Þjóðviljinn - 31.10.1976, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976
SPJALLAÐ VIÐ EIÐ BERGMANN, FRAMKVÆMDASTJÓRA ÞJÓÐVILJANS
Hvernig haldið þið að
það sé að hafa af því
sífelldar áhyggjur, hvort
það verði í mánaðarlokin
eða vikulokin hægt að
borga starf sf ólkinu
kaupið sem það er búið að
vinna fyrir? Fyrir nú
utan alla aðra ógreidda
reikninga. — Að vita
aldrei fyrirfram, hverjar
tekjurnar verða og
hvernig endar ná saman?
Við þetta hefur hann Eiður
Bergmann, framkvæmdastjóri
Þjóðviljans mátt búa árum
saman, þvi eins og allir
lesendur Þjóðviljans vita, þá
hefur það nú ekki beinlinis ver-
ið neitt gróðafyrirtæki að gefa
blaðið út. Af öllum núverandi
starfsmönnum á Eiður einna
lengstan starfsaldur að baki,
hefur unnið á blaðinu síðan i
mars 1949, byrjaði rétt fyrir
slaginn fræga, — og festist svo
einhvern veginn i húsinu, segir
hann.
þurfti á móti kvörtunum allan
daginn.
Fannst ég kominn i frí.
— Vinnudagurinn hjá þér hef-
ur liklega orðið langur á stund-
um.
— 0, jú, en þó aldrei einsog
hann varð i afgreiðslumanns-
starfinu, held ég. Þá var vinnu-
timinn oft 10—12: timar á dag
og stundum þurfti lika aö keyra
út biaðið. Satt að segja fannst
mér ég næstum kominn i fri
þegar ég var ekki lengur i
afgreiðslunni. Sem betur fer er
þetta ekki lengur svona á
afgreiðslu blaðsins.
— Og þrátt fyrir allt hefurðu
enst á Þjóðviljanum öll þessi ár.
— Þrisvar eða fjórum sinnum
á þessu árabili hef ég verið svo
fullsaddur að ég hef verið búinn
að segja upp, en alltaf hefur það
atvikastþannig, aðég hef 'hald-
ið áfram. Þrátt fyrir allt hefur
mér að mörgu leyti fallið mjög
vel að vinna hér og hef i raun-
inni áhuga á að gera það og
kannski reið það baggamuninn
siðast þegar ég var að hugsa um
Stundum
Eiður Bergmann.
sækja á mann áhyggjur
og
svefn-
leysi...
Eiður var fyrst afgreiðslu-
maður blaðsins i 7—8 ár, siðan
gjaldkeri annað eins árabil og
loks framkvæmdastjóri frá þvi i
byrjun árs 1964 og hefur þvi alla
tið vafstrað meira og minna i
fjármálum blaðsins.
— Hefur það ekki verið
heldur vanþakklátt starf?
— Það má ganga út frá þvi
gefnu, að svo hefur verið, en
verst þó ef ekki hefur verið
hægt að standa i skilum viö
starfsfólkið á réttum tima. Það
er mesta furða hvaö fólk hefur
umborið það, en þó hefur lika
komið fyrir, að það væri tekið
óstinnt upp og þótt maður eigi
ekki persónulega sök á þvi, er
það enganveginn skemmtilegt.
Stundum sækja á mann áhyggj-
ur og svefnleysi útaf fjármálum
blaðsins, en það var meira áður
fyrr, — kannski kemst þetta
uppi vana. Það var ekki heldur
neitt þakklátt starf á afgreiðsl-
unni ef útburður brást og taka
að hætta, að farið var úti þessa
húsbyggingu, sem ég vænti að
gjörbreyti allri starfsaðstööu
blaðsins. Fyrir utan peninga-
vandræðin hefur þetta verið
ansi erilsamt starf, ég hef að
nafninu til átt að vera bæði
framkvæmdastjóri, prent-
smiðjustjóri, gjaldkeri og sitt-
hvað annað allt i einu og útkom-
an hefur orðið sú, áð ég hei ékKí
getað unnið öll þessi störf eins
og ég hefði viljað. En nú verður
vonandi breyting á þessu. Nú
þegar er búið að ráða út-
breiðslustjóra, sem tekur þá við
hluta af þvi sem ég hef átt að
hafa umsjón með.
Eitt af þvi sem hefur að sjálf-
sögðu skipt máli og kannski
haldið frekar i mann er að hér
hef ég átt ánægjulegt samstarf
við marga og kynnst ágætis-
fólki. Margir minnisstæðir per-
sónuleikar hafa verið hér, sem
eftirsjón er að af blaðinu, en
margir eru nú látnir, sem starf-
að hafa hér i minni tið.
