Þjóðviljinn - 04.07.1976, Side 23
Sunnudagur 4. júli 1976 þ.IOÐVILJINN — SÍÐA 29
óli var i fótbolta/ en svo
sögðu hinir strákarnir aö
hann væri ekki i fótbolta-
búningi og þá fór hann að
háorga.
Stelpan er með blöðru. Hún var að leika sér i sand-
kassanum og þá fór að rigna. Hún á langt heim og
þarf því að vera lengi úti i rigningunni svo fínu fötin
hennar blotna. Hún er í denímpilsbuxum og gulri
peysu.
Arna Einarsdóttir er 7
ára, en hún verður 8 ára
6. ágúst. Hún teiknaði
þessar myndir handa
pabba sínum af því hann
gaf henni rússneska
dúkku.Svona kúludúkku
úr tré. Það er hægt að
taka hana i sundur og þá
er önnur minni innan í
henni og svo önnur enn
minni innan í þeirri svo
eiginlega eru þetta þrjár
dúkkur. Hann gaf henni
lika kósakka.
Kompan: Af hverju gaf
pabbi þinn þér allar
þessar dúkkur?
Arna: Svo mér leiðist
ekki að vera með honum
i vinnunni.
Kompan: Af hverju ertu
með honum í vinnunni?
Arna: Af því mamma er
í útlöndum, en hún
kemur í dag.
Kompan: Þá verður
gaman.
Arna: Já, og um næstu
helgi förum við í
Munaðarnes. Ég hlakka
svo mikið til. Það hefur
nefnilega verið dálítið
leiðinlegt í sumar síðan
skólinn hætti og besta
vinkona mín er í Gaut-
landi.
Þetta er hún Disa. Hún er svona f ín af því að hún er að
koma úr afmæli. Fjóla dúkkan hennar, fékk að fara
með í afmælisveisluna.
Þessi stelpa er í berjamó. Það er svo gott veður, að hún ætlar að tina tvær fötur
fullar. Systir hennar er með henni, en hún sést ekki á myndinni, þvi hún er langt
inni i skóginum. Á trjánum vaxa epli.
I bilnum er maður að aka úti í góða veðrinu. Hann
ætlar upp í sveit með konu sina og börnin. Þau ætla að
drekka úti i sólskininu.
Sólin skin á græn trén og fallegu blómin. Skýin eru dökkblá.
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir