Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976
Fagleg barátta ein
er ekki nægileg
Eövarö Sigurösson
I þann mund sem Þjóöviljinn
var aö hefja göngu sina haföi
yfirstéttin i landinu ekki enn
tamiö sér þá slægö i viöskiptum
sinum viö alþýöuna sem hún
siðar læröi og atvinnurekendur
réöust þá beint á kaup verka-
fólksins og heimtuöu lækkun.
En á þessum sömu árum óx
verkalýöshreyfingunni veru-
lega fiskur um hrygg og at-
vinnurekendur hættu aö þora aö
koma fram grimulaust og fóru
aö beita fyrir sig rikisvaidinu
meö ráöstöfunum til kjara-
skeröinga i staö beinnar
kauplækkunar.
Eövarö Sigurösson, formaöur
Dagsbrúnar, rifjar hér upp þau
timamót er þessari aöferö var
fyrst beitt og hvernig verka-
lýðshreyfingin snerist tii varnar
og vann frækilegan sigur með
Þjóðviljann einan að vopni gegn
borgarapressunni allri samein-
aðri.
En fagleg barátta ein út af
fyrir sig er ekki nægileg, segir
Eðvarö. Þaö veröur aö tryggja
verkalýönum þau pólitisku áhrif
á gang þjóömála, aö ávinn-
ingarnar veröiekki jafnóðum að
engu geröir meö pólitiskum ráö-
stöfunum stéttarandstæöings-
ins.
— Ég þyrði ekki að hugsa þá
hugsun til enda, hvar barátta
verkalýöshreyfingarinnar og
verkafólks á íslandi væri á vegi
stödd ef við hefðum ekki haft
Þjdðviljann öll þessi ár, svaraði
Eðvarð, þegar beint var til hans
spurningunni um þátt og hlut-
verk Þjóðviljans i baráttu
verkalýðsins. — Þar með er
ekki sagt, að það sé Þjóðviljinn
sem hefur skapaö söguna. Það
er aö sjálfsögðu verkalýðsstétt-
insem hefur skapað Þjóðviljann
og Þjóðviljinn hefur að minu viti
verið svo beitt og svo nauösyn-
legt vopn, að án hans hefði öll
þessi saga oröið önnur og miklu
lakari. Þjóöviljinn hefur verið
málsvari og baráttutæki verka-
fólks og verkalýðshreyfingar-
innar.
Eðvarð man vel bæði stofnun
og forsögu Þjóðviljans, breyt-
inguna úr Verkalýðsblaðinu
tvisvar til þrisvar i viku i dag-
blaðið Þjóðviljann. En sú breyt-
ing var ekkert einangrað fyrir-
bæri i þeirri öru þróun sem þá
varö 1 pólitiskri baráttu:
— Stofnun Þjóðviljans var
hlekkur i pólitiskri þróun
róttækrar hreyfingar á þessum
tima, segir hann. Ef viö tökum
annars vegar Verkalýðsblaðið
og hlutverk þess i sögunni sem
nauðsynlegan forvera Þjóðvilj-
ans og útgáfu dagblaðs hins-
vegar, þá endurspeglar þetta
hvorttveggja það sem er að
gerast á hinum róttæka armi
verkalýðshreyfingarinnar á
timabilinu frá 1930 þegar
Kom múnistaflokkurinn er
stofnaður. Við göngum þá gegn-
um margskonar erfiðleika,
fyrst og fremst almennt i
þjóðfélaginu, þegar heims-
kreppan mikla skellur á.
Gengum gegnum
barnasjúkdómana!
Það var á kreppuárunum
miklu sem hin róttæka verka-
lýðshreyfing tók forustuna i
baráttu stéttarinnar, — og við
urðum einsog fleiri róttækar
hreyfingar aö ganga gegnum
okkar barnasjúkdóma á fyrstu
ef við tryggjum
ekki
verkalýðnum
pólitísk áhrif á
gang þjóðmála
og komum
í veg fyrir að
ávinningar séu
að engu gerðir
með ráð-
stöfunum
stétta ra nd-
stæðingsins
árunum eins og titt er um ung-
viði. Við höfðum ekki mikla
reynslu og urðum að fá okkar
eldskirn i baráttunni sjálfri..
Ekki varö hjá þvi komist, að við
gerðum eitt og annað, sem við
siðar sáum, að við hefðum getaö
gert kannski öðruvisi og betur.
Á þessu timabili er að þróast
smátt og smátt hugmyndin um
samfylkingarbaráttuna, — að
samfylkja verkalýðsstéttinni,
þrátt fyrir mismunandi pólitisk-
ar skoðanir hjá ýmsum hópum,
til markvissrar og einarðrar
baráttu fyrir hagsmunum stétt-
arinnar. Þetta var ekki einangr-
að hér hjá okkur, heimshreyf-
ingin var þá að sveigja meira og
meira inná þessa braut. Hitt er
óhætt að segja, aö okkar for-
ystusveit og pólitiska róttæka
hreyfing hafi tilei nkað sér þessa
stefnu betur og fyrr en viöast
annarsstaöar, með nokkrum
undantekningum þó, og við höf-
um borið gæfu til að komast fyrr
yfir marga innbyrðis erfiöleika
en flestir aðrir.
Þetta hafði sin áhrif. Flokkur-
inn stækkar og áhrif hans vaxa
og undirbúningur og stofnun
Þjóðviljans er einmitt mjög
táknrænn fyrir þessa framsókn
hreyfingar, aukinn mátt henn-
ar, þrótt og vilja til að efla þessa
sókn.
Þetta helst allt i hendur: Sig-
ur Kommúnistaflokksins i kosn-
ingunum 1937, stofnun Samein-
ingarflokksalþýöu — sósialista-
flokksins 1938 og siðar sú gjör-
breyting sem verður á fylgi
hreyfingarinnar þegar Alþýðu-
sambandið er gert að óháöum
verkalýössamtökum, þar sem
allir höfðu jöfn réttindi til trún-
aðarstarfa, en áður haföi þaö
verið svo að einvöröungu
alþýðuflokksmenn höfðu þenn-
an rétt.
Þrælalögin brotin á bak
aftur
Allt þetta gerir það aö verk-
um, að hin pólitiska og faglega
hreyfing vex mikið að styrk-
leika, sem kemur einkar ber-
lega fram i atburöunum 1942,
skæruhernaðarárinu. Þá voru
ofbeldislög sem bönnuðu verk-
föll og kauphækkanir, þrælalög-
ineins og þau voru kölluö, brot-
in á bak aftur og rikisstjórnin
varð að viöurkenna, að verka-
lýðshreyfingin hafði brotið þau
niður.
Tók afrit af kjörskrá Dags-
brúnar: Guömundur í. Guð-
mundsson
Fletti menn blöðum Þjóðvilj-
ans þetta timabil má sjá hve
gifurlegan þátt hann átti I
skipulagningu þessarar bar-
áttu. Hann var sterkasta
áróöursvopn verkalýösstéttar-
innar á þessu timabili og var
eina dagblaðið i landinu sem
studdi okkur og gerði i rauninni
skipulagningu þessarar baráttu
mögulega.
— Forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar hljóta þá að
hafa unnið mjög náið með
Þjóðviljanum.
— Já, á þessum árum var
samband okkar i þessari bar-
áttu i verkalýðsfélögunum og á
vinnustöðunum, ákaflega náið
og gott við Þjóðviljann og má
segja, að frá degi til dags hafi
þar verið hin ákjésanlegasta
samvinna. Sá blaðainaður sem
þetta lá kannski þyngst á á
þessum tima var Siguröur
Guðmundsson og siöar Jón
Bjarnason.
.Er auðvitað margs að minnast
og margir atburðir sem þarna
koma til, en mig langar þó að
taka eitt sérstakt dæmi, sem
kannski lýsir þvi betur en nokk-
urt annað, hvers virði Þjóðvilj-
inn var verkalýðsstéttinni. Þar
á ég viö verkfall Dagsbrúnar-
manna 1947
Söguleg umskipti.
Ég veit ekki hvort menn hafa
almennt gert sér ljóst hvaða
sögulega þýðingu verkfallið ’47
hefur i þeim mörgu hörðu átök-
um sem átt hafa sér stað. Þá
var pólitiska ástandið i landinu
þannig, að nýsköpunarstjórnin
var farin frá völdum, en i byrj-
un febrúar 1947 tekur við ný
rikisstjórn undir forsæti Stefáns
Jóhanns Stefánssonar,
formanns Alþýðuflokksins, á
sjónarsviðið kemur þriflokka-
kerfið svonefnda, samvinna
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks, sem nú
gengur opinberlega I fylkingu
með borgaraflokkunum.
Annað er mjög einkennandi
fyrir þessi stjórnarskipti og
snýr að verkalýðsstéttinni.
Fram að þessu höfðu atvinnu-
rekendur, yfirstéttin i landinu,
ævinlega gengið hrei'nt til verks
og ráðist á sjálft kaupið. Þetta
gerðist einkum á árunum milli
1920 og 30, einnig milli 1930 og 40
og9. nóvember 1932 er gleggsta
dæmið um þessar beinu árásir
atvinnurekenda og rikisvalds á
kaupgjald verkafólks, þar sem
reynt var að knýja fram beinlín-
is kauplækkun. Siðari hluta
fjórða áratugsins vex verka-
lýöshreyfingunni hinsvegar
fiskur um hrygg og það kemur
fram, hve. sterk verkalýðs-
hreyfingin er orðin einmitt i at-
burðunum 1942.
Yfirstéttin leggur ekki lengur
til beinnar atlögu við kaupgjald
verkafólks og þegar „Stefania”
tekur við völdum 1947 kemur
raunverulega i fyrsta sinn fram
súbeiting rikisvaldsins til árása
á lifskjörin, sem við þekkjum
svo vel siðan. Það er reynt að
lækka kjörin með efnahagsráð-
stöfunum.
Stjórn Dagsbrúnar var þá
bundin af samningum til 6 mán-
aða, en við gengum á fund
Stefáns Jóhanns og vildum fá
tryggingu fyrir þvi, að næstu 6
mánuðina yrðu ekki gerðar
neinar þær ráðstafanir af hálfu
rikisstjórnarinnar, sem hefðu
áhrif á kjör verkafólks til lækk-
unar, en gegn slikri yfirlýsingu
var Dagsbrún reiðubúin að
framlengja samninga sina um
6 mánuöi.
Þegar fyrir lá, að þessi yfir-
lýsing fékkst ekki sömdum við
um að samningar væru
uppsegjanlegir hvenær sem
væri með eins mánaðar fyrir-
vara.Þetta var varúðarráöstöf-
un af okkar hálfu og það kom
fljótlega i ljós, að hún var fylli-
lega á rökum reist, þvi i april
samþykkti alþingi lög
samkvæmt tillögu rikis-
stjórnarinnar um stórkostlegar
tollalækkanir, sem þýddu 2000
króna auknar álögur á ári á
hverja fimm manna f jölskyldu i
landinu. 2000 krónur voru þá
ekkert smáræði, sem sést best á
þvi, að þá var mánaðarkaup
dagsbrúnarmanna i dagvinnu
um 1600 krónur. Þaö var þvi vel
rúmlega mánaðarkaupið sem
þarna átti að ræna.
Strax á eftir, i byrjun mai, var
samþykkt uppsögn samninga
með allsherjaratkvæðagreyðslu
og verkfall boðað.
Borgarapressan ! ham
Það var áberandi og einkenn-
andi fyrir þetta timabil eftir að
lögin voru samþykkt og stjórn
Dagsbrúnar hafði lagt til
uppsögn samninga, að öll
dagblöðin i Reykjavik, að Þjóð-
viljanum að sjálfsögðu undan-
teknum, voru með svo gegndar-
lausan og óheyrilegan áróður
gegn samningauppsögn og gegn
Dagsbrún, að ég trúi, að
borgarapressan hafi ekki i ann-
an tima öll sameiginlega beitt
sér jafn hatrammlega gegn
verkalýðshreyfingunni. Enda
má með sanni segja, að at-
vinnurekendum og yfirstéttinni
I landinu hafi legið mikið viö, að
það tækist án átaka að beita
verkafólk i landinu þessari nýju
aðferð til kjaraskeröingar. Það
sem var kannski allra lærdóms-
rikast fyrir verkafóik var að sjá
hvernig Alþýöuflokkurinn var
ekki aðeins með i þessari árás,
en gekk bókstaflega framfyrir
skjöldu.
Rikisvaldinu er beitt á alla
lund og rétt áður en til verkfalls
kom gerðist það að skipuð er
sáttanefnd af hálfu rikis-
stjórnarinnar og rikissátta-
semjara og hans tilraunum til
sátta þannig i rauninni vikiö til
hliðar. Torfi Hjartarson var þá
þegartekinn við sem sáttasemj-
ari, en starf hans er algerlega
truflað með að setja við hlið
hans tvo aðra menn, Guðmund
í. Guðmundsson, sem þá var
einn aðalforystumaður Alþýöu-
flokksins, og Gunnlaug Briem
ráöuneytisstjóra