Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. júll 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 feröilegri tvöfeldni aö afleiöingu, aö sjálfsögöu. Las Vegas var fram til 1944 eins og hver annar hundsrass, en þá kom sniöugur fjárkúgari frá Hollywood, Bugsy Siegel, auga á þaö, aö bærinn lá vel viö, bæöi samgöngum og lögum — Nevada tók léttar á fjárhættuspili en önn- ur riki. Hann reisti þar voldugt spilavitiog hótel, og fleiri mafios- ar fylgdu á eftir. Útkoman varð gullland spilafýsnar, risavaxið og alþýölegt, eitthvaö fyrir alla, sögöu „einhentu ræningjarnir”, slotmaskinurnar, sem biðu manna þegar á flugvellinum. Þarna var hægt aö gera fljótt hvaöeina sem annarsstaöar var erfitt: giftast, skilja, tapa hvaða fúlgusem vera skyldi, breyta nótt i dag. Hér varð skemmtanaiönaö- urinn ekki fylgifiskur borgar, heldur lifsmáti, og hér náöi fata- fellukúnst fyrst verulegum þroska. Og neonauglýsingin var hér ekki minniháttar miöbæjar- skraut, heldur meginkjarni i arkitektúr borgar. Einhverskon- ar vasaútgáfur af þvi fyrirbæri, sem Las Vegas er, hafa siðan breiöst út um allar jaröir. Söngleikurinn Söngleikurinn, mjúsikalinn, hefur veriö kallaö hið eina sann- ameriska leikhúsfyrirbæri. Brooks Atkinson, gagnrýnandi Broadwayleikhúsa, segir aö ekk- ertland annaö en Bandarikin hafi „tæknibúnaö, skipulagningu og públikum fyrir þetta bruölsama, háværa og dólgslega sölufyrir- bæri, sem piskar löt bein upp úr sætunum meö sprengingum áleit- innar tónlistar.” Þessháttar staöhæfingar gefa tilefni til efasemda: Mjúsikalinn er einmitt dæmi um þaö, hvernig Bandarikin soga til sin fyrirbæri úr ýmsum áttum og breyta aö sinni mynd. Mjúsikalinn er ekki hugsanlegur án blökkumannatón- listar, djassins, né heldur án vinaróperettunnar. Hann hefur einnig tekið til sin sitthvaö úr ballett, sem I Evrópu var fin list fyrir þá útvöldu, en er hér ein- faldaöur eftir þeirri formúlu, að allt skuli vera deginum ljósara. Meö sinum hætti er hinn banda- riski söngleikur þaö „Gesamt- kunstwerk”, allsherjarlistaverk, sem marga góða menn hefur dreymt um. Hann er blanda úr heimsbókmenntum (Bernard Shaw,Sholem Aleichem), tónlist minnihlutahópa, evrópsku leik- húsi og hefðarballett — betur verður þvi ekki lýst hvernig hin bandariska menning hefur tekið sjálfstjáningu tiitölulega fárra, ummyndað og staölaö i formi „skemmtunar fyrir alla”. Djass og popp Meö sama hætti hafa plötur og djúkbox, útvarp og sjóbisness teymt djass, soulmúsik og rokk út úr því lokaða gettói, þar sem þessi tónlist fyrst þróaöist — um leiö og þessi músik var aölöguö millistéttarsmekk alls heims og breytt I slagara. Djass er i vitund manna bandarisk músik i dag, en áður fyrr fannst skribentum bæöi austan hafs og vestan lengi vel aö það væri eitthvað annarlegt og þá negralegt viö hann fyrst og fremst. Og það var mjög ófint: Apinngengur laus, sagöi Parisar- gagnrýnandi um Dbcielandsveit sem þar blés á þriðja áratugnum. Samt voru alltaf miklu fleiri þættir aö verki i bandariskri al- þýöutónlist. Blakkir þrælar breyttu enskum sálmum I spiritu- als. Kreólskir götumúsikantar notuöu m.a. óperettumelódiur og franska tréblásarahefö i sinn djass. Ensk, irsk og skosk þjóölög stóöu við vöggu þeirrar tónlistar sem kennd hefur verið viö Hill- billy, Bluegrass, Country, West- ern. En þessir þættir uröu banda- riskir vegna blöndu sinnar viö hina háttföstu og sterku tónlist negranna. Og þaö var ekki fyrr en að djassinn haföi veriö taminn i stóru danshljómsveitunum eftir 1930, ekki fyrr en Country- og -Westerniðnaður Nashville hafði brutt i sig vinnusöngva og káboj- ljóö, þegar blús fátækrahverf- anna hafði hverfst i rokk — þá var úr uppreisnarsinnaðri eöa a.m.k. ákærandi sjálfstjáningu hvitra og þó fremur svartra alþýðumanna til oröin verslunarkúnst sem virt- ist láta uppi blátt áfram þaö sem „amriskt” mætti kalla. Plús og minus Þaö er rétt, að Bandarikin og skem m tan aiðnaður þeirra, spannar heim allan, fletja út og draga tennur úr öllu þvi sem þau tileinka sér. Þaö er llka rétt, aö um leiö gera Bandarikin hinar upprunalegu forsendur þessara menningarþátta að allsherjar- eign i f jöldamenningu sem spann- ar flest lönd. Og þá geta menn spurt eins og reyfarahöfundurinn Chandler, sem áöan var vitnað til: Er ekki réttara aö athuga til hvers nota má miöilinn, tækiö, formiö, heldur en afskrifa þaö sem eitthvað sem sé fyrir neðan okkar viröingu? Það er einmitt I þeim skilningi sem margt i bandarisku menningarlifi hefur haft ögrandi og hvetjandi áhrif á mikið af ágætri og framsækinni list i heiminum. (áb tók saman; aðalheimild Spiegel) Hello Dolly: Allsherjarlistaverkiö sjálft? Las Vegas: skemmtanaiðnaður sem lifsform Hasarblöð: list til að bora með I nefiö á sér?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.