Þjóðviljinn - 04.07.1976, Qupperneq 7
Sunnudagur 4. júli 1976 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 7
200 ára yfirlýsing
Þegar ba ndarlkj a menn
minnast nú 200 ára sjálfstæðis
sins og uppreisnar gegn móður-
landinu breska — miða þeir
afmælisfagnaðinn við samþykkt
sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, 4.
júli 1976. Ekki að ófyrirsynju,
mundi margur segja, þvi fáar
þjóðir geta státað af þvi að hafa
fengið þvilikt plagg I vöggugjöf.
„Vér álítum það augljós sann-
indi að allir menn eru fæddir
jafnir, að þeir eru gæddlr af
skapara slnum vissum ó-
afsdjanlegum réttindum, að
meðal þeirra eru lifið, frelsið og
leitin að hamingju. — Að þess-
um réttindum til tryggingar
stofna menn til rikisstjórna,
sem hljóta völd sin réttilega
fyrir samsinni þegnanna. — Að
hvenær sem eitthvert stjórnar-
form gerist andsnúið þessum
markmiðum er það réttur þjóð-
arinnar að breyta því eöa af-
nema það og stofna nýja ríkis-
stjórn, grundvalla hana á þeim
meginreglum og koma völdum
hennar fyrir i þeirri mynd er
þjóðinni sýnast llklegastar til
að búa henni öryggi og
hamingju.” Þannig hljóðar
mannréttindaþáttur þessarar
sögufrægu yfirlýsingar, sá sem
frá öndverðu hefur haf t almenn-
asta skirskotun. Höfundur
sjálfstæðisy firlýsingarinnar var
Thomas Jefferson, þá 33 ára,
sonur efnaðs plantekrueiganda I
Virginiu. Hann var meira gef-
inn fyrir stjórnmálaspeki og
klasslsk fræði en tóbaksrækt,
enda leyna sér ekki áhrif John
Lockes i framangreindum setn-
ingum. Sagt hefur verið að
sjálfstæðisyfirlýsing Jeffersons
sé réttlæting eftir á — post fact-
um — á amerisku byltingunni
llkt og rit Lockes, Treatises of
Civil Government færði fram
vörn fyrir byltinguna frækilegu
i Englandi 1688. t báðum felst
kjarnihinnar borgaralegu lýð-
ræðisbyltingar.
n
In c o n g R I
A D E
A
C C 1 tr r r,
b b, J ULY 4, 1776.
R A
T
By the REPRESENTATIVES of the
UNITED STATES OF AMERICA
In GENERAL CONGRESS
W
ASSEM BLED.
ÍIF.N in die Courfc of humnn Evcnu, it l>ccom« ntx-Tiry for onc I’eojile to iliilölrc tlic l’olitical IianJs trhich túréconncAtd thcrn
tvith another, a»d to affumc atnung thc IWcrs uf th-j'gsnh, thc lcp..ratc anj cqu.il St.ltion to uhich tlic Latvs ol' Naturc aml ■>:
Naturc'fc Ctrti cntillc tlu.ni, a dcccnt Rcfj'CC: tu thc Opiiáotu 11 Mat.hind tcquitts t:;at th.-v thould dcclarc th; ca tlci •vhich imncl thuu
to t1*c Sv'paration.
• We h.»Ll thciu Truths f> hc lVUAv-Lkwft tli.it Men arc crcatcd cotml, that thcy arc cr.t’.owcd hy their Creator with ccrtain
unaliemblc Rightj, tliat amon^ thel:- Liíc, Lihcrti ^id thc i'uri'uit «»t llappincT-—Tlut «t» iVcurc tltcii: lli^hts, (íot crnmcnts arc
\Itn. dcrivinr thcír iuft Powcrs from thc CcíhíVut ol th:: (ovérncd. that u-licncvcr «mv l'.trr** «%»V:.-.i.i..*.. r .»
Upphaf sjálfstæðisyfirlýsingar Bandarikjanna.