— Hvaða starf hefðiröu frem-
ur kosið þér?
— Eiginlega hef ég aldrei get-
að gert uppvið mig hvaða starf
mér mundi passa best og þegar
á allt er litið er ég ánægður með
mitt hlutskipti. Hinu er ekki að
leyna, að ég réðist hingað með
hálfum huga og tregðu og taldi
mig ekki á réttri hillu i svona
starfi. En kannski er hægt að
temja sér allt.
Bara til að fylla uppí bók-
ina
Eiður lætur ógetið þeirrar
ástæðu sem undirr. grunar að
hafi kannski dregið hann þrátt
fyrir tregðu og haldið i hann
þrátt fyrir erfiðleika, en það eru
þjðfélagsskoðanir hans. Eiður
hefur frá æskuárum verið félagi
I sósialiskum samtökum. Hann
stóð á sinum tima að undirbún-
ingi heimsmóta æskunnar og
fékkst þá þó nokkuð við yrking-
ar, bæði orti og þýddi baráttu-
ljóð auk texta i léttari dúr. Þeir
sem eiga rauðu söngbókina frá
þessum árum hafa sjálfsagt oft
sungið kvæði eftir Eið, merkt e.
En úr þessu vill hann sjálfur
sem minnst gera og harðneitar
að hafa stundað skáldskap i al-
vöru.
— Ég hef aldrei talið mig þess
umkominn að semja neitt, segir
hann, en við gáfum út þessa
söngbók i sambandi við æsku-
lýðsheimsmótin og það var
mest til að fylla uppi hana sem
verið var að ýta á mann að gera
þetta. Ég man, að ég gerði m.a.
texta við alþjóðasöng æskunnar.
Ég man ekki svo glöggt hvað
þetta var fleira og er búinn að
tapa bókinni. En ég hafði gam-
an af að syngja og var yfirleitt
með i þvi sem sungið var þarna.
— Hefur aldrei hvarflað að
þér að gerast blaðamaður?
— Einhverjar greinar hef ég
skrifar þótt ekkert sé það til
að tiunda og Sigurður
Guðmundsson ritstjóri var
stundum að segja mér að gerast
blaðamaður, en satt að segja
hef ég aldrei álitið að ég passaði
i það og á ekki létt með að
skrifa, þótt ég geti það ef mér
liggur eitthvað á hjarta. En ég
held, að það hljóti að vera
leiðinlegt að þurfa að hafa sitt
lifsviðurværi af að skrifa og þá
kannski sitthvað sem maður
hefur takmarkaðan áhuga á.
— Saknarðu ekki Skólavörðu-
stigsins eftir öll þessi ár þegar
Þjóðviljinn flytur i Siðumúlann?
— Vist hef ég kunnað ágæt-
lega við mig hér og á héðan
margar skemmtilegar minn-
ingar úr starfi og af samstarfs-
mönnum. Við höfum öllu meira
samneyti áður en nú er orðið.
Meðan vinnutiminn var sem
lengstur mátti segja, að fólk
hálfpartinn byggi hérna, og eins
var liflegt starf starfsmanna-
félagsins með sumarferðum,
árshátiðum og fleiru, sem nú
hefur lagst af með breyttum að-
stæðum, einkum eftir að flestir
prentararnir fóru i Blaðaprent
þvi félagsstarfið hvildi að mestu
á þeirra herðum. En ég hygg
mjög gott til betri starfsaöstöðu
i Siðumúla, ekki sist hve
auðveldara þetta verður fyrir
ritstjórnina. Undanfarin ár hef-
ur vantað meiri tengsl við
prentsmiðjuna, auk þess kostn-
aðar sem það hefur haft i för
meö sér að vera i tveim bæjar-
hlutum.
— Að lokum, Eiður: Ertu
ánægður með frammistöðu
Þjóðviljans?
— Það er að sjálfsögðu upp og
ofan og ýmislegt hefur mér á
ýmsum timum fundist mega
vera öðruvisi. En yfirleitt finnst
mér hann hafa staðið sig vel og
ég er sannfærður um að við get-
um ekki án hans verið. Ég vona
að Þjóðviljinn eigi um langan
aldur eftir að vera sómi
islenskrar alþýðu, sverð hennar
og skjöldur. —-vh
Áskriftar-
síminn
er
17505
Þjóðviljinn
rafvirkjar!
”Rafvörur” býöur upp á
mikiö úrval efnis til raf-
lagna, semsagt frá upp-
hafi til enda.
Ljósaperur í flestöllum
stærðum, dyrabjöllur,
raftæki og margt fleira.
Rafvirkjar á staðnum.
IIAFVÖRUR
Laugarnesvegur 52 Sími 86411