
sem best og mest einkennandi, að
minnsta kosti fyrir þau nýmæla-
skáld af kynslóð Einars Braga,
sem brutust undan fargi stein-
runninnar hefðar, án þess að
leggja alla ljóðerfðagripi að jöfnu
ogkasta þeim i glatkistuna.”-Rit-
dómarinn vitnar i ljóöiö Dags-
komu, sem fjallar um lýöveldis-
tökuna þegar „nóttin dó i jökul-
inn”og ungar hendur komu
„fram úr skýjum, seildust inn i
brjóstið og drógu lokur frá hurð-
um, svo dagsbirtan fengi rekið
myrkrið á flótta”. Siöan heldur
hann áfram: „Mörgum islensk-
um menntamanni hefur þótt sem
siðaristundir þess morguns væru
ekki eins bjartar: erlend herseta
og ógnun frá erlendri gervi-
menningu hafa gert þá æfa, og
Einar Bragi er meðal þeirra sem
mótmælt háfa fyllstum rómi —
einnig i ljóðum sinum. En hann
hefur kunnað með að fara og
aldrei gert ljóðlist sina að slag-
orðaskvaldri. Um hvað sem hann
yrkir, vakir listrænn heiðarleiki
hans ævinlega yfir, að hluttakan
leiði ekki til bandalags við hina
glamurkenndu yfirborðsmenn-
ingu. Það er til slikrar staö-
festu sem lifandi menning sækir
mátt sinn, á slikum grunni bygg-
ist andspyrnan gegn þvi sem ógn-
ar með svipleysi og útrýmingu”.
1 Göteborgs-Posten skrííar Eric
S. Alexandersson um ljóðabækur
þeirra Einars Braga og Ölafs Jó-
hanns Sigurðssonar undir sam-
eiginlegri fyrirsögn: lslenskar
raddir”. Hann segir:
„Einar Bragi leggur mesta
rækt við prósaljóð; stundum eru
það löng og viðfeðm ljóð, þar sem
hann gefur af örlæti á báðar
hendur sambland af náttúru-
skynjun.ihugunum aöstæðulýsing-
um. Hann talar við náttúruna eins
og barn, lifir i henni, svo að skilin
milli þeirra þurrkast allt að þvi
út, ber fram spurnir óbundnar
tima og er næmur á hræringu
hinnar minnstu lifveru. En einnig
i smáljóðunum, sem minna eins
og sum af ljóðum Ólafs Jóhanns á
gamla kinverska ljóðlist, er á-
þreifanlegt lif og hreyfing...”
Sem dæmi um það birtir rit-
dómarinn ljóðið Eins og ævi
manns; segir siðan: „Hér er sem
sagt hinn sérkennandi angurværi
eyðileiki, jafnt hið ishreina sem
hið upprunalega og fagurferska,
sem oft leikur um ljóðheim Ein-
ars Braga og frá honum stafar. 1
flestum hinna ljóðanna gengur
umkomulausa litla manneskjan
um heiminn með spurnir sinar,
heilabrot sin. Hugurinn ber hana
hraðfluga að viðustu sjóndeildar-
hringjum, þótt sálin sé bundin við
jörðina, við allt hið harðhnjósku-
lega, þar sem mikilsverðustu
hlutir speglast i hinu smáa.
t sumum ljóöanna er raunsæi,
sem gefur þeim sérstakt gildi,
gerir þau tilgangsrik, ef svo
mætti segja. Einar Bragi beitir
ekki háfleygum táknum. en þau
sem hann notar eru traust og
haldgóð...
Einar Bragi er ósvik'.ð ijóð
skáld. Hann syngur hugprúör
hjarta þótt sáin hryggis. og er
viðfelldinn söngvari...”
t Nerikes Allehanda skrifai
Mats Hörmark um ljóð Einars og
nýja ljóðabók eftir brasiliska
skáldið da Silva undir sameigin
legri fyrirsögn: „Tveir söngva-
gestir — árgalar með gjörólikan
tón”. Um Einar Braga segir:
„Hann virðist ekki tengdur viö
neinn tima, verður ekki dreginn i
dilk, ekki skráöur i tiltekinn
„skóla”. Stundum málar hann af
impressjóniskum léttleik eins og
japanskur listmálari (birtir sem
dæmi ljóðið Stef). 1 Spunakonun
um er meira af staðbundnum lit
(birtir einnig það ljóð allt).
1 formlegu tilliti eru prósaljóöin
sérkenni Einars Braga. t einu
þeirra beitir hann opinni þjóð-
félagsádeilu og teflir fram sem
andstæðum kókakólagæfunni og
blessun hins hreina islenska út-
hafssjávar. Þess má reyndar
geta, að Einar Bragi hefur verið
þrádreginn fyrir dómstóla vegna
skrifa um amerisku hersetuna á
tslandi...
Mér sýnist sem „skin” og
„ljós” séu lykilorö i ljóðlist Ein-
ars Braga... Böl myrkursins, djúp
ljósgleði, dögunarþrá eru grunn-
tónar i skáldskap hans. Hér fer
maður með skapferli norðurbú-
ans... Ljóð Einars Braga hafa
kviknað i galdramyrkrinu sem
grúfir þungt yfir sögueynni,
„ljósörvar” hans leitast við að
brjótast gegnum dimm ský...”
Lennart Hjelmstedt skrifar um
bókina i Kristianstadsbladet.
Hann getur þess i byrjun, að Ein-
ar Bragi sé i hópi formbyltingar-
skálda sem gerðu uppreisn gegn
fornri formhefö, en telur hann
hafi þó ekki með öllu snúið baki
við islenskri bragerfð: „Einar
Bragi er meistari i aö yrkja hnit-
miðuð prósaljóö, en hefur einnig
fullkomið vald á gamla ljóða-
laginu”, segir hann. Ritdómarinn
telur nafn bókarinnar eiga vel við
„Leit að ljósi og von er megin-
þáttur i Ijóðlist Einars Braga,
einnig i pólitiskum skilningi. Her-
stöðvamálin, sem ævinlega eru
ofarlega á baugi á tslandi, eru hér
einnig i sjónmáli. Einar Bragi lit-
ur fyrst og fremst á herstöðina
: em ógnun við islenska
menningu”.
Lennart Hjelmstedt fer Iní
samlegum orðum um hini
þýðandans: „Vegna þess að ljóð
Einars Braga eru tiðast i frjálsu
formi”, segir hann, „hefur
þýðandinn ekki neyðst til að
miðla málum með efni og formi,
eins og oft verður raunin á við
þýðingu á bundnum ljóðum”.
ICU
H wM 1 'V'' I
okkar
af öllum vörum þar dagana 1 .—9. júlí.
NOTIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI OG GERIÐ GÓÐ KAUP, T.D. Á
VEGGFÓÐRI, BAÐMOTTUM, BAÐSKÁPUM,
^ GLUGGATJALDASTÖNGUM, GÓLFDREGLUM ^
OG ÝMIS KONAR BÚSÁHÖLDUM.