ANNÁLL
George Thomas
Washington Jefferson
1763
10. febrúar. Eftir niu ára átök
milli breta og bandamanna
þeirra meðal nýlendubúa i N-
Ameriku annars vegar og frakka
og bandamanna þeirra meðal
indiána hins vegar er friður
samninn i Paris. Frakkar afsala
sér öllum kröfum til Kanada i
hendur breta og láta þeim eftir öll
landsvæði fyrir austan Missi-
sippi. Sigurinn reynist bretum
dýrkeyptur þar sem þjóðarskuld
þeirra hefur vaxið um 100 miljón-
ir punda.
1765
22. mars. Breska þingið sam-
þykkir lög um stimpilgjöld
(Stamp Act) sem eiga að færa
rikissjóði 60.000 pund árlega.
Nýlendubúar skulu greiða
stimpilgjöld af öllum dagblööum,
ritlingum, lagagjörðum o.fl.
Samtök sem kalla sig syni frelsis-
insstofnuð i Boston og viðar til að
berjast gegn lögunum um
stimpilgjöld.
7.-25. okóber. Fulltrúar frá niu
nýlendum koma saman á
„stimpilgjaldaþing” i New York-
borg. Þingið mótmælir þvi að
breska þingið skuli leggja skatt á
nýlendubúa án þess að þeir eigi
þar nokkra fulltrúa og ályktar að
flytja ekki inn neinar vörur sem
krafist er tollgjalda af.
1766.
18. mars.Lögin um stimpilgjöld
numin úr gildi.
1767
29. júni. Nýlendubúum gert,
skv. tekjuöflunarfrumvarpi
Townshends fjármálaráðherra að
greiöa innflutningstoll af te, gler-
vöru, leðri, pappir o.fl. vörum.
Vonast er til að tollalögin gefi af
sér um 40.000 pund árlega.
1768
11. febrúar. Þing Massaschus-
etts hvetur aðrar nýlendur til að
taka þátt i andróðri gegn Towns-
hends-lögunum. Breska stjórnin
hótar að leysa upp hvert það þing
sem svari kallinu.
1769
16. mai. Borgaraþing
Virginiu samþykkir ályktun þar
sem mælt er á móti rétti breska
þingsins til skattleggja nýlend-
urnar. Landstjóri Virginiu leysir
upp þingið, en þingmenn koma
saman upp á sitt eindæmi og lýsa
kaupbanni á tollskyldar vörur.
1770
5. mars. Átök milli farmanna i
Boston og 5 drepnir i mannþröng-
inni. Samuel Adams og fleiri rót-
tækir ættjarðarvinir lýsa sök á
hendur hernum fyrir „blóðbaö”.
12. aprll. Townhendlögin aftur-
kölluð, að undanskildum teskatt-
inum, sem breska þingið heldur i
sem tákn um rétt sinn til skatt-
lagningar.
1773
10. mai. Bretakonungur Georg
III fellst á „telögin” til að foröa
Austur-Indiafélaginu frá gjald-
þroti. Skv. lögunum er heimilt að
endurgreiða félaginu tolltekjur af
teförmum, sem það flytur til
Ameriku. Þar með er félaginu
gert kleift að selja te á lægra
verði en ameriskir tekaupmenn
geta boðið.
1773
16. desember. Róttækir Boston-
búar setja á svið „tepartýið”.
Dulklæddir sem indiánar ráðast
þeir um borð i bresk skip og
varpa útbyrðir 342 kistlum af tei.
1774
31. marsKonungur fellst á
fyrstu refsiaðgerðir breska
þingsins sem kenndar eru viö
„lögin óþolandi”. í refsingar-
skyni fyrir „tepartýið” skal loka
höfninni i Boston þar til borgar-
yfirvöld hafa greitt 18.000 pund i
skaðabætur fyrir tefarminn.
Nokkru siðr er lagt bann við opin-
berum fundahöldum án sam-
þykkis landstjórans og þess kraf-
ist að breskir hermenn verði
hýstir á einkaheimilum hvenær
sem nauðsyn krefur.
17. mai.Rhode Island sendir frá
sér áskorun um að nýlendubúar
stofni til sameiginlegs þings
Continertal Congress): Pennsyl-
vania og New York taka senn
undir áskorunina.
5. september. Fyrsta sameigin-
lega þingið kemur saman i Phila-
delphia til nálega tveggja mán-
aða setu. Þingið sendir frá sér
skrá yfir tiu réttindakröfur þám.
„til lifs, frelsis og eignar” og „til
að safnast saman i friðsamlegum
tilgangi og senda konungi bænar-
skjal.”
1775
23. mars. Patrick Henry, fremsti
ræðuskörungur Virginiu fordæm-
ir stjórn breta og kastar fram
vigorðinu „Gefið mér frelsi eöa
látið mig deyja ella!”
18.-19. aprfl Bretar senda 700
manna lið frá Boston til að eyði-
leggja leynilegt vopnabúr i Con-
cord. A leiðinni sætir liðið drás
vopnaðra borgara i Lexington.
Þessi fyrstu vopnuðu átök
amerisku byltingarinnar kostuðu
yfir 300 manns lifið.
10. mai. Annað sameiginlega
þingið kemur saman i Phila-
delphia. Það hvetur nýlendurnar
til að vigbúa borgarvarðlið sitt og
skipar George Washington her-
stjóra yfir liðsveitum ný-
lendanna.
17. júní. Orrustan við Bunkerhæð
nálægt Boston. Bretar hrekja ný-
lendumenn úr vigstöðunni, en
missa 1150 manns.
12. scptember.Með komu fulltrúa
frá Georgia mynda nú allar ný-
lendurnar 13 sameinað þing. Bilið
milli breta og amerikumanna
breikkar þegar Georg III lýsir þvi
yfir aö nýlendurnar séu i opin-
skárri uppreisn.
1776
1. jaiuiar. Hersveitir breta leggja
eld i Norfolkhöfn i Virginiu.
10. janúar. Thomas Paine gefur
út rit sitt Heilbrigð skynsemi og
veröur einna fyrstur til að krefj-
ast óskoraðs sjálfstæðis nýlendn-
anna.
26. mars. Suður-Karólina setur
sér eigin stjórnarskrá og gefur
öðrum nýlendum fordæmi um
stofnun sjálfstæðrar rikisstjórn-
ar.
15. mai. Sameinaða þingið mælir
með þvi að allar nýlendurnar
stefni á eigin rikisstjórnir „er
dugi til að greiöa úr málum
þeirra”.
7. júni.Richard Henry fulltrúi frá
Virginiu leggur fyrir þingið álykt-
un þess efnis að nýlendurnar „séu
og ættu réttu lagi að vera frjáls og
óháð riki.” Ályktunin mætir and-
stöðu hjá flestum, en þingið
Qu«Þec
New
Hampshite
lassachusetls
rs< JSIon
jieiungtoti
\Rhode
•oJsland
icticut
SÚfvv YOrte
New Jersey
Pennsylvania /
f PMsaeiphia /
Pitt$6u>9
Richmom
Virginta
;town
North Carolina
..—■—$------s
/ South CarotmaV'’
cSiMtown jm
Atlantic Ocaan
Georgia
East \
Florida
Kort af fyrstu 13 rlkjunum.
ályktar að láta reyna frekar á
fylgi manna við hana.
11. júní. Thomas Jefferson kjör-
inn i nefnd til að semja sjálfstæð-
isyfirlýsingu (sjá forsiðumynd-
ina) og hefst brátt handa um aö
gera uppkast að henni.
1. júli. Við „bráðabirgða”-
atkvæðagreiðslu er ályktun Lees
samþykkt með 9 atkvæðum geen
2ein nýlenda, New York, sat hjá.
2. júli. Þingið samþykkir sjálf-
stæði með 12 samhljóða atkvæð-
um. (Fulltrúar N.Y. sátu enn
hjá.)
4. júli. Sjálfstæðisyfirlýsingin
samþykkt samhljóða og undirrit-
uð af þingforseta John Hancock.
Svo er mælt fyrir að hún „taki
gildi i hverju hinna sameinuðu
rikja.”
Norskir tónlistarmenn
í Norræna húsinu og á Patreksfirði
REIR E. LARSEN og HANS W. BRIMI,
norskir „spilarar” skemmta i Norræna
húsinu mánudaginn 5. júli kl. 20:30 og á
Patreksfirði þriðjudagskvöldið 6. júli á
norrænni kvöldvöku i félagsheimilinu
þar.
Verið velkomin Norræna húsið
Norræna félagið
Nordmannslaget
Þjóðdansafélag Reykjavikur